Vísir - 21.06.1976, Blaðsíða 7
7
vism
Ófafur Hauksson
Njósna-
aðferðir
ausfan-
tjalds-
manna
úreltar
Yfirmaður gagnnjósna-
stofnunar Vestur-Þýska-
lands hefur látið eftir sér
hafa, að njósnarar
kommúnista þar í landi
noti svo gamaldags að-
ferðir, að það ætti að vera
unnt að hafa upp á þeim
öllum.
1 timaritinu „Der Spiegel”,
sem kemur út i dag, birtist viðtal
við dr. Richard Meier, sem er
yfirmaður sérstakrar gagn-
njósnadeildar með aðsetur i Köln.
— Sú stofnun hefur haft hendur i
hári tveggja tylfta njósnara
kommúnista á siðustu niu mánuð-
um.
Dr. Meier boðar i viðtalinu, að
fleiri njósnarar verði hand-
samaðir, áður en langt um liði. —
Hinsvegar telur hann ágiskanir
manna um, að 16,000 austur-þýsk-
ir njósnarar starfi I V-Þýska-
landi, vera út i loftið. Sjálfur ætl-
ar hann þann fjölda milli 3,000 og
4,000.
Hann segir, að leyniþjónusta V-
Þýskalands hafi tekið upp nýjar
starfsaðferðir, sem geri henni
kleift að upplýsa njósnaaðferðir
kommúnista. Hann telur, að
njósnaforingjar A-Þýskalands fái
ekki vörnum við komið, þvi að
„tækni þeirra er svo úrelt orðin”.
Þeim hafi þegar orðið svo alvar-
leg mistök á, að ekki sé um annað
að ræða fyrir þá, en kalla heim
alla sina njósnara.
Ekki vildi dr. Meier upplýsa,
hverjir væru helstu ágallar
njósnaaöferða austantjalds-
manna, nema að þeir heföu van-
rækt að lita eftir njósnurum sin-
um og sjá vel fyrir þeim.
200 mílurnar breyta
hlutverki NV-Atlants-
hafsnefndarinnar
Framhald ársfundar
fiskveiðinefndar norð-
vestur Atlantshafsins
hófst í dag í Montreal. Er
þar tekinn upp þráðurinn
frá þvi síðast, áfram
reynt að ná samkomulagi
um fiskveiðitakmarkan-
ir.
Kanadamenn munu reyna að
fá samþykkt um það að veiði-
kvóti erlendra skipa á kana-
diskum fiskimiðum verði
minnkaður um 30% frá þvi i
fyrra. — En i fyrra hafði hann
veriðminnkaðurum 40% frá þvi
áður.
1. janúar næsta tekur 200
milna fiskveiðilögsaga þeirra
gildi, og hafa kanadamenn þeg-
ar náð samkomulagi um hana
við Sovétrikin, Noreg og Pól-
land. Eftir er að undirrita
samninga við Spán, Portúgal og
Frakkland, en þau hafa gengist
inn á að viðurkenna 200 milna
mörkin.
Bandarikjamenn leita einnig
eftir samkomulagi á fundinum
um 200 milna fiskveiði lögsögu
sina, sem taka skal gildi 1. mars
næsta ár.
Vaknað hafa nú spurningar
um, hvert hlutverk fiskveiði-
nefndarinnar ætti að vera i
framtiðinni, eftir að allir hafa
tekið upp 200 milna fiskveiðilög-
sögu. Hafa þegar komið fram
skoðanir um, að hún ætti að ein-
beita sér að samstarfi á sviöi
fiskirannsókna.
— Vinstri, vinstri, vinstri, vinstri, vinstri, vinstri, vinstri, vinstri, vinstri
• • •
Reagan sígur
enn á Ford
Mjótt á mununum hjá repúblíkönum, en
Jimmy Carter öruggur hjá demókrötum
Kapphlaupið i forkosningum
Repúblikanaflokksins er nú oröið
tvisýnna eftir helgina, þar sem
Ronald Reagan vann 55 kjörfull-
trúa I forkosningum fimm rikja,
meðan Ford forseti hlaut aöeins
39.
Eftir forkosningarnar i Iowa,
Washington, Delaware, Texas og
Kóloradó er Ford með um 1,000
fulltrúa, en Reagan hefur 935. —
Hvorugur hefur sem sé enn náð
þvi lágmarki, sem þarf til að
tryggja sér útnefningu flokksins,
en það er fylgi 1,130 kjörfulltrúa
að minnsta kosti.
John Sears, sem stýrir
kosningabaráttu Reagans, heldur
þvi fram, að leikarinn fyrr
verandi muni fara framúr Ford,
þegar lokið verður forkosningum
i Kóloradó og Noröur-Dakóta,
sem verður 10. júli.
En Stuart Spencer, sem
stjórnar kosningaundirbúningi
Fords, heldur þvi hinsvega fram,
að Ford verði búinn að tryggja
sér lágmarksfjölda fulltrúa 17.
júli, eftir forkosningar hafa farið
fram i Connecticut.
1 Demókrataflokknum er ekki
lengur um neina samkeppni að
ræða, þvi að Jimmy Carter,
fyrrum rikisstjóri Georgiu, hefur
þegar tryggt sér stuðning nokkur
Hundruð kjörfulltrúa umfram
þann lágmarksfjölda (1,505), sem
hann þarf. — Arsþing
Demókrataflokksins verður i
næsta mánuði i New York, en þar
veður frambjóðandi flokksins i
næstu forsetakosningum út-
nefndur.
Það er ástæða fyrir Reagan til að vera kátur þessa dagana
Harður
jarð-
skjólfti í
Indó-
nesíu
Sterkur jarðskálfti átti upp-
tök sin i Indlandshafi, viö
strönd Súmatra á Indonesiu i
gærdag. Skjálftinn varð um
100 km. undan ströndinni, og
olli miklum ótta i borgum og
bæjum við strð'ndina. Hús
hristust og fólk þyrptist út á
götu, en engar skemmdir urðu
né meiðsli.
Jarðskjálftamælinga-
stofnanir eru ekki á eitt sáttar
um styrkleika jarðskálftans.
Jarðvisindastofnun Indónesiu
sagði að hann hefði verið 6,1
stig á Richterkvarða, en i
Washington i Bandarikjunum
þóttust menn finna út að hann
hefði verið 7,2 stig.