Vísir


Vísir - 05.05.1976, Qupperneq 23

Vísir - 05.05.1976, Qupperneq 23
óvanalegan söng telpnakórs 1 útvarpinu. Þannig hafði ég aldrei heyrt sungið áður: að minnsta kosti ekki af Islenskum kór. Raddirnar voru tærar og hreinar og meðferð verkefna látlaus en þó áhrifamikil. Þetta var mér opinberun, sem ég aldrei gleymi. Nokkru siðar auglýsti söng- stjóri þessa telpnakórs eftir áhugafólki um stofnun blandaðs kórs ungs fólks. Ég var ein af mörgum, sem hóf þarna kór- söngferil i tómstundum. Tóm- stundagaman átti þetta aðeins að verða. En hvað varð? Fjölmargt af því unga fólki, sem þetta ár og næstu ár á eftir hóf samstarf með söngstjóra sinum, Ingólfi Guðbrandssyni, lét sér ekki nægja að kynnast sönggyðjunni i tómstundum, heldur fór út I nám svo sem söngnám og tónmenntakenn- aranám. Hef ég ekki tölu á öllu þvi fólki, sem hóf þannig tón- listarferil sinn, beinlinis fyrir jákvæð áhrif Ingólfs Guöbrandssonar. Hver baulaði i kapp við annan. Hann leiddi okkur á vit undur- samlegrar tónlistar, allt frá miðöldum til 20. aldar. Ekki var lögð áhersla á, að hver baulaði i kapp við annan, heldur þvert á móti, að við hlustuðum, jafn- framt þvl sem við syngjum. Ósamrœmdar, vaffa- samar og illkvittnis- legar aðfinnslur mælikvarða”, enda frumsmið sinnar tegundar hér á landi. Engu að siöur hefur Ingólfi Guðbrandssyni tekist að frum- flytja hérlendis með ágætum árangri tónverk, sem svo sannarlega eru ,,á heimsmæli- kvarða.”. Ég vil fullyrða, að starfhanssem söngstjóra hefur framar öllu öðru vakið áhuga ungs fólks á tslandi fyrir góðum kórverkum og vönduðum kór- söng. Hann hefur sem sé I sér þann neista hugsjóna og eld- móðs, sem alla tlma hefur þurft til að gera stórvirki. An slíks neista hefði H-moll messa Bachs ekki komist til skila svo sem ég, sem hljóm- leikagestur, varð vitni að i dymbilvikunni. Loddarar meðal hljómleikagesta Þegar ég hugsa til alls þessa, vekur það furðu mina, þegar loddarar eru meðal hljómleika- gesta, hafandi raddskrá á hnjám sér, látandi dýrð tón- verksins og unaðslega meðferð kórsins gjörsamlega fara fram hjá sér, merkjandi við takt nr. þetta og hitt með athugasemd- um svo sem: „Þarna gaf söng- stjóri ekki innkomu: þarna er sungið að minnsta kosti þriðj- ungi og hratt, þarna andaði sólórödd á undan „mundi”, þarna var ekki styrkleikabreyt- ing.” I „tónlistargagnrýni” þeirri, semégvísatilifyrirsögn minni, eru aðfinnslur ósamræmdar, furðulega smásmugulegar og vafasamar og oft illkvittnisleg- ar. Dæmi: 1) Ósamræmdar aðfinnslur: „Flutningurinn á föstudaginn langa tókst um margt stórvel. Þótt ýmislegt hefði mátt betur fara voru tónleikarnir hinn á- nægjulegasti viðburður”. ....„Pólýfónkórinn er vel æfður og syngur hreint”...