Vísir - 09.04.1976, Blaðsíða 8

Vísir - 09.04.1976, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Útgefandi: Keykjaprent lif. Framkvæmdastjóri: Daviö (iuöinundsson Kitstjórar: Þorstcinn Pálsson, ábm. olafur Kagnarsson Kitstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson Fréttastj. erl. frétta: Guömundur Pétursson Blaöamenn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guðfinnsson, Emilia Baldursdóttir, Ólafur Hauksson, Óli Tynes, Sigurveig Jóns- dótiir, Valgaröur Sigurösson, Þrúöur G. Haraldsdóttir. iþróttir: Björn Blöndal, Kjartan L. Pálsson. Útlitsleiknun: Arnór Ragnarsson, Þórarinn J. Magnússon. Ljósmyndir: James H. Pope, Loftur Asgeirsson. Aglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: llverfisgötu 44. Simi 86611 Kitstjórn: Siöuinúla 14. Simi86611.7 linur Askriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 50 kr. eintakiö. Blaöaprenl hf. Reyklaus kynslóð Nemendur i efstu bekkjardeildum barnaskólanna i Reykjavik og á Seltjarnarnesi hafa nú gengist fyr- ir stofnun samtaka i þvi skyni að stemma stigu við reykingum. Hér er á ferðinni mjög markvert fram- tak, sem rik ástæða er til að veita athygli. Það eru ekki gamlir, forstokkaðir predikarar, sem hér eru á ferðinni. Únga fólkið hefur nú sjálft tekið forystu i þessum efnum. Að þvi leyti markar þessi nýja andófsherferð gegn reykingum þáttaskil. í vetur hefur verið mjög öflug fræðslustarfsemi i gangi á þessu sviði i barnaskólunum. í Breiðholts- skóla tóku nemendur i efstu bekkjardeildunum t.a.m. að sér ýmiss konar könnunarverkefni og miðluðu siðan þeim yngri af þekkingu sinni. Hér hefur verið farið inn á nýjar brautir, sem ugglaust munu leiða til meiri árangurs en áður hef- ur náðst i þessum efnum. Nemendurnir hafa sett sér það markmið með starfi sinu að i landinu lifi a.m.k. ein reyklaus kynslóð. Á undanförnum árum hafa menn i vaxandi mæli gert sér grein fyrir þvi, að reykingamenn valda ekki einvörðungu sjálfum sér heilsutjóni, heldur einnig þeim, sem ekki reykja. Áhugi hefur þvi farið vaxandi á að tryggja rétt þeirra, sem ekki vilja spilla heilsu sinni á þennan hátt. Barátta unga fólksins i barnaskólunum á ugg- laust eftir að verða snar þáttur i viðleitni manna til þess að draga úr reykingum. Ef til vill verða ösku- bakkar jafn óþarfir og hrákadallarnir, sem nú heyra sögunni til, en voru áður eðlilegur hlutur i daglegu lifi fólks. Hugmyndin um reyklausa kynslóð er i sjálfu sér ekki fjarstæðukenndari en útrýming hrákadall- anna. Alþingi e/n málstofa Visir birti fyrir skömmu hugmyndir Hannibals Valdimarssonar i stjórnarskrárnefnd um fækkun þingmanna og sameiningu Alþingis i eina málstofu. Tillögur þessar eru að visu ekki nýjar af nálinni en þær ættu að geta orðið kveikja að raunhæfum um- ræðum um þetta efni. Fækkun þingmanna er aðýmsu leyti góðra gjalda verð. En heldur er það fjarstæðukennt að reikna með að samstaða náist þar um. Tillagan um sam- einingu alþingis i eina málstofu er á hinn bóginn miklum mun merkilegri. Starfshættir Alþingis hafa oft á tíðum verið deilu- efni. Skipting þess i deildir er arfur frá gamalli tið, þegar kosið var með ólikum hætti til deilda. Nú veldur þessi skipting aðeins töfum á þingstörfum. Og hún stuðlar ekki að vandaðri meðferð mála. Hugmyndir þar um eru á misskilningi byggðar. Vandaða meðferð mála á að tryggja með auknu starfi þingnefnda. Engum vafa er hins vegar undir- orpið að störf Alþingis yrðu bæði skjótvirkari og einfaldari, ef þau færu fram i einni málstofu. Full ástæða er þvi til að ýta fram