Vísir - 09.04.1976, Blaðsíða 6

Vísir - 09.04.1976, Blaðsíða 6
Föstuclagur 9. april 1976. VISIR Guðmundur Pétursson Rœnda þot til Líbýu l’otan sem rænt var á Filipseyj- um fyrir tveimur dögum, lenti i Bangkok f Thaílandi i nótt. Ræn- ingjarnir, sem eru múhameðstrú- ar. ætla að láta fljúga með sig til Benghazi i Libýu. Lengi stóð í stappi milli ræn- ingjanna og yfirvalda i Manila, höfuðborg Filipseyja. Ræningj- arnir kröfðust 300 þúsund dollara og að fjórir pölitiskir fangar yrðu látnir lausir. Yfirvöld neituðu að verða við kröfum þeirra. bá ákváðu ræningjarnir að fljúga til Lýbiu. Flestum farþegunum sem i vélinni voru. hefur verið sleppt - Nokkrir eru eftir, ásamt áhöfn- inni, þar á meðal varaforseti flugfélagsins sem á BAC-111 þot- una. Gislarnir eru tólf talsins og fara allir með til Miðausturlanda. Búist var við að þotan mundi þurfa að vera um kyrrt nokkurn tima i Bangkok. Flugstjórinn sagði að nýtt dekk vantaði undir hana, en ekki var ljóst, hvort slik dekk væru til i Bangkok. Þotan mun þurfa að millilenda á nokkrum stöðum áður en hún kemst alla leið til Libýu. Flugræningjarnir þrir segjast vera félagar i frelsishreyfingu múhameðstrúarmanna á suður- Þotan frá Fhilippine Airlines á flugvellinum i Manilla. Þotan fór þaðan I gær, og lenti á flugvellinum i Bangkok, á leið til Libýu. hluta Filipseyja. bar eru hluta, en kristnir menn ráða að ,SaSl er að frelsishreyfingin múhameðstrúarmenn i meiri- öllu leyti á Filipseyjum. njóti aðstoðar frá Libiu. — Jæja, nú á ég að reykja friðarpipuna! Danska þingið samþykkti nor- rœna fjárfest- ingarsjóðinn Danska þjóðþingið samþykkti i gær með 113 atkvæðum gegn 31 staðfestingu sam- komulagsins um að setja á stofn norræna fjárfestingarsjóðinn. Samþykkt var um leið breytingartillaga, sem laut að þvi, að norræni fjárfestingar- bankinn hefði ekki leyfi til að keppa við venjulega verslunar- banka og ætti aðeins að láta að sér kveða á sviðum, sem venju- legir viðskiptabankar geta ekki látið til sin taka. Viku jarðskjálft- ar í Tyrklandi Enn einn jarð- skjálftakippurinn hrikti i gær i austur- hluta Tyrklands og var snarpastur i land- búnaðarhéraðinu Agri. Litill drengur lét lifið i þessum jarðhræringum og er hann sá sjöundi, sem ferst af völdum jarðskjálftanna, en þeir hófust fyrir viku. Virðast þeir eiga upptök sin við rætur fjallsins Ararat, sem er hæsta fjall Tyrklands (en þar átti örkin hans Nóa að hafa strandað, þegar syndaflóðið sjatnaði.) t þorpinu Dougubeyazit á þessum slóðum hafa orðið skemmdir á um 300 húsum. Róssar skrífa um þorskastríðið „Hver ógnar öryggi íslands?” er heiti greinar, sem dreift er meðal blaða i Sov- étrikjunum og er eftir einn af greinahöfund- um APN-fréttastofunn- ar, Boris Novitski, sem starfar á aðalskrif- stofum hennar i Moskvu. Hann rifjar upp, að meir en mánuður sé siðan Island sleit stjórnmálasambandi við Bret- land, en samt sjáist engin merki um lok „þorskastriösins”. „Athyglisvert er, að tsland lætur i ljós ósk um að kaupa tundurskeytabáta til að beita gegn bresku freigátunum,” skrifar hann og vitnár lika i við- tal sem breska blaðið „The Guardian” átti við Geir Hall- grimsson, forsætisráðherra. —■ „Þar fullyrti forsætisráð- herrann, að margir islendingar tengdu bresku freigáturnar, sem verja breska togara undan ströndum tslands, viö Nató. — Við það má bæta þvi, að blaða- fregnir um ólöglega geymslu kjarnavopna i herstööinni i Keflavlk, gera ekki aðild lands- ins að Nató eftirsóknarverð- ari.” Greinarhöfundur lætur þess hvergi getið, að utanrikisráð- herra tslands, Einar Agústsson, tilkynnti nýlega, að athuganir heföu leitt I ljós, að engin kjarnavopn væru hér á landi. Novitski skrifar siðan, að leiötogum Nató geöjist ekki þetta tal, þvi að herfræðingar þeirra telji Island mikilvægustu varöstöðina i N-Atlantshafi. Fer greinarhöfundur mörgum orðum um rússagrýluna, sem reynt sé aö hræða vestur- evrópubúa með, og vitnar I lokin i ræðu Breshnevs á 25. flokks- þinginu á dögunum, þar sem Breshnev kallar hana „hrópleg ósannindi frá upphafi til enda,” og segir að „Sovétrikin hafi ekki hið minnsta i hyggju að ráðast á einn eða neinn”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.