Vísir - 11.03.1976, Side 12

Vísir - 11.03.1976, Side 12
Verð kr. 34 þúsund með pullum kr. 42 þúsund úrval af hjónarúmum og einsmanns rúmum, rúmteppum, sængum, koddum og springdýn- um, einnig viðgerðir á springdýnum. Sækjum — sendum. Opið frá kl. 9-7 og laugardaga kl. 10-1 Spvingdýnut Helluhrauni 20, sími 53044, Hafnarfirði Afgreiðsla Vísis í Keflavík SÍMINN ER 3466 Móttaka á auglýsingum og óskrifendum Ishússtíg 3 Sími 3466 Keflavík VISIR Styrkir til háskólanóms í Frakklandi Franska sendiráðið i Reykjavik hefur tilkynnt að boðnir séu fram fjórir styrkir handa Islendingum til háskólanáms i Frakk- landi háskólaárið 1976-77. — Til greina kemur að námsmönnum, er leggja stund á raunvisinda-og tæknigreinar og hafa ekki næga frönskukunnáttu, verði gefinn kostur á styrk tii að sækja þriggja mánaða frönskunámskeið sumarið 1976. Umsóknum um styrki þessa, ásamt staðfestum afritum próf- skirteina og meðmælum, skal komið til menntamálaráðuneytis- ins, Hverisgötu 6, Reykjavik, fyrir 28. mars n.k. Umsóknarcyöu- blöð fást I ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 10. mars 1976. Smurbrouðstofan Njolsgttu 49 — .Simi 15105 Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir febrúar- mánuð er 15. mars. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna rikissjóðs ásamt söluskattsskýrslu i þririti. Fjármálaráðuneytið, 10. mars 1976. Viljum ekkert „píp" að óþörfu Óánægður suðurlaiulafari skrif- ar: Ég hef ferðast til sólarlanda mörg undanfarin ár og með öll- um islenskum ferðaskrifstofum og yfirleitt aldrei haft yfir neinu að kvarta, fyrr en i Kanarieyj- um nú i vetur. Félagið var með spænskan fararstjóra er virtist bara vinna, er honum hentaði best. Var hann þá mjög skap- styggur, eins og Spánverjar eru þó yfirleitt glaðlynd þjóð. Hef ég aldrei vitað til þess fyrr að far- arstjórar yrðu ekki að vera til- búnir þegar farþegar þyrftu á að halda. Eru þessar þjóðir þaö ólikar, að mér finnst furðu sæta að nota ekki frekar meira af hinum yfirleitt frábæru islensku fararstjórum. beir eru alltaf til- búnir til að aðstoða ef með þarf og yfirleitt mjög kurteisir, og eru ekki á kvennafari út um hvippinn og hvappinn. bað gæti aftur á móti verið heppilegt að hafa einhvern inn- fæddan til aö semja við um hótel og þess háttar, en kæmu hvergi nálægt farþegum, þvi mikið af ánægju ferðarinnar er undir framkomu fararstjóranna kom- in. Ættu viðkomandi aðilar i það minnsta að kanna skapgerð hins erlenda vinnuafls og siða það áður en það er tekið i vinnu. Vona ég og minir að i framtið- inni er við förum i fri, verði ekk- ert þessu likt til að fyrirbyggja ánægjulegt sumar- eða vetrar- fri. Húsmóðir skrifar: Ég lag það i blöðunum um daginn, að það ætti að fara að flytja inn danskt smjör vegna vöntunar á islensku. bessu er ég algjörlega mótfallin. í fyrsta lagi finnst mér danskt smjör ekkert sérstakt og i annan stað eigum við ljómandi gott jurta- smjörliki, sem við getum vel notað meðan við biðum eftir þvi að islenzkt smjör fullnægi aftur neysluþörfum okkar. Ef ekki, þá getum við vel beðið smjör- laus þann stutta tima, sem þetta ástand varir. Alegg er orðið svo mikið og fjölbreytt að smjör- skortur er ekki eins tilfinnan- legur og oft áður. Ég hef nú lifað timana tvenna og man vel eftir þvi, þegar ég þurfti að biða bæði eftir mjólk og smjöri. bá komst maður vel af með flot og smjörliki. bað vita allir, að minnsta kosti sveitafólk, að þetta er sá timi vetrarins, þegar mjólkur- framleiðslan er i lágmarki, þ.e.a.s. febrúar og mars. Marg- ar kýr standa þá geldar enda stilað upp á að þær beri á út- mánuðum. Nei, ekkert danskt smjör inn i landið. Spörum heldur aðeins við okkur smjörið þennan stutta tima, sem það tekur að vinna smjörframleiðsluna upp á eðli- legt stig. Vill heldur fararstjóra íslenska tbúi i Heimahverfi hafði sam- band við blaðið: Við hrukkum illilega i kút hérna i Heimahverfi á föstudag- inn i fyrri viku þegar flauta al- mannavarna fór allt i einu i gang i eftirmiðdaginn. Mér er kunnugt um að mörgu gömlu fólki varð illt við þetta. Flestir hlupu til og kveiktu á útvarpinu og störðu á það i of- væni biðandi eftir tilkynningu frá almannavörnum hvað þarna væri á ferðinni, sem svo aldrei kom. Mig langar að spyrja viðkom- andi aðila hvers vegna þetta flaut kom svona óvænt og á svona óeðlilegum tima og það án allra skýringa. Mér finnst að við eigum heimtingu á skýringu þegar okkur er gert svona illt við og það að óþörfu. Guöjón Petersen fuiltrúi hjá almannavörnum gaf Visi þá skýringu á þessu, að simamenn, sem unnu i hverfinu þennan dag við tengingar á simalinum, hafi farið óvart inn á linu almanna- varna og hleypt á hana straumi. betta hafi þó varað örstutta stund, flautið ekki i merkjakerfi almannavarna og þvi ekki þótt ástæða til að gefa út tilkynningu vegna þessara mistaka. iwninn»Hinm iiwh.iib—> wimmi——bp—ea————bm—b■—wiii—imhiw—b—b—aasamsama—b| ■ I jEkkert danskt smjör! vlsra

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.