Vísir - 23.09.1976, Blaðsíða 4

Vísir - 23.09.1976, Blaðsíða 4
Um 100 milljón sjónvarpsáhorf- enda munu að likindum fylgjast i kvöld með þeim Ford og Carter, þeg- ar þeir heyja kappræðu sina, sem kjósendur i Bandarikjunum hafa beð- ið með óþreyju. Það hefur sjaldan skeð fyrr i for- setakosningum i Bandarikjunum, að úrslitin hafa þótt likleg til að ráðast af 90 minútna kappræðueinvigi, eins og almennt er álitið um hólmgöngu frambjóðandanna i kvöld i Valhnotu- strætisleikhúsinu i Philadelphiu. Að hrökkva eða stökkva fyrir Ford Einkanlega er þaö Gerald Ford, sem þykir eiga mikiö undir kvöldinu komiö, þvi aö skoöanakannan- irbenda til þess aö andstæöingur hans njóti 11-15% meira fylgis meöa kjósenda. Þaö er mikill munur upp aö vinna, og Ford hefur i þeim skilningi þvl litlu aö tapa, þótt hann hætti sér þarna fram á völlinn. — Þar aö auki er hann naumast byrjaöur kosninga- baráttuna, þvi aö hann biöur þess, aö hlé veröi gert á störfum þingsins 2. október, áöur en hann steypir sér út i kosningaferöalögin og fundarhöld. Kappræöan er honum tækifæri til aö reyna aö slna kjósendum fram á, að hann sé andstæöingi sinum fremri i reynslu, þekkingu og stjórnvisku.' JIMMY CARTER Carter í svipaðri aðstöðu og Kennedy Þótt Carter hafi skotið upp á .stjórnmálahiminn með hraöa halastjörnunnar, er hann I augum sumra f nýbyrjandi i þjóömálum. Þrátt fyrir þriggjíi. vjkna þindarlausa ko.ningabaráttu, hefur honum ekki tekist aö auka forskot sitt eöa fylgi. Rétt eins og John F. Kennedy áriö 1960 veröur þessi fyrrverandi rikisstjóri Georgiu að sanna fyrir kjósendum, að hann sé forsetaefni. Og að sumra mati bætir ekki fyrir honum ummælin i timaritinu „Playboy”. — Sjónvarpsræöan veröur þvt-’Caj'ter'.éins.'Og Ford möguleg lyftistöng. Kjósendur fó gg Raunar hefur mönnum lærst þaö af forkosningun- um, aö kjósendur láta sér þessi fyrstu árin eftir Watergate minna skipta málefnin en hvern mann frambjóöandinn hafi aö geyma. Mörgum er enn minnistætt aðþaÖ voru málefnin, sem réöu stórsigri Richard Nixons fyrir fjórum árum, en meirihluti þjóöarinfhar haföi snúist gegn honum, þegar hann neyddist til aö segja af sér embætti fyrir tveim ár- íáöir frambjóöendurnir hafa fyrir þessar kcsn- gar iagt aöaláherslu á aö sannfæra kjósendur I Carter þykir hvil málefna | séu traustveröugir. ullkomlega enn. Ford uður, og ekki nógu viösýnn. of óskýr i afstööu til helstu besta tœkifœrið Kjósendum verður þetta ágætis tækifæri tii að vega og meta frambjóöendurna og virð viöbrögö þeirra i hita augnabliksins. Kappræðunni veröur skipt i þrennt c flokkum. Fyrst efnahags- og sem hafa ekki sem komið er, kosningabaráttunni. /rir,sér mála- álefni, ndirbúningur verði framkoman en ekki áöa mun úrslitum I kvöld, og virð- st báðif Trámbjóöendur haga undirbúningi sinum með tilliti til þess. Siöast þegar slikri kappræöu forsetaframbjóö- enda var sjónvarpaö, einvigi þeirra Nixons og Kennedy 1960, þótti hinn rólegi Kennedy ganga bet- ur i augun, en hinn taugaóstyrki stlfi keppinautur hans. Skoöanakannanir gáfu til kynna, aö Kennedy heföi aukiö fylgi sitt i kappræðunni. Frambjóöendurnir i þetta skipti hafa báðir skoö- aö gaumgæfilega upptökuna frá kappræðunni 1960, og draga af henni, hvor á sinn hátt, þann lærdóm, sem þeir telja geta orðiðþeim sjálfum aö gagni. JERRY FORD Sitja og standa eftir formúlum Aöstoöarmenn Fords fengu þvi fram komiö, aö ræöumenn skyldu tala standandi, þar sem karl- mannlegur vöxtur og hæö Fords geti notiö sin best, en hann er nær höföinu hærri en keppinauturinn. Hinsvegar þykir Carter grennri og liðlegri aö sjá, og verður þess gætt, að það fái aö njóta sin. Nokkuö þref var um það, hvort Ford heföi for- setainnsigliö á ræöupúlti sinu eöa ekki, en Carter taldi að þaö mundi gera keppinaut sinum hærra undir höföi, og féllst