Vísir - 11.06.1976, Blaðsíða 8

Vísir - 11.06.1976, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Útgcfandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davift Guhinundsson Kitstjórar: Þorsteinn l'álsson, ábm. olafur Kagnarsson Kilstjórnarfulltrúi: Kragi (>uftmundsson Fréttastj. erl. frétta: Guðmundur l'étursson Blaðamenn: Anders Hansen, Anna Heiöur Oddsdóttir, Edda Andrésdóttir, Einar K. Guöfinnsson Jón Ormur Halldórsson, Kjartan L. Pálsson, Ólafur Hauksson, Óli Tynes, Rafn Jónsson, Sigriöur Egilsdóttir, Sigurveig Jóns- dóttir, ÞrúÖur G. Haraldsdóttir. iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Krístjánsson. útlitsteiknun: Jón Óskar Hafsteinsson, Þórarinn J. Magnússon. Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Auglýsingastjóri: Porsteinn Fr. SigurÖsson. Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. Auglýsingar: llverfisgötu 44. Simar 1166« 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Sinri 86611 Kitstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611.7 linur Askriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. t lausasölu 50 kr. cintakið. Blaðaprent hf. Samvinna við erlend stórfyrirtæki Nokkur skriður virðist vera kominn á viðræður við norska fyrirtækið Elkem Spiegerverket um rekstur járnblendiverksmiðjunnar i Hvalfirði. Á meðan biður mógröfin við Grundartanga þess sem verða vill, eftir að Union Carbide ákvað að draga sig út úr fyrirtækinu. Sú staða, sem nú er komin upp i máli þessu opnar vissulega möguleika á að taka ýmsa þætti i þessari starfsemi til endurmats. Mikilvægt er t.a.m. að stjórnvöld hverfi frá þeirri stefnu, að islendingar eigi hvað sem öðru liður að eiga meirihluta i stór- iðju af þessu tagi. Upplýst hefur verið, að i þeim viðræðum, sem fram hafa farið um málið að undanförnu, hafi fyrst og fremst verið rætt um önnur atriði en eignaraðild- ina. Verður að telja það miður, þvi að hér er um mjög þýðingarmikið atriði að ræða. Reynslan sýnir, að við höfum engan hag af meirihlutaaðild að slik- um fyrirtækjum. Hún getur beinlinis orðið okkur til tjóns. Við ráðum ekki yfir þeirri þekkingu, sem nauð- synleg er til stóriðju af þessu tagi og það sem meira er: Við höfum ekkert vald yfir hráefnisöfluninni og sölu framleiðslunnar. Þessir undirstöðuþættir eru allir i höndum stórfyrirtækjanna. Meirihlutaaðild að slikum verksmiðjurekstri hefur þvi afar litið að segja. Raunveruleg áhrifavöld liggja annars staðar en i meirihluta verksmiðjustjórnar. Segja má með nokkrum sanni, að með meiri- hlutaaðildinni verðum við á ýmsan hátt háðari hin- um erlendu stórfyrirtækjum, sem við höfum leitað eftir samstarfi við, en ella hefði verið. Það eru þau, sem i raun réttri ráða, þó að við leggjum fram meirihluta fjármagnsins. Þetta átti að vera þjóð- ernisstefna, en hún var á miklum misskilningi byggð. Megintilgangur okkar með samstarfi við erlenda aðila um stóriðju er sá að opna möguleika á raf- orkusölu. Við þurfum stóra orkukaupendur af þessu tagi til þess að reisa hagkvæmar virkjanir. Raf- orkusalan er það sem skiptir okkur máli i þessu sambandi. Við eigum i stóriðjusamstarfi við erlend fyrirtæki fyrst og fremst að einbeita okkur að þvi að ná hag- kvæmum raforkusamningum. Það er tiltölulega auðvelt að ná samningum um meirihlutaaðild að slikum verksmiðjum. í raun réttri dregur það að- eins úr áhættu stórfyrirtækjanna. Þegar á þessar aðstæður er litið er full ástæða fyrir rikisstjórnina að endurmeta þá einstrengings- legu stefnu i þessum efnum, sem hún tók upp eftir vinstri stjórninni. Það þarf að huga að þvi hverju sinni hvernig skynsamlegast er að haga samstarfi við erlenda aðila um fyrirtækjarekstur. Það er beinlinis hættulegt að starfa eftir óumbreytanleg- um formúlum á þessu sviði sem öðrum, ekki sist, þegar þær eru á misskilningi byggðar, eins og i þessu tilviki. í samningaviðræðunum við norðmenn er þvi rétt að leggja áherslu á breytt fyrirkomulag að þvi er eignaraðildina varðar. Fyrst við á annað borð losn- um út úr samningunum við Union Carbide er æski- legt að nota það tækifæri til þess að koma betra lagi á mál þessi. Föstudagur 11. júni 1976. VTSIR Umsjón: Guðmundur Pétursson 3' Verður hann nœsti leið- togi ísraels? Þegar hinn 32 ára gamli Yigal Yadin var gerður að yfirmanni herráðs gyðinga i sjálf- stæðisstriðinu i Palestinu 1948 og ’49, töldu margir það upp- hafið að glæstum ferli mikilmennis, sem ætti