Vísir - 21.06.1976, Síða 3

Vísir - 21.06.1976, Síða 3
vism Mánudagur 21. júnf 1976 3 KERAMIK A VINNUSTOFU Gestur Þorgrimsson, Sigrún Guðjónsdóttir og Guðný Magn- úsdóttir opnuðu vinnustofusýn- ingu að Laugarásvegi 7 sl. laug- ardag. A sýningunni eru á annað hundrað keramikverk og eru þau öll til sölu. Verk Sigrúnar eru myndir málaðar á leirflisar, sem annað hvort eru aðkeyptar eða fram- leiddar á vinnustofunni. Hún hefur hannað sams konar myndir fyrir danska postulinsfyrirtækið Bing & Gröndal. Gestur er með á sýningunni vasa og keramikskúlptúr og Guðný er meö alls konar kera- mikhiuti, s.s. krukkur, skálar og vasa. Sýningin verður opin til föstu- dagsins 2. júli nk. frá kl. 4-10 virka daga og 2-10 um helgar. —SJ Jafnvœgi í byggð borgarinnar raskað í Breiðholti I ,,t eldri hverfum Reykjavikur er um 15% ibúðanna 5 herbergja eða stærri,” sagði Ólafur B. Thors formaður skipuiags- nefndar i samtali við Visi. Að undanförnu hefur verið fjallað hér i blaðinu um þá á- kvörðun skipulagsnefndar að 12,5% íbúða þeirra fjölbýlishúsa sem fyrirhugað er að reisa á næstunni i Breiðholti III verði að vera stærri en fjögurra her- bergja. Byggingarfélagið Ein- hamar sf. hefur ákveðið að hætta við byggingar 63 ibúða vegna þessa skilyrðis. Visir leitaði upplýsinga hjá Ólafi um það, hvort sömu skil- yrði giltu einnig fyrir byggingar verkamannabústaða og fjöl- býlishús Framkvæmdanefndar. Hann sagði, að þetta skilyrði gilti aðeins fyrir þetta ákveðna hverfi. bað hefði verið sett vegna þess að talið væri æski- legt að upp undir 20% ibúða i hverju hverfi séu fimm her- bergja eða stærri. I Breiöholti III gerðist það hins vegar að hlutfallið fór niður i 3%. — SJ „Alþýðuflokkurinn ó gullnum meðalvegi" „Jafnaðarstefnan er hinn gulini meðalvegur milli kommúnisma og fasisma og á þeim vegi hefur Aiþýðufiokk- urinn haldið sig”, segir i bækl- ingi um Aiþýðufiokkinn út- gefnum af flokknum. A 31. siðu er skrifað um Al- þýöuflokkinn „frá fortið til framtiðar”, eins og segir á kápusíðu. Gerð er grein fyrir jafnaðarstefnunni, rakin sex áratuga barátta flokksins, þá er fjallað um það hvort hér á landi riki jafnrétti, þjóðnýtingarmál in eru reifuð og loks er kafli er nefnist „Gegn kúgun og ó- frelsi”. —EKG ÚTHLUTUN LÁNA VERÐI FÆRÐ FRÁ HÚSNÆÐISMÁLASTJÓRN Byggingamenn vilja að Hús- næðismálastjórn verði lögð nið- ur f núverandi mynd og i stað hennar komi stjórn húsnæðis- máia frá ráðuneyti. Þetta kemur fram i ályktun aðalfundar Meistarasambands byggingamanna, sem haldinn var I siðasta mánuði. Telja byggingamenn eðlilegt að Veð- deild Landsbanka Islands ann- ist úthlutun og afgreiðslu lána til ibúðabygginga. Utan Reykjavikur annist bankar og sparisjóðir gagnasöfnun og afgreiðslu lána i umboði veð- deildarinnar. Telja þeir fullvist, að með breyttu fyrirkomulagi á stjórn lánamála til ibúðabygginga mætti spara tugi milljóna, sem hægt væri að nota til aukinnar lánastarfsemi. Þá væri það mjög til hagræðis fyrir hús- byggjendur á landsbyggðinni að geta fengið afgreiðslu sinna mála heima I héraði, i stað þess að þurfa alltaf aö vera i sam- bandi við Reykjavik. —SJ. Kanna þróun landbúnaðar °g byggðamóla norðlendinga Staða landbúnaðarins á Norð- uriandi, og þýðing hans fyrir þéttbýlið á Norðuriandi, verða helstu mái á sameiginiegri ráð- stefnu Fjórðungssambands norðiendinga og Búnaðarsam- bandanna á Norðurlandi gang- ast fyrir 21.-22. júni nk. Ráð- stefnan mun fara fram á Blönduósi. Fyrir ráðstefnunni liggja margþættar upplýsingar um landbúnaðinn, og mun verða unnið úr þeim af starfshópum, auk þess sem flutt verða fjöl- mörg erindi. Þessi ráðstefna er einn liður i þeirri viðleitni Fjórðungssam- bandsins að hafa sem nánast samstarf við alla þá er hafa hagsmuna að gæta i mótun þeirra mála er þýðingu hafa fyrir byggðaþróunina i fjórð- ungnum. —AH

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.