Vísir - 23.09.1976, Blaðsíða 10

Vísir - 23.09.1976, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 23. september 1976 VISIR VÍSIR tjtgcfandi: Rcykjaprcnt lif. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjórar: Dorstcinn Pálsson, ábm. Ólafur Itagnarsson Ritstjórnarfúlltrúi: Bragi Guðmundsson F'réttastj. erl. frétta: Guðmundur Pétursson Blaðamenn: Anders Hansen, Anna Heiður Oddsdóttir, Edda Andrésdóttir, Einar K. Guðfinnsson Jón Ormur Halldórsson, Kjartan L. Pálssort, Óiafur Hauksson, Óli Tynes, Rafn Jónsson, Sigriður Egilsdóttir, Sigurveig Jóns- dóttir, Þrúður G. Haraldsdóttir. tþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Ltlitsteiknun: Jón óskar Hafsteinsson Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurðsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Símar 116B0 8BC11 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi86611.7 linur Askriftargjald 1006 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 50 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Frjálshyggjuþingmenn og útvarpið Lögfræðingur Ríkisútvarpssins hefur komist að þeirri niðurstöðu, að útvarpsráð hafi ekki lögform- lega heimild til þess að veita leyfi fyrir frjálsum út- varpsstöðvum í landinu. útséð virðist því um, að breytingar verði á í þessu efni, nema Alþingi sam- þykki sérstök heimildarlög í þessu skyni. Umsóknir þær, sem legið hafa fyrir útvarpsráði um frjálsan útvarpsrekstur, hafa að vonum vakið upp talsverðar umræður um þetta mál. Engum vafa er undirorpið, að krafan um afnám ríkiseinokunar á út- varpsfjölmiðlun hefur fengið hljómgrunn meöal fólksins. Flestum er Ijóst, að þaðgetur ekki staðist til lengdar i lýðræðisríki, að stjórnmálaflokkarnir einoki í gegn- um ríkisvaldið svo þýðingarmikinn fjölmiðil sem út- varpiðer. Það mætti eins setja dagblöð undir ríkisein- okun, ef sú röksemdafærsla á að gilda gegn frjálsum útvarpsrekstri, að hér sé um svo kostnaðarsamt fyrir- tæki að ræða, að frjálsræði myndi leiða til óviðunandi mismununar. Þegar það liggur nú fyrir, að útvarpsráð telst ekki hafa heimild til að veita undanþágur frá einkarétti Ríkisútvarpsins, er nauðsynlegt, að Alþingi geri breytingar á útvarpslögunum, er miði að auknu frjálsræði í þessum efnum. Alþingi þarf að taka málið tii meðferðar þegar í byrjun þinghalds í næsta mán- uði, ef vel á að vera. Stjórnmálaf lokkarnir hafa alla tíð verið hræddir við frjálsa f jölmiðlun, en misjafnlega þó. Þeir hafa f raun réttri haftalla fjölmiðlun í landinu á sínum höndum til skamms tíma. Það er fyrst á siðari árum, að einstök blöð hafa losnað undan boðvaldi flokkanna. Sumum blöðum ráða þeir enn, svo og Ríkisútvarpinu. Sjálfstæði Ríkisútvarpsins getur aldrei verið meira en flokkspólitíska samtryggingin leyfir hverju sinni. Þannig er kerfið. Þessa fjötra þarf að brjóta af út- varpsf jölmiðluninni í landinu. Það verður hins vegar ekki gert, nema leyfður verði rekstur frjálsra út- varpsstöðva. Það liggur í augum uppi, hversu takmörkuð og lág- kúruieg blaðafjölmiðlunin væri, ef flokkarnir réðu henni enn að öllu leyti. Jafn augljóst er, að nýr f jör- kippur myndi færast í útvarpsf jölmiðlunina, ef losað yrði um f jötra rfkiseinokunarinnar og hinnar flokks- pólitfsku samtryggingar. Með heldur klaufalegum hætti hefur verið reynt að draga kjaradeilu starfsmanna Ríkisútvarpsins inn í umræður um frjálsa f jölmiðlun. Flestum er þó Ijóst, aðþetta eru allsendis óskyld mál. Annars vegarer um að ræða hreina kjaradeilu og hins vegar spurninguna