Vísir - 21.02.1976, Síða 8

Vísir - 21.02.1976, Síða 8
8 VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjóri frétta: Arni Gunnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson Fr^ttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. i lausasögu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. / sömu sporum Stjórnmálaslitin við breta marka að ýmsu leyti þáttaskil i landhelgisbaráttunni. Við höfum ekki áður gripið til svo alvarlegra mótaðgerða að formi til. En hitt mun sanni nær, að þessi ákvörðun getur tæpast haft mikla þýingu fyrir okkur i baráttunni fyrir fullum yfirráðum yfir fiskimiðunum umhverf- is landið. Frá formlegu sjónarmiði var ekki óeðlilegt að slita stjórnmálasambandi við breta eins og málum er komið. Þar ræður úrslitum flotaihlutun þeirra innan fiskveiðilögsögunnar, margitrekaðar ásiglingartilraunir, atlaga að varðskipi innan fjög- urra milna landhelgi og siðast en ekki sist rányrkja á friðuðum veiðisvæðum. Ákvörðun rikisstjórnarinnar er þvi studd gildum rökum að þessu leyti. En á hinn bóginn verðum við að hafa i huga, að með aðgerðum af þessu tagi mið- ar okkur hvorki aftur á bak né áfram i baráttunni fyrir raunverulegum yfirráðum yfir fiskimiðunum og viðleitni okkar til þess að ná virkri stjórn á veið- unum. Þó að hér sé um mjög alvarlega aðgerð að ræða frá formlegu sjónarmiði hefur hún ekki mikla þýð- ingu fyrir framgang landhelgismálsins. Sú barátta vinnst ekki með aðgerðum af þessu tagi. Þar ræður úrslitum þegar útséð er um að við getum ekki bund- ið breta með samningum, staðfast úthald landhelg- isgæslunnar og áfrarhhaldandi barátta fyrir alþjóð- legri viðurkenningu á óskoruðum rétti okkar til 200 sjómilna fiskveiðilögsögu. Bretar eru sjálfir komnir i úlfakreppu i þessum efnum. Það er þvi aðeins spurning um tima, hvenær við náum endanlegu takmarki. Mestu máli skiptir að hugæsingar viki fyrir kaldri skynsemi. Ljóst er að við stöndum enn i sömu sporunum og áður, þrátt fyrir stjórnmálaslit. Mikilvægir hagsmunir í húfi Krafan um lausn vinnudeilunnar verður nú æ háværari. Velflestum er ljóst, að áframhaldandi verkfallsaðgerðir eru fremur liklegar tii þess að leiða til lifskjaraskerðingar en bættra kjara. Þjóð- arbúið i heild, heimilin og atvinnufyrirtækin þola ekki öllu lengri vinnustöðvun. Svo virðist sem mestur ágreiningur hafi staðið um svonefndar sérkröfur einstakra aðildarfélaga Alþýðusambandsins. Við núverandi aðstæður á að leggja allt kapp á að gera svipaða samninga og koma þannig i veg fyrir að þeir aðilar sem hæst laun hafa fyrir, nái mestu fram með ýmis konar sérkröf- um. Það er óverjandi, ef nú á að eyða mörgum dögum i að ræða sérkröfur þeirra sem best standa innan Alþýðusambandsins eins og oft hefur orðið raunin á i samningum. Enginn getur farið i grafgötur um að þessir kjarasamningar geta leitt til nýrrar verð- bólguholskeflu. Kauphækkanir eru óhjákvæmileg- ar, en fari samningarnir úr böndunum er alveg ljóst, að þeir muni ekki leiða til bættra lifskjara. Niðurstaða i þessari deilu verður að fást án tafaf. Eins og nú standa sakir dugar ekki að afgreiða mái- in með hefðbundnum þrætum um það. hver Laugardagur 21. febrúar 1976 vism ,Umsjón: vism Laugardagur 