Vísir - 21.02.1976, Blaðsíða 5

Vísir - 21.02.1976, Blaðsíða 5
vism Laugardagur 21. febrúar 1976 5 Helgiathöfn (Riten) eftir Ing- mar Bergman verður sýnd kl. 19.00 á morgun. Hún er fyrsta mynd Bergmans sem hann ger- ir sérstakiega fyrir sjónvarp. Myndin fjallar um umferða- leikara sem eru ákærðir og kall- aðir til yfirheyrslu af þvi að einn þeirra er talinn hegða sér næsta ósiðlega. Yfirheyrslan er misk- unnarlaus og vekur efasemdir leikaranna um sjálfa sig, brýtur niður sjálfstraust þeirra. Leik- ararnir leita þvi hefndar i eins konar helgiathöfn. Með aðalhlutverk i myndinni fara Ingrid Thulin, Anders Ek, Gunnar Björnstrand og Erik Hell. Ingmar Bergman, leikstjóri Helgiathafnar, en sú mynd varfyrsta sjónvarpsmyndin, sem hann gerði. Dag- skráin á kvik- mynda- vikunni Myndirnar á sænsku kvik- myndavikunni verða sýndar dagana 21.-27. febrúar sem hér segir: Laugardagur 21. kl. 16.00 Hnefafylli af ást kl. 19.00 Hvitur veggur kl. 21.00 Sjö stelpur Sunnudagur 22. kl. 17.00 Stubbur kl. 19.00 Helgiathöfn kl. 21.00 Siðasta ævintýrið Mánudagur 23. kl. 17.00 Stubbur ' kl. 19.00 Sjö steípur kl. 21.00 Klara Lust Þriðjudagur 24. kl. 17.00 Helgiathöfn kl. 19.00 Siðasta ævintýrið kl. 21.00 Hnefafylli af ást Miðvikudagur 25. kl. 17.00 Sjö stelpur kl. 19.00 Klara Lust kl. 21.00 Hvitur veggur Fimmtudagur 26. kl. 17.00 Klara Lust kl. 19.00 Hvitur veggur kl. 21.00 Hnefafylli af ást Föstudagur 27. kl. 17.00 Siðasta ævintýrið kl. 19.00 Stubbur kl. 21.00 Helgiathöfn Sœnska fjölskyldumyndin: STUBBUR Stubbur (Fimpen) eftir Bo Wiederberg verður sýnd kl. 17.00 á morgun. Með aðalhlut- verk i myndinni fer Johan Berg- man. Stubbur, leikinn af Johan Berg- man, stendur alvarlegur á iþrótta vellinum og hlustar á sænska þjóðsönginn. Kvikmyndin segir frá sex ára gömlum dreng sem keppir með landsliði svia i knattspyrnu og verður átrúnaðargoð þeirra á þeim vettvangi. En vesalings Stubbur litli kann ekki einu sinni að lesa og verður að fá aðra til að lesa um- mæli blaða um sig. f keppnis- ferðum þurfa aðrir menn liðsins að svæfa hann á kvöldin með lestri barnasögu. Einn daginn ákveður Stubbur að hætta i landsliðinu, en fyrir áeggjan góðra manna fæst hann til að leika gegn Sovétrikjunum ilandsleik þjóðanna, en þjálfari sænska liðsins segir i sjónvarps- viðtali að tilgangslaust sé að fara i keppnisferð til Sovétrikj- anna án Stubbs. En vegna þátttöku drengsins i knattspyrnu, situr námið algjörlega á hakanum og þegar hann er spurður hversu mikið 2+2 eru segir hann 5. Sjö stelpur Kl. 21.00 i kvöld verður frum- sýnd hcr kvikmyndin Sjö stelp- ur (Om sju flickor) gerð af Ilans Dahlberg og Carl-Johan Setli. Marga rekur efalaust minni til leikritsins,sem sýnt var fyrir skömmu i bjóðleikhúsinu og fjallaði um sama efni. Myndin er gerð eftir leikritinu en hefur þó verið breytt litillega fyrir kvikmyn dagerðina. Fjallað er um einn dag i lifi sjö stúlkna sem dveljast á betr- unarhæli og lýst er á nærfærinn en opinskáan hátt lifi ungra stúlkna, sem misst hafa fótfest- una i