Vísir - 23.09.1976, Blaðsíða 13

Vísir - 23.09.1976, Blaðsíða 13
12 c Fimmtudagur 23. september 1976 VISIR VISIR Fimmtudagur 23. september 1976 Umsjón: Björn Blöndal og Gylfi Kristjánsson 13 J Markaregn í Helsinki hjá finnum Finnar voru heldur betur á skotskónum I leik sinum við Luxemborg i forkeppni heims- meistarakeppninnar sem fram fdr i Helsinki i gærkvöldi. Finnarnir sigruðu með 7 mörk- um gegn einu, og hafa við sigurinn skotist upp i efsta sætið i riölinum, þótt lítið sé að marka stöðuna ennþá. T.d. hafa italir enn ekki leikið en finnar eru komnir meö tvo leiki. Staðan i hálflcik á ieiknum i gær var orðin 3:0 en strax I upphafi siðari hálfleiks skoraði Gilbert Zender fyrir Luxemborg, rétt eftir að hann hafði komið inn sem varamað- ur. Siðan tóku finnarnir viö aftur og bættu f jór- um mörkum við áður en leiknum lauk. Mörk finnana i gær skoruðu þeir Eas Heiskanen 2, Rissanen 2, Aki Heiskanen, Heikkenin og Maekynen allir eitt mark. Staðan i riðli 2 er nú þessi: Finnland Engiand Luxcmborg ttalia 2 1 0 I 8:5 2 1 1 0 0 4:1 2 1 0 0 1 1:7 0 0 0 0 0 0:0 0 — gk- Loksins töpuðu danirnir ttalir léku „upphitunarleik” fyrir heims- meistarakeppnina igærkvöidii Kaupmanna- höfn og sigruðu dani 1:0. Danirnir byrjuðu vcl i leiknum og fengu m.a. þrjár hornspyrnur, en þegar Italir skor- uðu mark sitt á 17. minútu leiksins fór dæmið að snúast við. l>að var Paoiini Pulici sem skoraði markið, óverjandi fyrir Bennó Lar- scn i markinu. Þetta var fyrsti ósigur dana á þessu ári. Bæði þessi lið eru i forkeppni heimsmeist- arakeppninnar. ttalia er i riðli með Englandi, Finnlandi og Luxemborg, og á að leika sinn fyra leik 16. okt. i Luxemborg. Danir eru i riðli með Portúgal, Póllandi og Kýpur sem þeir hafa þegar sigrað 5:1. Norðmenn unnu kærkominn sigur f gær- kvöldi þegar þeir unnu svia á heimavelli 3:2 eftir aö staðan hafði veriö 2:0 fyrir Noreg I hálfleik. Virðist sem norðmenn séu talsvert að rétta við eftir slakan árangur framan af árinu. Evrópumeistararnir frá Tékkóslóvakiu héldu til Búkarest i gær og léku þar vináttu- leik við Rúmeniu. Marian Masny sem lék hér á dögunum með Slovan Bratislava skoraöi fyrsta markið fyrir tékka á 23. ntinútu, en aðeins 8 minútum siðar jafnaði Dudu fyrir heimamenn. Og fleiri urðu mörkin ekki. A-Þýskaland og Ungverjaland gerðu jafn- tefli 1:1 í A-Beriín I gærkvöldi. Riediger skor- aði fyrir þjóðverja á 20. minútu, en Fazekas jafnaði fyrir ungverja 7 mínútum siðar. Enn einn vináttuleikurinn fór fram I Vinar- borg. Þar léku lið Austurrikis og Sviss, og fóru leikar svo aö heimaliöið sigraöi 3:1. öll mörkin voru skoruð i siðari hálfleik. gk—• Sigurður boðaði forföll Jón Þ. Magnússon haföi samband við Visi vegna greinar um að Siguröur Hannesson dómari á leik Fram og Þróttar heföi ekki mætt til leiksins og ekki boöað forföll. Vildi Jón koma þvi á framfæri að Siguröur heföi boðað forföll, sökin varöandi það að ekki mætti dómari, væri hjá sér. Valsmenn verða sterkir í vetur — hafa fengið tvo leikmenn frá í fyrra og Helgi Jóhannsson hefur tekið við þjálfun liðsins Helgi Jóhannsson, hinn gamal- reyndi körfuknattleiksþjálfari, sem hér fyrr á árum þjálfaði lið ÍR og landsliðið ár eftir ár hefur nú tekið fram skóna á ný og mun þjálfa 1. deildarlið Vals í vetur. Þetta er