Vísir - 11.06.1976, Blaðsíða 7
VISIR Föstudagur 11. júní 1976.
g
Óla
fur Hauksson
Réttarhaldið
yfír málalið-
unum eins og
á leiksviði
FLOÐIN
Skarðiö i hinni nýlegu Teton-stiflu I Idaho I Bandarikjunum er risa-
stórt, eins og sést á þessari loftmynd. Þegar stifian brast um siðustu
helgi, fossaði uppistöðulónið fram, og talið er að um 150 manns hafi
farist. Raiinsókn er nú hafin á hugsaniegum orsökum slyssins.
Klóróformið olli krabba-
meini í tilraunodýrum
Bandarísk yfirvöld hafa
birt niðurstööur tilrauna
með klóróform, en þær
leiddu í Ijós, að klóróform
leiddi af sér krabbamein í
skepnum. — Af þessum
niðurstöðum ákváðu
stjórnvöld að banna notkun
klóróforms í sumum fram-
leiðslugreinum, ekki alls
fyrir löngu
Krabbameinsstofnun Banda-
rikjanna segir i skýrslu sinni, að
rannsóknirnar hafi leitt i ljós, að
músum, sem fengu klóróform i
mat sinn, væri hætt við krabba-
meini i lifur og nýru-
Að fengnum þessum niðurstöð-
um var lagt til, að bannað yrði frá
og með 8. júli að nota klóróform i
kvefmeðul, tannkrem og mat-
vælaumbúðir. Hinsvegar vildi
matvæla- og lyfjaskrárnefnd
Bandarikjanna ekki ganga svo
langt að láta afturkalla af mark-
aðnum þær klóróformvörur sem
þar eru á boðstólnum
Það hefur verið undirstrikað,
að tilaunirnar hafi ekki sannað,
að klóróform gæti valdið krabba-
meini i mönnum, þótt það valdi
krabbameini i tilraunadýrum. A
það er bent, að tilraunadýrin hafi
fengið klóróform i miklu stærri
mæli en mönnum standi til boða i
þeim vörum, sem til sölu eru á
markaðnum. Hins vegar er bann-
ið rökstutt þannig, að nytsemi
klóróforms i þessum vörum sé
svo litil, að ekki sé verjandi henn-
ar vegna að tefla á neina hættu —-
hversu smá sem hún kann að
vera.
Ný árás úr
þriðju átt
Ródesíumenn þurfa nú aö
verjast árásum úr þremur átt-
um. Skæruliðar hafa ráðist inn i
landið frá Zambiu, í kjölfar
þeirrar yfirlýsingar Kaunda
forseta Zambiu að þeim væri
heimilt að nota land hans sem
stökkbretti inn I Ródesíu.
Rikisstjörn Ródesiu skýrði frá
þviígæraðlitill skæruliðahópur
hefði lagt til atlögu við landa-
mæri Zambiu. Talið er að þarna
séu um 400 skæruliðar að verki,
og að 600 til viðbótar séu á leið
þeim til hjálpar.
Aðal-skæruhernaður á hendur
Ródesia hefur verið við norð-
austur og austurlandamærin við
Mozambique. Mikið álag hefur
verið á her Ródesiu, og atlögur
á þriðju vígstöðvunum þyngja
enn meira.
í bardögum við skæruliða
undanfarnar vikur og mánuði
segjast Ródesiumenn hafa
misst 116 hermenn, en að rúm-
lega þúsund skæruliðar hafi týnt
lifi.
Þrettán hvitir mála-
liðar koma fyrir rétt i
Luanda i Angóla i dag i
einhverjum einkenni-
legustu málaferlum
nútima réttarsögu. En
lif þeirra er undir nið-
urstöðunni komið.
Inni i réttarsalnum er um aö
litast eins og inni á leiksviði i
sjónvarpssal, þar sem fimm
myndatökuvélar standa með
glampandi ljósopum og láta
ekkert framhjá sér fara. —
Réttarhaldinu verður nefnilega
sjónvarpaö bæði I Angóla og á
Kúbu.
Farið veröur að byltingarlög-
um Angólastjórnar, sem sigur-
vegararnir mynduöu eftir borg-
arastyrjöldina.
Aðalver jandinn, Robert
Cesner, frá Bandarikjunum er
þarna til að annast málsvöm
fyrir bandarisku málaliðanna,
en hefur tekið aö sér vörn hinna
um leið, ,,svo lengi, sem það
skaðar ekki skjólstæðinga hans,
bandarisku dátanna” eins og
hann setti að skilyrði.