hugmyndum Hanni- bals um þetta efni. Það yrði örugglega framfara- spor. Ástæðulaust er þvi að láta ihaldssemina drepa þessu máli á dreif. Föstudagur 9. aprll 1976. vism Umsjón: Ólafur Hauksson 1 Þcgar Ford forseti undirritaði lög um stefnu i orkumálum stuttu fyrir jdl, lét hann þessi orð falla: ■ „M ikil væg as t a takmark Bandarikjanna i orkumálum er að sameina mismunandi sjón- armið um lausn orkuvandamála og að verða sjálfstæð um öflun orku. Mcð þctta i huga hef ég á- kveöið að undirrita þessi lög.” Þetta hlýtur að hafa verið ó- þægileg stund fyrir Ford. Orku- málafrumvarpið sem þingið sendi honum til undirritunar braut algjörlega i bága við hans eigin stefnu i orkumálum sem hann hafði lagt fram fyrr á ár- inu. Stefna Fords var byggð á þeirri hugmynd, að besta ráðið til að auka oliuframleiðslu i Bandarikjunum væri að hækka verð oliu. Ford taldi einnig að verðhækkun á oliu mundi ýta undir fjárfestingar til að nýta aðra orkugjafa. allt sem gert er i stjórnarbúðun- um i Washington og eiga hug manna allan. Flotið að feigðarósi? Öhætt er að segja að banda- rikjaþing hafi brugðist við orku- vandamálum á vægast sagt hógværan hátt. Alþjóða orku- ráðið, sem i er 21 land, þar á meðal Bandarikin, birti lista i lok ársins 1975 um hvernig aðildarlöndunum tækist orku- sparnaðurinn. Bandarikin voru i neðsta sæti. Þótt ekki séu allir jafn hrifnir af áætlunum bandarikjamanna um lausn orkuvandamála inn- anlands, þá hefur sá hluti lag- anna sem snýr að alþjóðlegum árum að tunnan mundi hækka i 12 doilara? Hver sá sem neioi haldiðþvi fram að olian ætti eft- ir að hækka svo mikið hefði ver- ið álitinn geggjaður. Við verðum ætið að reikna með einhverju óvæntu þegar framtiðaráætlanir eru gerðar. F'ramtíð við- ræðnanna i Paris Þótt framtiðarhorfur um oliu- verð séu óljósar, þá er það ekk- ert i samanburði við óvissuna um framtið þeirra viðræðna sem hófust nýlega i Paris. Það eru viðræðurnar milli iðnaðar- landanna, oliuútflutningsland- tðe V,nó\'s' óo’ VA cb Vm Demókratar á annarri skoðun Bandarikjaþing, þar sem demókratar eru i meirihluta, var á annarri skoðun um lausn mála. 1 febrúar 1975 gaf flokksfor- usta demókrata út plagg um skoðanir flokksins á hvernig hressa mætti upp á efnahagslif- ið og nýta orkugjafa.Megin- stefna flokksins kom fram i þeirri staöhæfingu aö miðað við mestu efnahagskreppu og mesta atvinnuleysi siðan i kreppunni miklu 1929, mundi orkuáætlun sem striddi gegn forgangsatriðum við endurreisn efnahagslifsinsbrjóta i bága við hagsmuni almennings. Allt siðasta ár kljáðist Ford forseti við óþreytandi demó- kratana. Þeir sendu honum hvert frumvarpið á fætur öðru sem hann beitti neitunarvaldi gegn. I hvert sinn unnu demó- kratar fylgi almennings, vegna tillagna sinna um að lækka oliu- verð. Ford skaðaðist á þvi að vilja hækkanirnar. Vildi ekki axla ábyrgðina einn Ford hefði getað fengið hækk- að verð, með þvi einfaldlega að leyfa lögunum, sem sett voru á timum orkukreppunnar, að falla úrgildi. En hann var ekki fús til að taka einn á sig alla á- byrgðina. Þegar demókratar harðneituðu að þýðast skoðanir hans, gafst hann upp og undir- ritaöi frumvarp þeirra. Hin nýju lög um orkumál veittu Ford að vísu nokkuð af þvi sem hann hafði barist fyrir, t.d. heimild til að hafa vara- birgöir af olfu i hernaðarlegum tilgangi. En kröfur demókrata um olíuverðið náðu fram að ganga. Meðalverð á hverri tunnu af hráoliu var lækkað úr 8,75dollurum i7,66 dollara.Hins vegar var veitt heimild til há- marks hækkunar um 10 prósent á ári. Þessum