Vísir - 01.03.1976, Blaðsíða 19

Vísir - 01.03.1976, Blaðsíða 19
Mánudagur 1. mars 1976 19 Liz var mjög fögur aðeins 12 ára gömul. Sex árum siðar giftist hún milljónamæring... Enn á ný hafa leiðir þeirra Kichards Burtons og Liz Taylor skilið. Þau eru fá hjónaböndin sem vekja jafn mikla athygii og þeirra, og sjálfsagt ekki neitt. Nú veit enginn hversu lengi ósættir þeirra vara, en það bregður áreiðanlega engum i brún, þó að hjúin eigi eftir að ganga i gegnum lögskilnað og siðan i hjónabandið á nýjan leik.. Richard Burton er fimmti eiginmaður Elisabetar. Þegar þau gengu „fyrst” i hjónaband, var talað um „hjónaband aldar- innar”. En hjónabandið entist ekki lengi. Richard drakk of mikið og þau skildu. En skilnaðurinn entist heldur ekki lengi. Og þá var gengið i hjóna- band á nýjan leik.... Nicky Hilton var fyrsti eigin- maður Liz. Þá var talað um þau sem tvo óþroskaða krakka. f brúðkaupsferðinni komust þau að raun um að þau áttu ekki saman. Sex mánuðum siðar skildu þau. Michael Wilding varð eigin- maður númer tvö. Hann var all miklu eldri en Liz, en eftir að þau eignuðust tvö börn rann það hjónaband út i sandinn. Framleiðandinn Mike Todd varð númer þrjú. Sagt er að hann hafi gefið Liz 413 hamingjusömustu daga lifs hennar. Samvera þeirra varð ekki lengri, þvi hann lést i flug- slysi. Eddy Fisher kom næst. Liz snéri sér að honum i sorg sinni, en hann reyndist ekki sá rétti fyrir hana. Og loks varð það Richard Burton... menmrmr A hennar Betu Og loks kom Kichard Kurton Umsjón: Edda Andrésdóttir Glaumgosinn Nicky Hilton varð fyrsti eiginmaðurinn. Hjónabandið entist i hálft ár ^Spss-'" \ ,! A í '-'j Eiginmaður númer tvö, var Michael Wilding. Hann var talsvert eldri en Liz. Þau eignuðust saman tvö börn. Sagt er að Mike Todd hafi gefið Liz 413 hamingju- sömustu daga lifs hennar. Hann lést eftir þann tima i flugslysi. Eddv Kisher kom næst. en hann var ekki sá rétti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.