eftir að láta mjög að sér kveða i hinu ný- stofnaða riki. Menn voru farnir aö lita á það sem sjálfsagt, að þessi unga hetja sjálfstæðisbaráttunnar mundi erfa forsætisráðherra- stólinn eftir David Ben-Gurion. Það kom þvi mjög á óvart 1952, þegar Yadin sagði af sér, dró sig út úr opinberu lifi og helgaði sig fornleifarannsókn- um, svo sem gert hafði faðir hans, dr. Eleazar Sukenik, sem fann handritin i hellum Dauða- hafsins. Yadin gat sér mikinn orðstirá sviði fornleifarannsókna og stjórnaði uppgreftrinum i hinu forna virki gyðinga, Masada. Þrátt fyrir að margsinnis hafi verið reynt að freista hans til að snúa aftur til stjórnmála, hefur hann haldið sig fjarri þeim og þverneitað öllum beiðnum i þá átt. Þar til fyrir hálfum mánuði, að Yadin lýsti þvi yfir, að toks væri hann reiðubúinn til þess að taka að sér leiðtogahlutverk þjóðar sinnar. — Fréttin kom eins og þruma úr heiðskiru lofti. Viðbrögð manna við þessum tiðindum þykja leggja áherslu á, hvaöa vandamál Yitzhak Rabin forsætisráðherra hefur viðað glima. Þaðeru ekki nema tvö ár, siöan israelsmenn bundu töluverðar vonir við Rabin, sem þá var nýtt andlit á stjórnmála- sviðinu. Hann átti að leiða gyðingaþjóðina útúr myrkrinu, sem fylgdi á eftir Yom Kipp- ur-striðinu 1973. Nú er honum legið á hálsi, fyrir að vera of veiklunda til að glima við óró- ann meðal ibúa á vesturbakka Jórdan eða Palestinuvandamál- ið. Eftir þvi sem það hefur virst sannast betur og betur, að Rab- in er ekki fær um að leysa vand- ann, hafa aörir stjórnmála- frömuðir Israels stillt sér i sviðsljósið sem hugsanlegir eft- irmenn hans. Meöal þeirra eru Abba Eban og Moshe Dayan. — En gegn þeim er þó of mikil andstaða til þess að þeir þyki heppilegir leiötogar eða sam- einingartákn. Yadin hefur þar einn höfuð- kost fram yfir þá. Hann hefur veriö of fjarri stjórnmálum svo lengi, að hann á sér enga svarna óvildarmenn. Um leið er hann „tandurhreinn", eins og einn dálkahöfundur blaðanna í Haifa skrifaöi og hafði þá f huga, að yfir ferli Yadins hvildi enginn skuggi, eins og t,d, Moshe Day- an, sem glataði miklu af vin- sældum sinum, þegar ísraels- her beið hvað verst afhroð i byrjun Yom Kippur striðsins i varnarmálaráðherratið hans. Yigal Yadin virðist hafa tekið sér De Gaulle hershöfðingja til fyrirmyndar, þegar hann nú býður sig fram til að leiða Israel út úr örðugleikum. Hann gefur þvi aðeins kostá sér, að gengið veröi að skilmálum hans. Hann sagði fréttamanni öryggislandamæra Israels, og styður landnám þar. Hann segir að Palestinuarábar hafi rétt til að stofna eigið riki, en hinsveg- ar sé ekkert rúm fyrir þriðja rikið milli Israels og Jórdaniu. Hann segist reiðubúinn að taka upp viðræður við Yasser Arafat, leiðtoga þjóðfrelsis- hreyfingar Palestinuaraba, ef Arafat situr við stjórntaumana i Amman. Sem þýðir nánast, að bandariska f rétta ritsins Newsweeká dögunum, að hann ætlaði næstu vikurnar að ræða við innfædda gyöinga, og skýra fyrir þeim, hvernig hann hygðist stýra landinu, ef hann yrði forsætisráðherra. ,,Um leiö vil ég kynna mér, hverjar fórnir fólkið vill færa^, sagði Yadin. ,,Ef það segir nei, þá mun ég ekki blanda mér i stjórnmál á ný. En telji ég vera grundvöll meðal þess fyrir hugmyndir minar, þá skal ég leggja mig af einlægni fram við að hrinda þeim af stað.” Þegar að Yadin er gengið kemur iljós, aöhugmyndir hans eru ekki ýkja frábrugðnar stefnu núverandistjórnar. Hann setur sig upp á móti landnámi gyðinga á vesturbakkanum, en segir um leið, að áin Jórdan verði aö gegna hlutverki Yigal Yadin, fornleifafræöingur, grúskandi f fornum handritum, sem fundust i eyðimörk Dauðahafsins. — Hann var hetja gyðinga i sjálfstæðisstriðinu 1948. Arafat verði að bylta Hussein Jórdaniukonungi fyrst úr stóli. Hann hljómar óneitanlega nokkuð loðinmæltur, en virðist fá samt nokkurn hljómgrunn fyrir þessar loðnu skoðanir. Hann vill breyta kjördæma- skipan lsraels, og endurskoða skattalögin. Ennfremur vill hann bæta kjör gyðinga, sem koma frá austurlöndum og setjast aö í ísrael, en þeir hafa til þessa ekki setið við sama borð og innflytjendur frá vest- urálfum. Skoðanakönnun i siðustu viku leiddi i ljós, aö þriðjungur þeirra israelsmanna, sem spurðir voru, vildu fá Yadin fyrir forsætisráöherra. Menn skulu þvi vera við þvi búnir, að nafni hans eigi eftir að skjóta oftar upp i fréttum um Israel i náinni framtið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.