Vísir - 14.06.1976, Blaðsíða 2

Vísir - 14.06.1976, Blaðsíða 2
Mánudagur 14. júni 1976. vism ISIR spyr C í REYKJAVÍK ) Hvað œtlar þú að gera í sumarfríinu? r Málhildur Angantýsdóttir, s sjúkraliði: „Ætli það séj ekki Spánn!" Hugrún Hraunfjörð: „Ég ætla ekkert frí að taka. Maður hefur ekki efni á því". Ragnar Einarsson: „Ég ætla í sveitina við Nes- kaupstað". - Sigurður Hólm Guðmunds- son, vinnur í Danmörku: „Ég var nú að koma hing- að heim í sumarfrí. Verst er bara hvað allt er dýrt hérna." i s 8 s a ■ E • S ' B Hjördis Magnúsdóttir: húsmóðir með meiru: „Ætla ekkert sérstakt, vona bara að veðrið verði gott hér heima". Hverjar eru hagsmunatryggingar skjólstœðinga lögmanna? „Lögmannafélag ís- lands og Lögfræðinga- félagið eru tvö óskyld félög. í Lögmannafé- laginu eru lögfræðing- ar með málflutnings- réttindi og málflutning sem aðalatvinnu en i lögfræðingafélaginu eru aðrir lögfræðing- ar,” sagði Gylfi Thor- lacius gjaldkeri Lög- mannafélags íslands i viðtali við Visi. Tilefni þessa var það að Visir vildi afla sér upplýs- inga um Ábyrgðasjóð lögmanna, sem lengi Fjölbrautaskólanum i Breiðholti var slitið i fyrsta sinn nú nýlega. I ræðu skólastjórans, Guðmundar Sveinssonar, kom fram, að skólinn starfaði i vetur á fjórum megin sviðum, þ.e. menntaskólasviði, iðnfræðslu- sviöi, viðskiptasviði og sam- hefur staðið til að koma á fót. Ábyrgðarsjóður lögmanna á að hafa þann tilgang að tryggja skjólstæðinga lögmarina ef eitt- hvað fer úrskeiðis hjá þeim sið- arnefndu. Ef sú staða kemur t.d. upp að lögmaður verður gjaldþrota, þá er fjárhagslegt tjón skjólstæðingsins greitt úr ábyrgðarsjóði. Þessi ábyrgð nær þó ekki lengra en það að ef lögmaður hefur tekið þátt I fjárglæfrum eða sýnt vitaverðan trassaskap I meðferð fjármuna, þá er ekki tilgangur sjóðsins að styrkja slikt framferði. Hugmyndin að þessum sjóði kom fram þegar á árinu 1969 og var fyrirmynd hans að finna á norðurlöndunum og viöar. Fundir hafa oft verið haldnir i Lögmannafélaginu um þétta félags- og uppeldissviði. Hvert þessara sviða greindist svo nið- ur i 2 — 3 námsbrautir. Nem- endur við skólann i vetur voru alls 228, og þar af luku 209 nem- endur prófi. Hæstu einkunnir hlutu þau Þuriður Gisladóttir, Arkaseli 17, mál og hafa menn þar skipst I tvö horn, annar hópurinn telur þetta þarfafyrirtæki en hinn tel- ur að lögmenn eigi að bera á- byrgðir sinar sjálfir, auk þess sem hugsanlegt er að almenn- ingur misskilji tilgang sjóðsins. Þó er þvi ekki þannig farið að andstæðingar sjóðsins séu mót- fallnir hagsmunum skjólstæð inga lögmanna, en þeir telja að lögmenn geti tryggt öryggi skjólstæðinga sinna með þvi að kaupa sér ábyrgðatryggingar hjá tryggingafélögunum. Gylfi Thorlacius sagði að lok- um að væntanlega yrði tekin á- kvörðun um stofnun sjóðsins af eða á með haustinu, en þess mætti geta að nú þegar væri byrjað að safna peningum til sjóðsins sem rynnu til sjóðs Lögmannafélagsins ef ekkert yrði af stofnun hans. slitið 8.20, Einar Þorsteinsson, Jörva- bakka 30, 8.00, Guðrún Ingi- björg Hliöar Vesturbergi 175, 8.12 OG Helga Maria Carls- dóttir, 8.47. Þau voru við nám hvert I sinu sviði. —AH Trimmað á Selfossi Þessir menn sitja nú i Stjórn Ungmennafélags Selfoss. Selfoss hefur ákveðið að koma á fót 10 vikna Trimmi I tilefni 40 ára afmælis félagsins. Þátttakendur mega ekki vera keppendur félagsins i hinum ýmsu greinum. Þurfa þeir að láta skrá sig á iþrótta- velli Selfoss.ganga, hlaupa eða skokka minnst 2 km tvisvar I viku. Þeir sem sannanlega gera þetta tuttugu sinnum á tiu vikum fá verðlaun og viðurkenningu frá félaginu og titilinn Trimmmeistari Sel- foss. Ennfremur var I vetur efnt til ritgerðarsamkeppni meðal barna og unglinga I tilefni af- mælisins, um Iþróttir, æsku- lýðsstarf og framtiðarverk- efni félagsins. Skilafrestur þessa verkefnis er fram i nóvember n.k. og þá verða veitt vegleg verðlaun fyrir bestu ritgerðirnar að dómi viðkomandiskólastjóra. Þá er I prentun afmælisbók félags- ins, sem rituð er og tekin sam- an af Páli Lýðssyni, og kemur hún líklega út I lok septem- ber. Um sama leyti og'bókin kemur út verður