Vísir - 10.03.1976, Síða 24

Vísir - 10.03.1976, Síða 24
VÍSIR Miðvikudagur 10. marz 1976 .......1 V ...... y ii Brœla r a loðnu- miðum Sjö skip með alls um 2300 tonn höfðu tilkynnt sig til Loðnunefndar frá þvf á mið- nætti. Aflahæst þeirra var Helga Guðmundsdóttir BA með 480 tonn. Bræia tefur nú fyrir á loðnu- miðunum i Breiðafirði. Fjórir bátanna sem ioðnu fengu i nótt eru á leið til Siglufjarðar, en þangað er tæplega sólarhrings sigling. Ekkert þróarrými er laust I Bolungarvik og viðast hvar við Faxaflóann er einnig allt þróarrými uppurið. Nokkrir bátanna ætla að biða þar til á fimmtudagað þróarrými losni IFaxaflóahöfnum. Vegna veð- urs er ekki hægt að sigla með aflann fyrir Reykjanes og til Vestmannaeyja og Grindavik- ur. —EKG Kosningar í Hóskólanum ó morgun Kosningar til Stúdenta- og Háskólaráðs Háskóla islands fara fram næstkomandi fimmtudag i Hátfðasal háskól- ans. Ef aö vanda Iætur verða þetta hitakosningar hinar mestu. Tveir listar liggja frammi, listi Vöku, félags lýö- ræðissinnaðra stúdenta — og listi Vinstri manna, sem er að sögn bræðingslisti. A iista Vöku býður sig fram til Háskólaráðs Bogi Agústs- son, en til vara Asdis Rafnar. Til Stúdentaráös eru átta efstumenn: Steingrimur Ara- son, Sigurður Hektorsson, Pétur Sigurðsson, Rósa Isdal, Arnór Egilsson, Kjartan Kjartansson, Dögg Pálsdóttir og Ólafur Isleifsson. Á lista vinstri manna er Kristinn A. Friðfinnsson i framboöi til Háskólaráðs, en varamaður Helgi Jensson. Til Stúdentaráðs eru: Halldór Arnason. Ingibjörg Gisladótt- ir, Þorgeir Helgason, Þuriður Jóhannsdóttir, Orn Þráinsson, Ólafur Friðriksson, Ari Skúla- son og Guðmundur Guö- mundsson. „Löggan tal aði við okk- ur og gaf ol kkur snúð" . Tveir tíu ára strákar iögðu einir af stað upp í Hvalfjörð. — Komust alla leið en sendir með Akraborginni heim „Það er nú orðið soldið langt siðan við ákváðum þetta. Svo skrópuðum við bara i skólanum I gær og fórum upp i Ilvalfjörð. Við vorum svo búnir að labba lengra en upp i Mosfellssveit, þcgar við fengum far með vöru- bfl upp i Hvalfjörð”. Hann heitir Bjarni Bjarnason sem þetta segir. Það væri kannski ekki i frásögur færandi þó hann og vinur hans, Guðlaug- ur Hjaltason, hefðu lagt af stað upp f Hvalfjörð, ef þeir væru meira en 10 ára gamlir. Þeir ákváðu að komast upp eftir, annað hvort gangandi eða á puttanum. Ferðin var hin besta og þeir fengu sjóferð út úr öllu saman. Lögreglan á Akra- nesi sendi þá nefnilega heim með Akraborginni. Fengu að borða i Mosfellssveit... I Mosfellssveit börðu þeir að dyrum hjá fólki sem þeir þekkja. Þar fengu þeir eitthvað i svanginn, en tæplega hafa þeir sagt frá þvi að þeir hygðu á langferð aleinir. Siðan þrömm- uðu þeir af staö. „Jú, jú, viö vorum vel búnir” segir Bjarni. Þeir voru þó heppnir að komast meö vörubiluppeftir. Þeir höfðu þó gert sér vonir um að hitta „pabba Gulla” einhvers staðar á leiðinni þvi að hann keyrir vörubil. Svangir? Nei, það urðum við ekki. Við fengum nú fyrst að borða i Mosfellssveit, svo feng- um við ókeypis pulsu i Hvalfirði. Þar var vörubílstjórí sem þekkir pabba hans Gulla og hann keyrði okkurá Akranes. Þar fórumvið svo til löggunn- ar.” - . „Talaði við okkur og gaf okkur snúð!” — Og hvað sagði löggan? Var hún ekkert vond? „Nei, nei, hún talaði bara við okkur og gaf okkur snúð!” Og eftir snúðinn voru strák- arnir settir i Akraborgina. „Ég hef aldrei farið með henni áður” sagði Bjarni, en hann kvaðst halda að Gulli hefði farið áður með skipinu. Sjóveikir voru þeir ekki og það var ekki annað að heyra á Bjarna en hann hefði haft mesta gaman af. „Pabbi og pabbi hans Gulla biðu eftir okkur á bryggjunni. Svo var farið borgað tvisvar. Löggan á Akranesi borgaði fyrir okkur og svo borguðu þau hérna Ekki var að heyra annað en að Bjarni Bjarnason væri hinn ánægð- asti meö ferðina sem hann og vinur hans, Guðlaugur, lögðu i. Loftur tók myndina af Bjarna i morgun. heima lika þegar við komum.” „Jú, jú, við sögðum frá þvi, en ég held að það hafi nú ekkert verið. gert i þvi.” Bjarni vildi ekki viðurkenna neina