Vísir - 01.03.1976, Blaðsíða 4

Vísir - 01.03.1976, Blaðsíða 4
4 Mánudagur 1. mars 1976 vism ÓÍBÚÐARHÆFT - ÞÓ LEIGT ÚT Húsið lítur svo sem ekki ósnoturlega út af gömlu húsi að vera. Stæði það á öðrum stað og eilítið lappað upp á það mætti vel hugsa sér að búa í því enn um hríð. Miðað við núverandi aðstæður er það óíbúðarhæft. Ljósmynd JIM. — Þaö lagaðist nú mikið, þeg- ar vegurinn var fluttur yfir, sagði Katrin. Umferöin er ekki eins ærandi að hafa hana baka til, þótt hún sé látlaus allan sólarhringinn. Hún sagðist hafa gert leigu- samning til tveggja ára við eiganda hússins og ætla aö sitja út samningstimann, sem rennur út um mánaðamótin september^-otkóber i haust. — Ég er vön að standa við mina samninga, sagði Katrin. Hélt að kviknað væri í — Eigandi þessa hluta vildi ekki selja fyrir það verö, sem honum var boðið af borginni, þegar hinn varð keyptur út, sagði Katrin. Ég held að honum hafi verið boðið fimm hundruð þúsund fyrir húsið. Hann græðir lika meira á þvi að leigja það svona út. Hún sagðist leigja út hæðina fyrir tuttugu þúsund á mánuði auk rafmagns og hita en annar leigjandi væri i risibúðinni. Bróðir eigandans hefði svo verkstæði i kjallaranum. Þegar austurendinn var rifinn skemmdist hitalögnin að sögn Katrinar. Oliukynding er i hús- inu og hitað er upp með blásara. Hefur kerfið verið i megnasta ólagi siðan þá. Hitinn hefur ver- ið af mjög skornum skammti og kostnaðarsamt að kynda. Ekki hefur henni tekist að fá þetta lagfært hjá eiganda. Það sem er alvarlegra ei að mengunin i húsinu er svo mikil að til verulegra óþæginda er stundum. — Ég vaknaði eitt sinn upp við það, að loftið var orðið svo þungt i ibúðinni, sagði Katrin, að ég hélt að kviknað væri i. Ég hringdi i lögregluna og bróður eigandans, en hann sér um hús- ið, þvi eigandinn býr i Kali- forniu, og tilkynnti þeim að ég heldi að kviknað væri i húsinu. Svo var þó ekki, heldur var kolsýringurinn svona mikill. Sagðist Katrinu svo frá að bróðirinn hefði brugðist þannig við, að finna að þvi að hún hafði samband við lögregluna, þvi þetta væri ekkert mál. Blásara- kerfið hefði aðeins litilsháttar bilað. Meira var ekki gert i þvi máli. Mengunin yfir heilbrigðismörkum Katrin sagði okkur þvi næst frá þvi að kona, sem leigði út risið til skamms tima hefði veikst og talið að menguninni væri um að kenna. Sagði hún að konan hefði fengið menn frá heilbrigðiseftirlitinu til að mæla mengunina. Hvað kom út úr þeirri mælingu vissi hún ekki nákvæmlega en hélt að hún hefði veriðyfir mörkunum. Mun læknirinn hafa ráðlagt konunni að flytja. — Ég ætla ekki að vera hérna deginum lengur en út samnings- timann, sagði Katrin. Ætli ég reyni ekki að fá mér leigt ein- hvers staðar annars staðar. Bætti hún þvi við að hún vonaði að þaö yrði ekki erfiðleikum bundið þótt hún væri orðin svona gömul, bráðum áttræð sagði hún. Gat á löggjöfinni Visir reyndi að afla sér upp- lýsinga um það hjá aðstoðar- borgarlækni, sem með málið fer, en hann var svo mjög upp- tekinn við eftirlit vegna verk- fallsins og þvi verður það að biða oetri tima. Kæmi það i ljós að bann væri á húsinu, það væri lýst óibúðar- hæft af heilbrigðiseftirlitinu, þá leyfir löggjöfin ekki að eiganda sé bannað að búa i húsinu. Jafn- vel má það ganga kaupum og sölum, ekkert sem bannar það. Annað er brot á eignarréttar- ákvæði stjórnarskrárinnar. Leigjandi sem þegar er kom- inn i húsið, má búa þar áfram samningstimabilið en þó má ekki framlengja það þegar hann er farinn