Ford á að láta þaö ógert. í stað- inn veröa grópaöar I ræöupúltin skoröur fyrir vatnsglös og flöskur til aö gera þá hluti stööugri, en Ford þykir slysalegur i umgengni viö slika hluti og hætt við aö velta þeim og brjóta. Hvorugur frambjóöandinn nýtur álits sem litrik- ur ræðusnillingur, en báöir eru glöggir á staöreynd- ir og tölur og njóta undirbúnings og aöstoðar hinna fremstu sérfræðinga á sviöi þeirra mála, sem helst munu bera á góma. Báöir eiga viö ákveöinn mál- galla aö striöa. Ford hættir til að hnjóta á oröunum, þegar hann talar blaöalaust, og mild rödd Carters þykir stundum svo lág, aö orðaskil veröi naumast greind. Vilja Slater framseldan Singapore hefur form- lega farið þess á leit við bresk yfirvöld, að þau framselji breska fjár- málamanninn, Jim Slat- er, og er sú málaleitan til athugunar eins og stendur. 1 Singapore biöur Slaters, sem fyrrum var stjórnarformaöur fyrirtækjasamsteypunnar „Slat- er Walker Securities”, ákæra vegna viðskiptaaöferöa eins af fyrirtækjum hans, Haw Par, i Singapore. Um leið hefur Singapore kraf- ist framsals nokkurra háttsettra starfsmanna Slater-Walker. Hlutabréf I fyrirtækjasam- steypunni hrundu i verði ekki alls fyrir löngu, þegar upplýstist aö margra milljón sterlingspunda tap var á rekstri fyrirtækisins. Það annaðist peningamiðlun og fjárfestingar fyrir skjólstæðinga sina. Einnig kom i ljós, að forráðamenn fyrirtækisins höföu tekið sér stórlán af fé, sem skjól- stæðingar höfðu sett i hendur fyrirtækisins. Hinn 47 ára Slater sagöi af sér „af heilsufarsástæðum og illu umtali vegna svikamála, sem komust upp um Haw Par-dóttur- fyrirtæki Slaters I Singapore”, eins og komist var að oröi. Haw Par-fyrirtækið haföi oröið uppvist að þvi að „spekúlera” með fjármuni skjólstæöinga, þar sem forstjórarnir stungu hagnaðinum i eigin vasa, en skil- uðu skjólstæðingunum litlu ööru en höfuðstólnum. Fiskideilur framundan hjó EBE Evrópuráð Efna- hagsbandalagsins mun gera i dag kunnar til- lögur, sem taldar eru liklegar til að hrinda af stað illdeilum um fisk- veiðitakmörk milli Bretlands og írlands og félaga þeirra hinsveg- ar i EBE. Hér er um aö ræöa tillögur, sem lagðar verða fyrir rikis- stjórnir aöildarlanda. ti’. aö aö- laga íiskveiði stefnu EBE nýj- um viðhorfum, ein og útvikkun fiskveiðilögsögu i 200 milur og verndun fiskistofna. Kvisast hefur, aö ráöiö hafi hafnaðkröfu breta um að bresk- ir fiskimenn fengju einir aö fiska á 50 milna breiðu belti um- hverfis Bretlandseyjar. Irland mun hafa tekið i svipaðan streng og bretar. Ráöið mun hinsvegar þess sinnis, aö bretum beri aö standa viö fyrri tillögur um, aö slik einkafiskveiöilögsaga hvers rikis veröi ekki nema 12 milur, og aö fiskiskip annarra landa EBE fái að veiða upp aö þeim. — Til þess þó aö ganga til móts viö breta og Ira, hefur ráöið i huga, að breskir og irskir fiski- menn njóti forgangsréttinda til veiða á ákveönum svæöum utan þessara tólf milna. Á hinn bóginn mun ráðiö styöja breta og ira, sem leggja til að öll aöildarrikin færi lög- sögu sina út i 200 milur. Fyrir sitt leyti eru bretar svo harðá- kveönir i að færa út sina auð- lindalögsögu, aö þeir munu lýsa yfir útvikkun hennar 1. janöar, þótt þeir yröu einir á báti, eftir þvi sem Anthony Crosland, ut- anrikisráðherra, hefur látið eftir sér hafa. Prínsinn breytir um fas Þegar hannar hátign, Júliana hollandsdrottning, aö venju setti hoi- lenska þingiö núna i vikunni, var eiginmaður hennar, Bernhard prins, viöstaddur, eins og ávallt viö slik opinber tækifæri. En menn veittu þvi eftirtekt, aö fas prinsins var breytt. Hann var ekki lengur I einkennisbúningi flugliösforingja, eins og áöur, heldur iborgaralegum fötum. — Prinsinn sagöi af sér foringjatigninni, eft- ir Lockheed-hneyksiiö.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.