Vísir - 06.03.1976, Blaðsíða 7

Vísir - 06.03.1976, Blaðsíða 7
7 Beðið við réttarsalinn vegna Hearst-málaferla Glíma við skógarbjörn Hvi skyldi nokkurn langa til þess að glima við skógarbjörn, og það meira að segja alaskabjörn. — „Bara vegna skemmtunarinnar,” segir tamningamaður bjarnarins, George Allen. Björninn heitir Viktor, er 321 kg að þyngd og hefur ekki tapað einni giimu af þeim tiu þúsund, sem hann hefur tekið þátt i. — Hér sést hann takast á við Jim Coreas frá New Jersev. Henni er ætlað að fljúga með þá upp i 21,000 feta hæð i fyrstu ferðinni. A myndinni eru talið frá vinstri: Fred Haise, jr. og Charles Gordon Fullerton, sem verða i fyrstu skutlunni, en hinir tveir, H. Eagle og Richard H. Truly verða varamenn. Einn stærsti gitarframleiðandi heims er fyrirtækið Harmony Co. Yfirmaður tilraunadeildar þess, Ed Wozniak, sést hér handleika grip, sem sennilega verður að teljast stærsti gítar heims. Hann er greinilega ekkert barnameðfæri, vegur ein 40 kiló og slagar hátt i tvær mannhæðir að lengd. Gitarinn var einskonar prófsmiði fyrir starfsmenn tilraunadeildar, en ekki ætlaður til fjöldaframleiðslu. Nýr Volvo ó markaðinn Volvo-fjölskyldunni hefur bæst nýr meðlimur, sem sést hér á myndinni til hægri. Þessi nýja gerð heitir Volvo 343DL, og er eins og sjá má með nokkuð öðruvisi útliti en hinir volvo-arnir. Hann er knú- inn 70 hestafla fjögurra strokka Renault-vél. NÆSTU GEIMFARAR Það hefur verið stöðugur straumur fólks til réttarsalarins i San Francisco, þar sem málaferl- in gegn Patty Hearst fara fram. Eins og mönnum er kunnugt svarar milljóneradóttirin til saka fyrir aö hafa snúist I lið með ræningjum sfnum Symbiones- iska frelsishernum. (SLA) og m.a. tekið með þeim þátt i bankaráni. Falin ljósmyndavél i bankan- um tók af Patty fræga mynd, sem birst hefur siðan i velflestum blöðum heims. Einhver gárungi, sem leiddist að standa i biðröðinni við réttar- salinn, hafði meðsér þetta spjald, sem sést hér á myndinni t.h. A þvi var gat, sem hver og einn gat stungiö höfðinu inn i og brugðið sér þar i geryi byltingarstúlkunn- ar Taniu.eins og Patty kallaðist, eftir að hún snerist á sveif með SLA. Eins og myndin sýnir spjaldiö mikla lukku. A fundinum létu þeir i Ijósi, aö þeir treystu þvi fullkomlega, að „skutlan" muni flytja þá heila á húfi aftur tii jarðar, að lokinni geimförinni, sem er áætluö ein- hvern tima á miðju ári 1977. — Fjórir næstu geimfarar bandarikjamanna, sem fljúga skulu „skutlunni” svonefndu, sjást hér á blaðamannafundi haida á lofti likönum af geim- farartækjum framtiðarinnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.