Vísir - 24.04.1976, Blaðsíða 23

Vísir - 24.04.1976, Blaðsíða 23
Vegna „Prumps" um kvikmyndina Kantarborgarsögur Þorbjörg Jónsdóttir, skrifar: „Föstudaginn 9. april var birt í Visi gagnrýni kvikmyndarinnar „Kantaraborgarsögur”, þessi skrif eru ekki eingöngu léleg sem slik og ómerkileg, heldur gefa ljósa mynd af fáfræði gagnrýn- anda á þvi málefni sem hann hyggst taka fyrir. Ég get ekki orða bundist og vil gjarnan leið- rétta hina hrapallegu villu gagn- rýnanda, en að baki myndarinnar stendur annað og meira en „hinar sérkennilegu kenndir Pasolinis” eins og gagnrýnandi heldur fram. Ég vil byrja með að koma þvi á framfæri og biöja gagnrýnanda að gefa þvi' nákvæman gaum að sagan sem kvikmyndahandritið erunniðeftir.ersamin um 1387 af einu frægasta ljóðskáldi breta, Geoffrey Chaucer, og eru „The Canterbury tales” taldar eitt af hans bestu verkum. Þetta er ljóð um 17.000 linur og skiptast i um tuttugu kafla eöa smásögur. Undirrót sagnanna er, að hópur pilagrima er á ferð frá London til Kantaraborgar og á leiðinni segir hver þeirra eina sögu venjulega af eigin reynslu sem Chaucer siðan skráir jafnóðum. Hverju má treysta? 1 upphafi hinnar frámunalegu gagnrýni getur skrifari þess að leikstjóri og „höfundur handrits” séPasolini.sem færengan veginn staðist, auk þess sem hann full- yrðirað myndin sé gerð árið 1973, en i auglýsingu frá Tónabiói, er þess greinilega getið að myndin hafi hlotið Gullbjörninn i Berlin 1972 svo fullyrðing gagnrýnanda á þessu atriði er heldur ekki rétt. Hverju má þá treysta af fram- haldinu? Pasolini fer sérlega vel með leikstjórn myndarinnar. Á skemmtilegan hátt kynnir hann og itrekar Chaucer sem höfund sagnanna, en reynir ekki á nokk- urn hátt að eigna sér þær eins og gagnrýnandi álitur i villu sinni. Pasolini hefur valið sjö sögur til meöferðar og má vera að það séu einmitt þær sjö sterkustu hvað kynlif og kúgun miðalda snertir (en eru það ekki einmitt þau at- riði. sem kitla hvað mest, eða svo virðisteftir þeim kvikmyndum að dæma, sem ganga mest nú um þessar mundir og yfirleitt?). Gagnrýnandi orðar svo að reynt sé af veikum mætti að fjalla á frjálslegan hátt um þessi mál á miðöldum, og að hugsanir sögu- manns séu á heldur lágu plani. En er ekki einmitt sá, sem sjálfur lifir þessa tima, best til þess fallinn að fjalla um þessi mál á raunsæjan hátt og geta hugsan- ir sliks mikilfenglegs skálds sem Chaucers verið á lágu plani? Gagnrýnandi gengur heldur langt Heldur gengur gagnrýnandi langti'dómum sinum um Pasolini og kennir honum allt sem mynd- inni viðkemur. Veit gagnrýnandi hvert starfssvið leikstjóra yfir- leitt er? t blekkingu sinni ætlar gagnrýnandi Pasolini alla persónusköpun sem samkvæmt fengnum staðreyndum er al- rangt, og þvi ekki hægt að segja kokkinn i „The cook’s tale”, „persónugerving” Chaplins, fyrst og fremst vegna þess að kokkur- inn er lifandi mannvera, en hug- takið „persónugerving” er notað um dauöa hluti og tákn sem gædd eru eiginleikum og lifi persóna, og ekki siður þar sem Chaplin fæðist ekki fyrr en um 500 árum eftir að Chaucer skapar kokkinn. Meiri hluti umdeildrar greinar eru sóðaleg og ómerkileg skrif um Pasolini sjálfan, sem kemur viðfangi gagnrýnanda að engu leyti við. Eins og fyrr greinir tengir hann „sérkennilegum kenndum” hans innihaldi mynd- arinnar og kemur þvi skilmerki- lega á lramfæri hvernig dauða Pasolinis bar að garði, sem hann greinilega byggir á slúðurkennd- um fullyrðingum fréttablaða. Einnig vil ég i þessu tilfelli minna á, að ef leikstjórar kvik- mynda væru allir gæddir þeim eiginleikum sem myndir þeirra sýna fram á, þá væru þeir flestir margflóknir persónuleikar, sér- lega ef hafðar eru i huga þær kvikmyndir sem hvað algengast- ar eru i dag, þ.e. forhertar glæpa- og klámmyndir. Frægur fyrir góða leikstjórn Ég vil geta þess að Pasolini er frægur fyrir góða leikstjórn og er siöur en svo miður sin við gerð þessarar myndar sem ekki er ólik i sniðum og gerð en Decameron, sem fjallar um samskonar mál- efni, þá aðallega kynlif nunna og er það siður en svo álit Pasolinis á klausturbúðum miðalda sem kemur fram, heldur höfunda sagnanna, þeirra sem lifðu þessa tima og kunna þvi betri skil á „guðdómleik” miðalda og munka, ensá sem umdeilda grein skrifar. Gagnrýnandi talar um tæknilega galla og einfalda persónusköpun, en þaö ber að at- huga að eitt sérstæðasta við kvik- myndir Pasolinis er aö flesta leik- ara sina velur hann úr götulýð borga ttaliu, svo leikurinn er ekki nema hálfur, þar sem persónurn- ar eru