Vísir - 24.04.1976, Blaðsíða 9

Vísir - 24.04.1976, Blaðsíða 9
VISIR Laugardagur 24. april 1976 Mikil og ánœgju- leg upplifun Sálumessa Verdis. Flytjendur: Fröydis Klausberger Ruth L. Magnússon Magnús Jónsson Söngsveitin FOharmónia Söngstjóri: Jón Asgeirsson Singóniuhljómsveit tslands Stjórnandi: Karsten Andersen 1 upphafi verð ég að biðja hlutaðeigandi afsökunar hvað umsögn þessi kemur seint og er hún kannski þess vegna nokkuð úrelt. En hins vegar var þessi uppfærsla það eftirminnileg að mér finnst rétt aö geta hennar þó svo langt sé um liðiö. Þvihefur verið haldið fram að Sálumessa Verdis sé meir i ætt við óperu en trúarlega tónlist. Þessu er ég ekki alveg sam- mála. Verdi var mikið óperu- tónskáld, og I Sálumessunni eru margar mjög dramatiskar sen- ur, en af hverju skildi ekki trúarleg tdnlist vera full af lifi og dramatik. Still Sálumessunn- ar er ákaflega þroskaður eins og hin seinni verk Verdis, og sumt sem þar er að finna er einhver besta músik sem hann samdi. Verdi hefur þann sjaldgæfa eiginleika að geta túlkað flesta mannlega reynslu I einni lag- linu, og svo er einnig hér. Við gerum of mikið af þvi að flokka góða músik i alvarlega tónlist, létta tónlist, veraldlega og trúarlega tónlist. Flutningur Sálumessunnar var mjög vandaður. Söngsveitin Fllharmdnia var prýðilega þjálfuð og á Jón Asgeirsson miklar þakkir skildar fyrir gott starf. Hins vegar mun vera ákaflega erfitt að syngja i Háskdlabiói, en hljómburður þar er einkar slappur. En kór- inn söng mjög skýrt og greini- lega. Þá stóðu einsöngvararnir sig mjög vel. Sérlega þótti mér konurnar syngja Recordare þáttinn fagurlega. Og hljóm- sveitin lét sitt ekki eftir liggja. Hún er nú I góðri þjálfun eftir gott starfsár og mér finnst strengjahljómurinn betri en oft áður. Karsten Andersen stjórn- aði örugglega. Hann drd fram hinar klassisku linur verksins og lagði meiri áherslu á hina flóknu formuppbyggingu en hinn rdmantiska anda og er það mjög rökréttur skilningur á þessu verki. Flytjendum öllum var for- kunnarvel tekið að vonum, þvi þessi uppfærsla var mikil og ánægjuleg upplifun. Kannski skemmtilegustu tónleikarnir Tónleikar burtfararprófsnem- enda Tónlistarskólans I Háskólabiói 10. april Nemendatónleikar eru kannski skemmtilegustu tónleikar sem maður fer á. Þar upplifir maður leikgleði og starfsáhuga sem ekki alltaf er fyrir hendi hjá at- vinnufólki. Auk þess er gaman að fylgjast með ungu fólki, grdandanum i tónlistarlifi okk- ar. Þessir ttínleikar voru hljdm- andi skýrsla um það ágæta starf sem unnið er i tveim tónlistar- skdlum á höfuðborgarsvæðinu. En ungur og efiiilegur píanó- leikari, Arni Harðarson, var ljúka prófi úr Tónlistarskóla Kópavogs. Kristinn Gestsson hefur verið kennari hans. Arni lék Inngang og allegro op. 92 eftir Schumann með Nemendahljómsveit tónlistar- skolans i Reykjavik og gerði það ótrúlega vel. Þá lék Kolbrún Hjaltaddttir A-dúr fiðlukonsertinn eftir Mozart. Kolbrún var nemandi Björns Ölafssonar en hefur numið hjá Guðnýju Guðmunds- dóttur hin seinni ár. Kolbrún er bráðefiiilegur fiðlari og leysti erfitt hlutverk vel af hendi. Að lokum lék Kolbrún Ósk Öskarsdóttir pianókonsert nr. 2 i B-dúr eftir Beethoven, hún er nemandi Rögnvalds Sigurjóns- sonar. Kolbrún spilar mjög vel, hefur góða tækni og meðfætt músikalltet. Allir þessir þrir ungu og efni- legu tónlistarmenn báru kennurum sinum lofsverðan vitnisburð, og það er ástæða að' óska þeim öllum til hamingju með frammistöðuna. Ef allt fer að vonum má búast við þvi besta af þeim i framtiðinni. Hljómsveit Tónlistarskólans er ótrúlega góð og hún stóð sig með mikilli prýði. Það er engin ástæða að örvænta um hag Sinfóniuhljómsveitarinnar meðan Nemendahljómsveitin stendur sig svo vel, en hún ver uppeldisstöð fyrir þá listamenn sem siðar koma til með að spila iSinfóniuhljómsveitinni. En það er mikil vinna að þjálfa svona