Vísir - 01.03.1976, Blaðsíða 3

Vísir - 01.03.1976, Blaðsíða 3
vism Mánudagur 1. mars 1976 Víðtœkustu kiarasamningamir: Kauphœkkun í fjórum óföngum — lífeyrissjóðabreytingar — róðherrayfirlýsing um húsnœði Tryggt er i samningunum að ef verðlagið fer fram úr þvi sem búist er við mun kaup hækka til samræmis við það. Er það tryggt með svokölluðum „rauð- um strikum” sem eru þrjú. Ef visitala framfærslukostn- aðar verður hærri en 557 stig 1. júni nk. kemur til visitöluhækk- un launa. Verði hún hærri en 586 stig 1. október og minnst 5,2 hærri en visitalan 1. júni, hækka laun til samræmis við það. Loks ef framfærsluvisitalan verður hærri en 612 stig 1. febrúar 1977 og minnst 4,4% hærri en visital- an frá þvi 1. október skulu laun hækka samkvæmt þvi. Þá eru i samningum Vinnu- veitendasambandsins og ASt gert ráð fyrir lifevrissióða- breytingum, yfirlýsing er frá fé- lagsmálaráðherra um hús- næðismál og samkomulag er varðandi sérkröfur, ýmist ein- stakra félaga eða sameigin- legra. —EKG Langþráð stund rann upp þegar samningarnir voru undirritaðir. Hér sést lorm. Vinnuveitendasambandsins, Jón H. Bergs, undirrita samkomulagið. Aðrir á myndinni eru talið frá vinstri: Magnús L. Sveinsson, varalormaður Versiunarmannafélags Reykjavikur, Snorri Jónsson, framkv.stjóri ASt, Björn Jónsson, forseti ASÍ, sáttaseinjararnir Jón Þorsteinsson, Torfi Hjartarson og Guðlaugur Þorvaldsson. Víðtækustu kjarasamningar sem gerðir hafa verið voru und- irritaöir að Hótel Loftleiðum laust eftir klukkan fjögur sið- astliðinn laugardag. Að sögn formanns Vinnuveit- endasambandsins, Jóns H. Bergs, hefur auk aðalsamnings- ins milli Vinnuveitendasam- bandsins og ASÍ verið gert sam- komulag við nálcga 30 einstök launþegafélög og starfshópa. Innan þessara greina er fjöldi launataxta sem hafa gert samn- ingana mjög flókna. Beina kauphækkunin verður i fjórum áföngum. Sú fyrsta verður i dag. Er um að ræða 6% almenna hækkun, 1% vegna sérkrafna, auk 1500 króna lág- launabóta til þeirra sem hafa mánaðarlaun lægri en 54 þús- und. Mánaðarlaun á bilinu 54 þúsund til 57 þúsund hækka um helming þess sem vantar á að þau nái 57 þúsund krónum. 1. júli hækkar kaupið um 6% og 1. október siðan aftur um 6%. 1 febrúar næsta ár hækkar kaupið um 5%. Samningstiminn er frá degin- um i dag til 1. mai á næsta ári. Björn Jónsson forseti ASI: „Láglaunastefnan hefur ekki höndunum „Okkur hefur tekist i samn- ingum þessum að fylgja fram láglaunastefnunni. Það er að þeir lægst launuðu fái meiri hauphækkun en hinir sem betur eru staddir. Vil ég i þvi sam- bandi nefna lifeyrissjóðakerfi sem mun koma hinum verst stöddu að mestum notum. Það er ánægjulegt að vita að lág- launastefnan hefur ekki snúist i höndunum á okkur.” A þessa leið fórust Birni Jóns- syni, forseta ASl, orð þegar við spjölluðum stuttlega við hann að lokinni undirritun samninga. „Ég tel að með þessum samn- ingum sé tryggt i aðalatriðum að kjararýrnun tveggja siðustu ára verði stöðvuð. Það er min skoðun að með þessum samn- ingi takist að ná svipuðum