Vísir - 05.05.1976, Síða 2
Miövikudagur 5. mai 1976 visnt
Er betra að búa í Garða-
bæ en Garðahreppi?
Anna Maria Valdimarsdóttir,
nemi:Égfinnengan mun á þvi en
þaö erágættaö búa hér. Fólkiö er
gott en það er varla nógu mikiö
félagslif.
Helga Lárusdótlir, húsmóöir: Ég
finn enga breytingu en hér er frið-
sælt og ágætt að vera indælt að
vakna við lóukvak á morgnana.
Hins vegar fannst mér svolitið
gaman að búa i hreppi.
Helen Færseth, afgreiöslustúlka:
Mér finnst Garðabær verra nafn
og leiðinlegt að búa hér.
Gisli Vattnes Bryngeirsson,
nemi: Það er nú svipaö. Það er
fint að eiga heima hérna,
skemmtilegt og svo er engin
lögga!
Hinrik Gylfason, nemi: Þaö er
sami bærinn!!!
Gréta Hermannsdóttir, þroska-
þjálfi: Ég finn ekki nokkurn mis-
mun. Það er rólegt og gott aö búa
hér en þó vantar tilfinnanlega
strætisvagnaferðir.
Með sparisjóð ó
heimiGnu í 63 ór
Spjallað við Snœbjörn Thoroddsen i Kvigindisdol
„Væru sveitungar mlnir
spuröir álits, myndu þeir vafa-
iaust segja: „Hann var aldrei
neinn bóndi”. Og einhvem veg-
inn hefur þaö veriö svo aö hug-
urinn hefur heldur veriö viö
önnur störf en búskapinn,”
sagöi Snæbjörn Thoroddsen I
Kvigindisdal i samtaii viö Visi.
Snæbjörn hefur verið spari-
sjóðsstjóri Sparisjóðs Rauða-
sandshrepps allt frá þvi að hann
var fluttur að Kvigindisdal 1.
mars árið 1913. Hann hefur þvi
stjórnað sjóðnum i rúm 63 ár og
mun enginn islendingur hafa
veriö sparisjóðsstjóri i jafn-
langan tlma.
Opið eftir þörfum
Hvernig er sparisjóður i
hrepp með um 120 ibúum starf-
ræktur?
„Við erum eins og bræður,
sparisjóðurinn og ég,” sagöi
Snæbjörn. „Við höfum eytt æv-
inni saman. Sparisjóöurinn kom
á heimili mitt aðeins rúmum
tveimur árum eftir stofnun hans
og hefur veriö þar siðan.
Sjóðurinn hefur 20 ábyrgðar-
menn og þriggja manna stjórn.
Það er ekki mikið fé i þessum
sparisjóði miðað við marga
aðra. Um siðustu áramót voru
innistæður rúmar 14 milljónir.
Mestaf þessu fé hefur verið lán-
að með skuldabréfum til 10-15
ára. Það er fyrst núna á allra
siðustu árum sem við erum
farnir að kaupa vixla að ein-
hverju marki.
„Við höfum mest lánað til
langs tima, þvi þegar sjóðurinn
var stofnaður var engin lána-
stofnun nálæg og hugmyndin
var að hann væri til styrktar
búandi lýð i nágrenninu. Núna
eru viðskiptavinirnir flestir úr
Rauðasandshreppi og nærliggj-
andi hreppum en þó eru þeir
viðar og jafnvel allt til Reykja-
vikur.
Opnunartimi? Það er alltaf
opiö. Það fer mest eftir þörfum
hvers og eins hvenær hann fær
afgreiðslu.”
Ánægjuleg aukastörf
Sparisjóðsstjórastarfið hefur
alltaf verið aðeins eitt af mörg-
um hjá Snæbirni. Auk bústarf-
anna var hann oddviti i 27-28 ár
og sýslunefndarmaður svipaðan
tima. Einnig hefur hann stund-
að veðurathuganir fyrir veöur-
stofuna frá þvi i september árið
1927. Sagöist hann hafa alltaf
haft meiri ánægju af þessum
„aukastörfum” sinum en sjálfri
búsýslunni. En það hefur bjarg-
ast þar sem hann hafi haft
vinnuhjú.
,,Nú er ég alveg hættur bú-
skap og sonur minn tekinn við,”
sagði hann. ,,En ég er ennþá
með sparisjóðinn og veðurat-
huganirnar.”
Menntunin sótt til
prestssetursins
Áður en Snæbjörn tók við
stjórn sparisjóðsins stundaði
hann nám við Verslunarskóla
Islands i tvö ár. Undirbúning
undir það nám fékk hann hjá
prestinum i Sauðlauksdal.
„Ég var i Sauðlauksdal hluta
úr 7 vetrum og er sá dalur mér
jafnkær og minn eigindalur. Nú
er hann i eyði. Siðan séra Grim-
ur Grimsson fluttistþaðan hefur
enginn prestur sótt um Sauð-
lauksdal.
Ég vildi mega beina þeim orð-
Snæbjörn Thoroddsen heldur hér á skrá sem hann hefur gert yfir
alla bæi I Rauðasandshreppi, hvort sem þeir eru i byggö eöa eyði. í
skránni eru myndir af bæjunum og heimilisfólki því sem þar bjó ár-
ið 1963. Einnig er listi yfir húsráöendur og heimilisfólk á hverjum
bæ eins og þaö var áriö 1703 og 190'
um til kirkjumálastjórnar og
landbúnaöarráöuneytis, að þeg-
ar á þessu ári verði valdir hæfir
menn til þess að athuga og siðar
taka ákvörðun um hvað skyn-
samlegt sé að gera til þess að
endurreisa Sauðlauksdal.