hljómsveit og mikið ábyrgðar- hlutverk. Stjórnendur Nemendahljdm- sveitarinnar þeir Marteinn Hunger Friðriksson og Stanley Hrynuik eiga miklar þakkir skildar fyrir gott starf. Segir nokkuð um sðnggleðina Pólifónkórinn flytur H-moll messu Bachs. Háskólabió 16. april Það segir nokkuð um sönggleði islendinga að tvær stórar söng- sveitir skuli flytja tvö stórverka tónbókmenntanna i Reykjavik og það I sama mánuðinum. Skömmu eftir að Sálumessa Verdls var flutt kom Pólýfón- kórinn með H-moll messu Bachs. Það væri að bera i bakkafullan lækinn að lýsa dýrð þessa mikla verks. Margt samdi Bach f agurlega ,enþóheldégað hann hafi hvergi gert neitt fegurra og mikilfenglegra en t.d. Sanctus-þáttinn i H-moll messunni. Og svo mætti auðvit- að nefna margt fleira úr verk- inu. Það þarf mikinn kjark að áræði að ráðast i að flytja verk sem þetta I heild sinni. Pólýfónkdrinn er orðinn ansi fjölmennur og ég held að það sé ekki nauðsynlegt að hafa stdra kóra til að koma verkum Bachs til skila. En hvaö um það — kór- inn er gdður og Ingólfi Guð- brandssyni hefur tekist að ná fram fallegum og samstilltum kórhljómi. Það var lika ákaf- lega skemmtilegt, og mjög i anda Bachs, aö nota ein- söngvara úr kórnum, þau Fuð- finnu Dóru ólafsdóttur, Astu Thorstensen, Rut L. Magnús- son, Jón Þorsteinsson, Ingimar Sigurðsson og Halldór Vil- helmsson. Þau stóðu sig öll mjög vel og einkum voru samsöngvar þeirra vel unnir og músikalskt fluttir. Að öðrum ólöstuðum þótti mér einna mest koma til flutnings Ruthar á Agnus Dei-þættinum. Einleikarar hljómsveitarinnar voru einnig mjög góðir en þar voru að verki Rut Ingólfsdóttir á fiðlu, Lárus Sveinsson á trompet, Jón H. Sigurbjörnsson á flautu, Kristján Þ. Stephensen á óbó og Christina M. Tryk á horn. Þetta eru allt þrautreyndir og mjög hæfir hljómfæraleikarar. Ingólfur Guðbrandsson tdk að minu mati hárrétta stefnu i þvi að láta tónlist Bachs tala sem mest sinu máli, án þess að reyna að túlka hana á einn eða annan hátt. Tónlist Bachs er merkileg aö þvi leyti að hún túlkar sig (rft sjálf, það þarf að- eins að leika hana skýrt og greinilega og þá kemst inntak hennar til skila. Það hefur margur gdður maðurinn farið flatt á þvi að reyna að troða sbi- um skilningi inn i tónlist Bachs, og ekki leyft henni að tala sinu eigin máli. Hins vegar fannst mér hraðaval Ingólfs nokkuð tilviljanakennt. En þetta var mikil uppfærsla og falleg og á Ingdlfur þakkir skildar fyrir ódrepandi áhuga sinn og dugnað. SAMEINING FRJALSRAR EVROPU - FYRRI GREIN Hœtta á einangrun Islands fró Evrópu AHt frá lokum seinni heims- styrjaldarínnar hafa hópar manna 1 flestum löndum V-Evrópu barist fyrir hugsjón- inni um sameiningu frjálsrar Evrtípu i eitt riki. A þessum rúmum þrjátiu árum hefur samvinna evrópu- rikja aukist gifurlega og hefur aldrci verið nánari eða vfðtæk- ari. Draumurinn um Evrópu- bandalag lýðræðisþjóða á þó enn langt i land en stöðugt þok- ast hann nær raunveruleikan- um. Fljótlega eftir stofnun Efna- hagsbandalags Evrópu varð sameiningarsinnum það ljóst, að allar alvarlegar tilraunir til sameiningar Evrópu færu fram á þeim vettvangi, þvi viðtæk og árangursrik efnahagssamvinna hlyti að vera undanfari og for- senda stjórnmálalegrar eining- ar i vesturhluta álfunnar. Innan Efnahagsbandalagsins eru nú 9 sjálfstæð riki og all miklu fleiri þjóðir og þjóðabrot. Lönd þessi byggja rúmlega 260 milijónir manna eða allmiklu fleiri en Bandarikin eða Sovét- rikin. Efnahagsbandalagið á einnig stærri hlut 1 heims- versluninni en þessi tvö risa- veldi. Efnahagssamvinnan hefur borið rikan árangur, um það verður ekki deilt þó benda megi á nokkur alvarleg mistök s.s. á sviði landbúnaöarmála, þar sem verðlagningarkerfið hefur stuðlað að offramleiðslu á ýms- um vörutegundum. EfnahagsbandalagiÖ færir stöðugt út kviarnar og hefur staðið fyrir viðtækari og mjög mikilvægri samvinnu