Vísir - 23.09.1976, Blaðsíða 2

Vísir - 23.09.1976, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 23. september 1976 VISIR Kolbrun Hauksdóttir: Ég' drekk nú ekki mjög mikiö afg þeim, en mér finnast gosdrykkir samt góðir. ■ ■ Geir Gunnar Gunnlaugsson, tiu ára: — Já dálltiö, en samt ekkert svakalega mikiö. Drekk mest af gosdrykkjum þegar ég fer i af- mæli og lika á sunnudögum meö I’ matnum. Björn Gunnlaugsson, átta ára:—‘ Ég drekk nú ekkert voöalega: mikiö af þeim. Þaö er helst aö ég fái gosdrykki á sunnudögum. Magnús Gylfi Gunnlaugsson: — Ég fæ það bara stundum. Mér finnst þaö soldiö gott. I REYKJAVIK . y Drekkur þú mikið af' gosdrykkjum? Gunnar Auöólfsson, 10 ára: — Nei ég fæ sjaldan gosdrykki. Þaö er helst á sunnudögum sem ég fæ þá. Þaö lá mikil eftirvænting I loftinu. Enda engin furöa. Nú var komiö aö þeirri örlagariku stundu aö skoriö skyldi úr um hver yröi sá heppni er hlyti Solaris boröbúnaö frá finnska fyrirtækinu Ittala, vegna verö- iaunasamkeppni sem hefur ver- iö i helgarblaöinu. Þórunn I Jónatansdóttir sem sér um matreiösluþátt VIsis var tilbúin aö draga. Ásamt henni voru þau Jón Helgason verslunarstjóri hjá Kristjáni Siggeirssyni umboösfyrirtæki Ittala og Valgeröur Siguröar- dóttir sem kom fram fyrir hönd Ittala finnska fyrirtækisins sem framleiddi Solaris boröbúnað- inn. Fyrstu verölaun komu I hlut Trausta Elliöasonar og heim- ilisfang hans var Hliöarvegur 50 Ólafsfiröi. Hann fær boröbúnaö frá Ittala að verömæti 80 þúsund krónur. Þórunn Jónatansdóttir i miöjunni dregur fyrstu verölaunin úr öll- um þeim mikla fjölda atkvæöaseöla sem barst. Til vinstri er Jón Helgason verslunarstjóri hjá Kristjáni Siggeirssyni og til hægri er Valgeröur Siguröardóttir sem kom fram fyrir hönd Ittala. Ljósm. Loftur Guörún Sigtry ggsdóttir, Heiöargeröi 13, Húsavlk fékk önnur verölaun boröbúnaö fyrir 35 þúsund og þriöju verölaun fékk Eisa Stefánsdóttir, Arnar- tanga 12 Mosfellssveit. Hún fær boröbúnaö frá Ittala aö verö- mæti 25 þúsund. E.K.G. „Ég vissi varla hvað þið voruð oð tala um" ,,Ég var alveg gáttaöur þegar þiö létuö mig vita um þetta. Ég vissi varia hvaö þiö voruö að tala um”, sagöi Trausti Elliða- son sem hreppti fyrstu verölaun I verölaunasamkeppni sem ver- iö hefur I helgarblaöi VIsis. Trausti er 21 árs og dvaldist hann I sumar á Ólafsfiröi. Þar var hann einmitt þegar verö- launasamkeppnin fór fram. A atkvæöaseölinum sem Vísi barst frá Trausta var hann sagðurbúsettur á Ólafsfiröi. Viö nánari athugun kom annað I ljós. Trausti býr I Garðabæ. Hann er hins vegar við nám i Vél- skólanum og er nú á öðru ári. í sumar var hann i afleysingum á togaranum Ólafi Bekk frá Ólafsfirði og er þaö í annaö skipti sem hann dvelur þar. Trausti var ekki margmáll um verölaun sín. Þó sagöist hann vera ánægður meö að fá þennan borðbúnaö, enda er hann að verömæti um 80 þúsund krónur. „Ef kemur aö þvi aö maöur stofnar heimili”, sagði hann, „er gott að eiga borðbúnaöinn”. — EKG Hann hreppti fyrstu verölaunin. Trausti Elliöason á heimiii slnu I Garöabæ. Ljósm Loftur _FRUMSKÓGUR ÍSLENSKRA SAKAMÁLA—, Þaö er ömurlegt aö hugsa til þess, aö svo skuli komiö I þessu iandi, aö helsta áhyggjuefni allra sæmiiegra manna sé hinn mikli fjöldi óupplýstra stór- sakamáia, þar sem hvorki gengur ne rekur meö niöur- stööur. Aðalhjáparhelia okkar i Geirfinnsmálinu viröist sokkinn á kaf i frumskóg is- lenskrar meiöyröalöggjafar. Miiljónatuga söluskattssvik innheimtast ekki hjá vinsölu- fyrirtæki, þar sem dansinn dunar á hverju kvöldi, eins og fyrirtækiö hafi vaxiö og eflst að viröingu viö aö