21. febrúar 1976 ~y undur Pétursson fitubirgöum, sem safnast innan á æðaveggi, eru lykilábendingar um hjartveiki. Fram til þessa hafa læknar talið, að sá skaði, sem þetta tvennt hefur bakað einstaklingnum, sé óbætanlegur og varanlegur. Nú telja menn niðurstöður rannsókna hniga að þvi, að snúa megi við þessu blaði. Dr. David Blankenhom við háskólann i Suður-Kaliforniu og starfsbræð- ur hans hafa um hrið haft til eftirlits um eitt hundrað karl- menn, sem hver um sig hefur fengið hjartaslag að minnsta kosti einu sinni. Þeir voru settir á strangan æfingar- og matarkúr. Við mat- aræðið var þess gætt, að fæðan væri rýr af cholesterolefni. Sumum voru gefin lyf til að halda hinum háa blóðþrýsting i skefjum. Með röntgenmynda- tækni, sem geimferðarrann- sóknirnar hafa leitt af sér, tókst þeim að gá innan á æðaveggina og huga að birgðasöfnun chol- esterols hjá likamanum. — Frá þessum tilraynum hefur veriö skýrt hér á siðunni, en nú hafa borist itarlegri fréttir frá þeim i grein, sem birtist i U.S. News & World Report. Af fjörutiu tilvikum, sem hafa verið þrautkönnuð, þegar hér er komið þessum tilraunum, reyndust niu sjúklinganna hafa minnkað mjög cholesterol- birgðirnar innan á veggjum einnar aðalæðarinnar, eftir brettán mánaða langan kúr. Hjá sautján sjúklingum varð ekki fundin nein breyting og hjá fjórtán hafði ástandið versnað. Við tilraunir á rhesus-öpum komstdr. WilliamE. Connor við háskólann i Oregqn að þeirri niðurstöðu, að mataræðið eitt út af fyrir sig hefði áhrif á myndun „atherosclerosis”. Það tók ekki nema sautján mánuði að stifla æðar i öpunum með þvf að gefa þeim allan tim- ann eggjarauður, en svo þrjátiu mánuði á matarkúr meö chole- sterolfátækri fæðu að bæta úr þvi aftur, svo að blóðtappa- myndunin var ekki nema fjórð- ungur af þvi, þegar hún var I há- marki. A grundvelli þessara athug- ana ráðleggur dr. Connor strangan matarkúr fyrir menn- ina: Mjög lftið kjötmeti, enga eggjarauðu, sem minnst af mjólkurvörum en sem mest af grænmeti, ávöxtum, kornvörum ig hrísgrjónum. — Leggur hann höfuðáherslu á, að þetta matar- æði hefjist strax i æsku manna, löngu áður en hjartaveikisverk- anir fara að gera vart við sig. (— Blóðþrýstingur mældur hjá barni, en þar þykir nú mega sjá strax til hvers krókurinn muni beygjast. Nefnilega hvort einstakl- ingnum hætti til of hás blóðþrýstings, sem svo oft er fylgikvilli hjart- veikra, að læknar tengja það hvorutveggja saman. Hjartasérfræðingar, sem um miðjan janúar þinguðu i Tucson i Bandarikjunum, drögu þar fram i dagsljósið nýjan þekk- ingarauka um hjartasjúkdóma, bæði hvað snerti meðferð sjúk- linga og cins sem viðkom þvi að svipta hulunni af orsök hjarta- kvilla. Félagar i Hjartavemdarfé- lagi Bandarikjanna hlýddu á þriðja ársþingi sinu á, hverjar nýjar framfarir hefðu orðið i baráttunni gegn hjartveiki: Hjá sumum hjartasjúkling- um má orðið snúa við hinni hættulegu þróun fitumyndun- ar innan á æðaveggjum. Nýtt apparat, sem stýrir slögum hjartans, færir hjartasjúklingum nýjar vonir (i stað gömlu hjartarafhlöð- unnar, sem notasthefur verið við). Únnið er að þvi að bæta tækni manna til þess að greina með einföldum til- raunum, hvaða konum, sem taka getnaðarvarnarpill- una, sé