efnt til sýn- ingar á Safnahúsi Arnessýslu á öllum verðlaunagripum fé- lagsins og einstaklingsverð- launum sem afreksmenn fé- lagsins hafa eignast i áratuga keppni fyrir félagið. Núverandi formaður Ung- mennafélagsins er Hörður S. Óskarsson. — AHO Leiðrétting Þau mistök áttu sér stað I blaðinu I fyrradag að ungi maðurinn sem drukknaði I Núpá var nefndur Hróifur. Hann hét Þórólfur Tryggva- son og var tuttugu og þriggja ára að aldri. Aðstandendur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. —AH —RJ Séð yfir handavinnusal Fjölbrautaskólans. Fjölbrautaskóla í fyrsta sinn 8 milljónir gullfranka á 16 árum Samningar þeir, sem i gildi eru milli rikisstjórnar Isiands og Mikla norræna ritsima- félagsins gerðu ekki ráð fyrir þeirri þróun, sem orðið hefur I fjarskiptamálum siðan þeir voru undirritaðir i janúar 1960. Engin ákvæði virðast vera I þessum samningum, þar sem ritsimafélagið skuldbindur sig tii að veita alla almenna fjar- skiptaþjónustu eins og hún er á hverjum tima, þótt samningur- inn geri i sjálfu sér, og eðli málsins samkvæmt, ráð fyrir þvi að ritsimafélagið veiti full- nægjandi þjónustu. Nú er hins vegar svo komið, að þessa full- nægjandi þjónustu er ekki leng- ur hægt að veita um sæstreng, þar sem besta þjónustan og þess vegna sú, sem er fullnægjandi fyrir okkur, er veitt með jarð- stöðvum og fjarskiptahnöttum. Samningurinn I heild bindur þvi islendinga við annars flokks þjónustu, sem þeir eiga ekki aö þurfa að liða fyrir, og þess vegna er frekar um það aö ræöa aö allur samningurinn brjóti gegn þeim hagsmunum sem honum var þó ætlað að tryggja við fullgildinguna i janúar 1960, en að einstök atriði hans orki tvimælis nú sextán árum siðar, þegar alveg ný tækni er svo að segja orðin almenningseign á sviði, sem ritsimafélagið ber ábyrgö á gagnvart okkur. A sinum tima var sæstrengur- inn til íslands mikil trygging fyrir öruggum fjarskiptum við útlönd. Svokölluð þráðlaus fjar- skipti voru þá einnig mikið um hönd höfð, þótt þau þættu ekki eins örugg sem eðlilegt var. Ilefðum við verið búin aö gera langtimasamning um þráölaus fjarskipti á þeim tima, þegar sýnt var að sæstrengur var öruggari, og heföi samningur- inn um þráðlausu samskiptin veriö ámóta og sá, sem nú er i gildi við ritsimafélagið, þá mega allir sjá, aö með þvi að hindra lagningu sæstrengs hefði samningurinn haldiö okkur við þráðlaus fjarskipti og um leið annars fiokks þjónustu. Góðu heilli lagði ritsimafélagið sæ- streng hingað árið 1906, sem var ámóta framför á þeim tima og jarðstööin yrði nú. Hann dugði i fimmtiu og fjögur ár, og mun það hár aldur á hvaða tækninýj- ung sem er. Það á svo ekki að bitna á islendingum, þótt rit- simafélagsmenn haldi að sæ- strengir séu það eina, sem gildi i fjarskiptum. Öryggisleysið við notkun sæstrengja samanboriö við jarðstöðvar er slikt, aö þegar samningaviðræðurnar fóru fram I Osló á dögunum og sjálft þorskastriðið var til lykta leitt, var sæStrengurinn til islands bilaður rétt einu sinni. Þá fékk simaþjónustan inni hjá fjar- skiptastöð varnarliðsins til að geta haldið nauðsynlegu sam- bandi við landiö og þá, sem stóðu i samningaþófinu. Allir sjá aö svona öryggisleysi er ó- þolandi. Kitsimafélaginu er tryggö um hálf milljón gullfranka á ári i tekjur af strengnum sem liggur frá Skotlandi til tslands. t sex- tán ár hefur ritsimafélagið þvi fengið nær átta milljónir gull- franka frá þvi samningurinn var gerður um Scoticestreng- inn. Ætli félagið sé ekki búið að fá nóg fyrir streng, sem þvi miður hefur bilað oft á fyrr- greindum tima og skemmdist af leka þegar mest á reyndi á dög- unum. Af framangreindu verð- ur séð, aö vegna þess að samn- ingurinn við ritsimafélagiö i heild fullnægir ekki breyttum kröfum timans, og ritsimafé- lagið hefur enga tilburði haft i frammi til að svara hinum breyttu kröfum, ber að fá samn- ingnum rift. Enginn samningur er svo haldgóður að hann geti bundið heila þjóð, og auk þess þjóð sem á jafn mikið undir ör- uggum fjarskiptum og við, á klafa úreltrar og af sér genginn- ar fjarskiptatækni. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.