mikill fengur fyrir Valsliðið, og ekki er að efa að IR Valur — í kvöld Reykjavikurmótinu i hand- knattleik veröur haldið áfram i kvöld I Laugardalshöll og þá fara fram tveir leikir i mfl. karla. Fyrri leikurinn hefst (vonandi) kl. 20— og er það leikur Ármanns og Leiknis. Að honum loknum leika siðan Valur og ÍR. Fróðlegt verður að sjá hvort valsmönnum tekst eitthvað að rétta úr kútnum, en sem kunnugt er töpuðu þeir tveim fyrstu leikjum sinum í mót- inu, fyrir Vikingi og Ármanni. lRúngar hafa á hinn bóginn leikið einn leik og unnu ármenninga nokkuð auðveldlega. Helgi á aö geta náð langt með það. Ekki er nóg með það að vals- menn hafa nú fengið mjög góðan þjálfara, heldur hefur þeim einn- ig bæst góður liðsauki frá fyrra ári. Má þar til nefna að Jóhannes Magnússon, margreyndur lands- liðsmaður, sem ekki gat leikiö með liðinu i fyrra er nú byrjaður aftur, og þá hefur snæfellsnes- maðurinn sterki, Kristján Ágústsson, sem var stigahæsti Is- lenski leikmaðurinn i 1. deildinni I fyrra, gengið yfir i Val. Fyrir eru i liðinu leikmenn eins og Þórir Magnússon, Torfi Magnússon, Rikharður Hrafnkelsson. Allir eru þeir landsliðsmenn. Það er þvi óhætt að bóka að valsmenn verða sterkir I vetur og örugglega verða þeir i fremstu röð. 011 1. deildarliðin i Reykjavik verða þvi með nýja þjálfara i vet- ur. tR meö Þorstein Hallgrims- son i stað Einars ólafssonar, Fram meö Anton Bjarnason i stað Kristins Jörundssonar, Ármann með Birgi Orn Birgis I stað Ingv- ars Sigurbjörnssonar, tS með Einar ólafsson i stað Gunnars Gunnarssonar, KR með Einar Gunnar er bjartsýnn ,,Þó að okkur hafi ekki gengið vel i fyrsta leiknum, þá er ég mjög bjartsýnn á árangur Göppingen i vetur”, sagði Gunnar Einarsson i viðtali við Visi. ,,Við höfum fengið 9 nýja leik- menn siðan i fyrra, suma þeirra þeirra mjög sterka, svo það er ekki hægt annað en vera bjart- sýnn. Við stefnum að sjálfsögðu að þvi að verða meðal 6 efstu lið- anna i suðureildinni þvi 6 efstu liö úr hvorri deild komast I hina sameiginlegu Bundesligu sem verður stofnuð i vor. Ég bý fyrir utan Göppingen I þorpi sem heitir Ebersbach. Það er tiltölulega stutt frá þar sem ég er i skóla.” Keppninni i suðureildinni lýkur þann 26. mars, en fyrsti leikurinn sem Göppingen lék var um sið- ustu helgi gegn Huttenberg. —gk Bollason í stað Kolbeins Pálsson- ar og Valur með Helga Jóhanns- son i stað Guðmundar Þorsteins- sonar. Verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif þessi þjálfaraskipti koma til með að hafa á liðin. Hin tvöliðin eru Breiðablik, þar sem Guttormur Ólafsson heldur áfram um stjórnvölinn og UMFN þar sem annað hvort verður er- lendur þjálfari eða Hilmar Haf- steinsson sem þjálfaði liðið i fyrra. gk—. Slœmt tap hjá Standard Félagar Asgeirs Sigurvinsson- ar i Standard Lieges biðúslæman ósigur á útivelli i gærkvöldi gegn AS Ostende. Standard tapaði 1:5 sem er nokkuð óvænt, en Asgeir lék ekki með vegna meiðsla. Charleroi, lið Guðgeirs Leifs- sonar, tapaði einnig á útivelli. Liðið lék við FC Liegeois sem sigraði með tveim mörkum gegn einu. Af öðrum úrslitum má nefna 1:1 jafntefli Anderlecht og Molen- beek og sigur Bruges yfir Malin- ois 2 mörk gegn engu. — gk- Keppa um 7,5 milljónir Sænski tennisleikarinn Björn Borg og Italinn Adriano Panatta munu mætast I heljarmiklu ein- vigi I Sviþjóð 9. október. Upphæð- in sem kapparnir keppa um er hvorki meira eöa minna en 7,5 milljónir islenskra króna, svo aö til nokkurs er að vinna. Borg er Wimbledon-meistari, en italinn er bæöi Italskur og franskur meist- ari. gk—. Það gengur ekki vel hjá leikmönnum Tottenham þessa dagana. 