snúist i á okkur" kaupmætti og var árið 1975. Það fer ekki hjá þvi að miklar kauphækkanir hafi áhrif á verð- breytingar. En verðbreytingar þurfa ekki að verða meiri en svo ef haldið er vel á i efnahagsmál- unum að verðbólgan geti orðið helmingi minni en hún var á sið- asta ári. Ég er vissulega ánægður með samningana. Sérstaklega að samstaða náðist um lifeyris- sjóðabreytingarnar. Hins vegar hefðum við kosið að samningar þessir hefðu skil- að okkur meiru af þeirri kjara- skerðingu sem við höfum orðið fyrir, en slikt hefur aðeins tekist að litlu leyti. En eftir atvikum tel ég árangur verulegan af þessum samningum.” —EKG « Gunnar Guðjónsson stjómarform. SH: „ÞETTA ER ALLT OF MIKIL HÆKKUN" „Þetta er allt of mikil hækk- un. Hér er um hreina verðbólgu- samninga að ræða” sagði Gunn- ar Guðjónsson stjórnarformað- ur Sölumiðstöðvar Hraðfrysti- húsanna sem sæti átti i samn- inganefnd Vinnuveitendasain- bandsins. Samkomulag um sérkröfurn- ar gera ráð fyrir nokkuð meiri hækkun til fólks sem vinnur i frystihúsum en annarra og við spurðum þvi Gunnar hvort hann teldi frystihúsin geta staðið undir kostnaðaraukanum. „Frystihúsin eru i engri að- stöðu til þess að taka á móti kostnaðarhækkuninni. Þau koma til með að eiga i miklum erfiðleikum með að mæta þessu.” —EKG Jón H. Bergs form. Vinnuveiteiidasambandsms: „Reynir fljótlega ó rekstrargrundvöllinn" „Þaö er enginn van á að það reynir fljótlega á það hvort rekstrargrundvöllur er hjá at- vinnurekstrinum eftir þessa samninga. Ég tel að það hljóti að koma til endurskoðunar verðlagning framleiðsluvara okkar. Ég hef enga ástæðu til að halda að vinnuveitendur leggi árar i bát. En það hvilir mikil ó- vissa um rekstrargrundvöll i at- vinnurekstrinum.” Þetta 'sagði Jón H. Bergs, for- maður Vinnuveitendasambands Islands, þegar Visir hafði sam- band við hann eftir undirritun samninga. „Vörur framleiddar fyrir inn- anlandsmarkað eru háðar verð- lagseftirliti og er verðlag þeirra miðað við kaupgjald það sem gilti fyrir undirritun þessara samninga. Við verðum að vona að efna- hagsbatinn i aðalviðskipta- löndum okkar láti ekki á sér standa og hann leiði til hærra verðlags á vörum okkar. 1 þessu felst bjartsýni en átök um launakjör eru þjóðinni of dýr til þess að rétt sé að halda þeim áfram.” Jón sagðist ekki vilja kalla þessa samninga verðbólgu- samninga og sagði þá vera ólika samningunum sem gerðir voru i febrúar 1974. Nú komi launahækkanirnar i mörgum áföngum. Þá hefðu ýmis launþegafélög fengið meiri hækkun i byrjun en heild- arhækkunin sé nú. „Sú efnahagsstefna núver- andi rikisstjórnar að leitast verði við að viðhalda á samn- ingstimabilinu svipuðum kaup- mætti launþegatekna og var að meðaltali á árinu 1975 hefur að sjálfsögóu sett mark sitt á launaákvarðanir i þessum samningum. —EKG Samningarnir sem tekist hafa eru innsiglaðir með þvi að forscti ASl Björn Jónsson og formaður Vinnu- veitcndasambandsins Jón H. Bergs takast i hendur að lokinni langri lotu samningaviðræöna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.