Vísir - 01.03.1976, Blaðsíða 14

Vísir - 01.03.1976, Blaðsíða 14
14 f Peter Barncs stekkur yfir Mike Mahoney markvörð Ncwcastle eftir að hafa skorað fyrsta mark Manchester City i úrslitaleiknum i ensku deiidarkeppninni á Wembley leikvanginum á laugardaginn. Leikmenn Newcastie eru i röndótta búningnum, Pat Howard (6), Glen Keeler (5) og Tommy Graig (11). Liggjandi er Joe Royl (9) Manchester City. Dómarinn Jack Taylor er vel staðsettur og sér greinilega hvað fram fer. Sóknarleikurinn var í fyrirrúmi á Wembley! Manchester City sigraði New’- castle United i úrslitaleik enska deildarbikarsins á Wembley leikvanginum i London á laug- ardaginn með tvcimur mörkum gegn einu — i skemmtilegum leik —þar sem sóknarleikurinn var i fyrirrúmi. Sigurmark Manchester skoraði Dennis Tueart með hjólhestaspyrnu á fyrstu minútunum í siöari hálf- leik. Baráttan um Englandsmeist- aratitilinn er enn i algleymingi og nú eru þrjú lið efst og jöfn I 1. deild, Liverpool, QPR og Man- chester United með 43 stig, Derby er með 42 stig og Leeds er enn meö í baráttunni, er með 38 stig — en hefur leikið tveim leikjum minna en hin liðin. Staða neðstu liðanna er ó- breytt, en Arsenal tryggði stöðu sina verulega með óvæntum sigri I Middlesbrough. Newcastle með fjóra leik- menn nýrisna uppúr innflú- ensku sótti meira fyrstu minút- urnarileiknumgegn Machester City, Malcolm MacDonald átti fyrsta hættulega markskotið, en markvörður City, Joe Corrigan varöi i' horn — og Alan Gowling var nálægt aö skora með skalla. En á 9. minútu náöi Man- chester forystunni. Þá tók Ger- ard Keegan aukaspyrnu, sendi fyrir mark Newcastle — Joe Royl skallaði boltann aftur fyrir sig til Peter Barnes — og hann skoraðiörugglega af stuttu færi. Skömmu siöar skapaði Keegan mikla hættu með hraða sinum, en fyrirliði Newcastle, Tommy Graig afstýröi hættunnimeð þvi að stöva boltann með höndun- um. Newcastle jafnaði metin á 34. minútu, þá fékk MacDonald sendingu frá Tommy Cassidy út á hægri vænginn, lék upp og sendi góðan bolta fyrir markið á Aian Gowling sem skoraði Dennis Tueart átti siðan gott marktækifæri á siöustu minút- um fyrri hálfleiks, en hann hitti illa af stuttu færi — boltinn hrökk i markvörð Newcastle, Mike Mahony — og út aftur. Tueart skoraði svo þegar á fyrstu minútunni i siðari hálf- leik, litil hætta virtist yfirvof- andi þegar Asa Hartford skall- aði boltann til Teart, en skyndi- lega kastaði hann sér afturábak og spyrnti boltanum með hjól- hestaspyrnu i mark Newcastle. Ekki voru fleiri mörk skoruð þráttfyrirtækifæriá báða bóga, Tommy Graig og Mick Burns voru nálægt að skora fyrir New- castle og Tommy Booth skallaði framhjá úr dauðafæri — eftir að Tueart hafði leikiö laglega á Irvin Nattrass. Þetta er i annað sinn sem Manchester City sigrar i deild- arbikarkeppninni og hefur að- eins eitt lið unniö þessa keppni tvisvar áður. — Tottenham 1971 og 1973. Framkvæmdastjóri Manchester City er Tony Book. Hann geröist ekki atvinnumað- ur fyrr en hann var orðinn þri- tugur, þá með Manchester og leiddi liðið m.a. til sigurs i 1. deildarkeppninni 1968, bikar- keppninni 1969 og i deildarbik- arkeppninni 1970. Liðin voru þannig skipuð: Manchester City: Joe Corrig- han, Gerard Keegan, Willie