Vísir - 11.06.1976, Blaðsíða 9

Vísir - 11.06.1976, Blaðsíða 9
VISIR Föstudagur 11. júni 1976. 9 Verðbólgan knýr einstaklinga til að brjóta gegn hagsmunum þjóð arheildarinnar Verðbóigan dregur úr sparnaði, beinir fjórmagninu á rangar brautir, torveldar áœtlanir og skipulagningu framleiðslu og sölu, slœvir áhuga starfsmanna fyrir bœttum vinnubrögðum og aðgát neytenda um vöruverð og gœði. Engin von er til þess, að unnt sé að ná hagvexti eða stefna yfirleitt með skipulegum hœtti að nokkru þjóðfélagslegu markmiði samfara slikri verðbólgu, sem við höfum búið við. /""" ---------\ I fyrstu tveimur köflum þessa erindis# sem þegar hafa veriö birtir, var fjallað um rætur verðbólgunnar í þróun þjóðfélags- og stjórnmála og hag- fræðilegar skýringar á verðbólgunni. I þessum þriðja kafla er hins vegar fjallað um afleiðingar verð- bólgunnar. Við skulum þá vikja að afleiðingum verð- bólgunnar. Við skulum fyrst ræða verðbólgu svipaða þeirri, sem rikjandi hefur verið hér á landi lengst af á timabilinu 1950 til 1970 og sem rikjandi hefur verið viða i iðnaðar- löndum heims á sið- ustu árum, það er að segja verðbólgu á bil- inu 10 til 15%. Við skul- um siðar vikja að áhrifum örrar og mjög vaxandi verðbólgu. Sú skoöun varð æ útbreiddari eftir þvi sem á leiö undanfarin 25 ár, aö tiltölulega hæg verö- bólga, jafnvel þótt hún næði 10% eöa þar um kring, væri ekki mjög skaöleg. Sá árangur, sem sótzt væri eftir i efnahagsmál- um, gæti náöst þrátt fyrir hana. Þessi skoöun er að mlnum dómi á miklum misskilningi byggð. Verðbólga knýr hvern einstakan til að breyta gegn hagsmunum þjóðarheildarinnar og þar meö, þegar allt kemur til alls, gegn sinum eigin hags- munum. Hún dregur úr sparnaði, beinir fjármanginu á rangar brautir, torveldar áætlanir og skipulagningu framleiöslu og sölu, slævir áhuga starfsmanna fyrir bætt- um vinnubrögðum og aðgát neytenda um vöruverð og gæði. Niðurstaðan er sú, að hag- vöxtur verður hægari en ella hefði þurft að vera, lifskjör verða lakari og minna veröur hægt að kosta tii ýmiss konar þjónustu og framkvæmda, sem sótzt er eftir. Enginn getur svarað þvi, hve miklu muni i þessu efni. Við vitum það eitt, að um verulegar upphæðir er að ræða. Gunnar Tómasson, islenzkur hagfræðingur, sem starfað hefur lengi erlendis, hefur á grundvelli samanburðar á hag- vexti hér á landi og i ýmsum öðrum löndum gizkað á að verö- bólga hafi á síðustu 25 árum dregið úr hagvexti hér á landi um sem svarar 1% á ári að meðaltali. — Verðbólga og islenzka hagkerfið. Eimreiðin 2. tbl. 1974. — Þetta er að sjálfsögðu ágizkun, þótt hún byggist á samanburði staðreynda. Við getum ekki um það fullyrt, hvort réttari tala væri hálft prósent eða jafnvel eitt og hálft prósent. Hvað um það. Þarna munar miklu á löngum tima, og það væri sannarlega kaldhæðni örlaganna, ef kjara- barátta undanfarinna 25 ára, fjárfestingarviöleitni bjart- sýnna framtaksmanna og ein- arður framgangur ráðherra, alþingismanna og sveitar- stjórnarfulltrúa til að sjá lansdslýðnum fyrir hvers konar opinberri þjónustu og fram- kvæmdum.hefðiað samanlögðu leitt til þess, að framleiðsla þjóðarinnar, lifskjör hennar og sú opinbera þjónusta, sem unnt er að veita, sé allt að þvi fjórðungi minni heldur en hún hefði þurft að vera,effarið hefði verið að með hóglátari og skynsamlegri hætti. Hér er þó aðeins verið að geta sértilum áhrif tiltölulega hægr- ar verðbólgu. Hvað um áhrif slikrar verðbólgu eins og hér hefur verið á undanförnum árum'? Það er að segja verð- bólgu, sem farið hefur stig- hækkandi frá 10% i 15%, frá 15% i' 25%, frá 25% i 50%. - Um þetta getur reynslan litiö sagtokkur, þar sem þær þjóðir, sem nálægar okkur eru, hafa ékki gengið i gegnum shka lang- varandi verðbólguþróun. Við <' y > Orsakir og afleiðingar verðbólgu eftir Jónas H. Hcralz bankastjóra Þriðja grein v y 1 getum þó gert okkur