„Kórinn ernær þvi helmingiof stór til að syngja pólýfóniu svo vel sé, þvl kontrapunkturinn týnist”. (Undirstrikun min) „En kórinn ermjög agaður”.... „Stjórnand- inn er mjög vanbúinn til að tak- ast á hendur flutning hinna stærstu og flóknustu verka tón- bókmenntanna”........Taktslag stjórnandans virtist ekki koma til skila”. Kristin ólafsdóttir tón- menntakennari skrifar: í tilefni tónlistargagn- rýni i dagblaðinu „Timanum” miðviku- daginn 28. april 1976: í bók sinni „Islensk þjóðlög” segir séra Bjarni Þorsteinsson svo um söng á Islandi: „Það sem einna mest skemmdi gamla sönginn bæöi á 18. öld og fyrri hluta 19. aldar og gjörði hann oft svo ákaflega óáheyri- legan, var það, hve taktlaust var sungiö, og hve illa menn urðu samferða i söngnum, þar sem sumir forsöngvarararnir virtust láta sér mjög annt um það að vera byrjaðir á einni hendingunni áður en þeir, sem með þeim sungum væru búnir með næstu hendingu á undan, svo að aldrei yrði hlé eða þögn, og er það einmitt þetta, sem Magnús Stephensen hefur i huganum, er hann segir i for- málanum fyrir sálmabókinni 1801 að það komi þvl miður fyrir, „að hver gauli i belg og keppist máta- og aðgreiningar- laust, sumir að gripa hver fram fyrir annan og sumir að draga seiminn hver öðrum lengur.” Einnig finnur hann á sama stað mjög að þvi, hvað mönnum sé gjarnt að syngja allt of sterkt, þar sem „æðarnar verði upp blásnar á höfði og öllu andliti af ofsanum”. Seinna segir séra Bjarni: „Min skoðun er sú, að söngurinn og hin sönglega menntun hafi hér hjá oss átt — ef ég svo má segja — sitt gull- aldartimabil, sitt afturfarar — og niðurlægingartimmabil og sitt viðreisnartimabil.” Viðreisn i islenskum kórsöngstil Þvi vitna ég I orð séra Bjarna. um söngmáta 18. og 19. aldar, og þau lýsa einkar vel söngmáta þeim, sem lýti Islenskan sam- söng viða enn I dag. Sem betur fer er slikum söng- still nú á undanhaldi. Ég á þvi láni að fagna, að hafa verið þátttakandi og vitni að upphafi viðreisnar I Islenskum kórsöngstil. Kvöld eitt fyrir um það bil 20 árum heyrði ég Okkur lærðist smám saman, að viðfangsefni okkar komst' ekki til skila nema við „syngjum i hljóminn” og skynjuðum hljóm- gang verksins. Þannig fengum við tilfinningu fyrir raddfærslu og byggingarstil hvers einstaks tónskálds. Sköpunarverk tón- skáldsins varð að fá að njóta sin svo sem kostur var á. Registur hljóðfærisins okkar, Pólýfónkórsins, urðu þvi að vera „veltempruð”. Sá, sem á hljóðfærið lék, söngstjórinn Ingólfur Guðbrandsson, haföi ekki menntun „á heimsmæli- kvaröa”, enda tækifæri til slikr ar menntunar ekki hin sömu þá og nú, hljóðfærið hans, kórinn var áreiðanlega ekki „á heims- Spurningar sem vakna: a) í hverju fólst „hinn á- nægjulegasti viðburður”, ef stjórnandinn var vanbúinn og kontrapunktur Bachs týndist? b) Hvernig getur 148 manna kór verið „mjög agaður og vel æfður” ef taktslag stjórnandans kemst ekki til skila? Æðarnar uppblásnar á höfði.... 2) Vafasamar aðfinnslur: a) „Dynamik, þ.e. styrk- leikabreytingar voru svo til engar i flutningnum, hvorki hjá kórné hljómsveit — allir spiluðu og sungu mezzoforte allt i gegn”. Athugasemd min: Ingólfur Guðbrandsson stjórnar hér „hljóðfæri” slnu í flutningi H-inoll messunnar um páskana. Næmt eyra það! Ef „gagn- rýnandinn” hefur beðið eftir merkjum þess frá kórnum, að „æðarnar yrðu upp blásnar á höfði ogöllu andiiti af ofsanum” (sbr. Bj.