Donachie, Mick Doyle, Dave Watson, Alan Oakes, Peter Barnes, Tommy Booth, Joe Royl , Asa Hartford, Dennis Tueart. Newcastle:Mike Mahoney, Irv- ing Nattrass, Alan Kennedy, Stewart Barrowclough, Glen Keeley, Pat Howard, Mick Burns, Tom Cassidy, Malcolm MacDonald, Alan Gowling, Tommy Graig. Leikinn dæmdi Jack Taylor frá Wolverhampton, sá sami og dæmdi úrslitaleikinn i heims- meistarakeppninni i Vest- ur-Þýskalandi. Ahorfendur á Wembley voru 100 þúsund. En þá eru það úrslit leikjanna á laugardaginn: Deildarbikarinn úrslit: ManchesterCity-Newcastle 2:1 1. deild. Birmingham -Norwich 1:1 Burnley-Aston Villa 2:2 Coventry-Leeds 0:1 Derby-Liverpool 1:1 Everton-Wolves 3:0 ManchesterUtd.-WestHam 4:0 Middlesboro-Arsenal 0:1 Sheff.Utd.-QPR 0:0 Tottenham-Leicester 1:1 2. deild Bolton-Hull 1:0 BristolR.-Blackpool 1:1 Chelsea -Blac kburn 3:1 Luton-Sunderland 2:0 Notth.For.-Oldham 4:3 Orient-Fulham 2:0 Oxford-Plymouth 2:2 Portsmouth-Notts C. 1:3 WBA-Bristol C. frestað York-Southampton 2:1 Leikmenn Manchester United voru i miklum ham I siðari hálf- leik gegn West Ham, ekkert mark var skorað i fyrri hálfleik, en á 49. minútu fann Alex For- syth leiðina framhjá Mevin Day i marki West Ham — og eftir það var ekki aftur snúið. Tveim minútum siðar bætti Gerry Daly ööru markinu við, David Mc- Creery skoraði þriðja markiö eftir góðan undirbúning Stuart Persons — og fjórða markið skoraði svo Person tveimur minútum fyrir leikslok. Ahorf- endur 57.240. Charlie George náöi foryst- unni fyrir Derby gegn Liverpool með marki úr vitaspyrnu, eftir að Emilyn Hughes haföi fellt Arcliie Gemmill innan vitateigs. Þetta var 22. mark George á keppnistimabilinu og þar af hefur hann skorað sex úr vita- spyrnum. En þremur minútum fyrir leikslok tókst Ray Kennedy aö jafna fyrir Liverpool, hann fékk þá stungubolta frá Steve Heigh- way, lék á Roy McFarland og skoraði framhjá Graham Mose- ley markverði Derby, sem kom engum vörnum við. — Áhorf- endur 32.800. Með sigri i Sheffield hefði QPR tekiö forystuna i 1. deild, en leikmenn liösins voru ekki á skotskónúm þrátt fyrir mýmörg marktækifæri. Þeir fengu t.d. sjö hornspyrnur á sjö minútum I fyrri hálfleik og hittu stengurn- ar tvivegis. Don Masson kórón- aði svo allt, þegar hann lék á markvörð Sheffield, Jim Brown, en missti siðan boltann aftur fyrir þegar tómt markið blasti við. Leeds er enn meö i baráttunni um meistaratitilinn eftir mikinn heppnissigur i Coventry. Eina mark leiksins skoraði Frank Gray i siöari hálfleik. Billy Bremner og Joe Jordan léku ekki með Leeds sem var ekki svipur hjá sjón og verða leik- menn liðsins að taka sig alvar- lega á ef þeir ætla ekki að missa af lestinni. Ahorfendur á High- field voru 25.563 — Arsenal vann mikilvægan sig- ur i Middlesbrough og þokaði sér þar með burtu af hættu- svæðinu. Mark Arsenal skoraði John Radford. Þetta er annar leikurinn sem Middlesbrough — Þegar Manchester City sigraði Newcastle í úrslitaleiknum í ensku deildarbikarkeppninni í œsispennandi leik tapar á heimavelli á keppnis- timabilinu. Ahorfendur: 20.000. Úlfarnir steinlágu I Liverpool gegn Everton og voru öll mörk Everton skoruö á fjórum minút- um i fyrri hálfleik. George Tel- fer skoraði það fyrsta á 28. min- útu, Brian