ýmsar afleiðingar slikrar verðbólgu i hugarlund og byggt þær að nokkru á reynslu okkar sjálfra á undanförnum árum og reynslu annarra þjóða, þótt fjarlægar séu. Það eru þrjú atriði, sem ég vil nefna. I fyrsta lagi: Mjög erfitt mun reynast að halda verðbólgu á þvi stigi, sem hún hefur verið hér á undanförnum árum. Annað hvort verður að klifra niður stigann aftur eins og reynt var að gera meö nokkrum árangri á siðastliðnu ári ellegar leiðin liggur til enn örari verð- bólgu. I öðru lagi: Þær aðferöir, sem viö höfum um all langt skeið notað til að draga úr skaðlegum áhrifum verðbólgu, svo sem visitölubinding, enda þótt hún sé jafnframt að nokkru verðbólgu- valdur, tiltölulega háir vextir, verðtrygging skuldabréfa. gengisbreytingar og sitt hvað fleira, kemur að litlu haldi, þegar verðbólga verður ör. 1 þriðja lagi: Engin von er til þess, að unnt sé að ná hagvexti eða stefna yfirleitt með skipu- legum hætti aö nokkru þjóð- félagslegu markmiði sam- fara slikri verðbólgu. Allur timi og öll orka stjórnmálamanna. atvinnurekenda og forystu- manna hvers konar samtaka, mun i sifellu fara i strit til þess að komasthjá almennri stöðnun efnahagslifsins og fullkomnum glundroða. Viðleitni alls almennings mun jafnframt beinast æ meira að þvi aö bjarga sér frá degi til dags undan atvinnuleysi og bágindum. Eftir fjögurra ára mikla og vaxandi verðbólgu stöndum við þannig aö vigi, aö lífskjör eru lakari en fyrir þremur árum siðan, að hag- vöxtur er meðöllu stöðvaður, að gjaldeyrisforði er uppurinn, lánstraust er að þrotum komið og greiðslubyrði erlendra skulda óhófleg. Jafnvel þótt ytri aöstæður snérust okkur talsvert i' vil, og jafnvel þótt okkur tækist að koma verðbólgunni smátt og smátt á hóflegra stig, myndu liða nokkur ár áður en hag- vöxtur væri að nýju orðinn verulegur og enn lengri timi, þar til að lifskjör gætu að nýju batnað með eðlilegum hætti. Þetta er uppskera áranna. þegar bæta átti kjör allra og leysa hvers konar vanda með snöggu átaki. Eftirmáli leikdóms i dómi um iinyndunarveikina, sem birtist i Visi fimmtudaginn 2. júni sl. var samhengi með þebn hætti, að sumir telja mig hafa verið að væna Svein Einarsson um að misnota að- stöðu sina sein Þjóðleikhús- stjóri og hafi þessa gætt veru- lega i þessari sýningu. Þykir mér mjög leitt, að hafa ekki vandað betur til málgreinaskip- unar, þvi mér var allt annað i liuga. Ég varallsekkiaðgera að þvi skóna, að Sveinn Einarsson rækti ekki vel sitt embætti. Ég þóttist þvert á móti hafa tekið fram, að hann væri góður leik- stjóri og hefði gert þar margt vel. Ég veit lika, að hann hefur rækt vel sitt embætti sem Þjóðleikhússtjóri.og áhorfendur hafa a.m.k. sótt mjög vel leik- sýningar i Þjóðleikhúsinu. I þessum leikdómi ræddi ég litilega hlutverk Þjóðleikhús- stjóra almennt og einkanlega, hvort rétt væri að hann setti upp leikrit. Þessum skrifum minum var á engan hátt beint gegn Sveini Einarssyni. Hins vegar hef ég velt þessu nokkuð fyrir mér, og komist að þeirri niður- stöðu, sem fram kom i leikdómi minum. Taldi ég rétt, að láta þessa skoðun koma fram. þarna. þegar ég skrifaði i' fyrsta sinni um leikrit. sem Sveinn stjórnaði. Mér hefur verið bent á, sem ég raunar vissi. að erlendis þætti það engin óhæfa heldur kostur, að leikhússtjórinn tæki ,,virkan" þátt i starfi leikhúss- ins. Er hægt að nefna mörg dæmi þar um. Það er þvi siður en svo, að ég sé að setja fram skoðum, sem almenn er, þvert á móti er kenning min á undan- haldi um þessar mundir: gæti þvi flokkast undir afturhald. Við nánari athugun sé ég. að niðurlag leikdóms mins var með þeim hætti sett fram, aö úr mátti lesa nokkuð alvarlegar aðdróttanir um misferli i opin- beru starfi. Þykir mér leitt að svo tókst til og bið Þjóðleikhús- stjóra velvirðingar á minum mistökum. . , Haraldur Blondal

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.