Vísir - 14.06.1976, Side 7

Vísir - 14.06.1976, Side 7
og Ófðfur Haukssort Reynt að rœna fíugskeyti frá bandaríkjaher Fimm menn reyndu að ræna flugskeyti frá bandariska hernum i gær, með þvi að stöðva flutn- ingabil sem yar með skeytið á leið til viðgerðar. Eldflaugin, sem er af gerðinni Minuteman, getur flutt kjarn- orkusprengjur. Engin slik var tengd við þetta skeyti. Bilstjóri flutningabilsins segir að þegar hann ók á þjóðvegi við Los Angeles i Kaliforniu, hafi sendiferðabill reynt að þröngva sér til að stöðva. Hann sagði að M-16riffli hefði verið beint að sér, og hrópað að hann ætti að stöðva. Bilarnir vingsuðu eftir veginum dágóða stund, áður en lögreglu- þjónn sem tók eftir undarlegu aksturslaginu ók upp að til að kanna málið. Sendiferöabillinn ók þá á brott. SÝRLAND LOFAR AÐ VIRÐA VOPNAHLÍÐ Hafez Al Assad, sýr- landsforseti, hefur full- vissað Mahmoud Riad, framkvæmdastjóra Arababandalagsins um að hann muni gera allt, sem i hans valdi stendur til að ályktun bandalags- ins um frið í Libanon nái fram að ganga. Utanrikisráðherrar banda- lagsrikjanna ályktuðu á fundi i Kairó að skora á striðsaðila i Libanon að gera vopnahlé, og samþykktu að senda sameigin- legt friðargæslulið til landsins. Mahmoud Riad sótti heim sýrlandsforseta um helgina og átti viö hann langt samtal um viðhorf hinna arabarikjanna til ófriðarins i Libanon. — Hann sagði fréttamönnum eftir á, að sýrlandsforseti hefði tekið máli hans mjög vel og styddi ályktun bandalagsins. Beirút-útvarpið skýrði frá þvi, að þegar væri byrjað að hrinda i framkvæmd tillögum Jalloud majórs um, hverjir skyldu hafa eftirlit með vopna- hléinu og á hvaða svæðum. Þannig eiga sýrlendingar að gæta fjallaskarðsins, sem vegurinn milli Beirút og Damaskus liggur um. Libanskir liösforingjar verða þó i varð- stöðvunum til umsjónar. Hinsvegar segir önnur útvarpsstöð, hlynnt vinstri mönnum, að skæruliðar palestinuaraba og vinstrimenn hafi barist við sýrlenska her- menn i suðausturhluta landsins og i fjöllunum. Þvi er haldið fram, að herþotur Sýrlands hafi haldið uppi sprengjuárásum á stöðvar vinstrimanna viö Faraya. Drepinn við rannsókn á Mafíunni Blaðamaðurinn Don Bolles, sem vann að rannsóknum á Mafi- unni, lést i sjúkrahúsi i gær. Sprengja sprakk i bil hans fyrir nokkrum dögum, og særði hann alvarlega. Bolles, sem var 47 ára gamall, var blaðamaður við Arizona Republic dagblaðið I Fönix i Arizona. Bolles skildi eftir skilaboð þegar hann fór út 2. júni sl., og sagðist vera á leið til fundar við mann að nafni John Adamson, sem ætlaði að gefa upplýsingar um fulltúradeildarþingmann- inn Sam Steiger. Blaðamaðurinn fór til hótels i Fönix, hitti engan en var kall- aður i simann. Þegar hann ók frá hótelinu aftur, sprakk sprengja undir bilstjórasætinu. Sjúkraliðar sem fluttu Bolles á sjúkrahúsið, sögðu að hann hefði muldrað að hann væri að skrifa grein um Mafiuna. Hann nefndi einnig nöfnin Adamson og Emprise. Emprise er fyrirtæki I Buffalo i New York, sem átti eitt sinn helminginn i öllum hundaveð- hlaupabrautum i Arizona. John Adamson er vörubilstjóri sem hafði samskipti við