Þ.), þá finnst a.m.k. mér hann hafa undarlega til- finningu fyrir stll Bachs. b) „Er vandséð hverju slikt sætir að nota enskan framburð á latinunni, annað hvort átti að nota þýskan eða islenskan framburö”. Spurning sem vaknar: Hvað meinar maöurinn? 3) Smámunalegar staðhæf- ingar: a) „Hann virðist vera efni- legur tenórsöngvari, komst vel upp á G, en varö að taka A i falsettu”. b) „Hann er góður bassa- söngvari og fór niöur á Fis, þar sem FischerDieskau veröur frá að hverfa”. c) „Ef eitthvað mætti að finna, þá andaði hún á undan „mundi” i 12. takti i stað þess að halda tónlinunni órofinni fram i 13. takt”. Athugasemd min: Hvilik gagnrýni! 4) Illkvittnar aðfinnslur: a) ,,....svo aö á einum stað, I langdregnu „Jesu”, minnti röddin mest á undirstöðudýr is- lensks landbúnaðar”. b) „Enda kom að þvi i haust, aö Ingólfur gekk á fund Páls. P. Pálssonar ef til vill segjandi eitthvað á þessa leið”, o.s.frv. (undirstrikun min). ,, Kontr apunktur’ ’ fór i graut.... Athugasemdir minar: Taktsláttur Ingólfs er ekki ó- aðfinnanlegur, þaö veit hann sjálfur, og þeir sem sungið hafa undir hans stjórn. En hversu litilvægur verður sá agnúi ekki, borinn saman við alla jákvæða tónlistarhæfileika þessa manns. Heldur „gagnrýnandinn” virki- lega, að aðfinnsluverður takt- sláttur réttlæti rætnar athuga- semdir hans um Ingólf Guð- brandsson? (Ég vil taka fram að lágkúrulegustu athugasemd- irnar svo sem um „rekstur Pólýfónkórsins” ogum að „nota aöstöðu sina til að kaupa sér sess með listamönnum” hef ég ekki vitnað i fram að þessu). Ég hef sungið undir stjórn sprenglærðs hljómsveitar- stjóra, sem svo sannarlega kunni að slá taktinn. Env hann kunni engin ráð til að láta viö- komandi kór syngja hreint og hljómandi, allur „kontrapunkt- ur” fór i graut, enginn naut verksins, hvorki flytjendur né áheyrendur. Ég er viss um að flest mikilhæfustu núlifandi tónskáld okkar islendinga myndu skrifa undir það, að þau treystu ekki öðrum isl. kór betur en Pólýfón- kórnum undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar til að flytja kórverk sin. Þvi segi ég, að um- rædd lágkúruleg „tónlistar- gagnrýni” i Timanum á alls engan rétt á sér og er höfundin- um til vansæmdar. Að greina hismi frá kjarna Ritstjórar! Vandið betur ráðningu tón- listargagnrýnanda. Tónlistar- gagnrýnandi verður 1) að hafa góða, alhliða tónlistarþekkingu með framhaldsnám að baki, 2) að hafa margra ára reynslu af tónlistarlifi og -starfi (nægir t.d. ekki að vera tuttugu og eins með þriggja ára tónmenntarkenn- aranám að baki, án þess að ég sé að kasta rýrð á það nám i sjálfu sér), 3) að hafa manndóm og þroska til að greina kjarna frá hismi hverju sinni. Ráðið ekki tónlistargagnrýn- anda að blaði ykkar nema hann hafi þessa lágmarkskosti til að bera. Þáfyrsthefur islensk tón- listargagnrýni þau jákvæðu á- hrif, sem henni hlýtur að vera ætlað að hafa til velgengni og viðreisnar i islenskum tónlistar- málum.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.