Vísir


Vísir - 24.04.1976, Qupperneq 8

Vísir - 24.04.1976, Qupperneq 8
8 VÍSIR Otgefandi: Heykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson Kitstjórar: Þorsteinn Pálsson, ábm. ólafur Hagnarsson Hitstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson Fréttastj. erl. frétta: Guömundur Pétursson Klaöamcnn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guðfinnsson, Emilia Baldursdóttir, Ólafur Hauksson, Óli Tynes, Sigurveig Jóns- dóttir, Valgarður Sigurösson, Þrúöur G. Haraldsdóttir. iþróttir: Bjöm Blöndal, Kjartan L. Pálsson. útlitsteiknun: Arnór Ragnarsson, Þórarinn J. Magnússon. Ljósmyndir: James H. Pope, Loftur Ásgeirsson. Aglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu44. Simar 116«0 HGOl 1 AfgreiÖsla: Hvcrfisgötu 44. Simi 8G611 Hitstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611.7 linur Askriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 50 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Gömul barnatrú Verðlagsmálefni hljóta af eðlilegum ástæðum að vera i brennipunkti á verðbólgutimum. í verðbólgu- ringulreið siðustu ára hafa menn i raun réttri glatað öllum möguleikum til þess að bera sæmilegt skyn- bragð á verðlagningu. Þetta er vissulega háskaleg þróun, sem með öðru grefur undan heilbrigðum viðskiptaháttum i þjóð- félaginu. Verðbólguhugsunarhátturinn virðist á hinn bóginn vera orðinn svo rótgróinn, að verulegir örðugleikar eru á að fylgja fram markvissri að- haldsstefnu. Allir, sem vettlingi geta valdið, reyna að spila á verðbólguna og hagnast á henni. Þetta gildir jafnt um atvinnufyrirtæki, riki, sveitarfélög og einstak- linga. Menn hafa ákaflega mismunandi hugmyndir um það, hvernig stöðva megi verðbólguna. Engu er lik- ara en sumir telji sjálfum sér og öðrum trú um að unnt sé að banna verðbólguna með lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum. Þær umræður, sem Alþýðusambandið hefur hrundið af stað um verðlagsmálin eru athyglisverð- ar fyrir margra hluta sakir. Launþegasamtökin hafa með þessu á virðingarverðan hátt blandað sér inn i almennar umræður um efnahagsmálin. Á hinn bóginn er þetta framlag Alþýðusambands- ins afar skýrt dæmi um þá barnatrú, að unnt sé að stiga verðbólguhjólið af fullum krafti á öllum svið- um efnahagslifsins, en rikisstjórnin geti siðan kom- ið í veg fyrir verðlagshækkanir með þvi einu að synja öllum beiðnum þar að lútandi. Sannast sagna er litil von til þess að árangur náist i viðureigninni við verðbólguna meðan barnatrú af þessu tagi er rikjandi. Timi er vissulega til kominn að menn viðurkenni að það er laufskrúð verðbólgu- stefnunnar, sem liggur á borðum verðlagsnefnd- anna, en ekki rætur hennar. Verðbólguvöxturinn verður ekki stöðvaður, nema að þeim sé hoggið. Við búum enn við úrelta verðlagslöggjöf. Lýð- skrumarar i hópi stjórnmálamanna halda því fram, að hún sé hemill á verðlagshækkanir. Það eru hins vegar blekkingar einar eins og dæmin sanna. Við athuganir, sem gerðar hafa verið að undan- förnu hefur komið i ljós, að ýmsar kaupmanna- verslanir eru reknar með þeim hætti, að þær geta selt vörur undir þvi verði, sem hámarksálagningin gerir ráð fyrir. Mismunandi rekstrarform hefur greinilega leitt til verulegrar samkeppni milli verslana, þrátt fyrir þá spennitreyju, sem verslunin er hneppt i. í sambandi við þær verðkannanir, sem gerðar hafa verið að undanförnu, er vert að gefa þvi gaum, að verslanir samvinnuhreyfingarinnar hafa ekki getað tryggt neytendum jafn lágt vöruverð eins og ýmsar kaupmannaverslanir. Þrátt fyrir góðan vilja hafa þær ekki náð sama árangri i þessum efnum og kaupmenn, sem standa utan fjármagnshrings sam- vinnuhreyfingarinnar. Það á ekki að afnema verðlagseftirlit. A hinn bóg- inn ber brýna nauðsyn til að lögleiða nýja og frjáls- legri verðmyndunarlöggjöf. Hún myndi leiða til aukinnar hagkvæmni en ekki hærra vöruverðs. Laugardagur 24. april 1976 vism Umsjón: Guðmundur Pétursson Fundur Fords forseta og d’Estaing frakklandsforseta á eyjunni Martinique markaði timámót I sam búð Frakklands og Bandarikjanna. Einleikur de Gaulle forseta i vörnum Vestur-Evrópu skapaði Frakklandi sérstöðu en menn hafa ekki orðið á eitt sáttir um, hvað fyrir hershöfðingjanum vakti. Þegar Valery Giscard d’Estaing, frakklandsforseti, fer i heimsókn til Bandarikj- anna I næsta mánuði i tilefni 200 ára afmælis þeirra vestur- heimsmanna, ber það