Vísir - 11.06.1976, Blaðsíða 3
Föstudagur 11. júnl 1976.
3
NORRÆNIR MÚSIKDAGAR
— mesta tónlistarhótíð sem haldin hefur verið hér
Norrænir músikdagar veröa
haldnir i Reykjavlk dagana 18.
til 24. júni, og eru þeir ein
umfangsmesta tónlistarhátlö
sem haldin hefur veriö á
Islandi.
Norræna tónskáldaráöiö
stendur fyrir músikdögunum,
en þaö er samband tónskálda-
félaganna á noröurlöndum. Þaö
var stofnaö skömmu eftir strlö
og var Jón Leifs einn helsti
hvatamaður aö stofnun þess.
Hlutverk Tónskáldaráösins er
að stuöla að aukinni samvinnu
og kynningu milli norrænna tón-
skálda og vinna aö réttindamál-
um þeirra.
Norrænir múslkdagar eru
einn helsti þáttur norrænnar
menningarsamvinnu. Fyrsta
norræna tónlistarhátlðin var
haldin I Kaupmannahöfn árið
1888. Hátiöin sem nú stendur
fyrir dyrum er hin 24. I rööinni
og sú þriöja, sem haldin er I
Reykjavik.
Tæplega fimm hundruð
tónlistarmenn koma
fram
Á Norrænum múslkdögum
veröa nú haldnir ellefu tónleikar
á sex stööum i Reykjavik, en
einir tónleikar veröa að Bifröst I
Borgarfiröi. Hátt á fimmta
hundrað tónlistarmanna, bæöi
áhuga- og atvinnufólk mun
koma fram á hátiöinni, og alls
verða flutt 59 tónverk. Höfundar
þeirra eru á ýmsum aldri, korn-
ung tónskáld ásamt eldri
höfundum og þekktari.
Það nýmæli var tekið upp á
seinustu Norrænu músikdögum
fyrir tveimur árum, að
Norræni menningarsjóðurinn
pantaöi ný verk er frumflutt
skyldu á hátiðinni. Nú hefur
veriðhaldið áfram sömu stefnu,
og fimm tónskáld hafa skrifað
verk sérstaklega til frumflutn-
ings á Norrænu músikdögunum.
Fjalla verkin um „músik fyrir
áhugafólk”. Annað nýmæli var
upp tekið á þessum sömu
músikdögum, en það var að
bjóöa einu landi utan Norður-
landa að taka þátt i hátiðinni.
Ætlunin var með þessu að stuðla
að auknum kynnum og sam-
skiptum tónlistarmanna.
Kanadamennirnir
leika
islenskt vérk
Að þessu sinni munu kanada-
menn taka þátt I Norrænum
músikdögum. Hingað kemur
hópur tónlistarmanna frá
Torontó, sem kallar sig New
Music Ensamble, undir forystu
Norrænir músikdagar verða
haldnir i Reykjavik dagana 18.
til 24. júni. Þetta verður i þriðja
sinn að músikdagarnir eru
haldnir á lslandi.
flautusnillingsins Roberts
Aitkin. Hann hefur oft haldið
hér tónleika og einnig hefur
hann leikið verk eftir islensk
tónskáld. Þar á meðal er flautu-
konsert Atla Heimis Sveins-
sonar, sem færði honum tón-
skáldaverðlaun Norðurlanda-
ráðs á þessu ári. New Music
Ensamble heldur tvenna tón-
leika að Kjarvalsstööum dag-
ana 20. og 21. júni. Munu
kanadamennirnir leika norræn
og kanadisk verk, þ.á.m. nýtt
verk eftir Þorkel Sigurbjörns-
son.
Snillingar á sinu sviði
Sinfóniuhljómsveit Islands
mun halda tvenna tónleika
undir stjórn Karsten Andersens
og Páls P. Pálssonar. Með
henni koma fram fimm
einleikarar, allt mjög þekktir
snillingar á sinu sviði. Eru þaö
básúnuleikarinn Christer Torgé
frá Sviþjóð, flautuleikarinn
Gunilla von Baht, söngkonan
Ilona Maros, harmonikkuleik-
arinn Mogens Ellegard og okkar
frábæri fiðluleikari Einar G.
Sveinbjörnsson, konsertmeist-
ari i Málmey.
Auk Sinfóniuhljómsveitar-
innar koma fram Kammersveit
Reykjavikur og Nemenda-
hljómsveit Tónlistarskólans.
Alls munu sjö islenskir kórar
koma fram á hátiðinni.
—AHO
New Music Ensamble, kanadisku tónlistarmennirnir frá Torontó,
sem taka þátt I Norrænu músikdögunum að þessu sinni.
Tonhormð a ton
leikum Rolling
Stones í París
i Glasgow
VÍSII&
MYNDSJÁ
Visir fylgdist meo
sjóstangaveiðimóti
við Vestmannaeyjar
FYLGIR BLAÐINU
ÓKEYPIS á morgun
Viðtal við
Sigurð
Sigurðsson
— um íþróttir og fleira
LIST
TIL
LÆKN-
INGA
Þúsund Zetorar
Myndin er frá afhendingu þúsundustu X Zetor dráttavélarinnar.
Arni Gestsson afhendir Tómasi Gislasyni lyklana að véiinni að við-
stöddum fulltrúum frá verksmiðjunum.
Fyrir stuttu var seld þúsund-
asta dráttavélin af tegundinni
Zetor, sem tstékk hefur uinboð
fyrir.
Það var Tómas Gislason,
bóndi I Undirfelli II sem keypti
þá vél og afhenti Árni Gestsson
forstjóri tstékks honum véiina
að viðstöddum fuiltrúum úr
dráttavélaverksmiðjunum i
Tékkóslóvakiu.
Istékk er rekið i nánum
tengslum við Globus h.f. enda
eigendur beggja fyrirtækja þeir
sömu. Tilgangur Istékks er
fyrst og fremst sá að annast inn-
flutning vara frá Tékkóslóvak-
iu, sem hagkvæmt er að flytja
hingað til lands. Meðal þessa
eru þessar dráttavélar, en þær
eru mjög ódýrar miöað við
önnur jarðvinnslutæki.
Innflutningur á Zetor drátta-
vélum hófst 1969 og er hluti
Zetor af heildarinnflutningi
félagsins nú 33% en var mestur
1973, 39%.
R.J.
Ólafsfirðingar fá
vegi og boltavöll
Fyrsti þáttur i tiu ára áætlun
um varanlega gatnagerö i
Ólafsfirði hófst fyrir skömmu.
Aætlaö er aö verja 219 milljón-
um króna til að steypa eða mal-
bika allar götur i bænum á
næstu tiu árum. 1 sumar verður
unnið fyrir 31,4 milljónir.
I sambandi við þessar fram-
kvæmdir og aðrar hefur verið
ráðinn verkfræðingur frá
Reykjavik, Gunnar St. Ólafs-
son.
Knattspyrnugarpar I ólafs-
firði geta glaðst um mánaðar-
mótin júni-júli, en þá á að taka i
notkun knattspyrnuvöll sem
byrjað var á i fyrra. Þetta er
malarvöllur 105x65 metra stór.
Það var varla seinna vænna
að ráðast i þessar framkvæmd-
ir, þvi ólafsfirðingar hafa búið
við mjög léleg skilyrði til knatt-
spyrnuiðkunar undanfarin ár.
—ÓT/GJ og JF Ólafsfirði