Vísir - 21.06.1976, Blaðsíða 19
t gerilsneyöingarherferðum sinum eru rottur fyrst gerilsneyddar, síðan er gerlum eöa sýklum sprautaö
I þær og áhrifin könnuö.
GERILSNEYDDIR ÍSLENDINGAR
Kristján skrifar:
Einn daginn er ég viss um aö is-
lendingar vakna upp við þaö aö
þeir eru orðnir gerilsneyddir.
Það er sama hvaö menn taka
sér fyrir hendur, ævinlega koma
alls konar sérfræðingar og brýna
fyrir mönnum að láta af iöju
sinni, þvi þaö eru þessir gerlar og
hinir gerlarnir, sem hugsanlega
leynast i nágrenninu.
Skýrasta dæmið um þetta er
það fjaðrafok sem orðið hefur,
vegna þess að menn vilja baða sig
i heitum læk sem rennur sak-
leysislega niður hliöar Oskjuhlið-
arinnar.
Hér er um aö ræða yfirfallsvatn
frá heitavatnstönkunum og má
hverjum manni vera ljóst, að
vatniö þaðan hlýtur að vera
sæmilega hreint, úr þvi aö annað
vatn úr tönkunum má nota til ým-
issa þarfa i húsum.
En sérfræðingarnlr sjá ekki
þessa augljósu staðreynd. Þeir
klifa stöðugt á þvi að menn valdi
sjálfum sér stórskaða með þvi að
fara I lækinn og njóta veðurs og
volgs vatns. Þeir lýsa þvi fjálg-
lega hvernig gerlar og sýklar og
sniklar og guð má vita hvað
hrannast upp i vatninu og tlmgast
á fjórföldum hraða þar. Segja
þeir sýklana vera komna frá
sjónum, en þar ekki langt frá,
liggur einhver skolpleiðsla.
Mér er óskiljanlegt, hvernig
þjóðin hefur komist af fram á sið-
ustu tima, þvi ekki hefur geril-
sneyðingaræðið truflað menn
mikið áður fyrr. Það eru skóla-
lærdómsmennirnir, sem hafa
rýnt i smásjár og verið hræddir á
alla lund sem segja okkur hvað er
hollt og hvað ekki. Og reyndin er
sú, að sá dagur er risinn að menn
geta ekki fengið sér vatn að
drekka úr lækjum sveitarinnar,
nema fyrir liggi undirritað vott-
orð heilbrigðisfulltrúa, heilbrigö-
isráðgjafa og forstjóra heilsu-
verndunar um það aö vatniö sé ó-
mengað.
GLANNAAKST
UR VELDUR
VANDRÆÐUM
Siguröur Hjartarson skrifar:
Nú get ég ekki lengur orða
bundist. Hvað eftir annað hefur
það hent mig hér í umferðinni,
að menn hafa sýnt mér hinn
herfilegasta dónaskap og
ruddamennsku til að koma á-
fram farartækjum sinum og til
þess að vera fljótari, heldur en
umferðin raunverulega leyfir.
Um daginn t.d. var ég að
koma að gatnamótum Kringlu-
mýrarbrautar og Miklubrautar
og ók i' suður. Ég ætlaði að
beygja til vesturs og stöðvaði
bilinn við Miklubrautina, eins
og lög gera ráðfyrir. Svo tæmd-
ist brautin og hugðist ég aka inn
á Miklubrautina. En áður en ég
vissi af komeitthvert tryllitækið
á ofsaferö og fór hægra megin
fram úr mér á þessu útskoti,
sem á að nota til aðkomastinn á
Miklubrautina. Það skipti eng-
um togum að ég beygði eins
skjótt og ég gat til vinstri til að
forðast árekstur og stöðvaðist
bifreið min þversum á Miklu-
brautinni. Þar sem ég er nokkuð
við aldur, tók það mig tima að
laga þetta og á meðan hafði
fjöldi bila safnast saman og létu
menn öllum illum látum og
bölvuðu mér i sand og ösku.
Ég hef verið að mestu
óhappalaus i umferðinni i 40 ár,
þrátt fyrir glannaskap yngri
manna, en þetta fylltimælinn og
vakti mikla gremju hjá mér, að
drenggopinn, sem ók svona
skyldi gera mér þessa háðung.
l ■ f i
' ■ j 1 II
Sa"; Tl >»« * f l
-- - ULÍ
Svona getur fariö ef glannarnir trufla þá gætnu i umferöinni og
koma þeim aöóvörum á þeim stööum, sem menn eiga sist von.
Einar skrifar:
Þó nokkuö sé um liðið'siðan
flugmál voru litilsháttar tekin til
umræðu i fjölmiölum og var það
vegna greinarstúfs, sem maður
skrifaði frá Kanada, um flug
smáflugvéla á Islandi. Hann benti
þar á mörg atriöi, sem vert er að
taka til alvarlegrar athugunar og
knýja á um umbætur i þeim efn-
um. Sérstaklega vakti athygli
mina hversu stórkostlega
einokunaraðstöðu Flugfélag
Islands hefur og hversu geysilega
hefur verið lyft undir starfsemi
þessfélags. Hins vegar verða litlu
félögin, sem hafa hlotið þau
ömurlegu örlög að halda uppi
áætlun til óarðbærra staða, að
þola nær algert tillitsleysi flug-
málayfirvalda.
Nú er kominn timi til að fólk,
sem vill veg flugsins mestan, taki
höndum saman og knýi á um
raunverulegar úrbætur, þannig
að flugið, sem er hagkvæmasti og
besti ferðamáti nútimans hljóti
þann sess, sem þvi ber.
'VCSTEL
Stórholti 1, Akureyri
096-23657
jWUREYRI
VerJ pr. man kr. S00,-
2-4manna herbergi ~
svefnpoKapláss
Smáauglýsingar
VÍSIS eru virkasta
verðmætamiðlunin
OUVETTI praxis 48
J OLIVETTI praxis 48 OLIVETTI praxis 48 OLIVETTI praxis 48 OLIVl
LIVETTI praxis 48 OLIVETTI praxis 48 OLIVETTI praxis 48 OLIVETT
‘Tl P^ 48 OLIVETT, praxis 48 pRA)(
. r m m w m m m _ m m
rafmagnsrítvélar rafmagnsritvéli
veitum veitum veitum vt
fúslega fúslega fúsleg,
allar allar ailar allar a
upplýsingar upplýsingar
hagstœtt verd - greiösluskilmálar
olivetti
SKRIFSTOFUTÆKNI hf. Tryggvagötu - Box 454 - Sími 28511