Vísir - 24.04.1976, Blaðsíða 5

Vísir - 24.04.1976, Blaðsíða 5
VJCSJLH Laugardagur 24. april 1976 5 One Flew Over The Cuckoo's Nest Óskarsverölaunahafnarnir Louise Fletcher (Ratched hjúkka) og Jack Nicholson (McMurphy). í augum þeirra kynnir þú að vera klikkaður Sannið til, óskarsverð- launin i ár eiga eftir að valda stefnubreytingu i bandariska kvikmynda- iðnaðinum. í stað stór- mynda eins og Patton, French Connection, Sting og Guðfeðurnir, er það tiltölulega ódýr kvikmynd tekin á einu geðveikrahæli, sem fær verðlaunin i ár. Eins og helsti keppinauturinn „Dog Day Afternoon” byggir myndir „One Flew Over The Cockoo’s Nest” algjörlega á handritinu og leik aöalleikarans. Þótt samnefnd bók Ken Kesbys hafi vakib athygli á sínum tima tókst leikaranum Kirk Douglas, sem keypt hafði kvikmyndarétt- inn ekki ab vekja áhuga peninga- manna á ab gera kvikmynd eftir henni. Þegar hljómplötufyrirtæki fékkstsvo loks til að leggja til féö, þótti Kirk Douglas orbinn of gam- all fyrir hlutverk aðalhetjunnar McMurphy og Jack Nicholson var kvaddur til i stabinn. Milos For- man var fenginn sem leikstjóri. Auðveldar að komast inn en út Það var ljóst, fljótlega eftir aö — Ja, hvurt f hoppandi, Mc- Murphy (Jack Nicholson) veit ekki hvaðan á sig stendur vebrib er daufdumbi indlánahöfbinginn fær allt i einu málib. McMurphy hefur verið lokaður inni á geðveikrahæli i Oregon i Bandarikjunum, ab hann er ekki geðbilaðri en almennt gerist. Hann trúði, að vistin á hælinu yrði bærilegri en i fangelsinu þar sem hann var að af plána dóm. Með þvi að hegða sér eins og honum sýnd- ist og án tillits til þess, sem aðrir hugsuðu um hann tókst honum fljótlega að verða sér úti um hælisvist. En það er auöveldará að kom- ast inn en út. Þótt forstöðumaður hælisins, sem leikur sjálfan sig i myndinni telji allan timann, aö McMurphy sé alheilbrigður þarf úrskurður hans að fara fyrir nefnd, sem telur, að réttast sé að rannsaka McMurphy betur áður en óhætt sé að gefa honum reisu- passann. 1 þessu endurspeglast aðalvið- fangsefni myndarinnar, hver sé heilbrigður og hver ekki. Er það fólkið i kringum okkur, sem það metur eða nefnd manna, sem sér- menntaðir eru i þvi að finna geð- veiki i mönnum en ekki heil- brigði. Það er ekki einungis um Mc- Murphy, sem þessi spurning spinnst um, heldur einnig sjúklingana sem hann umgengst á hælinu. Ahorfendunum bregður, þegar jötunvaxinn indiáni, sem sópað hefur gólfið daginn út og inn, daufdumbur og sambandslaus við allt og alla, reynistskyndilega al- heilbrigður maður, þegar rétt er að honum farið og á hólminn er komið. Og þegar McMurphy stingur af með alla sjúklingana á sinni deild ogheldur niðurá ströndinasjáum við hópinn skyndilega i nýju ljósi. Þeir fá lánaðan bát og segja eigandanum, að þeir séu af Ore- gon geðveikrahælinu. Hann hrekkur vitanlega viö en þegar Mc-Murphy kynnir sig sem Mc-Murjúiy yfirlækni og félaga sina sem aðstoðarlækna og prófessora léttir honum stórum. Ekki frábrugðnir öðrum Það má þvi vera ljóst að hegð- um og útlit mannanna skiptir ekki máli heldur stimpillinn á nafni Páskamyndin í ár: BARNEY KJMiAflD precnts A MAGMJM PflOOUCTION CALLAN ein sú bezta sinnar tegundar. Tekin i litum. Leikstjóri: Don Sharp. Aðalhlutverk: Edward Woodward Eric Porter. Bönnuð innan 16 ára: islenskur texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. DiNO DE LAURENTIIS prtMflll flUbrilRBÆJARfíll I ÍSLENZKUR TEXTI rMANBINGUl Heimsfræg, ný, bandarisk stórmynd i litum, byggð á samnefndri metstölubók eft- ir Kyle Onstott. Aðalhlutverk: Jamcs Mason, Susan George, Perry King. Bönnuð innan 16. ára. Sýnd kl. 5. 