Vísir - 11.06.1976, Blaðsíða 2

Vísir - 11.06.1976, Blaðsíða 2
Föstudagur 11. júnl 1976. vism Það eru tvö ný stórhýsi í miðbœnum auövitaö hver krókur og kimi nýttur, en það er alveg furðulegt hvaö hefur tekist að koma miklu inn i ekki stærri kassa. Þetta hjólhýsi er af gerðinni Barona og þar gætu barónar vel hreiðrað um sig. í þvi eru þrjú svefnherbergi, eldhús, setustofa og salerni. En þótt þetta heiti hjólhýsi er harla vonlitiö aö komast langt með það á eigin hjólum, á islenskum vegum. Þaö er enda ekki ætlað til mikilla flutninga heldur mun það eiga að vera á hálfgerðum grunni og notast sem sumarhús. Hvaða 115 heldur þú að verði íslandsmeist- ari i knattspyrnu i ár? Einar Asmundsson, nemi: — „Sennilega Valur”. Edvard Skúlason, lögreglu- maður: — „Valur auðvitað. Hvað annað?”. Þaö eru komin tvö ný „stór- hýsi” i miöbæinn. Annaö er fyrir allra augum, en hitt er oni kjaliara aö Austurstræi 17. Hiö fyrrnefnda stendur aftur á móti á Lækjartorgi. En þaö er á hjól- um og ekki þar til frambúöar. Þetta er annar tveggja vinninga i happdrætti Krabba- meinsfélagsins. I hjólhýsum er Hjólhýsi Krabbameinsfélagsins er töluvert stórt utanfrá séö. (Myndir L.A.) Þetta „Norræna hús” er i kjallaranum aö Austurstræti 17. Norræna húsið i kjallaranum Þeir sem llta niður I kjallar- ann að Austurstræti 17, geta svo aftur á móti virt fyrir sér Norræna húsiðfrá öllum hliðum I einu. Þetta Norræna hús er reyndar smiðað á Reykjalundi úr Lego plastkubbum. Það er til sýnis i Leikfangamarkaðinum við Austurstræti. —ÓT Sjólfstœðiskeimur af bensíni - Asmundur Sveinsson, bifvéia- virkjanemi: — „Hef ekki hug- mynd um það, og vil ekkert giska á. Þröstur Theódórsson, blaða- söludrengur: — Æ, ég veit það ekki”. Asa Siguröardóttir:— ,,Þaö er núerfitt aðspá um þaö. — Valur ef tU viU.” Nú hcfur British Petroieum Company haröbannað notkun einkenna sinna á bensinsöiu- gögnum Oliufélags tsiands, sem var umbjóöandi þessa volduga fyrirtækis á meðan ailt lét i lyndi við Suez-skurö fyrir daga tsraelsrikis, þegar Arabahöfö- ingjum var skákaö til og frá, og eyðimerkurriki voru stofnsett af peningajöfrum i City i London. Þar sem enginn ljómi er yfir baktjaldamakki þvi sem fylgir heimsveldapólitik og oliu- lendum var umheimurinn alinn upp viö hetjusagnir Arabiu-Lawrence, sem þoldi miklar þeysireiöir fyrir guö og konunginn um grýtt hrjóstur- lönd hirðingja. Þaö var aldrei minnst á oliu i þá daga. BP heimtaöi sem sagt aö Oliufélagiö hætti aö nota BP-merkiö á tönkum sinum. t staðinn er komiö oröiö 01 is, sem minnir á olræt eöa kannski mik- iö fremur á melis, nema hvaö melis gæti veriö stytting fyrir melgræöslu á islandi, fyrst ekki má lengur nota þaö um mola- sykur. Þaö sem réöi úrslitum um BP-merkiö hefur eflaust veriö sá vani okkar aö selja rússneskt bensin meö lágri okteinatölu undir merkjum viröulegra fyr- irtækja eins og Esso, Sheil og BP. Alkunna er aö bflar ganga illa af þessu rússneska bensfni vegna þess aö oktein-magn þess er lægra en vélar þeirra eru geröar fyrir. Shell og Esso hafa enn ekki krafist þess aö nöfn þeirra veröi máö af sölugögnum á meðan einungis þaö bensin er selt sem hæfir síberiukaddi- lökkum. Hins vegar gæti svo fariö, aö þeir hugsuöu sér til hreyfings, og þá yrðu mikil vandræöi meö nöfn, þvi þótt fyrirtækin heiti Skeljungur og Oliufélagiö h.f., þá duga ekki slíkar langlokur á bensíntanka, nemataka upp þann siö aö hafa framhald á bakhliöinni. Olis venst eins og annaö og er nógu stutt fyrir bensintank. Oröiö sjálft segir ekki ýkja mikið, fremur en þau orö önnur, sem þurfa aö þjóna bensfntank fremur en tungunni. Mörg slik þjónustuorö hafa séö dagsins Ijós, þótt þau séu gleymd og grafin. Braminn var eitt slikt orö, og kom meira aö segja fyrir i frægu kvæöi eftir Grim Thomsen. En nú eru menn hættir aö yrkja nokkuö af viti, og varla veröur ort mikið um ol- is, þótt þaö rimi á móti melis og skaris og lagis. Þaö var þó ein- hver munur þegar prjónastofan Malin rimaöi á móti Stalin og Smetana rímaöi á móti ét’ana, í visunni um súpuna. Þá getur veriö aö British Petroleum sé að gera sig digurt vegna þess aö bretar eru aö veröa oiiurfki vegna oliufunda á skoskum sjávarbotni. Þeir i City þurfa þvi ekki aö eltast lengur viö geöstiröa Arabiu-fursta til aö halda log- andi á týrunni. Og engar hetjur veröa til á sjávarbotni, enda er ekki þörf fyrir nýjan Lawrence. Skotar hafa hvort eö er veriö lagöir undir drottninguna fyrir löngu. En þaö gætu fleiri oröiö oliuriki en bretar. Hver veit nema innan tvö hundruö milna finnist olia noröaustur af land- inu, sem reynist vinnsluhæf, þegar hægt verður að bora á dýpra vatni. Þá kemur nafniö olis i góöar þarfir, og þaö er þegar nokkur sjálfstæöiskeimur af þvi aö sjá skiljaniegt tákn á bensinsölustööum, scm hafa liingað til veriö erlendastar allra sölustassjóna. \ REYKJAVIK /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.