svlkja rikiö um tögmætar greiðslur. Ávisana- svikin I bönkunum hafa verið gerö vaxtaskyld upp á milljónir, svo þær virðuiegu stofnanir viröast fyrst og fremst hafa hugsaö um aö hagnast á svindl- inu I staö þess aö stööva þaö þangaö til nú, aö Seölabankinn greip I taumana vegna óskar um athugun út af alls óskyidu atriöi. Tollgæslan I landinu stendur i óuppkláruöu máii vegna flösku-og slgarettugjafa. Og nú siðast virðist komin upp flækja út af smygli á litasjón- vörpum, en sú flækja er þess eölis, aö kominn viröist timi til aö rannsaka sjálft dómsrann- sóknakerfiö meö þaö fyrir augum aö fá úr þvl skoriö, hvort mannametingurinn innan þess sé beinlinis oröinn stórhættu- legur réttarfarinu. Hin ákveöna varfærni I meðferö allra fyrr- greindra mála bendir til þess, aö dómsrannsóknakerfiö hugsi fyrst og fremst til þess meö hryllingi aö þurfa aö fara aö setja afbrotamenn undir aga og skikk, fyrir brot sem hafa veriö umliöin árum og áratugum saman, jafnan með þaö I huga aö islendingar eru ekki refsi- glatt fólk. En almennur borgari veröur aö njóta einhverrar verndar fyrir reyfurunum, og hann á rétt á þvi aö mega lifa og starfa i landinu i trausti á þaö, aö hér ríki lágmarksöryggi fyrir bófum og fjárplógsmönnum. Nýjasta dæmiö um þaö stjórnleysi, sem nú rikir innan dómsrannsóknarkerfisins er svonefnt smygl á litasjónvarps- tækjum. Samkvæmt upplýs- ingum Timans, sem lýsir hneykslun sinni á athafnasemi rannsóknarmanna, eru enn á feröinni þeir Kristján Pétursson og Haukur Guömundsson úr Keflavik. Þrátt fyrir þaö, aö sakadómur Heykjavikur ætti ekkert frumkvæöi aö þvi aö upplýsa þetta smyglmál, var sú ákvöröun tekin að rifa málið úr höndum Kristjáns og Hauks, þegar rannsókn þess var komin á ákveöiö stig hjá þeim, og banna þeim öll frekari afskipti af þvl. Hneykslun Timans stafar af því, aö þótt máliö hafi veriö af Kristjáni og Hauki tekiö, hafa þeir haldiö áfram smyglrann- sóknum og gert húsleit á Sel- tjarnarnesi af þvl tilefni. Rann- sóknardómari sakadóms Reykjavikur er svo látinn lýsa þvi yfir I Timanum, aö þetta sé algjör óhæfa sé um sama smyglmálið að ræöa. Aftur á móti virðist rannsóknardóm- arinn ekkert hafa viö máliö aö athuga, séu þeir Kristján og Haukur að fitja upp á nýju smyglmáli. Þvi er auövitaö ekki mótmælt enn af yfirvöldum, aö menn skuli gerast svo djarfir aö byrja rannsóknir á smygli, en það eiga auðheyrilega aö vera rannsóknir aö vissu marki síðan eru málin tekin af þeim. Hverjum er eiginlega ætlaö aö lifa viö svona yfirlýsingar og vinnubrögö? Og síöan upplýsir Morgun- blaöiö, að einn þeirra löggæslu- manna, sem rannsakaö hafa mál þetta, hafi fengiö ábend- ingu um þaö frá ónefndum aö- ila, aö hann skyldi hætta rann- sókn þess, þar sem máliö væri hættulegt. Það er því ekki ein- ungis aö einstakir löggæslu- menn séu i uppreisn viö dóms- rannsóknarkerfiö I landinu. Þeir eru lika reiöubúnir til aö hætta lifinu fyrir starfann. Aö siöustu skal þaö tekiö fram, aö litasjón vörpum hefur veriö smyglaö til landsins i gámum. Hvernig væri nu aö tollgæslan geröi einu sinni grein fyrir þvi hvernig hún hagar eftirliti sinu, þar sem gámainnflutningur er annars vegar? Af framan- greindu er ljóst, aö um slikt al- gjört niöurbrot er aö ræöa á öliu þvi sem heitir dómgæsla aö lengra niður veröur ekki komist. Þjóðverjinn', sem hér er, hefur látið aö þvi leggja, aö skipulagöur glæpahópur sé starfandi I landinu. Spurningin er þá þessi: A aö fara takast á viö þennan flokk, eöa ætla menn að deyja i stólum slnum? Svarthöföi. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.