Vísir - 06.03.1976, Page 11

Vísir - 06.03.1976, Page 11
11 N vism Laugardagur (i. mars 1976. Galdrakallar mega ekki kafna inni í öldurhúsum Oftast er það talið ánægjufrétt þegar ný hljómsveit sprettur upp i islenska popp- bransanum og ekki virtist annað að sjá og heyra á þeim er komu á eldskirn einnar nýju hljómsveitar okkar, Galdrakarlar, að hljómsveitin væri vel þegin. Galdrakarlarnir ganga i galdrakarlabúningum (eins og var i tisku i útlandinu 1967-1968) og eru 7 talsins. Þeir halda sér mest á þeirri „popp-brass” linu er Chicago settu og koma einna best út úr Chicago lögum (lögin sem þeir léku voru „Make Me Smile” og „Colour My World” eru allavega 4-5 ára, og liklega hafa flestar popphljómsveitir Islands einhvern timann tekið hvoru tveggja þeirra. Önnur lög Galdrakarlanna voru t.d. Back Street Girl (Rolling Stones) með klarinetti og harmonikku, sem var eitt eftirtektarverðasta Galdrakarlar komu i fyrsta sinn fram opinberlega i Klúbbnum i verkfallinu, og léku fyrir gesti. lagiö þetta kvöld, lagið Kool and thé Gang og fleiri danslög. Aftur á'móti var hljóðfæraleikur að mestu óaðfinnanlegur, en Galdrakarlarnir eru reyndar stofnaðir upp úr hljómsveitinni Bláber en úr þeirri koma fjórir af meðlimum hljómsveitarinn- ar, en hinir þrir (blásararnir) komu úr ýmsum áttum. Hljóm- sveitin stefnir greinilega inn i öldurhúsabransann hvað laga- val snertir og er það miður þvi þeir virðast meira virði og auk þess hljóðfæraskipan það fjöl- breytt að leitt væri að hljóm- sveit þessi kafnaði inni á öldur húsi. 11A ATHYGUSVERT TÓN- LISTARLÍF í MT a Oft er talað um að tónlistarlif sé með mun meiri blóma i fram- haldsskólunum en á hinum al- menna markaði. Þess vegna brugðum við okkur á æfingu hjá Menntaskólanum við Tjörnina, en mcnntskælingarnir héldu árshá- tið sina i vikunni. Kristin Jóhánnsdóttir, hin afar góða söngkona Sextetts Einars Þ. Einarssonar. Sextett Einars Þ. Einarssonar (Einar sjálfur er hættur) fiutti frum samin lög, sem minntu nokkuð á Spilverkið. Hafstein og voru raddanir Mel- qoirs nokkuð skemmtilegar og sterkar, annað raddað a la Golden Gate Quartet. Annars ber flutningurinn nokkurn keim af Neil Young, en á þessari æfingu hefði mátt vera meiri mögnun á rödd Hafsteins til þess að ná „balance” milli raddanna. En það sem kom mér mest á óvart var hljómsveit sem kallar sig Send að sunnan og flytur tón- list, ekki frábrugðna hinni þýsku „kraut-rokk” stefnu, eins og Kraftwerk, Can, Faust, Amon Duul II o.s.frv. þó ég sé ekki tilbú- inn að bendla þá við neina sér- staka. Þeir fluttu eitt verk sem hefur verið svona 15-20 minútna langt. Aðalmaðurinn i þessu verki var náungi að nafni Gunnar Kristins- son, en hann lék á orgel, synthesizer og önnur hljómborð af leikni enda vel lærður i þessum fræðum. Gitarleikarinn var nokk- uð skemmtilegur, grófir frasar og háværir.Bassi og trommur komu einnig ágætlega út. Spennandi hljómsveit, sem mætti láta sjá sig meira en þetta eina skipti. Það sem yljaði mig við að fylgj- ast með þessum ungmennum og hlusta á þau, var að tónlist sú sem leikin var höfðar ekki til fótanna og er frumsamin (og auk þess höfðar hún tæplega til peninga, eins og mest allur bransinn ger- ir). — HA London 1 ( 5) I Love To Love: Tina Charles 2. ( 2) December ’63: Four Seasons 3 ( 8) Convoy: C.W. McCall. 