1 gær tapaöi liöiö 2:3 fyrir 3. deildar liö- inu Wrexham i deildarbikarnum, og þaö þótt liöiö væri á heimavelli. Þessi mynd er tekin úr leik Totten- ham og Middlesborough i 1. deildinni, en honum lauk 0:0. Óvœnt tap Spurs og West Bromwich Voru slegin út af liðum úr 3. deild í enska deildarbikarnum í gœrkvöldi Tvö liö úr 1. deild voru slegin út af liðum úr 3. deild i enska deild- arbikarnum I gærkvöldi — bæöi á heimavelli. Tottenham tapaöi á White Hart Lane fyrir Wrexham og West Bromwich Albion tapaöi á sinum heimavelli — The Haw- thorns.fyrir Brighton. 1 þeim leik var einn af leikmönnum West Brom, Willie Johnston visaö af leikvelli fyrir aö reyna aö sparka i dómarann, Derek Lloyd. Hetja Wrexham á White Hart Lane var Micky Thomas sem skoraði tvivegis i fyrri hálfleik — og strax á fyrstu minútunni i sið- ari hálfleik bætti Bill Ashcrit þriðja markinu við. Þá fyrst tóku leikmenn Tottenham við sér og tókst aö minnka muninn með mörkum Glen Hoddle og Ian Moores, en heldur ekki meir — og þar með sannaði Wrexham aö það var engin tilviljun aö liðið sló Lei- cester út i siöustu umferð. Ekki gekk betur hjá WBA á The Hawthorns — og þar skoraði Pet- er Ward bæði mörk Brighton. En þá eru það úrslitin i þriðju umferð deildarbikarkeppninnar i gærkvöldi: Derby—NottsC 1:1 Fulham—Bolton 2:2 Man. Utd,—Sunderland 2:2 Newcastle—Stoke 3:0 Torquay—Swansea 1:2 Tottenham—Wrexham 2:3 WBA—Brighton 0:2 Newcastle átti ekki i erfiðleik- um með Stoke á St. James Park I Newcastle — og staðan i hálfleik var 2:0, með mörkum Nattrass og Craig úr vitaspyrnu og þegar átta minútur voru til leiksloka bætti Burns við þriðja markinu. Leikur Mancester United og Sunderland byrjaði meö tveim sjálfsmörkum, fyrst sendi Gordon Hill boltann I eigið mark og siðan Slaw hjá Sunderland, Stuart Person náði siðan foryst- unnifyrir United, en Tony Towers jafnaði fyrir Sunderland. Derby átti i miklu basli við 2. deildar liö Notts County á Basebal Ground i Derby — O’Brian náði forystunni fyrir Notts County, en Charlie George jafnaði fyrir Derby úr vita- spyrnu. George Best kom enn við sögu i gærkvöldi — og hann skoraði strax á fyrstu minútunni I leikn- um gegn Bolton. —BB Loksins sigur hjá Celtic! — Jóhannes Eðvaldsson lék ekki með liðinu var varamaður Celtic sigraöi Albion Rovers á útivelli I skosku deildarbikar- keppninni i gærkvöldi. Jóhannes Eövaldsson lék ekki meö liöinu, var varamaöur i leiknum. Mark Celtic skoraöi-Tommy Callag- han I siöari hálfleik. Úrslitin i leikjunum I deildar- bikarnum i gærkvöldi uröu þessi: Aberdeen—Stirling AlbionR.—Celtic 1:0 0:1 Hearts—Falkirk 4:1 Rangers—Clydbank 3:3 Það kom mjög á óvart að Rangers skyldu aðeins ná jafntefli við Clydbank sem leik- ur i 1. deild, sérstaklega þar sem leikið var á heimavelli Rangers — Ibrox. Mörk Rang- ers voru skoruð af Derek John- stone, Hamilton og Parlane. —BB Athugasemd frá Knattspyrnuráði Akraness: FERGUSON VAR EKKI REKINN HEIM t tilcfni ummæla Mike Fergu- son I viötali viö VIsi 21. sept. viljum viö taka fram eftirfar- andi: 1. Vegna ruddalegra ummæla MF um Gunnar Sigurðsson, for- mann knattspyrnuráðs, er rétt að það komi fram að algjör samstaða hefur verið innan ráðsins um öll meiri háttar mál i sumar. 