veðhlaupa- brautirnar. Þingmaðurinn Sam Steiger sagðist ekki vita hvers vegna nafn hans hefði verið nefnt i þessu máli. Hann sagðist þó gruna að það hefði verið gert til að auðveldara væri að fá Bolles til hótelsins. Steiger er for- maður þingnefndar sem fjallar um skipulagða glæpi. Fyrir utan dómshúsið I Luanda, beðið eftir þvi að réttarhöldin hefjist yfir málaliðunum þrettán. Biðtim- anum verja þeir til þess að láta blökkudreng bursta skóna fyrir þá. Mafíuferíll málaliða dreginn inn í réttarhaldið öðrum bandariska málaliðanum, sem stefnt er fyrir rétt i Luanda i Angóla (auk tólf annarra), hefur verið lýst i bók sem fyrrum aðstoðarmanni mafiuforingja i New Jersey. Þykir líklegt, að saksóknarinn muni draga það atriði fram I réttarhöldunum og bera fyrir sig höfund bókarinnar, Raul Valdes Vivo, sem átti langt við- tal við málaliðann, Gustavo Grillo. Vivo á sæti i miðstjórn kúbanska kommúnistaflokks- ins. t bók hans er sagt, að Grillo (27 ára) hafi starfað fyrir mafiuforingja I New Jersey, en sá stýrði þar spilavttum. Niu málaliöanna eru breskir, en öllum þrettán er gefið aö sök að hafa brotið gegn friði „i striði, sem beindist að þvi að uppræta sjálfstæði Angóla og hneppa þjóðina i þrælafjötra”, svo að vitnað sé i ákæruskjalið. Málaliðarnir voru teknir til fanga meðan á borgarastyrj- öldinni stóð. Útdrœttir birtir úr kynlífsbók Elisabeth Ray (Jtdrættir hafa veri'ð birtir úr bók Elisabeth Ray, um hvernig hún hafi haft áhrif á pólitiskar ákvarðanir þingmanna i Washington með þvi að sofa hjá þeim. Elisabeth Ray heldur þvi fram að hún hafi þegið laun af almannafé með því að starfa hjá þingmanninum Wayne Hays við það eitt að vcita honum biiðu sina. Bók Ray, sem heitir „The Washinton Fringe Benefit”, er skáldsaga, sem ungfrúin segir aö sé byggð á sönnum at- burðum. 1 bókinni skýrir Ray frá mörgum atvikum þar, sem hún beitti likama sinum til að fá stjórnmálamenn til að breyta um skoðanir á ákveðnum mál- um. Hún segir að hún hafi brátt orðið fræg i Washington fyrir greiðasemi sina. Nokkur dæmi eru nefnd um það. 1 eitt sinn segist hún hafa dansað nektar- dans fyrir frægan lögfræðing i Watergate málinu. I annað sinn hafi ljósmyndari Hvita hússins veriö að taka nektarmyndir af henni, þegar hann þurfti að flýta sér til að fara að taka myndir af forsetafjölskyldunni. Ray segir I bók sinni að skrif- stofuna sem hún vann á I Washington hafi mátt kalla „kynlitsráðuneytiö”. Hún segist hafa hvatt samstarfskonur sin- ar til að veita samskonar greiða. Elisabeth Ray er nú á ferð i Lundúnum, til að auglýsa upp bók sina. Hún sagði á blaða- mannafundi þar að hún óttaðist um lif sitt eftir þessar uppljóstr- anir. Hröpuðu fimm i fjallgöngu Fimm franskir fjallgöngu- menn, allir bundnir saman á einni línu, hröpuðu til bana i gær, þegar þeir voru að klifra i fjallinu Corridor (3.400 m) i Frakklandi. Sjötti maðurinn Alain Sangiard komst af, þegar björgunarmenn fundu hann ilia meiddan og fluttu á sjúkrahús. Sanglard gat enga grein gert sér fyrir þvi, hvað hent hafði, eða hvernig það hafði borið að.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.