Vísir - 24.04.1976, Blaðsíða 14

Vísir - 24.04.1976, Blaðsíða 14
Laugardagur 24. april 1976 / VISIR ) UTVARP KL. 10,25: Óskalagaþóttur sjúklinga á 25 ára afmœli! Nœst elsti þáttur í útvarpinu Óskalagaþáttur sjúklinga er orOinn hvorki meira né minna en 25 ára gamall. t gær voru 25 ár liöin frá fyrstu útsendingu þáttarins, en haldið veröur upp á afmæliö i dag i þættinum. Ekki vitum viö til þess aö terta veröi á boöstóium en þátturinn verður meö nokkuö ööru sniöi en venjulega. Pétur Pétursson á hugmyndina... Fleiri veröa viö hljóönemann en Kristin Sveinbjörnsdóttir, um einhvern tima að minnsta kosti. Þorsteinn Hannesson, tónlistarstjóri útvarpsins, Björn R. Einarsson, fyrsti umsjónar- maöur þáttarins, Kristtn og Pétur Pétursson ætla aö rabba saman um þáttinn, en sá kunni útvarpsmaður, Pétur, á hug- myndina að þessum þætti. Kristin lengst með þáttinn Kristin Sveinbjörnsdóttir hef- ur séö um þáttinn I átta og hálft ár. Hún hefur þvi séö um hann lengst. Björn R. Einarsson sá um hann I eitt ár. Þá kom Ingi- björg Þorbergs og sá um hann i 41/2 ár. Bryndis Sigurjónsdóttir sá um þáttinn i 6 ár, Kristin Anna Þórarinsdóttir I um það bil 4 ár og þvi næst kom Þor- steinn Helgason sem sá um þáttinn I um eitt ár og Sigriöur Sigurðardóttir eitthvaö styttri tima. Næst kom svo Kristln. Fyrst á mánudögum Þátturinn var I upphafi sendur út á mánudögum. Fljót- lega hefur hann veriö færöur yf- ir á laugardag, og nú er hann oröinn vel fastur i sessi. 1 tilefni þessa afmælis hringdi Kristin I öll sjúkrahús á landinu til þess aö fá upplýsingar um hvaöa sjúklingar heföu legiö lengst d hverjum staö og hversu lengi. Þar komst hún aö raun um að sá sem lengst hefur legiö á sjúkrahúsi hefur legið frá þvi 1929. Næsti hefur veriö á sjúkra- húsi frá þvi 1930. Þessir sjúklingar sem lengst hafa veriö fá kveöjur i þættinum og spiluö veröa lög sem vinsæl hafa veriö frá þvl þátturinn hóf göngu slna. Þaö má svo geta þess aö að- einseinn þáttur er eldri en óska- lagaþáttur sjúklinga, þaö er þátturinn um daginn og veginn. —EA Kristin Sveinbjörnsdóttir hefur séö um óskalög sjúklinga I 8 1/2 ár. Pétur Pétursson á hugmyndina aö þættinum. SJÓNVARP, KL. 20,35, SUNNUDAG: Söngvakeppnin annað kvöld Við fáum að sjá söngvakeppni sjón- varpsstöðva i Evrópu 1976 i sjónvarpinu annað kvöld. Keppnin fór að þessu sinni fram i Haag 3. april siðastliðinn og voru keppendur frá 18 löndum. Það er ekki skritið þó þau hérna á myndinni séu lukkuleg. Þau urðu nefnilega sigurvegarar. „Brotherhood of men” kalla þau sig og eru bresk. Á myndinni með þeim eru einnig stjórn- andi þeirra, Alyn Ains- worth, annar frá hægri i aftari röð og sá sem gerði lagið Tony Hiller annar frá vinstri i aftari röð. —EA SJONVARP KL. 21,30: Áhrifamikil og góð bíómynd í kvöld... ,,Ég græt aö morgni” heitir biómynd sjónvarps- ins i kvöld. Myndin er gerö eftir sjálfsævisögu leikkonunnar Lillian Roth og greinir frá baráttu hennar viö áfengisástrlöu sina. Myndin þykir mjög góö og áhrifamikil en hún var sýnd hér i bló fyrir nokkuö mörgum árum. Myndin er gerö áriö 1956. Myndin hefst á þvl þar sem Lillian Roth er lltil stúlka. Æska hennar er frábrugöin æsku annarra barna því hún á ákaflega metorðagjarna móöur, sem gerir allt til þess að koma dóttur sinni út I dans-, söng- og leiklistarlífið. Tlmar