út. — VS. Glögglega má hér sjá hversu nærri húsið stendur Breiðholtsbrautinni. Helmingur þessvarenda rifinn svo hægt væri að leggja brautina. Hvernig þætti þér lesandi góður aðbúa þarna? Ljósmynd JIM. brautorði samtali við Visi, þeg- ar við litum inn hjá henni einn daginn. Húsið sem hún býr i stendur fast við Breiðholts- brautina og á samkvæmt skipu- lagi að hverfa. Reyndar er helmingurinn þegar farinn, austurhlutinn var rifinn i fyrra þegar brautin var flutt norður fyrir húsið og i núverandi mynd. — Hérna getur ekki bú- ið nema taugasterkt fólk og útilokað að hafa börn í húsinu. Það er ekki nóg með að hávaðinn af um- ferðinni sé gífurlegur heldur er húsið svo gisið og hitablásarinn í ólagi og dregur svo mikið inn, að þótt ég ryksjúgi allt að kvöldi þá er allt orðið loð- ið að morgni. Það er ekki hægt að segja að húsið sé leigufært. Þannig fórust Katrinu Krist- jánsdóttur, Heiði við Breiöholts- Sálfrœðingar að lögum ,,Rétt til þess að kalla sig sálfræðinga hér á landi hafa þeir einir sem til þessa hafa fengið leyfi mennta- málaráðherra”, segir i frumvarpi til laga um sálfræðinga sem nýlega er búið að leggja fram á Alþingi. Astæður þess að frumvarp til laga um sálfræðinga var lagt fram eru skýrðar i greinar- gerðinni: Segir að starfi sálfræðinga fylgi mikil ábyrgð og geti þeir haft mikil áhrif á lif manna. Ennfremur að þrátt fyrir að þeir hafi verið ráðnir til starfa einkum fyrir menntastofnanir og heilbrigðisþjónustu hafi ekki verið sett lög um starfsemi þeirra og þvi hafi starfsheitið sálfræðingur ekki notið neinnar lögverndar. Þá hafi verið sett lög um félagsráðgjöf en segja megi að félagsráðgjöf og sál- fræðingsþörf séu mjög tengd. Sálfræðingar verða gæta tungu sinnar Ein greinin i lögunum um sálfræðinga fjallar um að sálfræðingi sé skylt að gæta þagmælsku um atriði sem hann fær vitneskju um i starfi sinu. Þagnarskylda nái einnig til samstarfsmanna sálfræðings þar á meðal fræðimanna sem fá aðgang að gögnum i visinda- legum tilgangi. Og svo fast er kveðið á um þagnarskyldu, að þó sál- fræðingur láti af störfum verður hann aö vera áfram þögull sem gröfin um atriði þau sem hann fær vitneskju um i starfi sinu. Hvar geta menn lært til sálfræðings? 1 lögunum er það skilgreint hvar menn geta lært sálarfræði til þess að fá leyfi til að nota starfsheitið sálfræðingur. Leyfi má aðeins veita mönn- um til aö kalla sig sálfræðinga, sem lokið hafa kandidatsprófi eða öðru hliðstæðu prófi i sálar- fræði eða sálfræðilegri upp- eldisfræði sem aðalgrein við há- skóla á Norðurlöndum eða sam- bærilegu prófi við aðra háskóla, hvort tveggja að fenginni um- sögn Sálfræðingafélags tslands. Þá segir i lögunum: „Heimilt er að veita þeim takmarkað eða timabundið leyfi samkvæmt 1. grein sem hafa aðra háskóla- menntun en hafa við sjálfstæðar sálfræðilegar eða uppeldis- fræðilegar rannsóknir eða hag- nýt störf sýnt að þekking þeirra er sambærileg við þá sem nefnd er i fyrstu málsgrein enda liggja fyrir meömæli Sálfræðinga- félags tslands.” Sálfræðingar spretta upp t greinargerð með lögunum kemur fram að nú stunda 100 manns nám i sálfræði við Há- skóla tslands i fjórum árgöng- um, sem þýða um 25 á ári. Að auki stunda nokkrir tugir islenskra stúdenta sálfræðinám við erlenda háskóla. t greinar- gerðinni segir og að gera megi ráð fyrir að um það bil helmingur þeirra sál- fræðistúdenta sem nú nema við Háskóla tslands fari til náms til útlanda. —EKG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.