Vísir - 23.09.1976, Blaðsíða 5

Vísir - 23.09.1976, Blaðsíða 5
VISIR Fimmtudagur 23. september 1976 „Heldurðu að þú sért ekki orðinn of seinn, gœskur?" Lausnin fundin Ródesíu? fyrir í dag er mikill ákvörðunardagur fyrir hvita minnihlutann, sem stýrir Ródesiu. 50 manna framkvæmda- stjórn stjórnarflokks Ians Smiths tekur i dag af skarið um, hvort samþykkja skuli tillögu dr. Henry Kissingers til að koma á friði innan- lands, eða hvort berj- ast skuli áfram gegn jafnrétti blökkumanna. Kvisast hefur, að á rikisráðs- fundi i Ródesiu i gær hafi Ian Smith og samráðherrar hans gengist inn á tillögu Kissingers, sem enn hefur ekki 'verið gerð kunn. Það er talið, að hún gangi út á svipað og tillögur breta fyrr á þessu ári. Nefnilega að fela stjórn landsins i hendur 6 mill- jóna blökkumanna, sem landið byggja, á næstu tveim árurfi. Gangist stjórnarflokkurinn inn á þetta, er einungis forms- atriði að biða niðurstöðu þings- ins, þvi að flokkurinn hefur þar hreinan meirihluta. 1 höfuðborgum syðri hluta Afriku rikir nokkur bjartsýni um, að þarna sé fundin lausn, sem binda muni enda á ófriðinn i landinu. Vesco uni líf Fjármálajöfurinn, Robert Vesco, sem fann sér hæli i Costa Rica á flótta undan refsivendi bandariskra laga, hefur beðið yfirvöld á Costa Rica um að veita sér sérstaka vernd, þvi að setið sé um lif hans. Hann heldur þvi fram, að bandariskur flugumaður á mála hjá ókunnum bandariskum aðil- um hafi fyrr á þessu ári komið til Costa Rica i þeim tilgangi að ráða hann af dögum eða ræna honum. Vesco segir, að maöurinn, sem hann nafngreinir i bænabréfi sinu til yfirmanns öryggislögreglunn- ar i Costa Rica, hafi verið rekinn úr Costa Rica skömmu eftir kom- una þangað. Fésýslumaðurinn settist að i Costa Rica 1972, en skömmu sið- ar var gefin út á hendur honum ákæra i Bandarikjunum fyrir að óttast sitt hafa spillt fyrir rannsókn á við- skiptaháttum alþjóða fémiðlun- arhrings, sem Vesco stofnaði og stjórnaði á sinum tima. Er taliö, að Vesco og meöráðamenn hans hafi með ólöglegum hætti haft um 224milljónir dollara af skjólstæð- ingum sinum. — Vesco var einnig grunaður um að hafa lagt með ó- löglegum hætti fram i kosninga- sjóð Nixons um 200.000 dollara. Vesco stóð i nánum kunnings- skap við ráðamenn i Costa Rica, og skömmu eftir að hann settist þar að lét hann mikið fé af hönd- um rakna til framfaramála I Costa Rica. — Stuttu eftir það breytti Costa Rica framsalslög- um sinum, og hefur Bandarikjun- um ekki tekist að fá Vesco fram- seldan. Hann er nú orðinn umsvifamik- ill i viðskiptalifi Costa Rica. Robert Vesco I góðu yfirlæti á Costa Rica sést hér krýna eina af fegurðardrottningum lands- manna, en þótt armur banda- risku laganna nái ekki til hans, óttast hann nú um lif sitt. I Árekstur ó sjó Eins og fram hefur komiö i | fréttum, rákust á tvö bresk her- skip i Norðursjó, freigátan „Hafmeyjan” og tundurdufla- slæðarinn „Fittleton”. Skipin voru á flotaæfingum NATO. — Þessi mynd sem borist hefur af slysinu, var tekin úr flugvél, sem skömmu cftir óhappið renndi sér yfir staðinn. Sést i kjölinn á „Fittleton”, sem sökk skönnnu eftir, en t.v. er björg- unarbátur, sem „Hafmeyjan” setti á fiot til að bjarga áhöfn slæðarans. Skoðobœtur fyrir mesta flugslys sög- unnar Milli 34 og 40 milljónir dollara hafa verið greiddar i skaðabætur til ættmenna þeirra, sem fórust i versta flug- shgsi sögunnnar. Alls fórust 346 manns með DC-10 farþegaþotu tyrkja fyrir utan Paris 1974 eins og menn minnast af fréttum. Dyr á farangursgeymslu höfðu opnast, hurðin rifnað af og flugvélin misst jafnvægið við þrýstingsbreyting- una. Skaðabætur i'þeim sáttum,sem tekist hafa, nema að meðaltali um 200.000 dollara fyrir hvern og einn, og hefur það einkanlega verið Lloyd’s-tryggingarfélagið sem innt hefur bótagreiðslur af hendi. 700 þúsund króna bœtur ef vönunar- aðgerð mistekst Indlandsstjórn mun greiða um 100.000 krónur i bætur eftir- lifandi eiginkonu hvers þess manns, sem kann að deyja af völdum vönunaraðgerða, sem stjórnvöld beita sér fyrir. Hún mun einnig styrkja til læknisaðstoöar hvern þann, sem á við eftirköst að striða hafandi gengist undir slika aðgerð. Nýjasta herferð yfirvalda til getnaðarvarna hófst siðasta fimmtudag og mun standa i tvær vikur. A þeim tima er búist við þvi, að um ein milljón manna verði gerð ófrjó. Indverjarhafa gripið til þessa óynndisúrræðis i örvæntingu sinni vegna örrar fólksf jölgunar i landinu, en hún nemur um 13 milljónum á ári.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.