Vísir - 06.03.1976, Blaðsíða 1

Vísir - 06.03.1976, Blaðsíða 1
HRAÐBÁTAR! Rlkisstjórnin mun um eða eftir helgina fara þess á leit við bandarikjastjórn að fá til land- helgisgæslustarfa, fallbyssubát af Asheville gerð, sem gengur fjörutiu sjómllur. Rikisstjórnin vísar til viðauka frá 1974, við varnarsamninginn, þar sem kveður á um nánari samvinnu I sambandi við landhelgisgæslu. Bandarikin eiga sautján fall- byssubáta af Asheville gerð. 1 greinargerð um athugun á æskilegum ráðstöfunum til eflingar Landhelgisgæslunnar, segir að einkum sé hafður augastaður á skipi af Asheville gerð og rússneskri korvettu af Mirka gerð. Asheville skipin eru knúin gastrúbinu, til hraðsiglinga, en disilvélum til siglingar upp að allt að 16 sjómilna hraða. 1 bandarfsku útgáfunni eru skipin vopnuð einni sjötlu og sex millimetra, sjálfvirkri fallbyssu og að auki 40 mm. fallbyssu og 50 cal. vélbyssu. Stærstu fall- stykki Gæslunnar i dag eru eins skota afturhlæður úr Búastrið- inu, 57 mm að hlaupvidd. — ÓT. Það má mikið vera ef einhverjir komast ekki í andlega og trúarlega stemn- ingu þegar þeir líta þessa mynd af Kópavogskirkju. Hvernig væri nú að dusta rykið af sparifötunum og bregða sér með f jölskyldunni í kirkju um helgina. Að þessum orðum lesnum skulið þið nú f letta upp á síðu 17 og athuga hvenær er messað í kirkjunni ykkar. I blaðinu i dag er einnig kirkjusíða, sem ágætt er að lesa yf ir áður en farið er til þess að fá rétta hugarfarið. —VS/Ljósmynd Einar. Baldur í olíustríði Breska varnarmálaráðuneytið sendi I gær frá sér skammir vegna atferlis varðskipsins Baldurs. Segir ráðuneytið að þegar bresk freigáta var að taka oliu eftir leiðslu frá birgðaskipi I gær, hafi Baldur siglt framfyrir skipin, og stöðvað í 1600 m fjarlægð. Bresku skipin voru á fullri ferð, og þvi eina ráðið að hætta, ann- ars hefði leiðslan lent á Baldri, segir ráðuneytið. —ÓH 10 upp 1 ijoruuu sjomuur. ivæi sverar kanónur eru um borð, auk vélbyssu. Ýmis stjórnmála- leg vandkvæði eru jafnan háð vopnasöium. A mánudag birti Visir skrá yfir og myndir af fjölda báta sem gætu komið til greina við gæslustörf, a.m.k. frá tæknilegu sjónarmiði. —ÓT asneviue SHipm eru tonn, 164 fet á Iengd. Með tveim dlsel- vélum sem eru 1450 hestöfl, ná þau allt að 16 sjómilna hraða. Það er ágætur hraði fyrir venju- lega eftirlitssiglingu. Ef hins vegar menn þurfa að flýta sér, ræsa þeir 13.300 hest- afla gastúrbinu, sem flytur fley- Flugleiðir hafa ekki hugleitt leiguflugfélag — Það hefur aldrei komið til umræðu að Flugleiðir stofnuðu sérstakt leiguflugfélag, eða ættu aðiid að stofnun sliks fyrirtækis, sagði Sigurður Helgason, for- stjóri Flugleiða, við Vísi i gær. Agnar Kofoed-Hansen, flug- málastjóri, segir í viðtali við Morgunblaðiði'gæraðhann telji nauðsynlegt að hér sé starfandi leiguflugfélag, sem helgi sig sérstökum markaði. Á hann þar við farþega sem alls ekki færu með reglubundnu áætlunar- flugi, og héldu sig yfirleitt við sólarlandaferðir. Agnar telur nauðsynlegt að einhver aðilikomi istaðinn fyrir Air Viking, og eðlilegt að sh'kt félag yrði stofnað i samvinnu við Flugleiðir. Flugleiðir ættu t.d. einn þriðja i félaginu, en einhverjir aðrir sterkir .aðilar, svo sem ASl eöa BSRB, ættu það sem eftir væri. Flugmálastjóri bendir á að þess séu mörg dæmi að stór áætlunarflugfélög, reki einnig sérstök félög sem annist leigu- flugferðir. — Við höfum verið meö leigu- flug i verulegum mæli jafn- framt áætlunarfluginu, sagði Sigurður Helgason við Visi. En það hefur enn ekki verið rætt um hugsanlega stofnun sérstaks leiguflugfélags. — ÓT. Þagnar tónlistin í ríkisútvarpinu? Kvikmyndagerðarmenn fó stuðn ing annarra listamanna Öll félögin innan Bandalags islenskra listamanna hafa tekið þá afstöðu að standa fast með kvikmyndagerðarmönnum I deilu þeirra við rikisútvarpið. Einníg hefur Rithöfundasa m- band islands lýst stuðningi sin- um við þá. Að sögn kvikmyndagerðar- manna stendur deilan urr það, að sjónvarpið vill halda öllum rétti yfir kvikmyndunum fyrir sig, i þekktum sem óþekktum formum dreifingar, en félag kvikmyndagerðarmanna vill aðeins semja um sjónvarpsrétt- inn, en ekki láta höfundarrétt- inn af hendi. Stjórn BIL hyggst beita öllum tiltækum ráðum til að kvik- myndagerðarmenn fái kröfu sinni um höfundarétt fram- gengt, og telur að um lif eða dauða heillar listgreinar sé að tefla. Auk þess telur stjórnin þarna vera á ferðinni prófmál. þar sem málið nái út fyrir félag kvikmyndagerðarmanna til allra þeirra listamanna, sem vinna fyrir rikisútvarpið. Meðal þeirra aðgerða, sem komið getur til greina að gripið verði til, er að Norðurlanda- samband kvikmyndagerðar- manna er reiðubúið til að banna sýningar á kvikmyndum sinum i islenska sjónvarpinu. Auk þess bendir allt til þess, að hægt verði að stöðva allan flutning tónlistar i rikisútvarpinu i gegn- um Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, sem nær yfir alla Vestur-Evrópu. Þá er einnig talið hugsanlegt, að fastráðnir kvikmynda- gerðarmenn sjónvarpsins taki sér til fyrirmyndar starfs- bræður sina hjá bresku sjónvarpsstöðinni BBC, þegar þeirgriputil þess ráðs á dögun- um að draga úr vinnuhraðan- um. — S J.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.