2. Það er ekki rétt að MF hafi verið rekinn. Sannleikurinn er sá, að daginn eftir úrslitaleikinn við Val tilkynnti hann okkur að hann myndi fara heim til Eng- lands mánudaginn 20. sept. og koma siðan i okkar hóp í London þegar við færum til Tyrklands um næstu helgi. Við tjáðum honum að hann yrði að æfa liðið næstu viku, en eftir ósigurinn gegn Trabzon- spor sagði hann að leikmenn væru svo andlega þreyttir eftir tvo ósigra i röð, að þeir yrðu að fá algjöra hvild vikuna áður en farið yröi til Tyrklands. Þessu vildum við ekki una og á sameiginlegum fundi knatt- spyrnuráðs og leikmanna 1A liðsins var einróma samþykkt að tilkynna MF að hann yrði að standa við gerðan samning um að vera með liðinu þar til keppnistimabilinu lyki, aö öðr- um kosti litum við svo á að hann segði starfi sinu lausu. Þegar MF heyrði þessa niður- stöðu fundarins sagðist hann fara samt og með þaö kvaddi hann og fór. 3. Fyrst MF óskar eftir blaöa- skrifum um störf sin fyrir IA er rétt að það komi fram, að flest þau atriði sem hann samdi um hefur hann vanrækt og hefur knattspyrnuráð staðið i stööugu striði við hann út af þvi i allt sumar. 4. Fullyrðing MF um að for- ráðamenn liðsins hafi keypt fyr- irhann farseðla til Englands og heim aftur fyrir bikarúrslita- leikinn er ósönn. Eftir bikarleikinn gegn FH, þar sem IA tryggði sér rétt til að spila úrslitaleikinn i bikar- keppninni, bað MF um 3ja daga fri til að skreppa til Englands. Var það samþykkt, en heim kom hann svo ekki fyrr en á 11. degi. MF pantaði sjálfur farseðla hjá umboðsmanni úrvals á Akranesi og ákvað timasetning- ar, sem ekki reyndust vera i samræmi við leyfi knattspyrnu- ráðs um timalengd utanferðar. Akranesi, 22. sept. 1976 Knattspyrnuráö Akraness Viö undirritaöir leikmenn 1A iiösins lýsum furöu okkar á ummælum Mike Ferguson I dagblaðinu VIsi 21. sept. og lýs- um yfir fullu trausti á Knatt- spyrnuráö Akraness og for- mann þess, Gunnar Sigurösson. Þröstur Stefánsson Jón Gunnlaugsson Andrés Gunnlaugsson Andrés Ólafsson Björn Lárusson Hörður ó. Helgason Sigþór ómarsson Arni Sveinsson Tcitur B. Þóröarson Karl Þórðarson Pétur Pétursson Jóhannes Guöjónsson Guöjón Þóröarson Siguröur Halldórsson Jón Áskclsson Eitt siöasta verk Ferguson áöur en alltfór f háaloft var aö stjórna liöi sinu I úrslitaleik bikarkeppninnar. Hér sést hann heilsa þeim GislaHalIdórssyni, forseta ÍSÍ, og formanni KSl, EUert B. Schram fyrir leik- inn. Ljósm. Einar. GRUNNSKOLI I.S.I. Þjálfaranámskeiö A-stigs veröur haldið í Reykjavík í október og nóvember. Hefst það 5. október og lýkur í byrjun desember. Bókleg og verkleg kennsla i íþróttum. Þátttakendur öðlast rétt til þátttöku f B-stigs námskeiðum sérsamband- anna. Upplýsingar veittar á skrifstofu I.B.R. Forstöðu námskeiðsins annast Jóhannes Sæmundsson. Þetta er liö Göppingen eins og þaö kemur til meö aö veröa skipað f vetur. Gunnar Einarsson er annar frá hægri f fremri röö Iþróttabandalag Reykjavíkur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.