Vísir - 11.06.1976, Blaðsíða 1

Vísir - 11.06.1976, Blaðsíða 1
Föstudagur 11. júni 1976. ~ 127. tbl. 66. árg. Ver er ekki hœft til gœslustarfa Milljónaviðgerðir framundan ó varðskipunum Varðskipin islensku eru öll i „gæsluhæfu” ásigkom ulagi, miöað við það ástand sem nú rikir á miðunum, að Ver undan- skildu i Vererislipp og verður það fyrirsjáanlega næstu vik- urnar. öll eru skipin eitthvað skemmd og Tý vantar til dæmis ennþá bakborðs-skrúfuna. En varðskipið nær rúmlega sautján milna ferð á annarri vélinni og getur þvi eins og hin skipin haldið uppi eðlilegri löggæslu. Ekki hefur enn 'verið tekin á- kvörðun um hvort Baldur og Ver verða áfram i þjónustu Gæslunnar eða hvort þau fara til annarra starfa. En þótt skipin séu sjófær þarf auðvitað að gera við þau og það verður gert smámsaman, við eitt og eitt skip. Viðgerðar- kostnaðurinn hleypur sjálfsagt á tugum milljóna, en trygging- arnar munu að öllum líkindum greiða hann. 011 skipin nema Ver og Baldur erutryggðhjá Samábyrgð. Páll Sigurðsson, forstjóri, sagði Visi i morgun að Samábyrgð endur- tryggðu um 95 prósent þar af sjötiu prósent erlendis. Sem frumtryggjendur yrðu þeirað fá samþykki endurtryggjenda til að greiða tjón. Ekki væri frá þvi gengið ennþá, en i siðustu tveim þorskastríðum hefðu slik tjón verið greidd. Tryggingamiðstöðin er með Baldur og Ver og Gunnar Felixsson, fulltrúi, svaraði mjög á sömu leið og Páll. —ÓT. „Aldeilis orðnir leiðir á - svínakássu og baunum" r Siglingakappar komnir til landsins eftir fimm daga ferð á skútu frá Irlandi Myndin var tekin þegar skútan var aö leggjast aö bryggju i Kópavogi. A litlu myndinni sést leiðangurs stjórinn, Gunnar Hilmarsson. — Ljósm: LÁ ,,Við vorum aldcilis orðnir leið- ir á baunum og svlna kássu! En áður en við lögðum af stað keypt- um við það í heildsölu svo það var maturinn okkar á leiöinni.” Þetta sagði Gunnar Hilmarsson okkur þegar hann, ásamt tveimur félögum sinum ívari Friðþjófs- syni og Bjargmundi Grimssyni, kom i land I Kópavogi eftir að hafa siglt skútunni Ingu frá Ir- landi og til Islands. Skútan sem er 23 feta löng reyndist I alla staði vel. ,,Þó ég hafi siglt viða á skútum hef ég aldrei lagt I ferð betur bú- inn” sagði Gunnar. „Við höfðum allan nauðsynlegan tækjakost og þar að auki þægindi svo sem mið- stöð og sjálfstýringu. Við sigldum frá Norður-lrlandi, þar sem friður og spektin rikir, um sund og skipaskurði i Skot- landi og þaðan heim.” 20 metra öldur Skútan Inga er smlðuð I Irlandi og var siglingin til Islands svo að segja hennar jómfrúferð. „Við lentum einu sinni I ofsa- veðri”, sagði Ivar Friðþjófsson, en hann er eigandi bátsins. „Ég hef aldrei séð annað eins. Ég áætla að öldurnar hafi verið allt að 20 metra háar og báturinu fór lóðrétt upp og niður þær. Veðrið olli þvi að við urðum að liggja sjö eða átta tima i vari við Surtsey.” Frá Surtsey var siðan haldið til Vestmannaeyja og þaðan rakleitt til Kópavogs, en þangað komu' þeir i gærkvöldi. — EKG Blóðið flaut þegar Ali afgreiddi tvo glímumenn í gœr BAK nams- svipur a Hafn- arfirði Ný saga um Alla í dag IKeppniitimabilinu er lokiö 110 Alla Brodle, Milford er I keppniiferð I Póllandi —og á I erfiðleikum I fyrita leiknum Myndasögurnar I Visi eru geysivinsælar, enda eru þær við hæfi alira aldursfiokka og fólks meö mismur.aíidi skoðanir og áhuga- mái. Við viljum vekja athygii þeirra, sem fylgjast meö sögunni um iþróttakappann Alla, að þar hefst nýtt ævintýri I dag, og hann er á blaðsiðu fjögur ásamt Kruiia. Svo eru aö sjálfsögðu sjö sögur á 15. síöunni eins og venjulega, Tarzan, Rip Kirby, Hrollur, Andrés önd, Móri, Freddi og þau Lisa og Láki. Ekki má svo gleyma þeim Bellu og Sigga sixpensara sem allt- af eru á sinum stað i dagbókinni á blaðsiðu 16. Plakat af Palla fylgir á morgun Eins og fram kemur á les- endasiðunni i dag sakna margir Palla úr sjónvarpinu eftir að hann fór i sveitina. Visir ætlar að bæta úr þessu og lætur fylgja stóra veggmynd af sjónvarpsstjörnunni meö blaðinu á morgun. Og svo kemur lika ókeypis heigarblað á morgun meö . VIsi. MAÐUR í 30 DAGA GÆSLUVARÐHALD í KÓPAVOGI Ungur maöur hefur verið úrskurðaður í allt að 30 daga gæsluvarðhald i Kópavogi. Mun hér vera um síbrotamann að ræða. sem lögreglan hefur margoft þurft að hafa af- skipti af. Ástæðan fyrir því að hann var hnepptur í gæsluvarðhald mun vera sú/ að hann var með stór- ar f járupphæðir á sér, og gat hvorki gert grein fyr- ir því hvar hann hafði fengið féð, né heldur hvar hann hafði alið manninn siðustu daga. Mörg innbrot hafa ver- ið framin í Kópavogi að undanförnu, og talið að maðurinn eigi þar ein- hvern hlut að máli. —AH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.