Vísir - 11.06.1976, Blaðsíða 10

Vísir - 11.06.1976, Blaðsíða 10
10 c Föstudagur II. júní 1976. VÍSJ_K 3 'ith prmsmn leikbrúðusýnilc n Listahátíð SYNINGAR Listasafn islands Sýning á verkum Hundertwass- er er opin daglega frá kl. 2-10. Valhúsaskóli/ Seltjarnar- nesi. Myndlistaklúbbur Seltjarnar- ness stendur fyrir sýningu á 166 verkum 16 félaga klúbbsins. Sýningin er opin virka daga frá kl. 5-10 og um helgar frá kl. 2-10. Kjarvalsstaðir Austursalur: Sýning á 40 gouach myndum eftir franska málarann Gérard Scneider. Vestursalur: Islensk grafík frá upphafi. A göngum hússins: Sýningin „Skýjaborgir og loftkastalar". Eden, Hveragerði. Sýning á verkúm finnsku lista- konunnar Elinar Sandström. Gimli, Stokkseyri ElfarÞórðarson frá Sjólyst opn- ar á morgun sýningu á 48 olíu- og akrylmyndum. Norræna húsið Sýningin Islensk nytjalist. Bogasalur Sýning á myndum, handritum og skjölum Dunganons, sem hann arfleiddi islenska rikið aö við andlát sitt. Flugmaðurinn gerir viö flugvélina I eyðimörkinni og hlustar á litla prinsinn segja frá feröalögum sinum um geiminn. A laugardagskvöld verður frumsýnd i Þjóðleikhúsinu brúðuleiksýningin „Litli prins- inn" eftir Antoine de Saint- Esupéry á vegum Marinónettu- leikhússins frá Stokkhólmi. Það er sænski brúöuleikhús- maöurinn Michael Meschke sem samiö hefur og leikstýrir þessu sérstæða atriði Listahá- tiðar, en leikið er á islensku. Hérerum óvenjulega samvinnu erlendra og innlendra leikhús- manna að ræða. 1 för með Mechke er fimm manna hópur frá Mariónettuleikhtisinu og stjórna þeir leikbrúðum i sýn- ingunni, en islenskir leikarar flytja textann. Ein persónan, flugmaðurinn, er leikinn af leikara sýnilegum á sviöinu og fer Sigmundur Orn Arngrimsson með það hlutverk. Sagan um Litla prinsinn er viðfræg og þekktasta saga höf- undar. Bókin hefur komið út á islensku i þýðingu Þórarins Björnssonár, skólameistara. Þar segir frá flugmanni sem nauðlendir i Shara-eyðimörk- inni og rekst þar á litla prinsinn, litinn drenghnokka, sem styttir honum stundir og segir frá heimkynnum sinum úti i geimn- um og ferðalagi sinu milli hinna ýmsu hnatta himinhvolfsins. Þýðingu leikgerðarinnar gerðu Briet Héðinsdóttir og Sig- urður Pálsson. Tónlist' er eftir Karl-Erik Welin. Þessi sýning Mariónettuleikhúsins á Litla prinsinum hefur vakið mikla at- hygli og orðið viðfræg, enda far- ið viða. . önnur sýning á Litla prinsin- um er á sunnudag kl. 3. LBIKHUS Þjóöleikhúsiö. Litla sviðið. Siswe bansi á'r död, önnur sýning. Laugardagur. Litla sviðið: Sizwe bansi ar död", gestaleik- ur frá Lilla Teatern i Helsing- fors.kl. 4. Kl. 8. Frumsýning á brúðuleiknum „Litli prinsinn". Sunnudagur. Litli prinsinn önn- ur sýning kl. 15. Gisela May austur-þýska Brechtsöngkonán kemur fram ásamt fimm manna hljómsveit kl. 20. Iðnó. Föstudagur. Sagan af dátanum. Laugardagur. Skjaldhamrar Jónasar Arnasonar. Sunnudagur.Sagan af dátanum. Leikfélag Akureyrar Kristnihald undir Jökli sýnt i kvöld að Arnesi og laugardags- kvöld aö Borg, Grimsnesi. BÖLUN Hótel Saga Súlnasalur. Hljómsveit Ragn- ars Bjarnasonar og Þuriður skemmta