sannar hlutverkum sinum. Einnig minnist gagnrýnandi á aö allt „continuitet” vanti, en orðið „continuitet” er ekki til i neinu tungumáli og sist islensku, helst er að höfundur orðsins dönsku- skjóti enska orðið „to continue” sem þýðir aðhalda áfram og geri ég ráð fyrir að gagnrýnandi eigi við tengingu sagnanna i samfelld- an söguþráð, en raunverulega er ætlunin ekki sú. Þetta eru sjö frá- sagnir, sem allar fjalla á mis- munandi hátt um afstöðuna til þjóölifs á miðöldum og mest áhersla lögð á kynlif og kúgun yfirstétta og kirkju. Gagnrýnandi dænidur úr leik Með þessum skrifum minum dæmi ég þvi gagnrýnanda úr leik og vona að hann leiti á ný mið þar sem hann leysi andlegan vind sinn án þess að iþyngja okkur með óþefnum. Eindregiö ráðlegg ég öllum að sjá myndina og hafa réttar staðreyndir i huga og dæma siðan sjálf, en myndin er siður en svo saurug eða sóðaleg, heldur bæði verulega fyndin og raunsæ. Ef bakhluti djöfulsins i helvi'ti (þar sem í'leiri en aðeins munkar gista), særir fegurðar- smekk og hrellir viðkvæmni fólks eins og gagnrýnanda, þá legg ég til að menn liti sér nær og hyggi að boðskap glæpamynda og klámmynda okkar eigin tima.” Er kvikmynd Pasolinis bara prump eða hvað? Er verið að hengja fyrir smið? bakara Karl Helgason hringdi: „Hvenær settu bankarnir þá reglu að taka ekki tékka á aðra banka? Ég fór i banka til að fá inn- leystan tékka sem gefinn var út á annan banka. Gjaldkerinn spurði hvort ég hefði einhver viðskipti við bankann, en ég kvað það ekki vera þótt ég ætti að visu sparisjóðsbók þar með nokkurri innistæðu. Þá sagðist gjaldkerinn ekki geta tekið við tékkanum. Það var ekki fyrr en i þriðja bankanum sem ég losnaði við tékkann og þá vegna þess að vit- að var um viðskipti min við þann banka. Mér finnst þetta hatrammt tillitsleysi gagnvart fólki. Eru bankarnir ekki til fyrir fólkið, heldur fólkið fyrir bankana? Ef þessi ráðstöfun á að vera til þess að fyrirbyggja falsanir, þá fæ ég ekki séð hvernig það má vera. Það er alltof mikið að gera yfirleitt i bönkunum til að hægt sé að fletta upp á spjaldi lyrir hvern þann tékka sem inn kemur. Teiur yfirstjórn bankanna að hagsmunir bankanna séu best tryggðir á þennan hátt?” Pasolini leikstjóri liinnar um- deildu myndar, Kantaraborgar- sögurnar Athugasemd við athugasemd Athugaseind við athugasemd: Rétt er það hjá Þorbjörgu Jónsdóttur að ekki kemur fram i gagnrýninni að Kantaraborgarsögur séu eftir Geoffrey Chaucer, þótt undir- rituðum hafi verið það full- ljóst, en ekki verður aftur snú- ið með þaö að Pasolini er höfundur handritsins aö kvik- myndinni þótt hann sé ekki höfundur sagnanna.Hins veg- ar er það slæm villa að segja að myndin sé siðan 1973 og biðst undirritaður afsökunar á henni. Nokkur atriði eru það önnur sem undirritaðan langar að fjalla svolitið nánar um: 1. í orðabók Menningarsjóös segir að orðið persónu- gervingur geti þýtt að e-r per- sóna geti verið táknræn fyrir eitthvað áberandi i fari sinu. Undirritaður telur aö kokkur- inn i The Cook 's Tale hafi ver- ið táknrænn fyrir hegðan og gæfuleysi Chaplins, hvað svo sem bréfritara finnst. Þess má geta að meö ólikindum er að menn á 14. öld hafi gengið i jakkafötum með kúluhatt. eins og kokkurinn gerir, enda ekki óliklegt aö Pasolini mat- reiði efnið eftir sinum geð- þótta að vissu marki. 2. Það er álit undirritaðs að leikstjóri kvikmyndar eigi stóran þátt i persónusköpun i kvikmynd, jafnvel þótt leikar- ar séu valdir úr hópi götulýðs á Italiu. (Þess má reyndar geta hérað nokkrir leikaranna voru ibúar i smá þorpi á Eng- landi). 3. Það er orðfæð undirritaðs sem veldur þvi að hann notar orðið „continuitet", og hefur Þorbjörg rétt fyrir sér i þvi hvernig það er til komið. en ekkert eitt orð eða heppilegt orðasamband er til yfir merk- ingu þessa orðs i þessu sam- hengi á islensku, þvi vissulega getur verið ákveðið samhengi i myndinni, þótt fjallað sé um 7 sögur. Slikt samhengi hefði verið hægt að búa til á ýmsa vegu 4. Ekkier undirritaður sam- mála Þorbjörgu um það að þessar frásagnir íjalli á mis- munandi hátt um afstöðuna til þjóðlifs á miðöldum. þvi hann telur að þjóðlif hafi verið ögn litrikara. án þess að vera svona sóðalegt og saurugt, sem það birtist i þessari mynd. 5. Þorbjörgu verður ekki að þeirri ósk sinni aö gagnrýn- andi leiti á önnur mið. a.m.k. ekki að sinni, en hann vonar að hún haldi áfram að lesa gagn- rýnina með jafn vakandi at- hýgli og fyrrum. Rafu Jónsson. :<<**r* zr szímx-.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.