Vísir - 11.06.1976, Blaðsíða 6
Umsjón:
Guðmundur
Pétursson
Föstudagur 11. júní 1976. VISIR
Ronald Reagan dregur hvergi af sér viökosningabaráttuna, enda er
enn þaö mjótt á mununum milli hans og Fords, aö hann á mögu-
leika. Myndin er tekin þegar Reagan fagnaöi sigri eftir for-
kosningarnar i Kaliforniu, þar sem hann var eitt sinn rikisstjóri.
Hart baríst um
örfáa kjörmenn
Afraksturinn af feröaiögum
Fords forseta og Reagan keppi-
nautar hans á flokksþing repu-
blikana I Missouri, veröur held-
ur rýr, að því að taliö er. Á
flokksþinginu veröur kosiö um
19kjörmenn, og þykir liklegt að
atkvæöi falli nokkuö jöfn til
handa f ram b jóöen dun um
tveimur.
Þrátt fyrir allnokkurt forskot
Fords nú, verður hann að berj-
ast grimmilega við Reagan um
kjörmenn fram að flokksþingi
republikana. Þau riki sem eftir
á að velja kjörmenn i, eru öll
fremur Ihaldssinnuð og þvi
Reagan I hag. Ford hefur nú um
90 kjörmenn umfram Reagan.
A flokksþinginu i Missouri,
sem sett verður i dag, munu
bæði Ford og Reagan flytja töl-
ur. Þrjátiu kjörmenn hafa þeg-
ar verið valdir i Missouri, Ford
fékk 15, Reagan 12, og þri'r eru
óháöir.
Laus staða
Laus er til umsóknar staöa heiibrigöisráöunauts viö
Heilbrigöiseftirlit rikisins. Umsækjendur þurfa aö
vera dýralæknar helst meö nokkra sérþekkingu i heil-
brigöiseftirliti eöa matvælasérfræöingar.
Staðan veitist frá 1. ágúst 1976.
Umsóknir sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráöu-
neytinu fyrir 10. júli 1976.
Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið
10. júni 1976
PASSAMYNDIR
teknar i lifum
ftillstíitar strax 9
kama & f fölskyldu
LIOSMYNDIR
AUSTURSTRÆTI 6 S.12644
visir
SMÁAUGLÝSINGAR
TIL KLUKKAN 10, ÖLL KVÖLD
VIKUNNAR, TÖKUM VIÐ Á
MÓTI SMÁAUGLÝSINGUM
SÍMA 8-66-11
vísirBSEESSSÍvísir
iNayne Hays þingmaður meðvitundarlaus á sjúkrahúsi
Tók inn of stóran
skammt svefnlyfja
Þingmaðurinn, Wayne
Hays, sem sakaður
hefur verið um að
kaupa sér bliðu fyrir fé
skattgreiðenda, liggur
nú á sjúkrahúsi i
Barnesville i Ohio, eftir
að hafa tekið inn of
stóran skammt svefn-
lyfja-
Hann var fluttur með-
vitundarlaus á sjúkrahúsið i
gær, þegar kona hans kom að
honum, og fékk ekki vakiö hann.
— A sjúkrahúsinu er sagt, að
liðan þingmannsins sé „eftir at-
vikum”.
Skrifstofustúlka Hays I
Washington segir, að hann taki
svefnlyf vegna magaverkja,
sem þjaka hann og varni honum
stundum svefns.
Ekki er vitað, hvort þing-
maöurinn hefur tekið inn of
stóran skammt I ógáti eða af
ráðnum hug.
Hays, sem var meöal áhrifa-
mestu manna fulltrúadeildar
þingsins,þar tilhneykslið spratt
upp á dögunum, hefur orðiö að
láta af formennsku einnar af
nefndum fulltrúadeildarinnar
um leið og dregið hefur verið úr
umboði hans sem formanns
annarrar nefndar.
33ára gömul ljóska, Elizabeth
Ray að nafni hefur skýrt svo
frá, að Hays hafi ráðið hana til
Wayne Hays þingmaöur ásamt
konu sinni Pat.
starfs hjá einni neftid þingsins,
þar sem hún hafi fengið 14 þús-
und dollara árslaun, án þess að
kunna nokkuð til skrifstofu-
starfa. Hún segist hafa gerst
ástkona hans.
Þessu hefur Hays neitaö, en
viðurkennir þó að hafa staðið i
persónulegum tengslum við
konuna.
Staðhæfingar Ray hafa sett
Washington á annan endann.
Bætti ekki úr skák, þegar út
kom á miðvikudaginn bók, þar
sem hún gefur i skyn, að hún
hafi staðiö i ástarsambandi viö
fleiri stjórnmálamenn. Siða-
nefnd þingsins og alrikisdóm-
stóll vinna nú að þvi að rann-
saka málið.
A þingpöllum hefur verið lagt
mjög fastað Hays aö segja af
sér nefndarformennsku, en
hannhefur neitað að láta af for-
mennsku þeirrar nefndar, sem
stjiórnar fjárveitingum til ann-
arra þingstarfa.