Vísir - 24.09.1976, Blaðsíða 3

Vísir - 24.09.1976, Blaðsíða 3
Föstudagur 24. september 1976 3 Rœtt um nýtt síldarverð: „Hœgt að hœkka verðið" —segir fulltrúi seljenda í verðlagsróði „Við viljum meina að það sé rúm fyrir ofurlitla hækkun”, sagði Ingólfur Ingólfsson annar fulltrúi seljenda i verðlagsráði sjávarútvegsins er ákveöur sildarverð. Fundir hafa verið haldnir að undanförnu i verðlagsráðinu til þess að ákveða nýtt sildarverð. Það sem nú er i gildi rennur út á morgun og einmitt þann dag byrja sildveiðar i nót. Ingólfur Ingólfsson sagði að nú væri búið að sem ja um sölu á öllu þvi magni sem talið væri aö yröi veitt i ár. Eins og fram hefur komið voru seld um 50 þús. tonn til Finnlands og Sviþjóðar og 60 þús. tonn til Sovétrikjanna. Ingólfur sagði að nú lægi þvi öll vitneskja fyrir aðeins væri barist um hvernig ætti að skipta kök- unni. „Staðreyndin er sú”, sagði hann,,,að við höfum verið að leita eftir breytingum til hækkunar”. —EKG. Magnús efstur ó Suðurlandi Magnús H. Magnússon, fyrrum bæjarstj. i Vestmannaeyjum, verður efsti maður á lista Alþýðu- flokksins i suðurlandskjördæmi við næstu Alþingiskosningar. Þetta var ákveðið á fundi kjör- dæmisráðs Alþýðuflokksins i suðurlandskjördæmi, sem hald- inn var i Vestmannaeyjum um siðustu helgi. Stjórn kjördæmisráðsins velur siðan aðra menn á listann, en i samráði við Magnús H. Magnússon. VIUA FÁ STÓRAN TOGARA Hafrannsóknarstofnunin hefur áhuga á að fá leigöan stóran tog- ara tii þess að nota við rannsóknir á djúpslóð. Beiðni um þetta er nú til athugunar hjá sjávarútvegs- ráöuneytinu. Þetta kom fram i samtali sem Visir átti við Jón Jónsson for- stjóra Hafrannsóknarstofnun- arinnar. Eins og kunnugt er hafði Haf- rannsóknarstofnunin eignast tog- arann Baldur og var hugmyndin að nota hann til rannsóknar- starfa. Ilann var hins vegar tek- inn strax til Landhelgisgæslunnar áður en Hafrannsóknarstofnunin haföi nokkuð af honum aö segja. Togarinn Runólfur var leigður til Hafrannsóknarstofnunarinnar i sumar. Einkum var hann notað- ur til kolmunnaleitar og veiða. Leigutima hans er nú útrunninn svo aö segja má að ef aö leigu yrði myndi það skip koma i staðinn fyrir Baldur og Runólf. Meiri rækjuleit Jón Jónsson sagði að hjá Hafrannsóknarstofnun væri nú áhugi á aö leita að rækju út af austfjöröum. Er hugmyndin að leita að rækju út af Austfjörðum siðar I vetur á Arna Friðrikssyni. Nú eru tvö skip á vgum Haf- rannsóinnarstofnunar að leita að rækju. Höfrungur og Langanes. — EKG Lögreglan vfðsvegar um land hefur tekið talstöðvar og annan tæknibúnaö I gagnið til að auka öryggi al- mennings. Það nýjasta á þessu sviði eru sjálfvirkir slmsvarar sem hafa vcrið settir upp á minni lög- reglustöðvum viðsvegar um land. SIMSVARINN SVARAR FYRIR LÖGREGLUNA „Þetta er simsvari lögregl- unnar, ef þér þurfið að hafa samband við lögregluna eða ná I sjúkrabil, þá gjörið svo vel að hringja I....” Þetta er algengt svar ef hringt er I númer lögreglunnar á mörgum stöðum út á landi. Þaö er enginn lögregluþjónn, sem kemur i simann, heldur svarar simsvarinn, og hann gefur þér upp heimanúmer þess lögreglu- þjóns sem er á vakt, svo og önn- ur númer, þar sem hægt er að ná i hann. „Þessi simsvarar hafa verið settir upp á mörgum minni lög- reglustöðvunum út á landi” sagði Hjalti Zophoniasson full- trúi i dómsmálaráðuneytinu, er viö spurðum hann, hvort þetta væri orðið algengt. „I þeim byggðalögum, þar sem eru einn eða tveir lögreglu- þjónar, er ekki hægt að ætlast til aö þeir standi vaktir til skiptis allan sólarhringinn allt árið. Heimamenn vita alltaf hvar á að ná í þessa menn, ef eitthvað kemur upp, og þeir eru ekki á lögreglustöðinni. Aftur á móti vita ókunnugir það ekki og þvi geta ýmiss vandræði skapast af þeim sökum. En með tilkomu simsvarans voru þau vandræði úr sögunni, auk þess sem hann veitti betri þjónustu og aukið öryggi fyrir alla aðila,” sagði Hjalti.. „Égþoriekkiaöfullyrða hvað simsvarar eru komnir upp á mörgum stööum, en það er nokkuð viða. Lögregluþjónar eru á fjörutiu stöðum á landinu flestir i Reykjavik eða tvö hundruö og fimmtiu talsins, en fæstir eru þeir á minnstu stöðunum út á landi, en þar er yfirleitt einn lögregluþjónn. A stærri stöðunum eru sim- svararnir ekki notaðir nema þegar eitthvað sérstakt ber að höndum, en á hinum minni er aftur meira um aö þeir séu i gangi einhvern hluta sólar- hringsins”. — klp —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.