föstudags- og laugar- dagskvöld. Sunnudagur: Kvöldverður og dansleikur i tilefni Sjómanna- dagsins. Hótel Borg. Hljómsveit Hauks Mortens skemmtir um helgina. Klúbburinn. Föstudagur. Venus og Lena. Laugardagur. Venus og Lena. Sunnudagur. Fress og breska hljómsveitin Rudolf og söng- konan Linda Taylor. Tónabær Dinamit leikur föstudag. Eik leikur laugardagskvöld. Röðull Stuðlatrió leikur föstudags- og laugardagskvöld. Alfa Beta leikur sunnudags- kvöld. Tjarnarbúð. Fress leikur laugardagskvöld. Exsperiment sunnudagskvöld. Lindarbær. Gömlu dansarnir. Hljómsveit Rúts Kr. Hannessonar og Jakob J6nsson skemmta.- Skiphóll. Hljómsveit Birgis Gunnlaugs- sonar skemmtir. Sigtún. Pónik og Einar skemmta föstu- dags- og laugardagskvöld. Drekar leika fyrir gömlu döns- unuin sunnudagskvöld. Glæsibær. Ásar leika um helgina. Leikhúskiallarinn. Skuggar skemmta. Sesar. Diskótek. óðal. Diskótek. Ungó Keflavik Eik, og breska hljómsveitin Rudolf skemmta fóstudags- kvöld. Félagsheimilið Stykkishólmi Galdrakarlar skemmta föstu- dagskvöld. Festi Paradis og Dinamit leika laug- ardagskvöld. Árnes. Haukar skemmta laugardags- kvöld. Bolungarvík. Ýr og Rudolf skemmta laugar- dagskvöld. Siglufjörður Galdrakarlar skemmta sunnu- dagskvöld. „Vinnur hratt til Jpess að höndla augnabliks- tilf inninguna" Að Kjarvalsstöðum stendur nú yfir sýning á fjörutiu gouach- myndum listmálarans Gérard Schneider, en hún er hingað komin fyrir tilstilli sendiherra Frakklands og franska mennta- málaráðuneytisins. Við opnum sýningarinnar lagði sendiherr- ann áherslu á að hún væri fram- lag frakka til að minnast þess, hve margir fslendingar hefðu farið til náms i Paris. Gérard Schneider fæddist i Sviss árið 1896 og þvi orðinn átt- ræður. Hann nam myndlist i Paris en að námi loknu sneri hann aftur til heimalands sins. Þar fann hann ekki þann hljóm- grunn fyrir list sina sem hann þarfnaðist og fluttist aftur til Parisar eftir fjögur ár. 1 Paris tók hann þátt i liststarfsemi þess hóps málara i Montmartre nverfinu, sem nefndur hefur verið „École de Paris". „Leitar eftir svipaðri stemmningu og í tónlist." „Schneider hefur veriö þó nokkuð frægur i Paris frá þvi eftir heimsstyrjöldina siðari" sagði Aðalsteinn Ingólfsson, listmálari i samtali við Visi, en hann sá um uppsetningu sýn- ingarinnar. „Hann vinnur sér- staklega hratt til þess aö honcua augnablikstílfinninguna og fleygir gjarnan myndum ei hug- myndir hans heppnast ekki. Hann er á höttum eftir svipaðri stemmningu og i tónlist. 1 sýningarskrá segir Aðalsteinn um Schneider: „1 verkum sinum notar Schneider giarnan breiðan pentskúf og málar hratt og ákveðið á sterk- litan bakgrunn. 1 verkum hans eftir 1950 bar mikið á kol- svörtum litflekkjum sem undir- strikuðu hinar skæru litræmur málarans en undanfarin ár hefur Schneider látið litinn sjálfan og hreyfingu hans á myndfletinum tala I æ rikara mæli". Sýningin stendur til 16. jiini og er opin frá kl. 14.00 til 22.00 dag- lega. — 'aho. Eitt af verkum listmálarans Gérard Schneider á sýningunni aö Kjarvalsstöðum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.