takmörkunum verður aflétt eftir 40 mánuði (þrjú og hálft ár). Undir niðri höfðu svo væntan- legar forsetakosningar sitt að segja. Þær setja nú mark sitt á vandamálum orkukreppunnar fengið jákvæðari undirtektir. Forysta um lausn orkuvandamála Undanfarin tvö ár hafa bandarikjamenn haft forystu um lausn orkuvandamála. Þeir hafa staðið fyrir stofnun Al- þjóða orkuráðsins, undirbúið c y— 1,1 John C. Ausland skrifar ---------v ] nefndafundi til að ræða hugsan- lega stöðvun olíusölu, likt og átti sér stað 1973, komist að sam- komulagi við oliuútflutnings- lönd um grunnverð á oliu, og fengið þau sömu lönd til að taka þátt i viöræðum um orku og orkuvandamál. Ekki er ljóst hversu mikils virði þessar aðgerðir banda- rikjamanna eru. Á þær hefur ekki reynt ennþá. En þetta er eitthvað annað en hin ruglings- legu viðbrögð iðnaðarrikjanna, þegar arabar stöðvuðu oliusöl- una. Ef hin alþjóölegu oliufélög hefðu ekki haldið höfðinu, og tekist dreifing þeirrar oliu sem til var,hefðu mörg lönd lent i al- varlegum vandræðum. Geta oliufélögin endurtekið leikinn? Ein mikilvægasta spurningin er hvort oliufélögin myndu geta endurtekið þetta, ef til sölu- stöðvunar kæmi á ný. Alþjóða orkuráðið hefur gert áætlanir sem miða við að oliufélögin dreifi oliu eftir ákveðnum regl- um. En lönd, sem stæðu að sölu- stöövun, gætu haft sitthvað að segja. Það er lika eitt að fullyrða að oliuverð falli ekki niður fyrir 7 dollara á tunnuna og annað að sjá til þess að svo verði ekki ef oliuverð fer að lækka. Fjarstæðukennt eða ekki Auðvitað hljómar það fjar- stæðukennt að imynda sér verð- ið undir 7 dollurum. En er það nokkuð fjarstæðukenndara en að hafa hugsað sér fyrir þremur anna, og þeirra tátæku landa heims sem þurfa að flytja inn oliu. I desember siðastliðnum var ákveðið að skipta viðræðun- um i fjóra þætti til að ræða i nefndum. Þeir eru: orka, hrá- efni, þróun og fjármál. Tviþætt hugarfar Bandarikjamenn koma til þessara viðræðna með tvíþættu hugarfari. Kissinger, utanrikis- ráöherra, vitnar i sifellu til löngunar bandarikjamanna til samstarfs. En á sama tima láta aðrir háttsettir embættismenn i ljós þær skoðanir að ekkert væri kærkomnara bandarikjamönn- um en að ÖPEC, samtök olíuút- flutningslanda, leystust upp. T.d. sagði Charles Robinson, aðstoðarútanrikisráðherra, þingnefnd að eitt meginmark- mið Bandarikjanna væri að verð á oliu væri ákveðið á frjáls- um, alþjóðlegum markaði. Kannski ætla bandarikja- menn aðeins að starfa með OPEC löndunum, þangað til bandalagið leysist upp. ,,óæskileg” samtök 1 viðræöunum i Paris munu bandarikjamenn vafalaust gera sitt besta til að eyðileggja sam- tök sem náðst hafa milli OPEC-landanna og fátæku oliu- innflutningslandanna undir for- ystu Alsir. Þar sem fátæku löndinhafa orðið verst úti vegna oliuverðhækkana, virðist þetta kannski ekki ómögulegt. Samt sem áður binda traust bönd þessi lönd saman, sérstaklega að þau hafa verið, og eru enn, arðrænd af iðnaðarrikjunum. En að minnsta kosti munu bandarikjamenn reyna að fá OPEC löndin til að létta hinum þungu fjárhagsbyrðum af fá- tæku löndunum sem oliuhækk- anirnar hafa skapað. Stefnir að sjálfstæði Liklega mun sú stefna banda- rikjamanna i orkumálum, sem sett hefur verið i lög, ná yfir- höndinni þarlendis smátt og smátt, sérstaklega að afstöðn- um forsetakosningum. Þar ris auðvitað hæst að bandarfkja- menn reyni að verða sjálfum sér nógir um orku. En að öllum likindum hafa efnahagslegir þættir þar meiri áhrif en póli- tiskir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.