Hamilton skoraði annað markiö og Telfer bætti svo þvi þriðja við með skalla sem Phil Parkes i marki Clf- anna varði — en hélt ekki. Áhorfendur 21.827. Ray Graydon náði forystunni fyrir Aston Villa i leiknum gegn Burnley með „þrumufleyg” beint úr aukaspyrnu um miðjan fyrri hálfleik — og átti allan heiðurinn af marki Andy Gray þrem minútum siðar. Bryan Flynn jafnaöi svo fyrir Burnley með tveim mörkum — það fyrra með „þrumufleyg” á siðustu mínútunni I fyrrihálfleik og svo strax i upphafi siðari hálfleiks. Ahorfendur 17.123. Trevor Francis skoraði fyrir Birmingham úr vitaspyrnu eftir að hafa verið felldur innan víta- teigs I leiknum gegn Norwich, en Martin Peters jafnaði fyrir Norwich — skoraði beint úr aukaspyrnu. Ahorfendur 22.359. Tottenham náði forystunni i leiknum gegn Leicester með marki Martin Chivers i fyrri hálfleik, en Steve Kember jafn- aði fyrir Leicester i siðari hálf- leik. Bolton hefur nú forustuna i 2. deild eftir mikilvægan sigur gegn Hull. Mark Bolton skoraði Peter Thompson. Sunderland tapaði dýrmætum stigum i Luton og var litt sannfærandi. Moncur skoraði sjálfsmark i upphafi siöari hálfleiks og Ron Futcher gulltry ggði sigur Luton i leiknum skömmu siðar eftir sendingu frá Husband. Chelsea vann öruggan sigur gegn Black- burn á Stamford Bridge — mörk Chelsea skoruðu Wilkings tvö og Finnestone. Southampton tap- aði óvænt i York — Cave náöi forystunni fyrir York, en Channon jafnaöi fyrir „Dýrling- ana”. Sigurmark'York skoraði svo Hinch úr vitaspyrnu. Nottingham Forest vann Old- ham í hörkuleik, Bultin, O’Neil tvö og Curran úr viti skoruðu fyrir Forest, en Shaw, Bell og Hicks skoruöu mörk Oldham. Flestir voru áhorfendurnir á leik Bolton og Hull — 21.781, en I York voru þeir aðeins 3.767. I 3. deild er Hereford efst með 45 stig og þrjú liö Brighton, Crystal Palace og Shrewsbury koma þar á eftir með 39 stig. Staðan er nú þessi: 1. deild Liverpool QPR Man.Utd. Derby Leeds Middlesb. Man.City Everton West Ham Ipswich Leicester Tottenham Coventry Newcastle Stoke Arsenal Aston Villa Norwich Birmingh. Burnley Wolves Sheff.Utd. 2. deild Bolton Bristol C Sunderland NottsC. Southamp. WBA Luton Oldham Nott. For. Fulham Chelsea Bristol R Plymouth Charlton Blackpool Carlisle Orient Hull Blackburn Oxford Portsm. York 32 15 13 4 49:25 43 33 16 11 6 47:25 43 32 17 9 6 51:29 43 32 17 8 7 52:41 42 30 16 6 8 47:31 38 32 12 10 10 35:29 34 30 12 9 9 47:28 33 31 11 11 9 48:53 33 32 13 7 12 40:48 33 30 10 12 8 37:32 32 32 8 15 9 34:42 31 32 814 10 42:50 30 32 10 10 12 34:41 30 29 11 7 11 53:42 29 29 11 7 11 35:36 29 32 11 7 14 35:38 29 32 9 11 12 39:45 29 30 10 812 44:46 28 31 9 517 42:58 23 33 7 9 17 37:52 23 32 7 8 17 34:53 22 32 2 9 21 22:60 13 29 16 8 5 48:27 40 31 15 10 6 46:26 40 30 17 5 8 47:29 39 31 16 7 8 46:29 39 31 16 5 9 54:36 37 30 13 10 7 33:27 36 31 14 7 10 44:36 35 32 12 9 11 47:50 33 31 11 9 11 40:33 31 31 11 9 11 40:36 31 32 11 9 12 41:42 31 31 9 13 9 29:33 31 33 11 8 14 43:44 30 30 12 6 12 45:53 30 31 10 10 11 30:36 30 32 10 10 12 36:45 30 29 10 9 20 26:27 29 32 11 6 15 33:39 28 31 7 12 12 29:38 26 31 5 11 15 29:45 21 32 6 6 20 23:47 18 32 6 5 21 26:57 17 —BB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.