Vísir - 06.03.1976, Blaðsíða 24

Vísir - 06.03.1976, Blaðsíða 24
Goodman spilar hér 12. júní nk. Búinn að undirrita samninginn Samning- um á Snœ- fellsnesi ólokið Enn hafa ekki tekist samningar við verkalýðs- og sjómannafélögin á Snæ- fellsnesi. Félogin hafa þó frestað verkfalli og er vinna á sjó og landi í full- um gangi/ en urgur í mönn- um vegna óvissunnar í kjaramálunum. Sjómennirnir felldu á þriðju- daginn rammasamninga Sjó- mannasambandsins og Lands- sambands islenskra útvegs- manna með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða. Hefur komið i ljós á fundum þar vestra, að menn skilja ekki fyllilega hina flóknu samninga. Fulltrúar sjómanna á Snæfells- nesi gerðu siöan sérsamninga viö útvegsmenn, en þeir voru einnig felldir i atkvæðagreiðslu félags- manna, naumlega þó. Er nú ver- iö að reyna að koma saman nýj- um sérsamningum og er talið lik- legt, að til atkvæöagreiðslu um þá geti komið um helgina. Landverkamennirnir hafa enn ekki greitt atkvæði um samning- ana, en þeir eru einnig að reyna aö ná sérsamningum við vinnu- veitendur. Mikil óánægja er meö samning- ana og eru uppi um það sterkar raddir meðal verkamanna á Nes- inu, að þar eigi að vera verka- mannasamband, sem sjálft ráði sinum málum að miklu leyti og lita i þvi sambandi til verkalýðs- félaga á Vestfjörðum, sem hafa með sér sterkt og tiltölulega sjálf- stætt samband. —SJ „Samningurinn undirritaður af Benny Goodman barst okkur i hendur i gær og mun Goodman spila í Laugardalshöllinni 12. júni,” sagði Hrafn Gunnlaugs- son, framkvæmdastjóri Lista- hátiðar, þegar viö inntum hann frétta af væntanlegri komu hins heimsfræga jassleikara Benny Goodman hingað til lands eins og sagt var frá i Visi. „Benny Goodman kemur hingað til lands með sextett þann sem var með honum er þeir léku fyrir troðfullu Carnegie Hall. Við greiöum honum og sextett hans lægra verð fyrir hljóm- leikahaldið en þeir taka i Ameriku hvað þá þegar þeir fara til annarra landa.” Hrafn sagði að það hefði lengi staðið til að Benny Goodman kæmi hingað i sumarfri sinu og heimsækti ísland, og renndi i lax með Ingimundi Sigfússyni i Heklu. Ingimundur hefur lengi verið i tengslum við fjölskyldu Good- mans. Það var fyrir tilstuðlan Ingimundar að framkvæmda- stjórn Listahátiðar komst i samband við hann. Endahnútinn rak siðan Knút- ur Hallsson, formaður fram- kvæmdastjórnar Listahátiðar, sem hitti Benny Goodman i New York eftir jólin og átti við hann samtal um Listahátið. —EKG Borgarstjórn and- víg bensínstöðinni Hœttulaus fyrir Gvendarbrunna, seglr forstjóri Olíuverslunar Gamalt hitamál, bygging brnsinstöðvar við Hóimsá, lilaut afgreiðslu i borgarstjórn á fimmtudag. Samþvkkt var að borgarstjórn legöi til að Oliu- verslun islands yröi synjað um leyfi fyrir byggingu bensín- stöövar þarna. Nokkrar tillögur komu fram á borgarstjórnarfundinum. Hin fyrsta frá Albert Guðmunds- syni, sem fór fram á frestun af- greiðslu meðan hlutlausir vis- indamenn athuguðu gögn i mál- inu. En eins og kunnugt er hefur verið látinn i ljós ótti við að umrædd bensinstöð kynni að menga neysluvatn reykvikinga i Gvendarbrunnum. önnur tillaga var frá Björg- vini Guðmundssyni, sem einnig kvað á um frestun ákvörðunar. Báðar voru þessar tillögur felld- ar og bar þá Albert upp aðra til- lögu. Hljóðaði hún upp á að af- greiðsla borgarstjórnar byggð- ist á umsögn vatnsveitustjóra og að mælt yrði með leyfisveit- ingu fyrir stöðinni. Þessi tillaga var einnig felld. Hér eftir er því endanleg ákvörðun i höndum heilbrigðis- ráðherra. Eigum