Vísir - 06.03.1976, Blaðsíða 8

Vísir - 06.03.1976, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davib Guömundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson Fréttastjóri erl. frétta: Guömundur Pétursson ' Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Síöumúia 14. simi 86611. 7 linur Askriftargjaid 800 kr. á mánuöi innanlands. t lausasögu 40 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Að hafa tungur tvær Vinstri stjórnin hafði ekki setið við völd um langa hrið, þegar i ljós kom að vafasamt gat verið að draga ályktanir um stjórnarstefnuna af yfirlýsing- um ráðherranna. Stjórnarflokkarnir voru þrir og ráðherrarnir túlkuðu i samræmi við það þrenns konar stjórnarstefnu. Á þeim tima var fundið upp það sem kallað hefur verið persónuleg yfirlýsing ráðherra. I skjóli þess- ara persónulegu yfirlýsinga gátu ráðherrarnir sagt hvaðeina sem þeim flaug i hug á Alþingi, i blöðum og á erlendum þingum, án þess að menn hefðu heimild til þess að lita á það sem stjómarstefnu. Úr þessu varð hinn mesti hrærigrautur eins og menn rekur minni til. Þegar núverandi rikisstjórn tók við völdum varð veruleg breyting á i þessum efnum. Hér i blaðinu var það gert að umtalsefni um siðastliðin áramót, að samstarf Framsóknarflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins hefði verið með allt öðr- um hætti en fyrrum, þegar þessir flokkar sátu sam- an i rikisstjórn. Siðustu vikur hefur hins vegar örlað á þvi, að ráð- herrar þessarar rikisstjórnar tækju upp þann vinstri stjórnarsið að tala tungum tveim með per- sónulegum yfirlýsingum. Hér eru alvarleg teikn á lofti, þvi að starfsvenjur vinstri stjórnarinnar eru sannast sagna ekki til eftirbreytni. Forsætisráðherra hefur ákveðið lýst yfir þvi að islendingar eigi ekki að láta breta þrýsta sér út úr Atlantshafsbandalaginu. Bretum einum væri greiði gerður með þvi. Utanrikisráðherra hefur hins vegar lýst yfir þvi bæði hér heima og erlendis, að við yrð- um að athuga, hvort við ættum yfirleitt að vera i Atlantshafsbandalaginu eða hafa hér varnarlið. Utanrikisráðherra hefur þó tekið fram, að hann tali ekki i nafni rikisstjórnarinnar, þegar hann tali á þennan veg. í þessu sambandi er þó á það að lita, að erlendis er litið svo á, að ráðherrar gefi út pólitiskar yfirlýsingar fyrir hönd rikisstjórna sinna en ekki sjálfra sin. Þó að menn taki ekki svokallaðar per- sónulegar yfirlýsingar ráðherra alvarlega hér heima, er það gert erlendis. Meðan við eigum i svo alvarlegum deilum, sem raun ber vitni um, er nauðsynlegt, að ráðherrarnir hætti að tala tungum tveim. Það er lágmarkskrafa, að þeir fylgi markaðri stjórnarstefnu bæði i orði og á borði. Gagnstæðar yfirlýsingar ráðherra á erlend- um vettvangi geta ekki annað en veikt okkur i þeirri hörðu baráttu, sem við stöndum nú i. Vafasöm vinnubrögð Rikisstjórnin hefur að undanförnu unnið að breyt- ingum á fyrirkomulagi námslána. Námslánakerfið var algjörlega gengið sér til húðar. Full þörf var á að stokka það upp. Á hinn bóginn hefur dregist úr hömlu að koma þessum breytingum fram. Þegar ljóst var að i óefni var komið ákvað rikis- stjórnin að gefa námsmönnum kost á lánum nú i vetur með þvi að gangast undir skuldbindingu um endurgreiðslu samkvæmt kjörum, sem siðar yrðu ákveðin. Stjórnarandstaðan hefur réttilega gagn- rýnt þessi vinnubrögð. Þau eru sannast sagna i meira lagi vafasöm. Laugardagur 6. marz 1976 vtsm Umsjón: Guðmundur Pétursson ) Ronald Reagan, kona hans Nancy og sonurinn Ron á kosningafundi fyrir forkosn- ingarnar í New Hampshire, þar sem Ford fór með nauman sigur af hólmi. Ronald Reagan, sem veitir Gerald Ford haröa keppni um útnefningu repiiblikanaflokks- ins til framboös i forseta- kosningunum, veittist i fyrra- dag harkalega aö Ford forseta og uta nríkisr áöherra hans, Iienry Kissinger. Sakaöi hann þá um að leiða Bandarikin i átt til „kirkju- garðsfriðar”. — Hefur rikis- stjórinn fyrrverandi ekki áður kveöiö jafn sterkt aö oröi i kosningabaráttunni við Ford. Kvaöst Reagan hafa miklar áhyggjur af „detente” — stefnu þeirra Fords og