Vísir - 06.03.1976, Blaðsíða 3

Vísir - 06.03.1976, Blaðsíða 3
vism Laugardagur 6. mars 1976. 3 Slökkviliöiö haföi æfingu fvrir brunaliösmenn austanvert við flugvöllinn i gær á venjulegum staö. Steig upp þykkur og svartur reykjarmökkur af staðnum. Hinum megin viö völlinn háðu seinna veröandi slökkviliðsmenn væntanlega sina einkaæfingu. Kveiktu þeir I bíldekkjum og viðhöföu svo sömu tilburði og „kollegar" þeirra i alvöru slökkviliðinu. Þarf ekki að taka þaö fram aö Ijósmyndarinn okkar var þana viðstaddur eins og annars staöar þar sem eitthvað er að gerast og myndaði atburðinn. —VS/Ljósmynd JIM Þeir hafa fundið snjó SNJÓ-RALLY í DAG Þessi veglegu bikarar eru i verölaun i islandsmótum og Reykjavikurmótum i snjórallý. Snjó-rallarnir hafa fundið nægan snjó til þcss að halda Reykjavikurmót i snjórally og þá er það bara spurning hvort veðurguðirnir verði þeim nægilega hagstæðir. Nú hefur verið ákveðið að flytja mótið sem upp- haflega átti að halda á Sandskeiði og verður það haldið i dag við Þingvallaveginn þar sem hann liggur uin Mosfellsheiði. Nægilegur snjór er þar og hefst mótið klukkan tvö á laugardag ef vcður leyfir. Fjöldi þátttakenda hefur skráð sig til keppni og virðist mikill áhugi fyrir mótinu. Aðgangseyrir er 300 krónur fyrir fullorðna og 100 krónur fyrir börn. Agóði rennur til kaupa á tækjum fyrir björgunarsveitirnar sem aðstoða lionsklúbbana Njörð og Frey við framkvæmd mótsins. — EKG. Reykingamenn stofnuðu félag gegn reykingum „Við teljum það sjálfsögð fyr'r hreinu lofti á kennara- félaginu og við munum halda bar- annréttindi aö hver og einn fái stofunni. áttunni áfram,” sagði Jón F. Nær allir sem ekki reykja eru i Möller. Norðurlanda- róðsverðlaun- in skattfrjáls? Stjórn Bandalags islenskra listamanna og formenn aöildar- félaga þess hafa sent tilmæli til alþingis, þcss efnis að það felli niður opinber gjöld af þeim Norðurlanda vcrðlaunum er is- lendingar hafa hlotið. Benda þessir aðilar á fordæmi á þessu sviði, svo sem nóbelsverð- laun og sonningverðlaun. Tilmæli þessi hafa ekki verið tekin fyrir i þinginu ennþá, en samkvæmt upplýsingum frá fjár- málaráðuneytinu, eru i gildi ákveðin lagaákvæði um þessi mál. Kveða þau lög á um að heiðurs- verðlaun er islenskir skattgreið- endur hljóti fyrir sérstök afrek án umsóknar frá erlendum eða inn- lendum aðila, skuli aðeins talin til skattskyldra tekna að einum fjórða hluta. Enda skuli þau að- eins veitt sama aðila einu sinni. Þessi ákvæði komu inn i skatta- lögin árið 1971, i kjölfar laga um skattfriðindi nóbels- og sonning verðlauna. — EB. Rétt stefna, röng aðferð — segir forseti samtaka breskra togaraeigenda um útfœrslu Islands Forseti Samtaka breskra togaraeigenda hefur lýst þvi yfir að það sé alls ekki rangt hjá islandi að stefna að 200 milna fiskveiöilögsögu. Hinsvegar sé aðferðin sem beitt cr ekki rétt. t bréfi til Daily Telegraph, segir M.H. Burton meðal ann- ars: — Vissulega gerum við all- ir ráð fyrir að færa út i 200 milur i náinni framtið. En jafnvel þótt við gerðum það á morgun, væri tslands sér á báti. Hann varpar frarn þeirri spurningu hvað myndi gerast ef öll strandriki færu að dæmi ts- lands og færðu einhliða út lög sögu sina, og segir: — Á fall- byssubátapólitikin þá að ráða úrslitum, eða ætti að reyna að leysa málið með skynsamlegum samningaviðræðum, eins og við erum að gera? (?). — Viðeigum ideilu við tsland. Ekki vegna þess að það sé rangt hjá þvi að sækjast eftir 200 rrril- um, heldur vegna aðferðarinnar sem notuð er. —ÓT. mannrcttiiidi að hver og að anda að sér hreinu lofti, hvar og hvenær sem er. Félagið, „Hreint loft i M.A.”, er stofnað til að berjastífyrir þvi, og við reynum að fá þvi framgengt að reykingar verði bannaöar i öllu skólahúsnæðinu,” sagði Jón F. Möller stofnandi félagsins i viðtali við Visi. „Við vorum aðeins tveir