þreytu, en svaf þó lengur I morgun en venjulega. Hann sagði að þeir félagarnir hefðu oft komið upp i Hvalfjörð áður, en hvort þeir hygðu nokkuð á svona langferð aftur? „Nei- ei.....” —EA Þetta ó að vera óhuga- vekjandi fyrir skókina — segir Friðrik Ólafsson — Sjónvarpseinvígi Guðmundar og Friðriks ráðgert — Ég býst nú við að þetta sé gert fremur okkur til styrktar en að þessu fylgi einhver vinna aö ráði, sagði Friörik ólafsson, stór- meistari, i samtali við Vfsi i morgun. Annars á eftir að ræða alla nánari tilhögun. Ég býst við að skákkennslan verði helst i formi þess að við förum út I skól- ana og teflum fjöltefli og segjum þá nokkur orð i leiðinni. Þá býst ég við að komið verði á stuttum þáttum i útvarpi og sjónvarpi — eftir atvikum. — Þannig er þetta meira til að vera áhugavekjandi um skák fremur en að um raunverulega kennslu verði að ræöa, sagði Friörik. Tilefni þessara ummæla er að þeir Friðrik og Guðmundur Sigurjónsson hafa verið ráðnir til að annast skákkennslu i skólum, útvarpi og fjölmiðlum. Framundan sagði Friðrik að væri fjögurra manna mót I Hol- landi i mai, sem áður hefur verið skýrt frá, og svo annað mót 1 Hol- landi i júli. Er þaöárlegt IBM-mót, sem i taka þátt margir GAF SIG FRAM flokkar. Verður það með svipuðu sniði og mótið i Wiijk aan Zee. — Ég er þakklátur fyrir þessa launatilhögun, sagöi Friðrik að lokum. Þetta er spor i rétta átt og er okkur mikill styrkur. Guðmundur Sigurjónsson tók mjög i sama streng og Friðrik. Sagði hann þetta mikla uppörvun og styrk. Að visu ætti eftir að semja um tilhögun þessarar skákkennslu, en þetta stefndi allt i rétta átt. Framundan hjá Guðmundi er mót i byrjun april á Kanarieyjum ogsvo á Kúbu I mai. Lengra fram i timann er ekkert fastákveðið. Ráðgert er að þeir félagar heyi sex skáka sjónvarpseinvigi i næsta mánuði. —'VS Breskur O togarasjómað- ur drukknaði Mann tók út af breska togaranum Maretta FD 245 I nótt og drukknaði hann. Er álitið að þetta hafi verið stýrimaður tog- arans. Þegar þetta gerðist var togarinn staddur norð-austur af Svinalækjartanga. Bresku togararnir eru nú á svipuöum slóðum og venju- lega. Fyrir þremur dögum færðu þeir sig og eru nú að veiðum nákvæmlega á friðaða svæðinu. —EKG Sá sem varð valdur að meiðsl- um mannsins i Klúbbnum á laug- ardagskvöldið, gaf sig fram viö lögregluna i gærkvöldi. Sá hann frásagnir blaðanna og gaf sig þá strax fram. Maðurinn sem slasaðist hefur legið á gjörgæsludeild. en mun nú vera á batavegi. Pilturinn sem varö valdur að meiðslum hans, var ölvaður, þegar þetta gerðist. Hann fann að danglaö var i hann, og lenti hönd I andliti hans. Hann mun nýlega hafa gengið undir aðgerð á andliti og var þvi viðkvæmur fyrir. Taldi hann eitt- hvað hafa. farið úrskeiðis og þvi eklp barið frá sér af tómri mann- vonsku. —EA Afnotagjöldin gjaldfallin — en upphœð þeirra hefur ekki verið ákveðin Akvörðun hefur ekki verið tekin um það hversu há af- notagjöld útvarps og sjón- varps skuli vera fyrir árið 1976. Fyrri gajdldagi afnota- gjaldanna var 1. mars sl. Hjá innheimtudeild Rikisút- varpsins fengust þær upplýs- ingar i morgun að allt væri til- búið til að tölvan skrifaði reikningana, aðeins væri beð- ið eftir þvi að rikisstjórnin á- kveði hvað afnotagjaldið eigi að vera. _sj STUÐNINGSMENN ÓLAFS SAFNA UNDIRSKRIFTUM í SKAGAFIRÐI Mikil undirskriftasöfnun á sér nústað i kjördæmi dómsmálaráð- herra i Noröurlandskjördæmi vestra. Stuðningsmenn Ólafs Jóhannessonar dómsmálaráð- herra ganga um með lista og biðja menn um að ljá nafn sitt til stuðnings ráðherranum um leið og lýst er óánægju með skrif Visis eins og þar segir. Listar þessir hafa að undan- förnu gengiö um kjördæmið — og aö sögn Stefáns Guðmundssonar, .formanns Framsóknarfélags Sauðárkróks, reynist auövelt aö fá menn til að skrifa undir. Aö öðru leyti vildi Stefán sem minnst segja um undirskrifta- söfnun þessa. Sagði hann, að Visir hefði ekki þurft að leita noröur i Skagafjörð til að fá upplýsingar um dómsmálaráðherra hingað til. —EKG

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.