lifinu. Að mati undirritaðs er þessi mynd ein besta myndin á kvikmyndavikunni. Með aðalhlutverk fara Berg- ljót Árnadóttir, sem hlaut mjög góða dóma fyrir leik sinn i myndinni, Lena Brogren og Agneta Ehrensvard. HVÍTUR VEGGUR Kl. 19.00 i kvöld verður kvik- myndin Hvítur veggur sýnd á sænsku kvikmyndavikunni i Austurbæjarbiói. Hvitur veggur (Den vita Vaggen) er eftir Stig Björkman en aðalhlutverk leik- ur Harriet Anderson. Anderson hlaut verðlaun á kvikmyndahátið i Berlin i fyrra fyrir leik, en hún heldur mynd- <---------------m. Harriet Anderson i hlutverki fráskilinnar konu i myndinni Hvitur veggur. Hún hittir ungan grikkja á kaffihúsi og rekur honum raunir sinar. inni uppi með frábærum einleik. Hún hefur leikið i mörgum mynda Ingmars Bergmans. Hvitur veggur fjallar um einn dag I lifi fráskilinnar konu. Hún vaknar snemma og við hlið hennar liggur ókunnugur mað- ur. Hún leitar allan daginn eftir sambandi við annað fólk og finnur loks fyrrverandi eigin- mann sinn, sem getur ekkert gert fyrir hana en að láta hana hafa svolitla peninga upp i ógreidda húsaleigu, sem hún notar hluta af til að kaupa sér pils fyrir. Hún hittir ungan grikkja sem hún getur opnað hjarta sitt fyr- ir, en þau eru bæði of feimin til að stiga það skref sem þarf til að þau megi hittast aftur. Um kvöldið fer hún með vinkonu sinni á dansleik og hittir þar ungan mann sem fer með henni heim. En þegar á hólminn er komið kemur upp sú spurning i huga hennar, hvort hann getur veitt nokkuð annað en stundar- kynni. t þessari mynd er vel að þvi vikið, að þrátt fyrir hið full- komna sænska þjóðfélag, skort- ir mikið á að einstæðar mæður njóti þess llfs sem aðrir njóta. 4ra herbergja íbúð til sölu. Stærð 120 ferm. 3 svefnherbergi og 30 ferm. stofa. Eignaskipti möguleg. Hara Idur Guömundsson, löggiltur fasteignasali, Hafnarstræti 15. Simar 15414 og 15415. 'þurf/ð þer h/byli Þurfið þér að selja? Þurfið þér að kaupa? Þurfið þér að skipta? Verðmetum ibúðina yður að kostnaðarlausu.. HÍBÝLI & SKIP Garðastræti 38. Simi 26277 Heimasimi 20178 O • Á 26600 Yerðmetum íbúðina samdœgurs Fasteignaþjónustan Austurstræti 17 (Silli&Valdi) sími 26600 Kvöldsimi 42618. SC UllffiAtlES F4STEIGNASALA - SKIP OG VERBBREF Strandgötu 11, Hafnarfirði. Simar 52680 — 51888. Heimasimi 52844. VONARSTRÆTI 12 simi 27711 Söiustjóri: Sverrir Kristinsson Hafnarstræti 11. Simar: 20424 — 14120 Heima: 85798 — 30008 Fasteignasalan óðinsgötu 4. Simi 15605. Fasteignasalan Fasteignir við allra hæfi Norðurveri Hátúni 4 a Simar 21870 og 20998. usava FLÓKAGÖTU 1 SÍMI24647 Helgi ólafsson löggiltur fasteignasali. Kvöldsimi 21155. FASTEIGN ER FRAMTlÐ 2-88-88 A0ALFASTEI6NASALAN AUSTURSTRÆTI 14. 4. HÆÐ SÍMI28888 kvöld og helgarsimi 8221 9 EIGIMASALAM REYKJAVÍK ÞórðurG. Halldórsson sími 19540 og 19191 Ingólfsstræti 8 FASTEIGNAVER "/f Klapparstig 16, simar 11411 og 12811 E1SNAÞJÓIVUSTÁN FASTEIGNA- OG SKIPASALA NJÁLiíGÖTU 23 SfMI; 2 66 50 EICNAVAL.-... Suðurlandsbraut W 85740

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.