Vísir - 11.03.1976, Síða 3

Vísir - 11.03.1976, Síða 3
VISIR Fimmtudagur I. marz 1976 3 LANDBURÐUR Á VESTFJÖRÐUM Mjög góður afli hefur verið hjá vestfirsku skuttogurunum undan- farið. Eftir helgina komu nokkrir togaranna inn og voru með mjög góðan afla eftir aðeins viku veiði- ferð. Dagrún var með 170 tonn, Páll Pálsson 130, Július Geirmundsson 130 Guðbjartur 160 og Bessi 140. Afli linubáta á Vestfjörðum hefur einnig verið mjög góður. Steinbitur er genginn á miðin og er nú aðaluppistaðan i afla bát- anna. Loðna er nú brædd af kappi i Bolungarvik. Undanfarið hefur verið tekið á móti eins og þróar- rými hefur frekast leyft. Einnig hefur nokkuð verið fryst af loðnu. —EKG Samkomulag milli íslands og Noregs: Hómarksafli ó þorski ókveðinn af íslendingum 45 norskir línubátar, allt að 125 fetum að stærð, skulu hafa leyfi til að veiða hér við land, á svæði milli 12 og 200 sjó- milna, utan við grunn- linur islands. Þetta felst meðal annars i sam- komulagi sem rikisstjórnir ís- lands og Noregs hafa gert sin á ntilli. Gildistimi samkomulagsins er frá 15. febrúar til 1. desember. bá segir i samkomulaginu að i sérstökum tilvikum geti einnig verið um að ræða sérstök leyfi til annarra skipa. Ennfremur að samkomulagið byggist á þvi að ekki fleiri en 30 linuskip stundi veiðar samtimis. Það verður i valdi islenskra stjórnvalda að ákveða hámarks- afla þar á meðal þorskafla. Samkomulaginu má rifta með 6 mánaða íyrirvara. Ekki haggar það i neinu sjónarmiðum samningsaðila varðandi mörk lögsögu milli landa þeirra. -EKG Dyttað að netum í nepjunni... i allri umræðunni um loönuna gleymist stund- um að loðnuveiðar eru ekki einu veiðarnar sem stundaðar eru hér við land. Skipverjana á netabátnum Askeli frá Grindavik hittum við fyrir nokkrum dögum, þar sem þeir voru að vinna að netum. Skipstjórinn Sverrir Trausta- son sagði okkur að vegna bræl- unnar hefðu þeir ekki farið á sjó og notuðu þvi timann til að dytta að netunum. Sverrir sagði að þeir á Askeli væru nýlega byrjaðir á netum og þvi væri ekki gott að segja fyrir um hvernig vertiðin yröi. Hann sagði hins vegar að þrátt fyrir að allt snerist nú um loðnu hjá stærri bátunum, hefði sér gengið vel að manna i vetur Sama væri þó ekki hægt að segja hjá öllum. Ýmsirbátar hefðu ekki fengið nægan mann- skap. EKG/Ljósmynd Jim Kúrekastíg- vélunum stolið Nemandi i Tónskóla Sigur- svcins i Hellusundi 7 varð ekkert yfir sig hrifinn þegar hann komst að þvi að kúrckastigvél sem hann átti voru horfin úr forstofunni. Einhver hefur falhð i freistni fyrir skónum og hreinlega tekið þá. Hvort eigandi stigvélanna fór heim á sokkaleistur.um eða hvað, vitum við ekki alveg. Það er von- andi að hann fái skóna sina sem fyrst — þvi að þeir kosta engan smá-skilding. —EA Almenningi boðin inn- sýn í nútíma myndlist „Tilgangurinn með þessum námskeiðum er að kynna al- menningi nútima myndlist. Hér er um algjöra grunnfræðslu að ræða, en meiningin er að fólk fái þarna nokkra yfirsýn yfir mynd- list á tuttugustu öld" sagði ólafur Kvartan, iistfræðingur, i viðtali við Visi. Það er Listasafn Islands sem gengst fyrir þeirri nýbreytni i mars, aprfl og mai að halda nám- skeið fyrir almenning um mynd- list á 20. öld. Kennt verður i námshópum, tiu manns i hverj- um. og er áætlað að hver hópur komi saman alls átta sinnum eitt kvöld i viku. Leiðbeinandi verður Ólafur Kvaran. „I lögum safnsins eru ákvæði um aö gangast fyrir fræðslu um listfræðileg efni — og þessi nám- skeið eru tilraun i þá átt. Við munum reyna að halda svona starfsemi áfram og taka þá e.t.v. fyrir islenska myndlist. Þá eru einnig fyrirhugaðir hjá okkur þrir fyrirlestrar i mars april og mai um islenska mynd- list og myndlistarmenn — og áhugi er á að koma á mánaðar- legum fyrirlestrum um listfræði- leg efni. bátttaka i námskeiðunum sýn- ist ætla að verða góð. bað er þeg- ar fuljskráð i tvo hópa. Nám- skeiðineru ókeypis og öllum opin, en væntanlegir þátttakendur þurfa að tilkynna sig til Lista- safnsins fyrir 15. mars” sagði Ólafur Kvaran. Fiðlu- konsert frum- fluttur Guöný Guðmundsdóttir kon- sertmeistari leikur einleik viö frumllu'ning fiölukonserts eftir Stravinsky á 12. reglulegu tón- leikum Sinfóniuhljómsveitar is- lands. Þeir tónleikar verða i Háskóla- biói i kvöld klukkan 20.30. Stjórn- andi er Karsten Andersen aðal- hljómsveitarstjóri. önnur verk á efnisskránni eru Bacchus og Ariadue eftir Roussel og Sinfónia nr. 6 eftir Tsjai- kovsky. —EKG V-ISLENSKUR HOPUR KEMUR í SUMAR Engin ferð héðan vegna breytinga í flugmálum hér „Það liefur verið töluvert spurt um feröir vestur um haf, svipaðar þeim sem farnar voru i fyrra, og þaö er áhugi á að halda þeirri starfsemi áfram. Ein slik var fyrirhuguö i sumar, meö islenskri vél, sem tæki þá farþega aö vestan til baka, en vegna þeirra breytingasem orðiö hafa á flugmálum hér getur þaö ekki oröið” sagöi séra Ólafur Skúlason hjá Þjóðræknisfélaginu i viötali viö Visi. Vestur-islenska blaðið, Lög- berg-Heimskringla, greinir frá þvi að búið sé að festa Air Canada leiguflugvél til hópferðar til ís- lands i sumar. Segir þar að mikill áhugi sé þar vestra á slikri ferð. Aðspurður sagði Ólafur að ekki væri unnt að koma islenskum hópi með þessari vél vestur um haf, þar sem vélin flygi áfram til Skotlands og tæki farþega þar, „Við höfum ekki ennþá fengið neina beiðni frá félaginu vestra um fyrirgreiðslu og vitum ekki nákvæmlega hvenær hópurinn kemur. Eins og málin horfa nú er ekki útlit fyrir neina hópferð héð- an á komandi sumri” sagði Ólaf- ur Skúlason. —EB Bókamarkaóurinn í HÚSI IÐNADARINS VID INGÓLFSSTRÆTI

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.