Vísir - 21.06.1976, Blaðsíða 9
VISIR Mánudagur 21. júnl 1976
9
VÍSIR Á SIGLUFIRÐI
Þeir leggja á þriðja hundrað
kflómetra af grásleppunefum
Heilsað upp á siglfirska sjómenn, sem stunda grásleppuveiðar
Guömundur Björnsson segir þá
á Degihafa fengið mest 860 lltra
af grásleppuhrognum á dag.
Þótt grásleppan sé ekki
faliegur fiskur hefur fjöldi sjó-
manna tekið ástfóstri við hana.
Þeir leggja net sin fyrir hana á
hverju vori meðfram ströndum
landsins og veröa veiðarnar
þeim drjúg tekjulind.
Eins og ailir eiga að vita er
grásleppan kvenfiskur hrogn-
kelsins. Karlinn, rauðmagann,
hafa sjómenn ekki eins mikinn
áhuga á aö veiöa. Ástæðan er
sú, að það er i rauninni ekki
fiskurinn sjálfur, sem þeirsækj-
ast eftir, heldur hrognin, en
mikið magn af þeim er I
grásieppunni á vorin.
Undanfarið hafa verið neta-
girðingar meðfram mestallri
noröurströnd landsins allt frá
Horni og austur á Lauganes, og
einnig norðantil við austfirði.
Grásleppan hefur ekki brugðist.
Bátarnir, sem stundað hafa
veiðarnar hafa komið til hafnar
með margar tunnur af hrognum
úr hverjum róðri og
sjdmennirnir glaðst yfir þvi að
geta lagt fram sinn skerf til þess
að auka útflutningsverðmæti
sjávarafurða landsmanna.
Nokkra sjómannanna tók
Vfsir tali við bátahöfnina á
Siglufiröi fyrir skömmu, þegar
þeir voru að koma frá þvl að
vitja um grásleppunetin
Komist upp i 860 litra á
dag
„Þaö var nú lélegur aflinn hjá
okkur i dag”, sagði Guðmundur
Björnsson á vélbátnum Degi og
bætti við: „Ætli við séum ekki
meö um það bil 200 litra af
hrognum eftir daginn, en viö
fengum 600 fyrir fáeinum
dögum.”
„Hvaö er hámarkið á einum
degi?”
„Viö höfum komist upp i 860
litra af hrognum sama daginn
en það hefur ekki gerst nema
einu sinni.”
„Hvaö eruð þið með mörg
net?”
„Við á Degi erum með 180 net,
sem hvert um sig er 40 faðmar
að lengd, en við vitjum ekki um
nema hluta af þeim i einu.”
„Hvar veiðið þið grásleppuna
aðallega?”
„Það er á allstóru svæði norð-
ur af Siglufirði og á Skagafiröi,
og þessa dagana er um tveggja
tima sigling á miðin,” sagði
Guðmundur Björnsson. Hann
sagöi að grásleppan væri mikils
viröi fyrir sjómenn á þessum
slóðum.
Vertiöin siðastliðinn vetur
hefði verið hörmuleg og varla
heföi fengistbein úr sjó og það
væri augljóst að linuvertiðin
fyrir norðurlandi yröi lélegri
Gunnar Jóhannsson, sýnir ofan I
éina hrognatunnuna, sem merkt
er báti hans, Jökli.
tunnurnar væru um 100 kfló-
grömm að þyngd hver um sig.
Litri af hrognum
i hverri grásleppu
Grásleppukarlarnir siglfirsku
sögðu okkur, að tæpur litri af
hrognum væri að jafnaði i
hverri grásleppu en i sumum
væri meira magn. 1 hverri
tunnu sögðu þeir vera 148 litra
af hrognum, og til þess að gefa
nokkra hugmynd um verðmæti
aflans er rétt að nefna, að verðið
á einni tunnu af söltuðum grá-
sleppuhrognum hefur verið sem
næst 40 þúsund krónur.
Okkur var lika sagt, að á
Siglufirði væru við grásleppu-
veiðarnar 20 úthöld, þ.e. 20 bát-
ar stunduðu veiöarnar og i
hverju úthaldi væru frá 100 til
250 net.
Á meðan vertiðin stendur sem
hæst er eins og fyrr sagði lögð
mikil netagirðing, sem sums
staðar er margföld, meöfram
allri norðurströndinni og suður
fyrir Langanes. Erfitt er fyrir
leikmenn að átta sig á þessum
geysilegu netalögnum en til
þess að gefa nokkra hugmynd
um þær skulum við hér i lokin
setja upp svolitið reiknings-
dæmi.
Netin næðu norður
i Hrútafjörð
Erfitt er að gera sér i hugar-
lund meðalfjölda neta hjá
bátunum, sem stunda grá-
sleppuveiðarnar frá Siglufirði,
en kunnugir menn nyrðra gisk-
uðu á að hann væri nálægt 170
netum. Þau eru að meðaltali um
40faðmar að lengd og til þess að
fólk átti sig betur á tölunni skul-
um við margfalda þá tölu með
1,67 en það er lengdin á einum
faðmi miðað við metrakerfið.