Kissingers. — „Undir stjórn þeirra hafa Bandarikin lent i ööru sæti i hernaöarmætti i heimi, þar sem það er lifshættulegt að vera næstbestur,” byrjaði Reagan blaöamannafund sinn f Flórida, þar sem forkosningarnar eiga aö fara fram á þriðjudaginn. „Það verður ekki komist hjá þvi að draga forystu þeirra Fords og Kissingers og svo þingiö til ábyrgðar gagnvart I sögunni fyrir að láta þetta verða,” sagði hann. Þessi ræða Reagans markar i sjálfu sér timamót á stjórn- málaferli hans, þvi að með henni brýtur hann „ellefta borð- orðið”, sem hann setti sjálfur á sinum tima. Nefnilega: „Þú skalt dtki tala illa um flokks- bróður þinn i repúblikana- flokknum.” Vilja menn lesa það út úr þessu harkalega orðavali, að Regan kviði þvi, að Ford fari aftur með sigur af hólmi i for- kosningunum i Flórida, eins og i New Hampshire fyrir tiu dög- um. Annars hafa aðstoðarmenn Regans lagt mjög að honum að beita hinum breiðari spjótunum i kosningabaráttunni við Ford, sem hefur á hinn bóginn hvergi sparað að rifa niður skoðanir rikisstjórans fyrrverandi á hin- um ýmsu málefnum. Þegar utanrikismálin hafa borið á góma á kosningafund- um, hefur Reagan orðið tiðrætt um þiðuna i sambúö austurs og vesturs. Hefur hann kallað hana einstefnu til hagsbóta fyrir Sovétrikin. Hann sagði i fyrra- dag, að reynslan sýndi, að sovétmenn hefðu ekki orðið þjálli i viðskiptum með tilkomu „detente”. Þeir hefðu alls stað- ar reynt að koma illu af stað. Þeir hefðu átt sinn þátt i Yom Kippur-striði araba og israela, 1973, og einnig kynt undir oliu- sölubanni araba sem á eftir fýlgdi. — Siðan bætti hann við: „1 fyrra og núna hafa Sovét- rikin notað málaliða Castros til þess að gripa inn i borgarastyrj- öldina i Angöla og blygðunar- laust útrýmt þeim öflum, sem fylgdu Vesturlöndum að mál- undir um. En Ford og Kissinger halda áfram að segja okkur, að við megum ekki láta það spilla fyrir detente.” „Nú er timi til kominn,” sagði Reagan, „að Ford og Kissinger segi bandarikjamönnum, hvað við fáum út úr „detente”. Reagan heldur þvi fram, að samfara utanrikisstefnu Kiss- ingers hafi hernaðarmáttur Bandarikjanna þorrið, og um Ford sagði hann við blaðamenn- ina i Flórida: „Þrátt fyrir augljósa föður- landsást Fords, heiðarleika og sómatilfinningu, þá hefur hann hvorki sýnt þá viðsýni eða for- ystuhæfileika sem nauðsynlegir eru fyrir hernaðarlegt og diplómatiskt undanhald Bandarikjanna. — Þetta er sannleikurinn, og jafnyel þeir okkar, sem er hlýtt til Geralds Fords, vita, að þetta er sann- leikur. Ég trúi á friðinn, sem Ford talar um. En á stöðum eins og i Angóla, þar áður i Kambódiu og Vietnam er eini friðurinn, sem þeir hafa komið á, kirkjugarðs- friður.” Reagan sagði, að litill vafi gæti leikið á þvi, að Sovétrikin „mundu ekki hætta að færa sér detente i nyt, fyrr en þau sæju að bandariska þjóðin hefði kosið nýjan forseta og skipaö nýjan utanrikisráðherra.” Ford forseti, sem hefur á fyrri kosningafundum Reagans feng- ið að heyra, hverjar skoðanir sá siðarnefndi hefur á detente, virðist hafa séð sig tilneyddan til að haga seglum ögn eftir þeirri átt. Núna i vikunni lýsti hann þvi yfir, að detente væri orð, sem hann teldi ekki lengur viðeigandi. Um leið lýsti hann þvi yfir, að friðarvonir hans i framtiðinni hlytu að grundvall- astá hernaðarmætti Bandarikj- anna. Rétt eins og til þess að gefa þeim orðum sinum aukna á- herslu, notaði forsetinn tækifær- ið núna i vikunni og heiðraði fjóra bandariska hermenn fyrir vasklega framgöngu i Viet- nam-striðinu. Við þá athöfn sagði Ford, að bandarikjamenn gætu endurgoldið skuld sína við týnda hermenn i Indókina með þvi að fylgja stefnu, sem byggði upp varnir „er engum stæði að baki”. A fundi með blaðamönnum við það tækifæri sagði Ford, að hann myndi halda áfram að reyna að knýja kommúnistana i Vietnam til þess að gera grein fyrir örlögum þeirra 800 banda- risku hermanna, sem saknað er i Vietnam. Fer enginn i grafgötur um það, að þarna hefúr Ford brugð- ist við gagnrýni Reagans, sem aftur á móti hefurhert róðurinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.