4. ( 1) Rodrigo’s Guitar Concerto: Manuel and the Music of the Mountains 5. (13) It Should Have Been Me: Yvonne Fair 6. ( 4) Forever And Ever: Slik 7 (17) Rain: Status Quo 8 (10) Squeeze Box: Who 9 ( 6) No Regrets: Walker Brothers New York 1. ( 2) Love Machine: Miracles 2 ( 3) All By Myself: Eric Carmen 3. ( 1) Theme From S.W.A.T.: Rhytm Heritage 4 ( 4) 50 Ways To Leavé Your Lover: Paul Simon 5 ( 5) Take It To The Limit: Eagles 6. ( 7) Lonely Night: Captain and Tenille 7 ( 8) Dream Weaver: Gary Wright 8 (14) December 1963: Four Seasons 9 (10) Fanny: Bee Gees 10 ( 4) Love Hurts: Nazareth Þar komu fram þrjú atriði sem vert er að minnast á hér. Fyrst voru fimm ungmenni sem kölluðu sig Sextett Einars Þ. Einarsson- ar, þ.e.a.s. Einar sjálfur er hætt- ur! Hljómsveit þessi flutti frum- samin lög sem minntu nokkuð á Spilverkið enda með afar góða söngkonu, Kristinu Jóhanns- dóttur. Hljóðfæri þau sem hljóm- sveitin notaði voru 2 kassagitar- ar, bassagitar, trommur, pianó og flauta. Stefán Stefánsson, einn af meðlimum hinnar nýstofnuðu hliómsveitar Galdrakarlar, lék á flautuna. pianóið og söng. Hér er i rauninni góður músikant á ferð, þvi hans spil var alveg flekklaust. Bassagitarleik- arinn gekk lika vel frá sinu, en trommuleikarinn hefði fullkom- lega mátt missa sin i þessari tón- list, enda virtist hann leika rokk eða eitthvað likara þvi. Hafsteinn Andrésson, bassa- leikari Gullkorns (skólahljóm- sveitar M.T. skilst mér, kom fram með sér prógramm ásamt meðlimum úr Melqoir (þeir gáfu út plötu á siðasta ári, sem enginn hlustaði á). Þeir tóku tvö lög eftir G-- Vinsœldalistar London - New York 4. mars 1976 Liðsauki til Þokkabótar Þokkabót, sem eiga tvö lög á væntanlegri „Kreppuplötu” Steina hf, hefur bæst liðsauki. Sá nýi er Sigurjón Sighvats- son, fyrrverandi bassaleikari i Brimkló og Ævintýri. Sigurjón leikur i þeim tveim lögum sem Þokkabót hefur verið að taka upp. Á fyrrnefndri „Kreppu- plötu” verða lög með Þokka- bót, Musica Diabolis, Ómari Óskarssyni, Kaktus' og Hauki Ingibergssyni. — IIA Plata frá Spil- verkinu meðkon- sertstemmingu Hljótt hefur verið um Spil- verk þjóðanna siban i Há- skólahljómleikunum i desem- ber siðastliðnum. Annars er það af þeim aö frétta að i bi- gerð er plata (breiðskifa ) sem kemur til með að vera tekin upp i hljóörita með vorinu. Plata þessi verður samt frá- brugðin öðrum plötum sem þar hafa verið teknar upp þvi hún verður tekin upp eins og um konsert væri aö ræða (eða það sem kallað er i enskunni „live in the studio”). Fólk hefur efalaust tekiö eftir þvi hér i haust þegar fyrri Spilverksplatan kom út að þeir töluðu um að komast á er- lendan markað. Nú er það vist i deiglunni að plata þeirra komi út i Bretlandi og jafnvel á meginlandinu undir merkinu Transatlantic. Annars eru þessi mál enn á umræðu- en ekki samningsgrund’ elli. Annars man ég ekki eftir að hafa séö Transatlantic plötur i verslunum hér.en merki þetta einbeitir sér að þjoðiagalónlist og gaf t.d. út eina stórmerki- lega plötu um hina svoköiluðu „Folk-Rock” þróun. Meðal listamanna sem hafa fengið plötur sinar gefnar út á Transatlantic eru Pentangle, Ralph McTell, Young Tradition, Ravi Shankar, Pete Seeger og margir fleiri. — HA Ríó tekur upp breiðskífu Flestir hafa eíalaust búist við þvi að við værum búin að heyra lokatóninn i Rió trióinu. en svo er nú ekki. Rió trió. sem nú er skipað Agústi Atlasyni. Helga Péturssyni og Gunnari Þórðarsyni búast við að taka upp breiðskifu i London ein- hvern timann fyrir sumar- markaðinn á vegum Fálkans. Ólafur Þóröarson. fyrrver- andi Rio trió meðlimur. fer svo inn i Hljóðrita með vorinu og tekur upp breiðskifu þar á vegum Steina hf thann er einn af hluthöfum). A plötunni verða nokkur frumsamin lög auk laga eftir aöra m.a. Magnús Einarsson tfyrrv. Þokkabót. núv. Dögg).

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.