Vísir


Vísir - 11.03.1976, Qupperneq 5

Vísir - 11.03.1976, Qupperneq 5
5 Það nýjasta undir bílinn: Uniroval Komin er á markaöinn ný gerð af snjódekkjum, sem búin eru þeim ótrú- legu eiginleikum að breyta munstrinu eftir hitastigi. i kulda þenst munstrið á barðanum út og verður gróft eins og snjódekk en i hita dregst munstrið saman og hjól- barðinn fær eiginleika sumardekkja. Umsjón: Ævar Ragnarsson y Fyrir skömmu gafst okkur kostur á að reyna þessa hjól-_ barða í snjó og hálku og er óhætt að segja, að þeir reyndust ákaf- lega vel sem snjódekk. Hjólbarðarnir, sem prófaðir voru, eru undir VW Passat i eigu innflytjanda dekkjanna og var ekið um götur borgarinnar, sem voru þaktar snjó og sums staðar fljúgandi hálar. Þá fengum við leyfi til að taka „sving” á steyptu plani hjá flugskýli Landhelgisgæslunnar en þvi miður var hraðamælir bilsins ekki i lagi, svo ekki var hægt að mæla hemlunarvega- lengd. Heilsárshjólbarðar og tvöföld ending Til þess að fá góðan saman- burð við önnur dekk hefðum við þurft annan samskonar bil-á venjulegum snjódekkjum, en þvi miður var ekki þvi að heilsa og tilraun þessi þvi ekki gerð á visindalegan hátt, en samt er þetta athyglisverð nýjung að þvi er okkur fannst. Þótt vafasamt sé að margir fari að fá sér snjódekk undir bil- inn sinn núna, þá finnst fram- leiðendum ekkert þvi til fyrir- stöðu, þvi dekkin eiga að duga jafnvel sem sumardekk og auk þess er endingin að þeirra sögn tvöföld á við venjuleg dekk. Þetta var eins og gefur að Verð á Uniroyal dekkjum. M.S. + eru dekkin sem prófuð voru og talað er um hér á siðunni. Viö hringdum I forstööumann Bifreiöaeftirlits rfkisins .og spuröum hann eftir þvi hvort þeir heföu skoöaö þessi nýju dekk sem rætt er um hér á siö- unni. Hann sagöi aö þeir heföu ekki reynt þessi dekk en þeim Iitist mjög vel á þau og vert væri aö prdfa þau viö islenskar aöstæö- ur til þess aö fá úr þvf skoriö hvort þau hentuðu viö þær aö- stæöur og veöráttu sem hér rik- ir. Þar sem engir naglar eru i M.S.+dekkjunum er engin fyr- irstaða fyrir þvi aö aka á þeim á sumrin. Þegar ekið er á snjóhjólbörð- um eftir auöu malbiki heyrist leiðinlegur hvinur, sem ekki heyrist þegar ekið er á sumar- hjólbörðum. Samkvæmt mæl- ingum sem gerðar hafa verið af hlutlausum aðilum erlendis er hvinur sá sem mældist i M.S. + hjólbörðunum mjög litill eða ekki meiri en i venjuleg- umsumardekkjum. 600x12 560x13 560x15 Bridgestone 6940 kr. 7925 kr. 9025 kr. Duniop 4500 kr. 5000 kr. 5980 kr. Gisiaved 6240 kr. 6464 kr. 7286 kr. Uniroyal M.S.+ 11592 kr. 12931 kr. 14328 kr. Sóluð dekk frá Sólningu hf. 3595 kr. 3800 kr. 4180 kr. Belgjastærð Uniroyal dekkjanna er ekki gefin upp i sömu tölum og i hin dekkin en mun vera svipuð. Samanburður við önn- ur snjódekk. Blöðin Vi Menn i Noregi, Teknikens Várld I Sviþjóð og Tekniikan Maailma i Finnlandi gerðu fyrr i vetur samanburð á nokkrum gerðum á snjódekkj- um. Þar kom i ljós að hemlunar- vegalengd á sumardekkjum á ís er 97 m á naglalausum Uniroyal M.S.+ 86 m og á Viking snjó- dekkjum með nöglum 69 m ef hemlað var á 70 km hraða. Slit eftir 5000 km akstur var minnst hjá Michelin en mest hjá Good Year. Bensineyðsla var minnst á þeim bilum sem Uniroyal var undir. Við þessa samanburöarpróf- unkom i ljós að Uniroyal M.S.+ dekkin sýndu bestu aksturseig- inleikana af þessum dekkjum i hörðum og mjúkum snjó og auk þess voru þau hljóðlátust i akstri á auöu malbiki en þar með eru kostir þeirra upp taldir, slitþol var t.d. ekki nema i góðu meðallagi. Samtals fengu Uniroyal dekk- in lægstu einkunn úr prófuninni ásamt Good Year en hæstu einkunn fékk Firestone. —ÆR skilja ekki hægt að sanna eða afsanna á þeim klukkutima sem bilasérfræðingar blaðsins höfðu þau til reynslu, en nokkur þýsk bileigendasamtök og neytenda- samtök gerðu sámaburðartil- raunir á þessum hjólbörðum og öðrum og ljúka þau miklu lofs- orði á þessa nýjung. Ný gúmmíblanda i M.S. + Naglar eru algjörlega óþarfir vegna hinnar nýju gúmiblöndu sem er i dekkjunum og ótrúlegt en satt, viðnám þeirra á hálu undirlagi er sérstaklega gott. Það var tæplega hægt að trúa Vélsleða- akstur bannaður Svium hefur nú veriö hannað að aka vélsleöum og ö< rum tor- færufarartækjum á auða , viöa- vangi og i sumum fjallalv ruöum gildir banniö einnig þótt snjór sé á jörðu. Undantekningar eru gerðar rneö björgunarsveitir og aöra nauðsynlega umferð. HVOR VARÁ UNDAN? Fyrir skömmu var sagt frá þvi hér á siðunni, að finnar hefðu fundið upp nýja gerð af snjónöglum. Nú halda sviar þvi fram að þeir hafi orðið á undan að finna upp þessa nagla, sem eru þannig gerðir að þeir gefa eftir þegar ekið er á malbiki en veita spyrnu i hálku. Hyggjast sviar hefja framleiðslu á þeim i haust. —ÆR þvi að ekki væru naglar i dekkj- unum svo vel lá billinn i bevgj- um fyrir framan myndavélina hans Lofts og vist er um það: hann átti lif sitt dekkjunum að launa þegar ökumaður ók biln- um i kröppum sveig örskammt frá ljósopi myndavélarinnar. Á malarvegi var billinn frek- ar hastur. en það er einn helsti ókostur radial dekkja. en þau eru hönnuð eingöngu til aksturs á malbiki. Innflvtjandi þessara hjól- barða er Islensk-Ameriska verslunarfélagið. Tunguhálsi 7. Þeirhafa til afgreiðslu nú þegar nokkrar gerðir af M.S. + og veita allar nánari upplýsingar um þessa nýjung.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.