Vísir - 09.04.1976, Blaðsíða 9

Vísir - 09.04.1976, Blaðsíða 9
vism Föstudagur 9. aprll 1976. 9 Það var mikið að snúast i Kvistaborg við Kvistaland, þegar við litum þar inn. Krakkarnir þar eru nefnilega komnir I páska- skap og páskaundirbúningurinn er hafinn af fullum krafti. Að visu standa krakkarnir ekki i bakstri eða neinu sliku vafstri, heldur föndra þau. Það þýðir ekkert ann- að en að skreyta heima hjá sér á slikum dögum. Þau voru að mála páskakörfur með rauðum, gulum og alla vega litum. Það er ekki þorandi annað en að verja fötin vel, þvi að 3ja og 4ra ára krakkar eiga það til að vera ónisk á litina. Fóstrurnar klæddu þvi alla i gamlar stórar skyrtur og svo var hafist handa. 1 skyrtunum sem allar voru á málningaslettum hefðu þetta allt eiris getað verið litlir Rembrandt- ar eða aðrir meistarar. „Hvað gerist á páskunum? Nú, þá eru bara páskar... Jú, þá fáum við páskaegg”, sögðu þau. Hvort þau hlökkuðu ekki til? Jú, heldur betur, þ.e.a.s. til þess að borða páskaeggið.... — EA * : mmjk f \1 i / á U \ \ / a V . 1 Hún var svo niðursokkin þessi að hún leit heist ekki upp. Hún var að mála hænu, sem hún fer siðan nteð heim, „til þess að gefa mömmu”. Það máiar enginn nema hann fari i slopp áður. Ólöf Stefánsdóttir fóstra er þarna að aðstoða hann Karl Pétur. „List ykkur ekki vel á salernið okkar? Þetta er alveg rétt stærð, þvi við þurfum ekkert aö príla eða vera hrædd um að detta ofan i eins og á þeim stóru.” „Nú slappa ég af, og tek mér góða pásu eftir málarastússið....” Ljósm. Loftur. Þá er aö þvo sér, ekki veitir af. Málningin sækir nefnilega svolitið i hár, andlit og hendur.... „Nú er best að vanda sig. Mikið svakalega er þetta annars fallegur litur...” „Sko, nú er ég búinn. List ykkur ekki vel á þctta hjá mér?” „Strákar látiöi ekki svona. Sjáiði heldur körfuna hjá mér...” Þarna er Rannveig Jónsdóttir fóstrunemi með þeim krökkum, sem dunduðu sér við kubbana á meöan önnur máluðu. „Hvað ætti ég nú að gera næst?” Krakkarnir í Kvistaborg eru farnir að undirbúa póskana

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.