um rétt borgaranna til að hagnýta sér þá fjöl- miðlunarmöguleika, sem fyrir hendi eru. Frjálshyggjumenn á Alþingi þurfa nú að fylgja máli þessu fram með breytingum á útvarpslögunum. For- mælendur flokksræðisins munu ugglaust reyna að setja fótinn fyrir dyrnar, þegar reynt verður að opna þær í f rjálsræðisátt. Það er bæði gömul saga og ný. Að vissu leyti getur þetta mál því orðið prófsteinn á Alþingi. Álitamálið er það, hvort nægjanlega margir frjálshyggjumenn sitji á þingi til þess að koma fram breytingum, er draga úr flokksræðinu. Seðlabankinn hœkkar vanskilavexti ó almennum útlónum Reglur um vaxtareikninga hlaupareikninga samrœmdar „Þessi hækkun vanskilavaxta er gerð tii þess aO breikka bil milli venjulegra útlánsvaxta og vanskilavaxta, en með tilkomu vaxtaaukalána, sem eru með 22,5% vöxtum var munurinn ekki nema 1,5% á ári milli van- skilavaxta og vaxtaaukaláns- 'vaxta,” sagði Davið Ólafsson, Seðlabankastjóri i viðtali við Visi. „Með þessari hækkun á van- skilavöxtum eykst þessi munur á ársvöxtum hinsvegar um 7,5%.” Vanskilavextir hækka um 1/2%. Bankastjórn Seðlabankans hefur i samráði við bankaráð tekið ákvörðun um þessa hækk- un vanskilavaxta ásamt nokkr- um öðrum breytingum á reglum um vexti við innlánsstofnanir. Vanskilavextir hækka um 1/2%, úr 2% i 2,5% á mánuði eða brot úr mánuði. Vanskilavextir hækkuðu ekki i vor, þegar út- lánsvextir voru hækkaöir, en þeir voru siðast hækkaðir i júli 1974úr 1,5% i 2%. bessari hækk- un er ætlað að auka aðhald i út- lánamálum og vinna gegn greiösluvanskilum hjá innláns- stofnunum. Breyttar reglur um vexti hlaupareikninga 1 öðru lagi er nú bætt i vaxta- reglurnar skilgreiningu á þvi, hvenær heimilt sé að reikna vanskilavexti af skuldum á hlaupareikningum og sambæri- legum viðskiptareikningum. Segir orðrétt i bréfi til innláns- stofnana um þessi efni: „Vanskilavextir af skuldum á hlaupareikningum eða sam- bærilegum viðskiptareikning- um skulu einungis reiknaðar I eftirgreindum tilvikum: 1) Veitt heimild til yfirdráttar rennur út, án þess að reiknings- skuld sé gerð upp, enda sé lokaö fyrir frekari skuldfærslur á reikninginn og gjaldfallinn skuld sæti venjulegri inn- heimtuaðferð vanskilaskulda. 2) Reikningi lokað og tékka- eyðublöð innkölluö. Taka vanskilavaxta sam- kvæmt tölulið 1) er þó ekki heimil, ef yfirdráttarheimild er endurnýjuð að einhverju leyti innan mánaðar frá þvi að van- skil hófust.” Varðandi vanskilavaxtatöku af hlaupareikningum, sagði Davið Ólafsson að þessar breyt- ingar hefðu verið all-lengi í und- irbúningi og stæðu ekki i beinu sambandi við þau tékkamál, sem rannsökuð eru i dag. bessi breyting er nánari skil- greining á þvi, hvenær heimilt sé að taka vanskilavexti af hlaupareikningi, en slik skil- greining hefur ekki verið áður i vaxtatilkynningum. betta sé gert svo reglur um þessi efni verðiótviræðar, en mismunandi reglur hafa gilt um þetta i inn- lánsstofnunum. I þriðja lagi er nú kveðið á um hámark nafnvaxta af þeim skuldabréfum með eftirá greiddum vöxtum, sem eru með gjalddaga oftar en I sex mánaða fresti. Davið sagði að þetta væri gert, svo vaxtaupphæðir yrðu ekki hærri á skuldabréfum, sem greitt er af oftar en á sex mán- aða fresti, heldur en á skulda- bréfum sem greidd væru á sex mánaða fresti. Breytingar á vanskilavöxtum taka ekki gildi fyrr en 20. nóvember vegna tæknilegs und- irbúnings hjá innlánsstofnun- um, en aö öðru leyti taka breyt- ingarnar gildi 1. október. —RJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.