Vísir - 09.04.1976, Blaðsíða 7

Vísir - 09.04.1976, Blaðsíða 7
VTSIR Föstudagur 9. april 1976. Callaghan kallar 4 nýliða í stjórnina James Callaghan, hinn nýi forsætisráð- herra breta, hefur látið fjóra af ráðherrum Wilsonstjórnarinnar fara og tekið i stjórnina i staðinn bæði reynda menn og nýliða. í mannavali hans kom mest á óvart, að yfir utanrikismálin var settur Anthony Cros- land, sem hefur litla reynslu i utanrikismál- um. tslendingar minnast Cros- lands fyrir harðorða ræðu hans I upphafi þroskastriðsins, þar sem hann boðaði að breskir tog- arar ættu að sækja islandsmið sem fastast og fiska alveg upp að tólf milna-mörkunum. Flestir höfðu búist viö þvi, að Roy Jenkins, innanrikismála- ráðherra, yrði settur yfir utan- rikisráðuneytið, þegar Cailag- han stokkaði upp i stjórninni, en honum var ekki boðin staöan og verður áfram i sinu embætti. Þeir fjórir ráðherrar, sem setjast nú á bekk aftur með óbreyttum þingliðum, eru Bar- bara Castle, félagsmálaráð- herra, Edward Short, William Ross, skotlandsráðherra og Ro- bert Mellish. Þeir, sem nú setjast I stjórn I fyrsta sinn, eru David Ennals (53 ára), sem verður félags- málaráðherra, Edmund Dell (54 ára), sem verður viðskiptaráð- herra, Bruce MiIIan (48 ára), sem fara mun með málefni Skotlands, og Albert Booth (47 ára), atvinnumálaráðherra. Ennals hefur siðustu tvö árin starfað næst Callaghan I utan- rikisráðuneytinu og getiö sér orð fyrir lipurð og slægð i viðskiptum við blökkumanna- leiðtoga Afriku. Hann leysir Barböru Castle af hólmi, en hún hafði i ráðherratið sinni fengið bresku læknastéttina alla upp á móti sér. Booth tekur við af Michael Foot, en það krefst náinna sam- skipta við verkalýðssamtökin. Millan og Dell þykja meðal efnilegustu yngri stjórnmála- manna flokksins, metnaðar- gjarnir og á uppleiö. Michael Foot, sem hefur mjög vaxið að áhrifum af fylgi sinu i leiðtogakjörinu, mun taka við af Short við stjórn þingflokksins, og hlaupa i skarðið fyrir Callag- han á þingfundum. Málverkaþjóf- arnir gómaðir Tveir menn hafa verið handteknir, ákæröir fyrir þjófnaö á þremur ómetanleg- um málvcrkum úr Hertoga- höllinni i Urbino á ttaliu i fyrra. Málverkin voru eftir Francesca og Rafael. Lög- reglan i Sviss fann mál- verkin aftur fyrir tveimur vik- um, en missti þá af handhöf- um þeirra. Lögreglan var lengi á slóð málverkaþjófanna og vissi að þeim gekk illa að selja þau. Með þvi að þykjast vilja kaupa málverkin, kom- ust leynilögreglumenn i sam- band við þjófana. Mennirnir sem handteknir voru, eru báðir 34 ára gamlir. Víetnambörnin fá að vera í Danmörku Danska þjóðþingið samþykkti með yfir- gnæfandi meirihluta i gær að leyfa 200 viet- nömskum börnum að dveljast áfram i Dan- mörku svo lengi sem þau sjálf vildu. Mikill styr hefur staðið um börnin siðan þau komu frá, Sai- gon i april siðastliðnum, þegar Vietnamstriðinu var að ljúka. Þýski blaðamaðurinn Henning Becker hafði rekið heimili fyrir munaðarlaus börn i Saigon, þegar hann afréð að flýja með þau undan kommúnistum. Danska rikisstjórnin hafði fyrr ákveðið að börnin skyldu send aftur til Vietnam. En Ank- er Jörgensen forsætisráðherra ákvað i mars sl. aö breyta þess- ari ákvörðun. Atkvæðin á þinginu i gær, 114 á móti 13, eru mikill sigur fyrir hann. Dvöl vietnömsku barnanna hefur verið litrik. Henning Becker var sviptur forræði yfir þeim i febrúar, og skipað að hafa sig á brott frá dvalarstað þeirra. Börnin gengu þá berserks- gang i