Vísir - 09.04.1976, Blaðsíða 4

Vísir - 09.04.1976, Blaðsíða 4
Er Stundum er það svo að það hvarflar að manni i mikilli al- vöru hvort kerfi islenzkra stjórnmálaflokka sé ekki að verulegu leyti gengið sér til húð- ar. Hvort þessir stjórnmála- flokkar séu ekki i raun réttri miklu fremur valdaklikur fá- mennra hópa en stjtímmála- flokkar i orðabtíkarmerkingu þess orðs? Mig langar til að byrja á raun og veru virðist litið hafa breytzt á undanförnum árum, hefúr þó verið að taka nokkrum hæglátum breytingum. Einkum þeim, að með þvi að stjtírn- málaflokkarnir hafa orðið for- hertari valda- og fyrirgreiðslu- tæki, þá hefur heilbrigður áhugi á þeim minnkað, menn fá i vax- andi mæli eðlilegri félagshvöt sinni fullnægt annars staðar. En eftir sem áður hefur þurft að Slikt heitir einasta pólitiskar eða persónulegar árásir. Eru allir eins? Mér virðist að i raun og veru sé i þessum efnum litill eða eng- inn eðlismunur á stjórnmála- flokkunum (ef sá minnsti og yngsti er undanskilinn). Þeir hafa allir meira eða minna tekið þátt i braski, bankamengun og konur verið að spyrja i vaxandi mæli að undanförnu. Alþýðu- flokkurinn, eða einstaklingar innan hans, eiga húseignir i Reykjavik, Alþýðuhús og Iðnó, brauðgerð og prentsmiðju að minnsta kosti. Saga þessara eigna virðist vera nokkuð flókin. A striðsárunum, þegar Héðinn Valdemarsson og stuðningsfólk hans hafði fengið til samstarfs við kommúnista og stofnaði hann á ekki. Þetta ætti að vera gert að opinberum plöggum. Kjarni málsins sýnist mér sá að það á ekki að vera neitt launungarmál, hvernig fjárreiðum stjórnmálaflokks er háttað. Það einasta eykur braskmöguleika ogeykur á eðli- lega tortryggni. Sömuleiðis sýnist mér vanda- mál i þessum flokki, að siðan ég fór að fylgjast þar nokkuð með, þá eru kosningafjármál þar i ólagi. Reikningar borgar- stjórnarkosninga frá 1974 i Reykjavik hafa verið sam- þykktir á einum af þessum skrýtnu fundum, en aldrei birt- ir. Reikningar Alþingiskosninga frá sama ári voru ófullkomnir, • Stjórnmála- • Menn fá eðli- • Þegar upp úr flokkarnir legri félags- sýður skiptast hafa orðið hvöt málgögn flokk- forhertari fullnœgt anna á gagn- valda- og annars kvœmum fyrir- staðar glœpa- greiðslutœki ásökunum • Mér er nokkuð kunnugt hvernig þessu er háttoð í Alþýðu- flokknum Vilmundur Gylfa- son skrifar. fullyrðingu, sem vera má afar hæpin, sem sé þeirri að allt of margir séu flokksbundnir eða i tengslum við þessa stjórnmála- flokka. Og þegar það hefur veriö gert aö rikjandi hugarfari að það sé skammarlegt að skipta um flokka, þá gerir þessi upp- bygging ráð fyrir allt of litlum sveigjanleika. Og höfundar og meðreiöarsveinar þessa sama flokkakerfis viröast siðan gera ráð fyrir að þetta sama kerfi rúmi allar þær skoöanir sem fyrirfinnast I þjóðfélaginu, að I flokkakerfinu samanlögðu sé svo hátt til lofts og vitt til veggja, að allir hljóti að eiga þar heima, einhvers staöar. Það veldur stundum áhyggj- um að þetta flokkakerfi, sem i fjármagna þessa stjórnmála- flokka, stundum húsnæði, stundum skrifstofuhald og út- gá f ustar fsem i, stundum kosningar, stundum málgögn, stundum eitthvað enn annað. Og þar sem almennur áhugi hefur minnkaö þá hefur þessi útvegun fjármagns orðið eftir i höndum á mönnum, sem i rauninni enginn veit, eða örfáir, hverjir eru. Forustumenn flokka koma auðvitað varla nálægt þessu en láta sér þetta vel líka, þeir vita hve erfið fjáröflunin er. Og einstaka sinnum ofbýður ein- hverjum, svo sem þegar gerðar voru fyrirspurnir um Armanns- fellsmál, eða þegar spurt hefur veriðum fjármálatengsl Klúbbs og Framsóknarflokks. Og kerfisviðbrögðin eru alkunn. fyrirgreiðslusukki og oftlega heldur tígeðfelldri fjármála- starfsemi. En þtí er mestur vandinn hugarfar allt of margra framá- manna í þessum flokkum, það hugarfar að allir þeir sem i þessum flokkum starfa séu samsekir. Og þegar upp úr sýð- ur þá skiptast málgögn þessara flokka á gagnkvæmum glæpa- ásökunum og halda svo áfram þar til allt umhverfið er orðið sljótt og hætt aö átta sig á þvi hvað snýr upp eða niður. Þá er hætt. Þaö er engin furða þótt mörgum hrjósi hugur við þessu ástandi og ásigkomulagi. Mér er nokkuð kunnugt um hvernig þessu er háttað i Alþýðuflokknum, lika vegna þess að um þetta hafa menn og Sósialistaflokkinn, þá virðist hafa verið gerð formbreyting á þessum eignum. Mikið af þeim fór á hendur einstaklinga, en nokkuð á hendur verkalýðsfél- aga, og að ég held, eitthvað á hendur flokknum. En á þeirri tið var áreiðanlega litið svo a, að hér væri einasta um timabundið ástand að ræða, þangaö til um hægðist i pólitikinni. En i stuttu máli, þá hefur engin breyting orðið á, og það virðist gersam- lega svifa I lausu lofti, hver á þessar eignir, og hvernig þær hafa verið reknar. Þetta gerir andrúmsloft leiðinlegt og tor- tryggilegt. Það ætti að vera sanngjörn krafa að þessi mál yrðu hreinsuð upp, þaðyrði gert lýðum ljóst hvað af þessum eignum flokkurinn á og hvað þó svo frá þvi hafi væntanlegá verið gengið nú. Til hvers er þetta allt saman? Tilgangur stjórnmálaflokka er að bæta það samfélag sem þeir starfa i. íslenzkir stjórnmálaflokkar, kannski i svoh'tið misjöfnum mæli, hafa að undanförnu litt dugað til þeirrar iðju. En samt er það svo að það ætti að vera sitt hvað að vera i trúfélagi eða aö vera i stjórnmálaflokki. Og umfram allt þá á starfsemi þeirra ekki að vera leynimakk örfárra manna, kannski örfárra peningamanna. Það dregur úr getu þeirra og smátt og smátt eyðileggur þá. VERÐLA UNA-KROSSGA TURITIÐ 8. HEFTI KOMIÐ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.