llða og ástir takast meö Lillian og pilti sem hún hefur þekkt frá barnæsku. En hann deyr skyndilega og þaö verður til þess aö hún fer aö drekka. Hún ræöur ekki viö áfengishneigö slna en kynnist manni sem hún telur aö muni hjálpa sér. En hann dregur hana enn lengra niður. Lillian virðist komin I rennusteininn en hefur sig ekki I aö fremja sjálfsmorö. Hún kynnist AA-samtökunum og þar fær hún hjálp. Myndin endar á þvlaö hún er beðin að koma fram I frægum sjónvarpsþætti I Bandarikjunum, „This is your life...” Hún sam- þykkir að segja þar ævisögu slna, ef hún getur orðið einhverjum til hjálpar með þvl. Meö aöal- hlutverkiö fer Susan Hayward. —EA LAUGARDAGUR 24. APRÍL 7.00 Morgunútvarp Veöurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.00. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Morgunbænkl. 7.55. Séra Þórir Stephensen flytur. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Hreiðar Stefánsson heldur áfram að lesa „Snjalla snáöa” (5). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. óskalög sjúklinga kl. 10.25: Kristln Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 ttþróttir Umsjón: Jón Asgeirsson. 14.00 Tónskáldakynning Atla Heimis Sveinssonar. 15.00 Menn okkar i Vestur- heimi. Páll Heiðar Jónsson ræöir viö Ingva Ingvarsson sendiherra hjá Sameinuöu þjóöunum, Harald Kröyer sendiherra i Washington, Tómas Karlsson varafasta- fulltrúa og Ivar Guömunds- son aöalræöismann. Tækni- vinna: Þórir Steingrimsson. 16.00 Veðurfregnir fslenzkt mál Jóii Aðalsteinn Jónsson cand. mag. flytur þáttinn. 16.40 Popp á laugardegi 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. tilkynningar. 19.35 Bróöir minn, Húni Guðmundur Danielsson rithöfundur les kafla úr nýrri skáldsögu sinni. 20.05 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar 20.45 Staldraö viö I Þorláks- höfn: — þriöji þáttur Jónas Jónasson litast um og spjallar við fólk. 21.45 Walter Ericson og félagar leika gömul danslög. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Dansiög 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. Laugardagur 24. apríl 17.00 tþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Gulleyjan Myndasaga i sex þáttum, gerð eftir skáldsögu Roberts Louis Stevensons. Myndirnar gerði John Worsley. 3. þátt- ur. Maðurinn á eyjunniÞýö- andi og þulur Karl Guð- mundsson. 19.00 Enska knattspyrnan Hlé 20.00 Fréttir og vcður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Kjördæmin keppa. 5. þátt- ur: Vestfiröir — Norðurland eystra. Spurningarnar samdi Helgi Skúli Kjartansson. Spyrj- andi Jón Ásgeirsson. Dóm- ari Ingibjörg Guðmunds- dóttir, og hún syngur einnig i hléi við undirleik hljóm- sveitarinnar B.G. frá Isa- firði. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.05 Læknir til sjós Breskur gamanmyndaflokkur. Fólk i fyrirrúmi Þýðandi Stefán Jökulsson. 21.30 Ég græt aö morgni (I’ll Cry Tomorrow) Bandarisk biómynd gerð árið 1956. Aðalhlutverk Susan Hay- ward, Richard Conte, Jo Van Fleet og Eddie Albert. Myndin er gerð eftir sjálfs- ævisögu leikkonunnar Lillian Roth og greinir frá baráttu hennar við áfengis- ástriðu sina. Þýðandi Heba Júliusdóttir. 23.25 Dagskrárlok Dagskrá útvarps og sjónvarps á sunnudag barst blaðinu ekki í tœka tíð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.