mest hætt við blóð- tappa. Augu manna hafa opnast fyrir þvi, að vandræði mið- aldra fólks vegna óeðlilegs blóðþrýstings kunni að eiga rætur sinar að rekja til bernsku þeirra. Þessi upp- götvun þykir afar þýðingar- mikil og stört skref i átt til þess að drepa fingri á frumor- sök hjartveiki. Leitin að upprunanum A meðan tækni við meðferð og skilgreiningu hjartakvilla tekur framförum, hefur flest verið á enn huldu um upprunalega or- sök þeirra. Nú loks telja þó læknar sig vera að komastá sporið. Tiu ára samfelldar rannsóknir I Boston á blóðþrýstingi almennra borg- ara, leiddu eftirfarandi i ljös: Blóðþrýstingur,. hvort sem hann er hár eðá lágur, á- Leyndar- dómar hjart- veikinnar upplýsast smóm Blóðþrýstingurinn er ámóta meðal nákominna ættingja i fjölskyldun.ni. Stingur þar sérstaklega i augum, hvað hann er likur hjá bræðrum. Að rannsókn þessari stóðu dr. Edward H. Kass og starfsbræð- ur hans við læknaskóla Har- vard. — Til að byrja með tóku þeír sýni blóðþrýstings hjá mið- aldra fólki, sem valið var af handahófi. Athuganir, sem fylgdu i kjölfarið, áttu eftir að leiða i ljós, að þeir, sem höfðu tiltölulegá háan blóðþrýsting — ekki endilega óeðlilega háan á þeirri stundu — voru þeir, sem létust af hjartaveiki. Þessu skaut svo oft upp i skýrslum, að nægði til að sann- •færaménn. Harvard-rannsókn- arhópurinn ályktaði loks, að blóðþrýstingurinn getur verið lykilspor til visbendingar um hættu á hjartveiki, — ef hann er ekki beinlinis hjartveikisvaldur eða meðvirkandi i hjartakvill- um. Visindaménnirnir hófust þá handa við að mæla blóðþrýsting hjá fjölskyldufólki hinna, sem þeir höföu þegar tekið sýni hjá. saman maður reyndist með himinháan blóðþrýsting, þá reyndist þritug systir hans einnig með tiltölu- lega háan blóðþrýsting, bræður hans sömuleiðis og foreldrar. — Nákvæmlega hliðstætt kerfi fannst hjá öðrum fjölskyldum, og eins þótt um væri að ræða lágan blóðþrýsting. Hinir i fjöl- skyldunni virtust hneigjast til að vera með tiltölulega lágan blóðþrýsting. Sterkust virtust þessi tengsli vera hjá bræðrum og sterkari heldur en milli foreldra og barna. Eftir athugun á meira en 100 nýfæddum börnum, og saman- burði á blóðþrýstingi og for- eldra þeirra, skýrði dr. Kass svo frá: „Eitthvað gerist á fyrstu mánuðujn æviskeiðsins, sem beinir blóðþrýstingi barnsins til ákveðinnar áttar. Við vitum ekki hvað þetta er, én sú stað- reynd, að þetta gerist i byrjun, gjörbreytir fyrir okkur, hvemig við munum standa að hjarta- kvillum.” Næsta skrefið hlýtur að vera rannsókn á erfðaráðandi génum og þe.im likarnlegu þáttum, sem ÞtlR KALIA HANN Benny Goodman með klarinettinn. „KIN6 OF SWIN6" Benny Goodman er væntanleg- ur á listahátið hingað til lands og eftir gagnrýni i New York Times að dæma eigum við sannarlega von á góðu. Goodman hélt tón- leika I Carnegie Hall um miðjan mánuðinn og var þar troðfullt út úr dyrum. Það varð heldur eng- inn fyrir vonbrigðum. Með Goodman voru hljóðfæra- leikararnir sem að öllum llkind- um koma með honum til Islands. Þeir sem eiga fastan sess i sveit- inni eru Hank Jones (pianó), Slam Stewart (bassi), Bucky Pizzarelli (gitar), Peter Aplle- yard (vibrafón), Urbie Green (básúnu), A1 Klink (tenór saxo- fón) og