i átján manna bekk, sem reyktum. Við ákváðum að hætta og bekkurinn gekkst siðan fyrir stofnun félags- ins. Við könnun kom i ljós að aðeins um 30% nemenda skólans reykja, svo það má likja þeim við hvita minnihlutann i Afriku, sem veður uppi með yfirgang. Það er mikið reykt hér i and- dyrinu á Möðruvöllum, svo nemendur verða að vaða þar i gegnum eimyrjuna. Við höfum hengt plagöt frá Krabbameins- félaginu um allan skólann og ætl- um að reyna að koma á nám- skeiði fyrir þá sem vilja hætta að reykja. Við fengum það samþykkt með yfirburðum að reykingar voru bannaðar á 1. des. hátiðinni, en það hefur ekki náðst samkomulag um það i skólastjórn að banna all- ar reykingar i skólanum. Margir kennararnir hafa lýst yfir stuðningi við félagið, enda heyja þeir einnig sina baráttu —EB EIGANDINN FUNDINN... Eigandi bátsins sem fannst i Elliðaánum, eins og Visir sagði frá, kom á lögreglustöðina i Arbæ i fyrradag til þess að sækja bát sinn. Báturinn hafði fokið frá Vatns- endabletti 117 þar sem hann var bundinn. En veður var þá mjög slæmt. Var eigandinn að vonum glaður að hreppa bát sinn aftur heiian. —EA Menntamálaráðherra neit- aði að taka þátt í Kastljósi Mennta málaráðherra og ráðuneytisstjórinn i mennta- málaráðuneytinu neituðu báðir að koma í Kastljós og ræða þar um fræðslumálin og mennta- málaráðuneytið ásamt Arnóri Hannibalssyni. Eins og kunnugt er hefur Arnór Hannibalsson skrifaö vikulega nii upp á siökastiö um menntamál i Visi. Hefur hann gagnrýnt i greinum sinum, skipulag og starfshætti mennta- málaráöuneytisins og bent á ýmislegt sem hann telur aö fara mætti betur. A þriðjudaginn i siðustu viku hringdi Einar Karl Haraldsson fréttastjóri, i Arnór og bað hann að taka þátt i sjónvarpsþættin- um Kastljósi og ræða þar við menn úr menntamálaráöuneyt- inu. Sagði hann jafnframt að þegar væri búið að áætla 15 minútur fyrir umræðurnar. Siðan gerðist það að mennta- málaráðherra, VilhjáJmur Hjálmarsson, og ráöuneytis- stjórinn i menntamálaráðu- neytinu, Birgir Thorlacius, neit- uðu að taka þátt i sjónvarps- þættinum. Einar Karl Haraldsson sem hafa átti umsjón með þessum umræðum hafði þá samband við Arnór og sagði honum mála- vexti en gat þess jafnframt að ekki yrði fallið frá fyrirhuguð- um þætti og rætt yrði við Arnór. Þess eru enda dæmi að þó annar aðili neiti að taka þátt i viðræð- um i Kastljósi er engu að siður rætt við hinn. Samanber það þegar Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra neitaði að ræða við Þorstein Pálsson rit- stjóra Visis um skrif blaðsins um afskipti dómsmálaráðherra af Klúbbmálinu margfræga. Tengdist málum Braga og Arnórs „Það er rétt að við vildum ekki fara i þáttinn og ræða við Arnór, en ég er engu að siður tilbúinn að gera grein fyrir mál- efnum menntamálaráðuneytis- ins,” sagði Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráð- herra, þegar við bárum þessi mál undir hann. „Astæöan er sú aö efnið i greinum Arnórs, og á þeim hefði umræöan byggst, er hliðstæð skrifum þeirra dr. Braga Jósefssonar og Arnórs og dr. Bragi stendur nú i málaferlum við menntamálaráðuneytið.” Menntamálaráðherra sagði að málaferli ráðuneytisins og Braga væru að nokkru leyti tilkomin vegna útsendingar skýrslu sem Arnór hefði unnið um sérkennsluþörf barna á Norð-austur- og Austurlandi. En sú skýrsla hefði verið send út án vitundar sinnar. Frestað vegna verkfallsmálanna Einar Karl Haraldsson sagði, þegar við höföum samband við hann, að ákveðiö hefði verið að sleppa þvi i bili að fjalla um menntamálin þar sem verk- fallsmálin sem fjallað var um i siðasta Kastljósi hefðu reynst svo yfirgripsmikil. Ekki náðist i Eið Guðnason umsjónarmann Kastljóss vegna þess að hann var ókominn frá Kaupmannahöfn þar sem hann fylgdist með störfum Norður- landaráðs: — EKG.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.