mótmælaskyni. Málið hefur vakið mikla athygli i Dan- mörku. Becker kom fyrir rétt i gær, vegna kæru um að hafa rænt þremur barnanna og tekið þau með sér til Þýskalands, eftir að hann missti forræðið yfir þeim. Hua, hinn upphafni . Teng, hinn útskúfaði. Flokksdeildirnar berg- mála yfirlýsingar miðstjórnarinnar Fréttastofan Nýja Kina segir, að viðsvegar um land sé fagnað skipan Hua Kuo-feng i forsætis- ráðherraembættið og brottvikn- ingu Teng Hsiao-ping úr trún- aðarstörfum flokksins. Segir Nýja Kina, að þjóðin öll fordæmi glæpsamlegar tilraunir Tcngs til aö ryðja auðvaldinu braut inn i Kina. — Um leið er farið hörðum orðum um þá, sem efldu til mótmælaaðgerðanna á Torgi hins himneska friðar, eftir að kransar höföu verið fjarlægðir, sem syrgjendur Chou En-Iais, fyrrum forsætisráðherra 'höfðu sett þar til minningar um hann. Sovetmenn agiarmr r i fískimið annarra Kinverjar ásaka sovétmenn um að nota risastóran fiskiskipaflota sinn til að tæma fiskimið annarra þjóða. Fréttastofan Nýja Kina vitnar i grein i Dagblaði alþýðunnar. 1 greininni segir að með aðstoð fíot- ans moki tæknilega fullkomin sovésk fiskiskip upp á miðum annarra þjóða, án minnsta sam- viskubits. Þannig séu fiskistofnar i hættu, og um leið sjálfstæði þjóða. ,,En ágirnd sovésku endur- skoðunarsinnanna i fiskimið ann- arra þjóða hefur vakið mikla and- úð um allan heim,” er bætt við i greininni. TAKIÐ EFTIR!!! Ofdrykkja alvar- legt vandamál í bandaríkjaher Opið til kl. 10 í kvöld Nú bjóðum við ódýrt: Grænar baunir Ananas hringir Perur Paprikusalat Ekta súrkál FAY sérvéttur 100 stk. DIXAN 600 gr. DIXAN 900 gr. DIXAN 3 kg. DIXAN 4,4 kg. kr. 175,- pr. ds. kr. 161,- pr. 1/1 ds. kr. 89,- pr. 1/2 ds. kr. 156,- pr. 450 gr. gls. kr. 221,- pr. 1/1 ds. kr. 298,- pr. pk. kr. 298,- pr. pk. kr. 419,- pr. pk. kr. 1298,- pr. pk. kr. 1959,- pr. pk. Landher og sjóher Bandarikjanna eiga við alvarleg vandamál að striða, vegna óhóflegrar áfengisneyslu her- manna. Hagstofa Banda- rikjanna segir i nýútkominni skýrslu að þriðjungur her- mannanna séu meira eða minna háðir áfengi. Verst er ástandið i herjum Bandarikjanna í Evrópu og Kóreu. En þrátt fyrir þetta alvarlega vandamál, hefur á siðustu fimm árumaðeins 57 milljónum dollara verið varið til að berjast gegn ofdrykkju, meðan 336 milljónum dollara var varið til að berjast gegn fikniefnaneyslu. 32prósent óbreyttra hermanna i landhemum eru annaðhvort of- drykkjumenn, eða ,,fara á túra”. Hlutfallið hjá foringjum er aðeins lægra, 20 prósent. 1 sjóhemum eru 37 prósent óbreyttra ofdrykkjumenn, og 18 prósent foringja. Ástandið er einnig slæmt meðal kvenfólks i sjóhernum. Nitján prdsent óbreyttra eiga við alvarleg áfengisvandamál að striða — og 9 prósent foringjanna. Arið 1973 létust 289 hermenn bandarikjahers i Evrópu. Tuttugu og fjögur prósent dauðsfallanna vom i einhverjum tengslum við áfengisneyslu. Hins vegar var neysla fikniefna tengd 8 prósentum dauðsfallanna. Meginhluti þeirra fikniefna sem neytt er innan herjanna er marijuana. Bakkus var með i spilinu i 42 prósentum allra alvarlegra glæpa sem bandariskir hermenn frömdu i Evrópu árið 1973 — morð, nauðganir, rán og árásir. Ót/ýr frosinn fiskur, — hvalkjöt, hrefnukjöt, — marineruð ísl. sild. Nýreykt pdskahangikjöt. Urval af nýju grænmeti á markaðs- verði. Nýir dvextir. KOAAIÐ í KAUPGARÐ og látið ferðina borga sig Kaupgardut Smiöjuvegi9 Kópavogi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.