Hinsvegar hefur Cesner sina
lögfræðimenntun miðaða við
enskar og ameriskar réttar-
venjur, en byltingarlög þeirra i
Angóla (að nokkru byggð á
portúgölskum lögum) munu
vera þeim nokkuð frábrugðin.
Dómþingið fer fram á tveim-
ur tungumálum, portúgölsku og
ensku. En gert er ráð fyrir, að
túlkaö veröi jafnhliða yfir á
rússnesku, frönsku og spænsku
fyrir þá 300 áhorfendur, sem
veittur verður aðgangur.
Niu málaliöanna eru breskir,
tveirbandariskir, einn irskur og
einn frá Argentinu. Yfir þeim
vofir liflátsdómur fyrir þátt
þeirra I borgarastrlðinu i febrú-
ar i vetur. — Eins og jafnan i
sfikum eftirstriðsréttarhöldum
er aðalsök þeirra fólgin i þvi, að
hafa barist á vegum þess sigr-
aða.
Starfsmenn Rauða krossins bera á brott lik sýrlenskra hermanna I borg inni Sidon i Libanon.
Hermenn þriggja araba-
ríkja komnir til Líbanon
Einn og einn herflokkur er nú
kominn til Libanon frá Súdan,
iábýu og Alsir eftir samþykkt
utanrikisráðherra Arababanda-
lagsrlkja um að senda friðar-
gæslusveitir þangað.
Það liggur ekki á ljósu,
hvernig þessu liði verði beitt til
að ganga milli i átökum sýr-
lenskra hermanna og skæruliða
palestinuaraba.
1 Kairó i gærkveldi hélt tals-
maðurpalestinuaraba því fram,
að sýrlenskar hersveitir héldu
uppi stórskotahrið á Beirút, og
að fjölmennt lið þeirra sækti I
átttil flóttamannabúða skammt
austan við flugvöll höfuðborgar-
innar.
Beirútútvarpið sagði i gær-
kveldi seint, aö stórskotahrið
væri hjá hafnarbænum Sidon i
suðurhluta landsins.
Margir efast um, að friðar-
gæsluliö Arababandalagsins
muni fá miklu áorkað til þess að
koma á friði fremur en aðrir,
sem hafa til litils reynt. Um leið
velta mennfyrir sér, hver verða
muni viðbrögð nágrannarflris-
ins, Israels, er nokkrir þeirra
eindregnustu fjandmenn, 'eins
og Libya og Alsir, eru með her-
lið á næstu grösum við þá.
DRAP SKAKKAN SENDIHERRA
Króatiskur hermdar-
verkamaður skaut
sendiherra Uruguay í
ógáti, þegar hann ætlaði
að myrða sendiherra
Júgóslaviu i Asuncion I
Paraguay.
Lögreglan i Asuncion skýrði frá
þvi i gær að Joze Damjanovic,
trésmiður frá Króatiu I Júgó-
slaviu, hefði drepið sendiherra
Uruguay á torgi I miðbæ
Asuncion.
Sendiherra Júgóslaviu var að
fara að afhenda Alfredo
Stroessner forseta trúnaðarbréf
sitt, og var sendiherra Uruguay
staddur þar.
Sendih. Uruguay gekk fram-
hjá minnismerki þar sem áætlaö
varað starfsbróðir hans frá Júgó-
slaviu afhenti blómsveig. Viröist
svo sem króatiski trésmiðurinn
hafi ruglað þessum tveimur
mönnum saman, þvl ætlun hans
var að drepa þann júgóslavneska
að þvi er lögreglan skýrði frá!
Damjanovic skaut sendiherra
Uruguay til bana, þegar hann
gekk framhjá minnismerkinu.
Damjanovic kom til Paraguay
frá Vestur-Þýskalandi fyrir
nokkrum mánuðum, eftir að hafa
afplánað þar niu ára fangelsis-
dóm fyrir árás á júgóslavneskan
klúbb, og árás á ræðismann Júgó-
slaviu.
Demjanovic kom til Paraguay
undir þvi yfirskyni að hann ætlaði
að setjast aö þar og vinna sem
trésmiður. Hann las i dagblaði
um að sendiherra Júgóslaviu ætl-
aði að afhenda trúnaöarbréf sitt.