Vísir - 01.03.1976, Síða 20

Vísir - 01.03.1976, Síða 20
-*>r g) Þin—r_____________________________________________-pommi_______________________________________-JOS 020 mmnozþ ncrrom T3—xi___________________________Z>nj>h 20 Mánudagur 1, inars 1976 vísm Þetta var semsé attökusveitin.Bogmenn,| hrópaöi Rambul, veriö viðbúnir. Spáin gildir f. Þriöjudag 2. mars W Hrúturinn 21. mars—20. aprfl: Leggðu ekki út i neina tvteýnu, þvi að stjörnurnar eru þér ekki hagstæðar. Ef þú ferð i leikhúsið i kvöld, reyndu þá að koma auga á persónulegan boðskap i leiknum. Nautiö 21. apríl—21. mai: Þú munt sigrast á gömlum ávana og lif þitt færast i eðlilegra horf. Finndu þér áhugamál, sem reynir á imyndunaraflið. Eitthvað lif mun færast i ástamálin. m Tviburarnir 22. mai—21. júni: Vinna verður bug á einhverjum misskilningi, eða vináttubönd kunna að vera i hættu. Ef þú vilt ekki verða af góðu tækifæri, skaltu ekki vera pennalatur. Krabbinn 21. júni—23. júlí: Ætlir þú i ferðalag, leggðu þá snemma af stað, þvi að tafir eru fyrirsjáanlegar. Forðastu þá, sem fara i taugarnar á þér, ann- ars skapast þrýstingur. Nt l.jóniö 24. júll—23. ágúst: Fjármál þin verða stöðugri ogþú munt komast að raun um, að þú hefur efni á einhverju, sem þú taldir þig ekki hafa. Láttu nú enga fljótfærni eftir þér. Meyjan 24. ágúst—23. sept.: Þiggðu vingjarnlegar ábendingar i kvöld. Láttu fjölskyldumálin sitja á hakanum, þar til þér gefst betra tóm til að hugsa. Ef til vill hefur einhver annar á réttu að standa, þrátt fyrir allt. Vogin 24. sept.—23. okt.: Settu sig i spor eldri manneskju, og reyndu að sjá sjálfan þig út frá hennar sjónarmiði. Strax og þú byrjar á tómstundagamni þinu, ætti allur dapurleiki að hverfa eins og dögg fyrir sólu. Drekinn 24. okt.—22. nóv.: Nú er timi til samvinnu. Einhver er einmana, og vill taka þátt i félagslifi þinu. Fáðu hann með, það mun borga sig. Kogmaöurinn 23. nóv.—21. des.: Láttu ekki blanda þér i deilur um mikilvæg málefni i dag, þvi að sumir eru uppstökkir. Þér berst óvænt gjöf, en vafi leikur á um gefandann. & Steingeitin 22. des.—20. jan.: Nú er stundin runnin upp, og þú verður að taka mikilvæga ákvörðun um líf .þitt. Gefðu þér tóm til að hugsa málin i ró og næði i kvöld. Ráðleggingar annarra kunna ekki alltaf að koma að gagni. Vatnsberinn 21. jan.— 1». febr.: Hvað félagslifið varðar, er best að hafa sig ekkert i frammi, eða ný skyldustörf kynnu að hlaðast á þig. Þér berst væntanlega bréf með góðum fréttum. Fiskarnir _________ 20. febr.—20. mars: Einhver þér nærkominn mun að öllum likindum biðja þig um f jár- hagsaðstoð, þ.e. slá þig um lán. Þú hefur verið að reyna að afla þér stuðings við nýtt viðfangsefni, en óvist er um, hvort þú færð

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.