rétt á skaöabótum Visir hafði samband við ön- und Asgeirsson, forstjóra Oliu- verslunarinnar, eftir afgreiðslu borgarstjórnar á málinu: „Allar rannsóknir sem gerðar hafa verið þarna efra, hafa sýnt að bygging stöðvarinnar er hættulaus fyrir Gvendarbrunna, enda er fyrirhuguð staðsetning hennar töluvert langt frá þeim. Hins vegar er það yfirvald- anna að taka ákvarðanir i þessu máli, en við höfum fulla heimild fyrir byggingunni frá bygging- arnefnd Mosfellshrepps. Við eigum þvi rétt á skaðabótum ef endanleg ákvörðun verður okk- ur i óhag. Hins vegar hafa ekki verið, og verða ekki teknar að sinni, neinar ákvarðanir af okkar hálfuum þetta mál,” sagði Ön- undur Ásgeirsson. EKG/EB Þota frá Air Viking fer f dag (laugardag) til Kanarfeyja með um 170 manna hóp Sunnufarþega. Skiptaráðendur flugfélagsins leit- uðu til Flugleiða um flutninga á fólkinu, og fengu þar boðna þotu af gerðinni DC-8, en á endanum var ákveðið að Boeing vél Air Viking flytti farþegana. Skiptaráðendur voru áður búnir að segja að Sunna gæti fengið vél Air Viking til flutninganna, ef ferðin yrði greidd fyrirfram. Eitt- hvað óttuðust menn að þotan ætti kannski ekki afturkvæmt vegna skulda Air Viking erlendis og var þvi leitað til Flugleiða. Boeing 727 þotur flugleiða eru of litlar fyrir þennan hóp og var þá boðin DC-8 þota. Þær eru hins- vegar i stærra lagi, auð sæti hefðu veriðum áttatiu. Þá mun við nán- ari könnun hafa komið i ljós að ekki væri hætta á kyrrsetningu á Kanarieyjum og þvi fer Air Vik- ing þotan. Umfangsmiklar samningavið- ræður standa nú yfir við ýmsa aðila vegna þrotabús Air Viking og ótrúlegustu lausnir i þvi sam- bandi. Nánar verður frá þvi máli skýrt eftir helgina. —óT. Arkitektarnir Ormar Þór og örnóifur Hall, og samstarfsmaður þeirra, Valdis Bjarnadóttir, virða fyrir sér lfkanið af félagsheimil- inu. MyndJim Fyrsta almenna féíagsheimilið í Rvík rís í Arbœ Ný félagsmiöstöö fyrir Árbæjarhverfi var kynnt á almennum fundi í hverfinu i gærkvöldi. Að sögn Hinriks Bjarnason- ar, framkvæmdastjóra Æskulýösráðs Reykjavík- ur, er þetta í fyrsta skipti sem reist er almennt fé- lagsheimili í Reykjavík. Hinrik sagði að eftir að hugmyndin um félags- miðstöð i Árbæjarhverfi hefi verið afgreidd hjá borgarráði- hefði verið haldinn fundur með for- svarsmönnum félaga- samtaka í hverf inu. Síðan hefði verið hugmyndin að halda fund með íbúum Árbæjarhverfis og kynna þeim hugmyndirnar og var sá fúndur í gær- kvöldi. Teikningar að félags- miðstöðinni verða tilbún- ar til útboðs í vor. Á f jár- hagsáætlun Reykjavíkur- borgar, sem enn hefur ekki verið samþykkt, er gert ráð fyrir að veita 20 milljónum til félagsmið- stöðvarinnar. Gólff lötur hennar verð- ur um 800 ferm auk óráð- stafaðs rýmis í kjallara. — EKG Til stóð að skera nið- ur til Breiðdalslínu — sagði rofveitustjóri Mjólkurórvirkjunar — Það stóð til að skera niður fjár- magn til byggingar aðalflutningslinu frá M jólkárvirk jun i Brciðadal og l'leiri verka, sagði Aage Steinsson, rafveitu- stjóri við Mjólkár- virkjun i samtali við Visi. — Allt stendur þó við það sama ennþá, bætti hann við, og ég hef ekki enn fundið þann aðila, sem hef- ur vald til þeirrar á- kvarðanatöku. Hann kvaðst hafa átt fundi með þing- mönnum Vestfjarða og væntanlega yrðu þessi mál rædd i rikisstjórn. — Málin verða nú rædd og hjólin fara væntanlega að snú- ast, sagði hann að lokum. Ég bið róleg- ur eftir þvi hér fyrir sunnan að eitthvað komi út úr þessu. —vs

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.