Vísir - 01.03.1976, Blaðsíða 7

Vísir - 01.03.1976, Blaðsíða 7
Pólitískir fangar í hungurverk- föllum í sovéskum fangelsum og þrœlabúðum í leyniplöggum, sem smyglað hefur verið út úr sovéskum fangels- um og komið i hendur vestrænum blaða- mönnum i Moskvu, segir að meira en átta- tiu pólitiskir fangar séu i hungurverkföllum. Neita þeir að bragða vott eða þurrt til að fylgja eftir kröfum um bættan aðbúnað og mót- mæla ofsóknum á hendur andófsmönnum. í leynibréfum þessum segir að þrjátiu og tveir fangar fasti þannig i Valdimarsfangelsinu austan við Moskvu, og rúmlega fimmtiu fangar i þrælavinnu- búðunum i Úralfjöllum og Mordoviu séu sömuleiðis i hungurverkfalli. Fangarnir i Valdimars- fangelsinu segja að daglegir matarskammtar þar samsvari 1,900 kalórium og enn minna fái þeirsem sitji i refsiklefunum. — Menn minnast þess að i striðs- glæparéttarhöldunum i Nurn- berg var þvi slegið föstu að það væri glæpur gegn mannkyninu að gefa fanga hungurlús sem samsvaraði minna en 2,000 kalorium á dag. Fangarnir segja ennfremur að það komi fyrir, að heilbrigðir fangar séu lokaðir inni á deild- um geðsjúkra. Fátœk- legar mót- tökur við heim- komu Nixons Richard Nixon, fyrrum forseti Bandaríkjanna, er kominn aftur til heimilis síns í San Clemente í Kali- forniu úr Kína-förinni þar sem tekiö hafði verið á móti honum eins og þjóð- höfðingja. Við heimkomu hans á flugvöll- inn i Los Angeles var fátt annarra Nixon-hjónin, Pat og Dick, ásamt dótturinni Triciu viö komuna til Los Angelesflugvallar i gær. Þar var fatt annarra manna en nanustu vinir og vandamenn. manna en nánustu vinir og vandamenn. Móttökur voru engar af opinberri hálfu. Henry Kissinger utanrikisráð- herra, sem nýtur hvildar á heimili Kirk Douglas kvikmynda- leikara skammt þarna frá, lýsti þvi yfir i siðustu viku að hann mundi ekki sjálfur ræða við Nixon um Kinaförina eða samtöl hans við kinverska ráðamenn. Heimsókn Nixons til Kina stóð i átta daga, og er þetta i fyrsta sinn sem hann fer þannig á stjá siðan hann lét af forsetaembætti eftir Watergatehneykslið. — Fjögur ár eru liðin siðan hann heimsótti Kina i krafti forsetaembættisins og opnaði þar samskipti ibanda- rikjanna og Kina. ■ Ólikt fyrri heimsókninni, sem allir luku lofsorði á, lá þessi siðari undir ámæli margra Bandarikja- manna. Ford forseti sagði að hún hefði spillt fyrir kjörgengi hans i forkosningunum i New Hamp- Viðrœður um Ródesíu á ný Viðræður leiðtoga blakkra voru teknar upp á meðan skæruliðar hvitra manna og að nýju i Ródesiu í dag, blökkumanna gerast æ Kanna hvort örbylgjur hafí valdið veiki sendiráðsmanna 'shire,Ba\ry Goldwater, fyrrum forsetaefni repúblikana, gaf i skyn að Nixon gæti gert Banda- rikjunum greiða með þvi að verða um kyrrt i Kina. Lögregla skaut Sérfræðingur hefur verið sendur til bandariska sendiráðs- ins í Moskvu til að kanna hvort einhver starfsmanna þar hafi veikst vcgna örbylgjusendinga á sendiráðið. Talið er að örbylgjur sem rúss- ar beini á sendiráðið til að trufla senditæki og hlera tal manna hafi jafnvel valdið krabbameini i sendiráðsstarfsmönnum. Talsmaður bandariska utan- rikisráðuneytisins segir að ekki hafi enn fundist bein tengsl á milli sjúkdóma starfsfólksins og örbylgjusendinganna. Sérfræðingurinn verður um hrið i Moskvu, og tekur m.a. blóð- sýni. Heilsufarsskýrslur allra þeirra sem unnið hafa i sendiráð- inu siðan 1953 verða einnig rannsakaðar. aðsópsmeiri i norður- hluta landsins við landa- mæri Mozambique. Þar norður frá sló i meiriháttar bardaga i siðustu viku, og herma fréttir að sautján blökkumenn hafi fallið meðan fjórir féllu úr liði stjórnarhersins. Hefur skammt liðið þarna stórátaka i milli, þvi að 24 skæruliðar féllu á þessum slóðum nokkrum dögum fyrr. Bishop Muzorewa fyrrum for- seti þjóðarráðs Afriku sem er samband þjóðernishreyfinga. Ródesiu, hefur kallað að viðræð- urnarsem nú eruhafnar milli Ian Smiths forsætisráðherra og Joshua Nkomo núverandi forseta þjóðarráðsins, séu eftirgjöf svartra til hvfta minnihlutans. Þessar viðræður Smiths og Nkomo lögðust á sinum tima niður þegar Nkomo vildi i engu vikja frá þeirri kröfu að svartir tækju þegar i stað við völdum i Ródesiu. Lögregla skaut flugrœn- ingja Flugræningi var skotinn til bana i Kólumbiu i gær. Hann beindi byssu og hnif að flug- mönnum flugvélar sem var i innanlandsflugi, og krafðist 300 þúsund dollara. Flugræninginn kom um borð i vélina i smábænum Turbo. Stuttu eftir að vélin var komin á loft tók hann fram byssuna. oghnifinn og lagði fram kröf- ur sfnar. Hann lét flugvélina lenda i bænum Chirigodo, og sleppti þar út 15 farþegum sem i vélinni voru. Siðan lét hann vélina fljúga til Medellin, næst-stærstu borgar Kólumbiu. Þegar vélin var lent skaut lögreglan i hjól hennar og réðst siðan til atlögu og skaut flugræningjann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.