7.30 og 10. Hækkað verð. Athugið breyttan sýningar- tima. þeirra. Þegar myndin er klippt frá einu andlitinu yfir á annað og það kynnt, sem læknir þetta eða hitt, sjáum við að sömu mennirn- ir og við höfum hingað til álitið klikkaða eru i engu frábrugðnir læknum, skrifstofumönnum, verkamönnum eða hverjum sem er úti i þjóðfélaginu. Ahorfandanum verður það einnig ljóst, að aðferðir og lyf, sem ætluð eru til að lækna sjúka, geta gert þeim sem heilbrigðir eru óbætanlegt mein. Ahorfand- inn sér jafnframt, ab hvatir þær, sem búa i brjóstum hjúkrunar- fólksins eru ekki allar heilbrigð- ari en hjá sjúklingunum, þótt það hafi aö visu betri heimil á þeim. Hér, þvi miöur, svipar „One Flew Over The Cuckoo’s Nest” til fjölda annarra hæliskvikmynda, þar sem hjúkrunarkonur og lækn- ar eru haldnir kvalarlosta og skilningsleysi á þörfum sjúkling- anna. Jafnvel við að heyra fóta- tak læknisins á ganginum reyna sjúklingarnir að skriða i felur. Slfkt atriði hefði maður frekar átt von á að sjá I lélegri hrollvekju en mynd eftir Milos Forman, sem á aö heita raunsæ. Eða er sann- leikurinn þessu likur eftir allt saman? Jón Björgvinsson TÓNABÍÓ Sími31182 Kantaraborgarsögur (Canterbury Tales) Leikstjóri: P.P. Pasolini „Mynd i sérflokki (5 störnur) Cantaraborgarsögurnar er sprenghlægileg mynd og verður enginn svikinn sem fer i Tónabió” Dagblaðið 13.4. 76. Stanglega bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 9 Tom Sawyer Ný, bandarisk söngva —og gamanmynd byggð á heims- frægri skáldsögu Mark Twain „The Adventures of Tom Sawyer”. Mynd fyrir alla á öllum aldri. Leikstjóri: Don Taylor Aðalhlutverk: Johnny Whitaker, Celeste Holm, Warren Oates. íslenskur texti Sýnd kl. 5 og 7. Sama miðaverð á allar sýn- ingar. *& 1-89-36 California Split íslenskur texti Bráðskemmtileg ný amerisk gamanmynd i litum og Cinema Scope með úrvais- leikurunum Elliott Gould, George Segal. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 LAUGARAS Sími 32075 Jarðskjálftinn Frumsýnd á skirdag. Stórbrotin kvikmynd um hvernig Los Angeles mundi lita út eftir jarðskjálfta að styrkleika 9,9 á richter. Leikstjóri: Mark Robson, kvikmvndahandrit: eftir Ge- orge Fox og Mario Puzo. (Guðfaðirinn). Aðalhlutverk: Charlton Heston, Ava Gardner, Ge- orge Kennedy og Lorne Green ofl. Bönnuð börnum innan 14 ára Sýnd kl. 5, 7.30 og 10 Hækkað verð tslenskur texti Sími: 16444. Leikhúsbraskararnir (The Producers) Frábær og sprenghlægileg bandarisk gamanmynd i lit- um, gerð af MEL BROOKS, um tvo furðulega svindlara. ZERO MOSTEL GENE WILDER Islenskur texti Endursýnd kl. 3, 5, 7, 9, og 11 ROBERT REDFORD / FAYE DUNAWAY CUFF ROBERTSON/MAX VON SYDOW M A SIMII SCHNdHR IWOOUC1ION * STDNt > rotUCK f KM Gammurinn á flótta Æsispennandi og mögnuð ný bandarisk litmynd um leyni- þjónustu Bandarikjanna CIA. Mynd þessi hefur alls- staðar verið sýnd við metað- sókn. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd i dag, skirdag og 2. i páskum kl. 5, 7.30 og 9,45. Ath. Breyttan sýningartima. Ilækkað verð. ðÆJpHP ^1" Sími 50184 ISLENSKUR TEXTI Nitján rauðar rósir Mjög spennandi og vel gerð dönsk sakamálamynd, gerð eftir sögu Torben Nielsen. Sýnd kl. 9 Flækingar Hörkuspennandi kúreka- mynd með Peter Fonda og fl. Sýnd kl. 5. Bönnuð innan 16 ára. LEIKHÚS ÞJÓDLEIKHÚSID KARLINN A ÞAKINU i dag kl. 15. Uppselt. Sunnudag kl. 15. Þriðjudag kl. 17. CARMEN i kvöld kl. 20. Fáar sýningar eftir. FIMM KONUR 5. sýning sunnudag kl. 20. Gul aðgangskort gilda. NATTBÓLIÐ miðvikudag kl. 20. Miðasala 13,15—20. Simi 1-1200. ' Ll.lklTlAC; KEVKIAVÍKUR 1-66-20 SAUMASTOFAN i kvöid. — Uppselt. Fimmtudag kl. 20.30. KOLRASSA sunnudag kl. 15.— Næst sið- asta sýning. EQUUS sunnudag kl. 20.30. SKJALDHAMRAR þriðjudag kl. 20.30. Föstudag kl. 20.30. VILLIÖNDIN miðvikudag kl 20.30. — Sið- asta sinn. Miðasalan i Iðnó er opin frá kl. 14 til 20.30. — Simi 1-66-20. Leiktelag Kópavogs Barnaleikritið Rauðhetta Sýning sunnudag kl. 3. Siðasta sinn Miðasala sýningardaga. Simi 41985.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.