Útkoman veröur 66,8 metrar.
Þá lengd netanna margföldum
við svo með fjölda þeirra, 170,
og fáum út 11.356 metra. Þetta
reynist vera lengd neta hvers
báts, þ.e. rúmir 11 kilómetrar.
Bátarnir, sem stunda veiðarnar
frá þessum útgerðarstað voru 20
og reiknast okkur þá til, að grá-
sleppunetin, sem þeir hafi i sjó
séu hvorki meira né minna en
227 kilómetrar 120 metrar sam-
tals.
Ef þau væru lögð hvert við
annað á þjóöveginn frá
Reykjavik norður i land myndu
þau ná alla leið noröur i Hrúta-
fjörð. En við skulum ekki
gleyma þvi, að þarna er ein-
ungis verið að tala um grá-
sleppunet bátanna frá einum
stað á Norðurlandi, en eins og
kunnugt er, stunda bátar frá
fjölmörgum höfnum nyrðra
grásleppuveiðar á vorin og þeg-
ar liöur á vertiðina þar hefjast
veiðarnar viö suöurströndina.
Það er þvi ekkert smáneta-
magn sem lagt er i sjó hér við
land á hverju vori til þess að ná
grásleppunni.Eftiraöhún hefur
verið veidd eru tekin úr henni
hrognin, — öllu hinu er hent.
Þar fara mikil verömæti for-
göröum og hlýtur aö vera hægt
að nýta hveljuna og fiskinn
sjálfan á einhvern hagkvæman
hátt. Viö höfum ekki efni á að
henda neinu af þvi hráefni. sem
berst hér á land. — OR
Vélbáturinn Hjalti frá Siglufirði kemur til heimahafnar meö góða veiði, eftir aö hafa vitjaö um grá-
sieppunetin.
Hrognatunnunum lyftupp á bryggjuna viö bátahöfnina á Siglufiröi.
með hverju ári. Þegar Visir
spurði, hvort dragnótaveiðar
gætu hafa haft áhrif i þessu
sambandi svaraöi Guðmundur:
„Fæst orð hafa minnsta
ábyrgð.”
Vitja um þriðjung net-
anna i einu
1 þann mund er viö kyöddum
Guömund á Degi, var mun
minni bát rennt upp aö einni
bryggjunni þarna i bátahöfn-
inni. Þar var kominn Gunnar
Jóhannsson ásamt stálpuðum
syni sfiium en þeir feðgar voru á
grásleppuveiöum á bát sinum,
Jökli.
„Viö erum með 120 net I sjó,
en þaö er óvenju mikiö á triilu
eins og þessari,” sagði Gunnar
er hann var spuröur um útgerð-
ina. „Netin eru misjafnlega
löng frá 33 upp I 47 faðmar, og
þau eru komin hingað um hálfan
hnöttinn, frá Kina og Japan.
Það er hart aö þessi útgerðar-
þjóö skuli ekki geta framleitt sln
eigin net eöa flotin á þau, sem
keypt eru frá Spáni,” sagði
Gunnar Jóhannsson.
Þeirfeögar sögöusthafa veriö
að vitja um net rétt utan við
mynni Siglufjarðar. Framan af
grásleppuvertiðinni sögðu þeir
aðnetin væru lögð allt fram á 45
til 50faðma dýpi, en siöan gengi
grásleppangrynnra allt fram til
þesstlma, þegar hún kæmi upp I
þarann til aö hrygna.
„Viö fengum 480 litra af
hrognum i þessum róðri” sagði
Gunnar „en þegar búið er aö
salta þessi hrogn samsvarar
magnið um þaö bil þremur
tunnum. Grásleppurnar, sem
þetta magn fékkst úr, voru I um
þriðjungi netanna. Viö vitjum
yfirleitt ekki um meira af þeim i
einu, en reynum aö fara dag-
lega.”
Gömlu netin góð
Einn elsti vélbátur landsins,
Fyrirliði þeirra, Asgrímur
Helgason, sagði aö veiðin væri
mjög góð þessa dagana, jafnvel
þótt þeir bræður væru ekki meö
ný net. Þeir hefðu notað vetur-
inn til þess að bæta gömlu netin
ogþað virtist ganga vel aö lokka
grásleppuna i þau.
Svo tóku þeir til óspilltra mál-
anna og kipptu nokkrum plast-
tunnum fullum af hrognum upp
á bryggjuna. Þeir virtust ekki
þurfa að taka verulega á þótt
Hjalti SI 12, er meðal bátanna,
sem stundað hafa grásleppu-
veiðina i vor. Hann kom til hafn-
ar á meðan Visir var þarna við
höfnina á Siglufirði og voru þar
þrir bræður um borð, kampa-
kátir yfir veiðinni. Höfðu þeir,
aldrei þessu vant, orðið að taka
talsvert af grásleppu með til
hafnar vegna þess að þeir höfðu
ekki haft með sér nógu mikið af
plasttunnum undir hrognin um
borð.