svo Gray Tate og Connie Key sem leika báöir á trommur. Þá voru þarna sem gestaleikar- ar þeirToy Eldridge (trompet) og Bobby Hackett (hom), en ekki er vitað hvort þeir eru svo fastir gestir að þeir komi með honum til íslands. Sæluhrollur um áhorfendur Benny Goodman er nú orðinn sextiu og sex ára gamall, en eftir þvi sem gagnrýnendurnir segja um tónleikana i Carnegie Hall, háir aldurinn honum ekki. Það fór sæluhrollur um áhorfendur þegar hann spilaði lög eins og „Darn That Dream”, „After You’ve Gone”, „Don’t Be That Way”, „Avalon”, og „One O’Clock Jump”. Þessi lög veröa sjálfsagt á dagskránni þegar Goodman treður hér upp i júni. Ógæfuleg byrjun Það eru nú liðin rúm f jörutiu ár siðan 26ára gamall klarinet blás- Það þykir allsstaðar fréttnæmt ef meö næturkonserta fyrir útvarps- stöð i New York, en það var ekk- ert útlit fyrir að þeir yrðu frægir á þvi. Flestir ibúar austurstrandar- innar voru sofandi þegar þeir byrjuðu og þvi var ákveðið að leggja land undir fót, upp á von og óvon. Hlustað i Kaliforniu Það sem þeir félagar vissu ekki var að þremur timabeltum vest- ar, i Kaliforniu, var útvarpsdag- Benny Goodman kemur fram. Swing” á örskömmum tíma. Frægasta „ jazz-bandið” Þetta var um miöjan þriðja áratuginn og út hann og allan þann næsta jukust vinsældir þessa jazz forms, sem kallað var „Swing”. Kvartett Benny Goodmans varð frægasta „jazz-band” sög- unnar. Hann skipuðu auk Good- mans, sem auðvitað spilaði á klarinet, þeir Gene Krupa Aftur i Carnegie Hall Þarna sáust greinileg merki þegar hann sneri aftur til Carnegie Hall um miðjan þennan mánuð. Þessi mikla tónlistarhöll var troðfull af eftirvæntingarfull- um áhorfendum. Og þeir fengu aura sinna virði. Benny Goodman á mikinn fjölda aðdáenda hér á landi og það er lítill vafi á að hann mun fylla hvern þann sal sem fenginn veröur undir tónleikahald hans þegar hann kemur á listahátíð- ina. —ÓT (trommur), Lionel Hampton (vibrafón) og Teddy Wilson (pianó). Benny var kóngur Benny Goodman var jazz-kóng- ur fram á miðjan fjórða áratug- inn. Þá byrjuðu vinsældir hans að dala, en það olli honum ekki nein- um sérstökum áhyggjum. Hann gát ánægður dregið sig i hlé, vell- auðugur og viss um að vera orð- inn ógleymanlegt nafn i tónlistar- sögu Bandarikjanna. En hann gat ekki hætt Goodman sat þó ekki sérlega fast á helga steininum, og núna, þremur áratugum seinna heldur hann enn einn konsert á viku, eða svo. Þeir konsertar eru að visu oftast haldnir i skólasölum eöa öðrum „minniháttar” samkomu- stöðum, en honum er alltaf vel fagnað. Mikilvægastfyrir hanner þó liklega að hann spilar ennþá og það fyrir fólk sem kann að meta tónlist hans. Það er þvi langt frá þvi að Benny Goodman sé búinn að vera. ari, sem hafði gefist upp á skólan- um, lagði upp i hljómleikaferð, með litt þekktum félögum sinum. Hljómleikaferðin virtist fyrir- fram dauðadæmd. Goodman og félagar hans höfðu, áöur en þeir lögðu upp i leiöangurinn, verið skrá þeirra á ágætum tima og naut þar mikilla vinsælda. Þegar þeir komu til vestur- strandarinnar urðu þeir furðu lostnir þegar uppselt var á hverja tónleikana á eftir öðrum. Benny Goodman varð „King of the

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.