um leið upp á annað afmæU, öllu vand- ræðalegra. Núna I vor veröa nefnilega tiu ár liöin siöan hersveitum At- lantshafsbandalagsins og aðal- stöðvum var úthýst af franskri grund og frakkar tóku kjarn- orkuvopnaðan herstyrk sinn undan yfirherstjórn Nato. Mestu sárindin, sem ein- þykkni de Gaulles olli, eru horf- in og upprifjun þessara tima- móta manna á milli nú i vor er ekki til þess að ýfa upp gömul sár. En bandarikjastjórn leynir ekki áhyggjum sinum vegna uppgangs kommúnista i Vest- ur-Evrópu og hugsanlega upp- lausn NATO i áframhaldi af þvi. Þvi hefur sérstaða Frakklands i vörnum vesturlanda komist á dagskrá aftur. — Má mikið vera, ef þau mál verða ekki tek- in til umræöu, þegar d’Estaing hittir starfsbróður sinn i vestur- heimi að máli. Giscard d’Estaing forseti er maður meö gjörólikar hug- myndir og stefnu en de Gaulle sem tók ákvörðunina um að kalla frönsku hersveitirnar úr Nato. En þann tima, sem d’Estaing hefur veriö i forseta- stóli, hefur hann litið látið til sin taka afstöðuna til bandalagsins, a.m.k. ekki opinberlega. „Frakkland er aöili aö banda- laginu en það veröur sjálft að sjá öl þess að sjálfstæðar varnir þiess séu tryggar,” segir hann. — Það hljómar ósköp áþekkt og stefna hershöfðingjans gamla. En margir frakkar og ein Ut- lendingar gruna að þessi hljóm- ur sé ekki alveg hreinn. D’Estaing hefur legiö stööugt undir gagnrýni jafnt gaullista til hægri sem kommúnista til vinstri fyrir að hneigjast til að lauma Frakklandi inn i hernað- arkviar Nato aftur. Þeir saka hann um að búa sig undir að fara „þar inn um bakdyrnar”. Þeir telja þennan grun sinn studdan af þindarlausum til- raunum bandamanna frakka i Evrópu til að hafa sinnaskipti á frakklandsstjórn. Það eru evrópurikin en ekki Bandarikin, sem reynt hafa að beita áhrifum sinum i þessa átt. — „Þeir segja.aðþaö sé skylda okkar að styrkja hernaöarmátt Nato núna, þegar bandarikjamenn eru orönir reikulir heims- drottinshlutverki sinu,” lét einn embættismanna d’Estaing eftir sér hafa á dögunum. Bandarikjamenn hafa fyrir löngu sætt sig við afstöðu frakka, þótt þeir kysu helst, aö Frakkland hætti einleik sinum og bættist I herlið vesturvelda. Raunar hafa menn aldrei orö- ið á eitt sáttir um, hvaö fyrir de Gaulle vakti meö hinni örlaga- riku tilkynningu sinni 10. mars 1966. — Aðalafleiðing hennar ■ % Tíu ár lœknuðu sárín eftir við- sidlnað de Gaulle við Nato varö sú, að franskt herlið var ekki lengur undir yfirstjóm Natoherja, sem Alexander Haig, hershöfðingi, (fyrrum starfsmannastjóri Nbcons for- seta) hefur nú á hendi. Menn túlkuöu þessa ákvörðun þannig, aö de Gaulle dreymdi mikilmennskudrauma um stór- veldið Frakkland, og heföi öör- um þræöi áhyggjur af þvl, að bandarlkjamenn mundu draga frakka út I ónauðsynlegar ill- deilur i kjölfar Vietnamstriðs- ins. En kannski var honum mikilvægast, að meö þvi aö draga franskan herstyrk út úr Natoherjunum öðlaðist kjarn- orkustefna hans „force de fráppe” fyrir avöru einhvern tilgang. Nýlega gekk Frakkland i vopnaframleiðslu- og sölusam- tök tfu evrópulanda. í Washing- ton lita menn á það frekar sem merki um, að Frakkland fjar- lægist Nato en hitt að það sé að hverfa þangað aftur. Þessi vopnasölusamtök eru nefnilega alls óháð Nato og eru til oröin til þess að auðvelda evrópskum vopnaframleiðend- um samkeppnina við vopna- framleiðslu Bandarikjanna. Þó merkja menn vissa hugar- . farsbreytingu i afstöðu frönsku stjórnarinnar. D’Estaing forseti hefur viðurkennt opinberlega, að hann líti svo á, að frökkum stafi hernaðarógnun einungis úr einni átt. Nefnilega að austan. De Gaulle hershöfðingi leit ööruvlsi á. Hann vildi beina vörnum Frakklands I allar áttir. Ekki aðeins gegn kommúnistum I austri, heldur og gegn suðri og noröri og jafnvel gegn ótrygg- um bandamönnum sinum i vestri. Þessarar breytingar hafa menn oröið áskynja um leið og linnti árásum frönsku stjórnar- innar á Washington, eftir að d’Estaing kom til embættis. Mönnum er enn ekki úr minni, hve óvæginn Michel Jobert, ut- anrikisráðherra Pompidous for- seta, var I garð bandarlkja- manna um allt milli himins og jarðar, allt frá oliu til hernaðar- mála. Sambúð frakka og banda- rlkjamanna er orðin allt önnur og vingjarnlegri eftir fundinn, sem þeir áttu fyrir ári á frönsku eyjunni Martinique I Kariba- hafi, Ford forseti og d’Estaing.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.