Þessi fornmerki staður sem
. — Ljósm. Loftur.
var áður menntasetur og setinn
af forystu- og menntamönnum,
einsog Sr. Birni Halldórssyni og
mörgum eftir hann, er nú yfir-
gefinn. Við það hafa ibúar
Rauðasandshrepps misst meira
en mælt verður eða vegið,”
sagði Snæbjörn Thoroddsen.—SJ
Heimilishaldið á hausnum
Fyrir strið dugöu þrjú
hundruö og fimmtlu krónur á
mánuöi til að sjá fyrir meöal
fjölskyldu. Þá voru bilar ekki
almennti einkaeigu, rafmagns-
tæki af skornum skammti og
ýmis neysla, sem nú þykir sjálf-
sögö, óþekkt aö kalla. En fjöl-
skyldufaöir, sem haföi þrjú
hundruö og fimmtiu krónur á
mánuöi gat greitt skatta sina
skilvislega, greitt húsaleigu, raf
magn og koi og öll matvæli til
eðlilegs viöurværis, jafnvel
kostaö börn sin tii framhalds-
náms eöa komist yfir Ibúö meö
skynsamlegum afborgunum. Og
oftar en hitt haföi hann afgáng
af launum sínun. Þetta þýddi
einfaldlega, aö af tiöindaiausum
launum gat heinilisfaöirinn lifaö
áhyggj'ilausu lifi og þurfti ekki
aö senda konuna sina út frá
börnunum til aö vinna i fiski, I
búö eöa á skrifstofu.
Af þessu sést aö efnahagslif-
inu var svo háttað, aö hlutfall
milliiauna og tilkostnaöar geröi
þaö að verkum aö umsamin
laun veittu afkomuöryggi — þótt
i lægsta flokki væru — sem var
þeim mun undarlegra, þegar
þess er gætt, að á þeim tima
töldu aliir aö hér rikti sllk
kreppa, aö okkur væri ekki við-
bjargandi. Að visu bar mikiö á
atvinnuleysi, einkum aö vetrin-
um, en þrátt fyrir þetta atvinnu-
leysi, sem menn uröu aö bera
bótalaust, var cins og stopul
vinna nægöi til aö framfleyta
lifinu en aö visu viö hin kröpp-
ustu kjör. Fast starf þýddi aftur
á móti áhyggjulitið lif.
Nú vita allir, aö siöan hefur
okkur veriö þeytt inn I fyrirbæri
sem heitir neysluþjóöfélag.
Þjónustugreinar ýmiskonar
hafa stóreflst, svonefnd llfskjör
hafa stórbatnað og húsakynni
aukist aö ailri vegsemd. En á
þessari leiö hafa einhversstaöar
glatast hlutföllin milli launa og
tilkostnaðar. Og þaö er nánast
hlægilegt aö hér skuli vitnaö tii
hlutfalla. sem riktu I lok
krepputimans en giida ekki
lengur I iok iifsgæöaæöisins sem
á okkur hefur runniö siöustu
áratugi.
Segjum svo að heimilisfaöir
hafi niutiu þúsund krónur á
mánuöi og þurfi aö sjá fyrir
heimili. Hann er raunar verr
settur en þótt hann væri at-
vinnulaus. Samkvæmt eöiilegri
skilgreiningu á þvl aö hafa
vinnu, heldur hann auövitaö aö
framfærslan sé trygg. Sé um
fjögurra eöa fimm manna fjöl-
skyldu aö ræöa, kemst hann
fljótlega aö þvi, aö eldhúsvör-
urnar einar, matur og hrein-
lætisvörur, kosta hann ekki und-
ir sextiu þúsund krónum á mán-
uöi og er þessi taia höfö svona
lág, svo engum heilvita manni
detti i hug aö véfengja hana. í
einhverjum uppstyttum siöari
ára, hefur þessi sami maöur
e.t.v. talið að óhætt væri aö
eignast bil. Hann kostar ekki
undir tiu þúsund krónum á mán-
uðiog mikið meira ef óhöpp ger-
ast. Rafmagn og hiti og simi
fara hægiega upp I fimmtán
þúsund á mánuði. Af þessari
grófu en varlegu áætlun sést, að
fjölskyldan á eftir fimm þús-
undir tii aö borga af lánum eöa
greiöa húsaleigu, útsvar og til
að fata sig.
Þaö er rétt að hér hefur ekk-
ert atvinnuleysi veriö slöan i
byrjun striösáranna en miöaö
viö 350 krónu mánaöarlaun þá
og 90 krónu mánaöarlaun nú,
hefur hlutfalliö meö tilliti tii til-
kostnaöar brenglast svo, að 90
þúsund króna maöurinn I dag er
nánast á atvinnuleysisstigi hvað
tekjur snertir. Um þetta veröur
ekki nein ein rlkisstjórn sökuö
og heldur ekki verkalýðshreyf-
ingin. En afkomuhlutfallið er
orðið svo brenglaö miöað t.d.
við árið 1939, að iengur verður
ekki séð til hvers er verið að öllu
þessu strefi. Og þótt margar
„nýjar nauðsynjar” hafi séö
dagsins ljós slöan 1939, þá er
það fyrst og fremst viöurværis-
kostnaður — maturinn — sem I
dag tekur alltof stóran hluta
launanna og skilur I rauninni
eftir óútreiknanlegt dæmi — svo
lengur verður ekki vitað hvenær
atvinnuleysisástand tekur viö
hjá þeim sem vita ekki betur en
þeir séu i föstum störfum.
Svarthöfði _