meðlima- þjóðanna á sviði rannsókna, mengunarvarna og neytenda- mála svo nokkuð sé nefnt. Efnahagsbandalagið á krossgötum Efnahagsbandalagið er á krossgötum I tvennum skilningi. Ifyrsta lagi spyrja menn, hvort og hvernig mynda eigi stjdrn- málalega heild úr Efnahags- bandalaginu og hve niikiö vald draga eigi frá þjóðþingum land- anna til Evrópuþingsins. I öðru lagi spyrja menn, hvort flýta eigi umræddri sam- einingu á kostnað möguleika til stækkunar bandaiagsins eða hvort leggja eigi höfuöáherslu á að gera bandalagið að raun- verulegu Evrópubandalagi lýö- ræðisþjóða með þátttöku allra frjálsra landa i Evrópu. I þessari fyrri grein minni um samvinnu Evrópuþjóða ælta ég að fjalla litillega um seinni spurninguna en i þeirri seinni mun ég rekja hugmyndir sameiningarsinna um altæka samvinnu lýðræðisþjóða Evrópu og liklega þróun þess- ára mála. Stækkun eða nánari samvinna? Akvarðanir I þessu máli snerta islendinga mjög. tsland er eitt þeirra rikja sem utan bandalagsins standa og á erfitt með að ganga I það að óbreytt- um skilmálum, þó viljinn væri fyrir hendi. Akvæði um niður- fellingu tolla og hamla á frjáls- um flutningi vinnuafls og fjár- magns milli meölimalanda gætu reynst hættuleg hinu litia, einhæfa og viökvæma hagkerfi Islands. Sjálfsagt gætu islendingar I skjóli sérstöðu sinnar komist að sérsamningum við bandalagið en pólitiskar forsendur skortir fyrir alvarlegum umræöum um aðild. Sviar hafa takmarkaðan áhuga á inngöngu I bili en þriðji stærsti stjórnmálaflokkur svia hefur þó tekið upp baráttu fyrir inngöngu þeirra og búast má við vaxandi umræðum um þetta þar i iandi. Norðmenn ákváðu að ganga ekki i bandalagið, sennilega vegnaótta viðþjóðlffsröskun, og missi á fullveldi, sem eruhæpn- ar ástæöur i ljósi reynshi ann- arra þjóða. Máliö liggur niðri þar i iandi eftir ótviræð úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar þar 1974. Finnar og austurrikis- menneiga óhægt um vik vegna samninga sinna við rússa, en i siðarnefnda landinu er mikill áhugi á aukinni samvinnu víð bandalagið. Þessi lönd sem nefnd hafa verið munu ekki ganga I banda- lagið l fyrirsjáanlegri framtið og tvö þeirra, Island og Finn- land, munu tæpast nokkurn tima gerast fullgildir meðlimir I þvi. Þrjú lönd önnur, Spánn, Portúgai, og Grikkland hafa öll sótt um viðræður um aðild aö bandalaginu, en hvort tveggja er, að lýðræði hefur enn ekki skotið fyllilega rótum i neinu þeirra og efnahagur þeirra er svo bágborinn aö bandalagið telur sig tæpast hafa efni á aö veita þeim fulla aðiid i augna- blikinu. Efstjórnmálaþróunin á Spáni veröur lýðræði I vil má þó búast Við aðild spánverja eftir fimm ár eða svo og aðild hinna rikj- anna eftir fímm til tfu ár héöan i frá. Af þessari upptalningu má ljóst vera, aö innan fárra ára verða nær allar þjóöir V-Evrópu innan bandalagsins, utan þess verða sennilega aðeins fjögur riki norðurlanda, Austurriki og Sviss. Bandalagið mun þvi halda áfram að auka samvinnu meðlimarikjanna og stefiia i átt til stjórnmálalegrar samvinnu og sameiningar, en ekki biöa eftir að fleiri riki verði reiðubú- in til inngöngu. Þegar hefur verið ákveðið að hafa beinar kosningar til Evrópuþingsins 1978 og i bigerð er að gefa út evrópuvegabréf til allra þegna meðlimarikjanna. Þá er unnið aö mdtun sameigin- legrar utanrlkisstefnu og sam- ræmingu á gjaldmiölum rikj- anna. I þessu felst sú hætta fyrir Is- lendinga að þeir einangrist enn frekar frá Evrópu og verði þvi enn frekar háðir Bandarikjun- um á sviöi viðskipta og ef til vill einnig stjdrnmálaiega, þvi heiminum er I vaxandi mæli stjórnað af fáum rikjum og rikjablokkum. Islendingar eiga i þessu máli samleið með norð- mönnum og svium og á miklu riöur fyrir okkur að fylgjast með þróun þessara mála og taka upp samvinnu við þessar tvær frændþjóöir okkar i þeim efnum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.